Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 Jón Þ. Árnason: — Lífríki og lífshættir LIII Það er afsiðun að skella skuldafargi for- eldranna á herðar barnanna Bandaríski rithöfundurinn Norman Mailer komst einhverju sinni þannig að orði, að hryggi- legustu tákn tímans væru ekki ósköpin, sem hæst bæri í dagleg- um fréttum, heldur tómlæti al- mennings augliti til auglitis við þær nálægu hörmungar, er þau boðuðu. Fáir munu þeir, sem með hreinni samvizku treysta sér til að vefengja sannleikskjarna þessara ummæla. Til þess er sú augljósa staðreynd of áberandi, að sérhver sá, er ekkert aðhefst gegn ósóma, gerir þegar með þeirri afstöðu sinni of mikla bölvun. Varla neitar því að heldur nokkur skynigædd mann- eskja, að t aka ber lífinu og heiminum eins og hvort tveggja er, en hins vegar væri fjarstæða, sem gæti jafngiit sjálfsmorði eða aftöku, að ljúka lífinu bar- áttulaust og skilja við heiminn óbreyttan. Sáttahyggjuskræfur einar gætu látið slíkt um sig spyrjast. Lög eru eitt, framkvæmd annað Andspænis þeim tröllauknu vandamálum, sem „stjórnmála- menn“ Vesturlanda hafa gert úr jafnvel tiltölulega auðleystum verkefnum, að ógleymdum þeim viðfangsefnum, er risið hafa af illfyrirsjáanlegum ástæðum og virðast mannlegum mætti ofvax- in, gegnir sízt furðu þó að hagsmunaheillaðir borgarar fórni höndum í vanmætti sínum og ábyrgðarleysi. Allt úr vöggu hafa liberalismi og sósíalismi kaldhamrað þá andlegu líkþrá í hugi þeirra og hjörtu, að þeirra væri allur réttur, en skyldur engar eða sáraómerkilegar. Algengustu viðbrögð verða því, að hver æmtir upp í annan: „Þetta er ekki mér að kenna, ég get ekkert við þessu gert. Ég er bjartsýnismanneskja og vona bara að þetta reddist allt saman einhvern veginn; svo hlýtur rik- isstjórnin ábyggilega að gera eitthvað." Já, einhvern veginn og eitt- hvað! Með hliðsjón af slíkri afstöðu almennings verður vandalítið að taka undir með hinum mikils- metna hagspekingi og Nóbels- verðlaunaþega, Friedrich A. von Hayek, þegar hann segir (i bók sinni, „The Constitution of Lib- erty“, London 1960): „Frelsið, sem aðeins einn maður af milljón notar, kann að vera þyngra á metunum og heillavænlegra fyrir meirihlut- ann heldur en frelsið, sem við notfærum okkur öll.“ Þótt heimsófremdin megi tæp- ast verða ömurlegri en hún nú þegar er orðin, og endurreisnar- horfur ekki bjartar, þá ala flest- ir lífverndarmenn og aðrir sátta- b.Vggjufjendur með sér sæmilega rökstuddar vonir um, að frá glötun muni reynast unnt að forða. Þeir telja ekki fráleitt að vekja megi baráttuanda Vestur- landabúa til lífs á ný, og að hann muni þá þvinga værukær stjórn- völd til valdvíslegra athafna. Von mína styrkja þeir með að benda á, að dugandi lærdóms- mönnum hafi víða tekizt að vekja almenna andúð á ýmsum tilbrigðum náttúruránskapar og náttúruspjalla. Þeir vísa og til þess, að tvær grímur séu teknar að renna atsuma í hinu pólitíska forystuliði markaðsmanna og marxista, sem af sérhagsmuna- ástæðum verða æfinlega að gera sér far um að dansa eftir pípu atkvæða sinna, m.a.s. líka, þegar vit er í blæstrinum. Þess vegna finnast dæmi þess, að nokkur gagnleg lífverndar- nýmæli hafa sums staðar verið lögfest. Af framkvæmd settra laga, þ.e. aðalatriðinu, fer að vísu grunsamlega fáum sögum. Eigi að síður verður að játa, að örlað hefir á, að afstaða sumra stjórnvalda hefir tekið undar- lega jákvæðum breytingum í þessum efnum upp á síðkastiö, sem eingöngu ber að þakka nefndum framtaksmönnum, þótt fremur hafi verið í orði en á borði. Samtíöin sálarlausa Ennþá er því skiljanlega lang- ur vegur frá, að framtak hinna Æ f ylgir munaði mæða Á verðbólguárunum í Þýzkalandi 1922—1923 var „dýrasta brú heims“ smíðuð í Singen við Hohenwiel í Suður-Baden. og kostaöi rúmlega 1,5 billjarð marka eða um 360 dollara. Sáttahyggja = hugleysi Vanræktar þrifnaðarráðstafanir Sorti yfir undralöndum fáu raunsýnismanna hafi borið nema lítilfjörlegan árangur í viðleitni þeirra til