Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 Eggert H. Kjartansson: Blágráar öldur baðstrandanna WaKfninxon. 31. júli Ég lét það eftir mér hér einn af fáum sólskinsdögum sem hafa komið í Hollandi þetta sumar að skreppa á ströndina og dýrka sólguðinn, til að reyna að ná af mér mesta jökullitnum. Eftir að hafa skellt mér i Adamsklæðin ákvað ég að fá mér sundsprett í Norðursjónum. En það sannaðist enn að fjarlægðin gerir ýmsa hluti „Bláa“, því þegar nær kom ákvörðunarstað blasti við mér sú staðreynd að Norðursjórinn er í dag „ruslahaugur" hluta hins siðmenntaða heims. Hann leit út sem drullupollur! En hvers vegna er þessi staða komin upp! Fram til ársins 1969 var fljótið Rín opið skolpræsi og því ætlað að flytja til sjávar allan þann úrgang sem til féll frá verk- smiðjum í nágrenni þess. Þetta leiddi til þess að ýmis vandkvæði komu upp. Drykkjarvatn, sem hreinsað er í 20.000.000 manns af vatnasvæði Rínar, var orðið það mengað að ekki var hægt að ná úr því öllum óæskilegum efnum með aðferðum sem jafnan eru notaðar, það er að sía það gegnum jarðlög, hér mest megn- is sandlög, svo nota varð kemisk- ar aðferðir. Auk þess sátu þær þjóðir, sem strendur eiga í ná- grenni við ósa Rínar, að úrgang- inum. Þetta leiddi til þess að Hollenska stjórnin ásamt um- hverfisfélögum gekk fram í að fá úr þessu bætt og eins og áður sagði var komist að samkomu- lagi árið 1969. Allar þjóðir, sem land eiga að fljótinu, undirrituðu sáttmála þess efnis að óæski- legum efnum svo sem þung- málmum og óþynntum sýrum skyldi ekki dælt í fljótið. Fagnað var sigri! Þessi samningur var á sínum tíma talinn „stórt skref“ í samvinnu þjóðanna um um- hverfisverndun. En „Stóra skrefið" reyndist því miður aðeins það að efnin voru flutt niður fljótið á þar til gerðum bátum og umlestað í stærri skip í Rotterdam. Þessi skip sáu síðan um að koma úrganginum í Norðursjóinn 10 mílur undan Hoek van Holland. Engin þeirra stjórna, sem undir- rituðu áðurnefndan samning, hafði gert ráðstafanir til að fyrirtækin settu upp hreinsunar- búnað, svo valin var „ódýrari lausnin" að sinni. Fljótt var farið að vekja at- hygli á að hér væri ekki um lausn á vanda að ræða. Danir og Norðmenn kröfðust þess að gengið yrði til samninga enn á ný, en nú um losunina í Norður- sjó. Þeir vildu í stuttu máli koma á eiturefnalögum, sem kvæðu á um það hvaða efnum mætti ekki dæla í sjóinn. Árið 1972 var komist að slíkum samningi og hann undirritaður í London af öllum þjóðunum sem land eiga að Norðursjó nema Hollending- um. Þessi samningur samanstóð af tveim listum, „Svarta listan- um“ og „Gráa listanum". Á þeim svarta eru efni, sem ekki má setja í sjó undir neinum kring- umstæðum, en það eru geislavirk efni og þungmálmar t.d. cadmí- um og kvikasilfur. Á þeim Gráa eru efni, sem aðeins má setja í sjóinn undir ströngu eftirliti og þynnt út að ákveðnum hluta áður, auk þess að magn skyldi takmarkað. Á þessum lista eru t.d. sýrur og flókin efnasambönd nefnd. En hvers vegna undirrituðu Hollendingar ekki samninginn? Ástæður eru vafalítið margar fleiri en hér verða nefndar. Ein sú fyrsta, sem kom upp í hugann, var að hollensk fyrirtæki sjá um úrgangsflutninga og um efna- hagsdæmi að ræða því u.þ.b. 10.000 manns hafa atvinnu beint og óbeint af þessum flutningum. Annað var, að hvert átti að losa úrganginn í landi, sem að stór- um hluta liggur lægra sjávar- máli og efni myndu síast hægt og rólega upp á yfirborðið, ef þeim væri fundinn staður neð- anjarðar, auk þess sem því fylgdi ærinn kostnaður. Nú hvers vegna ekki að setja upp hreinsi- tæki hér í Hollandi? Það myndi leiða til þess að þau fyrirtæki, sem starfrækt eru á sama grundvelli og þýsk, yrðu að leggja út í kostnað sem annað hvort ylli því að þau flyttu úr landi með starfsemina eða færu hallloka fyrir öðrum svipuðum í næstu nágrannalöndum í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir. Það fjórða sem hér verður nefnt á þó sennilega ekki minnsta þáttinn í þessari stöðu. Það kom upp í maí þetta ár að umhverfisfélögin „Natuur og Milieu" og Green-peace sáu til þess að úrgangslosun gat ekki farið fram í nokkra daga frá þýska lyfjagerðarfyrirtækinu Bayer AEG. Þetta fyrirtæki, sem árlega losar 550 þús. tonn í Norðursjó, hvorutveggja efni af „Svarta“ og „Gráa“ listanum gróf upp klausu í annaðhvort þýskum eða þessum N-sjávarlög- um frá ’72, sem heimilar bæjar- stjórn Leverkusen, heimabæ fyrirtækisins að gefa undanþágu frá banni við losun í Rín „undir sérstökum aðstæðum." Hol- lenska stjórnin átti því um tvennt að velja; að stoppa að- gerðir umhverfisfélaga eða að sitja í sama fari og árið '69. Aðgerðirnar voru stöðvaðar af hollenskum dómstól sama dag og hótun um losun í fljótið kom. Hver dagur sem aðgerðir hefðu staðið eftir dóminn hefði kostað Green-peace 50 milljónir ísl. króna í maí, en væntanlega dálítið meira á núverandi gengi. En athygli var vakin og hefur verið haldið við af ýmsum aðil- um hvorutveggja umhverfisfé- lögum og einstaklingum. Hol- lenska stjórnin hefur klofnað í þessu máli en þó hefur nokkuð náðst fram. Fyrirtækið Bayer AEG var skikkað til að senda sýni í rannsókn hér í hollenska hálfopinbera rannsóknarstofn- unina TNO, en af því varð ekki fyrr en að samkomulag hafði náðst um að fyrirtækið sæi sjálft um sýnatöku. Niðurstaða rann- sóknarinnar var að um „meðal- slæma mengun" sé að ræða fyrir N-sjó. Annað sem stóð í skýrsl- Ásgerður Jónsdóttir kennari: Nú hefur kvikmyndin Óðal feðr- anna verið sýnd víða um land og hefur það varla farið fram hjá neinum fremur en annað, er þessa mynd varðar. Aðdragandi hennar minnti á forsetakosningar í Bandaríkjunum. LÖngu áður en myndataka hófst, tók myndarhöf- undur að vekja á henni athygli með viðtölum, myndum, „upp- ljóstrunum" um efni og hógværri lífsspeki. Við síðustu forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum hélt ég að þær væru fyrir löngu um garð gengnar, þegar að þeim kom. Eins var um frumsýningu þessarar myndar. — Eftirleikurnn var að sjálfsögðu ekki viðaminni en for- leikurinn. Tvívegis heil opna í miðhluta Morgunblaðsins og hálf- ar síður að auki, bæði þar og í öðrum blöðum. Viðtöl við myndar- höfund í útvarpi og sýningar úr myndinni í kosningasjónvarpi. Síðast og ekki síst mynd í Morgun- blaðinu af höfundi með þjóðhöfð- ingja Islands í tilefni sýningar. Maður hlaut að álykta, að um heimssögulegan atburð væri að ræða ekki síður en forseta- kosningar í Bandaríkjunum. Ymsir hafa undrast aðstöðu myndarhöfundar hjá ríkisfjöl- miðlunum, því að hún liggur ekki á lausu fyrir alla. Ekki kann ég skýringu þess, nema þá helsta, að menn eru misjafnlega til þess fallnir að ryðja veginn að innstu búrhillu. Séð hef ég þessa mynd. Fyrstu andsvör hugans voru svipuð og margra kunningja minna, er sáu hana um sama leyti, þó ekki allra. Sem sagt, jákvæð viðbrögð í fyrstu, hafandi Blóðrautt sólarlag í baksýn. Sumt er vel um þessa kvikmynd og sumt hreint ekki. Hún er mjög vel leikin, svo vel að það væri tilefni til sérstakrar umræðu. Mér sýnast leikararnir ekki þeir við- vaningar sem myndarhöfundur vill vera láta, enda eru þeir það ekki, að eigin sögn. Textinn, sem unninn er í samvinnu höfundar og leikara, virðist mér yfirleitt góður og einnig leikstjórn höfundar. Myndin er gædd talsverðri spennu. Tónlistin er viðkunnanleg, landslagið forkunnar fagurt og mynd — og hljóðupptaka með ágætum, að fróðra manna yfirsýn. — Þá er eftir efni myndarinnar. Það er, að mínu áliti, allt óskemmtilegt, í ýmsum stórum dráttum ósatt og um margt fjallað af vanþekkingu. Efnið sjálft veldur varla skoð- anaskipum. Ég nenni ekki að víta myndarhöfund fyrir að aðhyllast nær eingöngu óskemmtilegar hlið- ar mannlífsins og vera því gjör- samlega „húmor“-laus og síleiðin- legur. Það út af fyrir sig eru næg „víti“ fyrir þann, sem ætlar að skemmta öðrum. Um sannleik efnisins mætti rita langt mál en ekki er það ætlan mín. Það vill svo til að ég þekki vel sveitabúskap og sveitalíf bæði atvinnulegt og fé- lagslegt og einnig uppgjör við „óðal feðranna “. Það ristir sann- arlega dýpra en fram kemur í þessari mynd, þótt leikararnir geri sitt besta. Indriði G. Þor- steinsson gerir þessu efni önnur skil í Land og synir enda kunnugri efninu og nær reynslunni. Fróð- legt er að bera saman þá tvo atburði, sem mér skilst að eigi að vera táknrænir burðarásar efnis- ins, að minnsta kosti í Óðali feðranna. Þeir eru fall Hvítings Ásgerður Jónsdóttir annars vegar og hin „ómissandi" gelding hestsins hins vegar. Hvor skyldi nú standa nær raunveru- legu tilfinningauppgjöri við „óðal feðranna"? Sveitamanni bregður ekki við að sjá hest vanaðan fremur en við aðrar nauðsynlegar athafnir sveitabænda. Það er lögmál sveitabúskapar að bændur þurfa að sjá um að skepnur þeirra tímgist, ala þær upp, vana þær þegar þess þarf með og farga þeim. Þetta er þeirra hlutverk sem bænda, en þeir halda ekki sýn- ingu á því. Þannig verður kvik- myndin Óðal feðranna ósönn sem sveitalífsmynd því gelding hests- ins er nefnilega eina „sveitastarf: ið“, sem fram kemur í myndinni. í minni vitund telst þessi athöfn ekki til heimilisstarfa og er ekkert bundin við sveit. Það sést raunar kýr en textinn nær ekki svo langt að henni sé gefin tugga eða hún sé mjólkuð. Og það sést dráttarvél, eingöngu notuð til fólksflutninga. Er þetta nú ekki fullstór vanþekk- ingarskammtur í samtíðarmynd til þess að hægt sé að kyngja honum þegjandi? Að öllu saman- lögðu fyrirfinnst engin “sveit" í myndinni nema fagurt landslag og vondir vegir. Fleira ósatt verður fyrir okkur sveitamönnum. Ég hlutast ekki til um allar þær hörmungar, sem höfundur hrúgar upp og leiðir yfir eina og sömu fjölskyldu á fáeinum mánuðum. En mikil er vanþekking hans og neikvætt álit á hugarfari og háttum sveitafólks ef hann heldur að slík ósköp geti dunið yfir eitt heimili án þess að nokkur sveitarbúi sýni sig, segi orð eða hreyfi svo mikið sem litlafingur til aðstoðar og það við konu, sem á ætt sína og aldur allan í þessari sveit, er nýorðin ekkja og á bæklað barn. Það sjást heldur ekki nema tvær til þrjár hræður, sem gætu verið úr sveitinni, við jarðarför hins vinsæla og félagslynda bónda hennar. Að kvöldi jarðarfarar- dagsins fara svo synirnir „í djammið". Sama óhugnanlega vanþekking- in svífur yfir vötnum höfundar, þegar hann fæst við kaupfélagið og kaupfélagsstjórann og mér til undrunar hafa einn eða fleiri gagnrýnendur tekið í sama streng. Ég aftek ekki að finna megi einstöku atriði í þessa veru ef vel er leitað til liðinnar tíðar. En þetta fimbulfamb um kaupfélags- einokun og ánauð bænda eru svo gamlar lummur og hallærislegar, að varla er blygðunarlaust fyrir ungan rithöfund að hampa þeim nú. Ég bendi myndarhöfundi á að heyra hjá ríkisútvarpinu (það ætti að vera vandalaust) erindi Hauks Ingibergssonar skólastjóra um daginn og veginn, þar sem hann skýrir vel rekstrar- og stjórnar- form kaupfélaganna einmitt í til- efni af kvikmyndinni Óðal feðr- anna. Ég hef engan hitt, sem telur líklegt að kaupfélagsstjóri á borð við þann, sem er í myndinni, gæti orðið langlífur í starfi. Þeir kaup- félagsfulltrúafundir, sem ég þekki til, mundu ekki taka á honum með silkihönskum. Það er víða tekið fram í um- sögnum og viðræðum um mynd- ina, að hún eigi að vera samtíð- armynd. Mér þykir móðirin býsna hörð og skilningslaus við sonu sína af nútíðarkonu að vera, þó ég á hinn bóginn skilji vilja hennar til þess að hafa þá heima. Hún er líka ótrúlega grunnfær í viðskipt- um, hvernig sem synirnir aðvara hana. Hún virðist eiga að vera hygginn og forsjáll persónuleiki en er hvorugt frá hendi höfundar. Yfirleitt finnst mér fjöldskyldan vera einkennilega ósnortin af öll- um sínum miklu áföllum, líkt og hálfvegis utangarðs við þau. Það er eitthvað framandi við hana og einnegin við reykvísku húsfreyj- una drykkfelldu. Að mínu áliti nær höfundur bestum tökum á kaupsýslumanninum. Bæklaða stúlkan er hugðnæm persóna frá hendi höfundar og ógleymanlega vel leikin. Þá er komið að nauðguninni. Ég get ómögulega fundið þörf eða ástæðu til að draga þetta sænska hugðarefni inn í íslenska kvik- mynd. Atburðurinn minnir mig á annan samskonar í kvikmynd eftir Ingmar Bergman, sem ég sá fyrir mörgum árum. (Myndarhöfundur Óðals feðranna hefur þá verið á barnsaldri og alls ekki séð hana). Meira að segja er skálkurinn nauðalíkur þeim sænska. Ef satt skal segja finnst mér kvikmyndin Óðal feðranna vera fremur sænsks en ísiensks eðlis og orkar þannig á mig sem ósönn íslensk mynd. Ég geri mér títt um þessa kvikmynd og hið, að minni hyggju, ósanna svipmót hennar vegna þess, að höfundur hennar hefur í riti og ræðu, meðal annars við sænska kvikmyndamenn, kynnt hana sem táknræna (typiska) fyrir líf og starf islenskra smá- bænda á líðandi stund (þ.e. samtíðarmynd). Með öðrum orð- um, einskonar heimildarmynd handa útlendingum um þá. Ég uni því ekki, að menn fái óáreittir að framleiða af vanþekk- ingu ósannar kvikmyndir um ís- lenskt mannlíf og setja þær á útflutningsmarkað sem táknræn- ar heimildir um íslenska lífshætti. Sannleikurinn og „Óðal feðranna44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.