að stöðva látlausa sigurför vinstriaflanna. Brezki hagfræðingurinn þýzk- ættaði, dr. E.F. Schumacher, tók að líkindum ekki of djúpt í árinni, þegar hann fullyrti (að mig minnir í metsölubók sinni, „Small is Beautiful", London 1973), að nútímaheimurinn „er heimspekileg vitfirring". Og ótti ýmsra annarra merkra fræði- manna við að hann hafi, þar sem sízt skyldi, glatað hæfileikanum til að skilja tungu vitsmunanna, alveg eins og hann hafi týnt tilfinningunni fyrir göfugum listum, virðist ekki heldur ástæðulaus, enda studdur mý- mörgum, daglegum vitnisburð- um. Nú má vel vera, að háspekileg könnun á andlegu heilsuleysi samtíðarinnar þurfi ekki endi- lega að vera skilyrðislaus for- senda þess, að hefta megi og eyða háskasamlegustu öfug- straumum mannlegra lífshá'tta á viðunandi skömmum tíma. Hér skal afstaðan til þess lögð á hilluna m.a. sökum þess, að kunnugleiki á áþreifanlegustu náttúrulögmálum nægir einn sér til vitnis um fáránlega tilburði drottnandi valdhafa, stofnana og stefna í fangbrögðum við skyld- ug verkefni— réttara væri kannski að segja: á undanhaldi fyrir knýjandi úrlausnarefnum. Fátt eitt verður þvi augljósara — og jafnframt örlagaríkara — en hin hrokafulla þverúð, sem gagntekið hefir meginþorra svokallaðra ábyrgra aðila, gegn þekkingarauka á því, er öllu skiptir, þ.e. eðli, inntaki og tilgangi náttúrulögmálanna. Oft lítur helzt út fyrir, að manneskj- an telji sig yfir þau hafna og af þeim með öllu óbundna. Þessu er vitaskuld alveg þver- öfugt farið. Manneskjan er og verður þeim eilíflega rígbundin eins og allt annað í náttúrurík- inu, að þeim áherzluþunga við- auknum, að mannkynið hefir meiri ástæðu en allar aðrar lífverur til að óttast refsingu þeirra, því að engin skepna limlestir þau og vanvirðir með skelfilegri afleiðingum. Þröngir vegir, en ekki alveg lokaðir Eins og áður er vikið að, álíta lífverndarmenn yfirleitt, að þótt lífsbjargarvegir hafi þrengzt og þrengist án afláts, séu þeir enn ekki orðnir ófærir eða lokaðir. Skeytingarleysi yfirvalda og al- þýðu sýnist vissulega eitt af meiriháttar viðfangsefnum geð- læknisfræðinnar. Þó er það í rauninni á engan hátt dularfullt og unnt ætti að vera að vinna á því bug með réttri meðferð. Á því er ennfremur iítill efi, að orsakir erfiðleikanna eru kunnar, a.m.k. í megindráttum, og sama gildir einnig um hugs- anlegar gagnaðgerðir eða þau úrræði, sem fræðilega séð eru liklegust til árangurs. Vandinn felst fyrst um sinn aðallega í, að hefir og þjakar Vesturlanda- búa. Sannanir liggja á borðinu Náttúrulega væri ósæmilegt að blaðfesta staðhæfingar af þessu tagi án þess að leitast við að finna þeim stað og stund. Fyrir því skal það að sjálfsögðu reynt hér strax. Naumast gerist þess þörf að minna nokkra læsa manneskju á, að geigvænleg heimskreppa hrjáir nú veröld allrar „velferð- ar“. Af henni leiðir, að allir efnahagslæknar og galdrakerl- ingar beggja kynja á atkvæða- markaðnum leita sig úrvinda að „lausn efnahagsvandans", og — eins og að líkum lætur — án þess að hugleiða samhengi orsaka og afleiðinga. Einkum er stað- næmzt við fyrirbrigðið verð- bólga, sem hiklaust er talin orsök, enda þótt andartaksíhug- un ætti að nægja til að skilja, að hún er — og það hefir legið Ijóst fyrir síðan í upphafi hnignun- arskeiðs Rómarríkis — afleið- ing. Hún er afleiðing af sljóvg- aðri þjóðhollustu, ríkisfjand- skap, siðspillingu, munaðarfýsn- um, of háu leigugjaldi fyrir litla (oft enga) og lélega líkamsvinnu o.s.frv. En enginn „stjórnmála- maður" á Vesturlöndum þorir svo mikið sem að hvísla undir fjögur augu, að vinnulaunaokur kunni e.t.v. að einhverju leyti að vera orsök verðbólgu. Nei, í stað þess að samhæfa kaup og kjör náttúrulegum af- rakstri, er streytzt við að miða við „þarfir" þeirra, sem hafa lært að nefna „mannsæmandi lífskjör", án þess að hafa hug- mynd um, hvað orðanna hljóðan merkir. En eyðslumáttinn má ekki rýra. Þess vegna er kapp lagt á að hrifsa stöðugt stærri og stærri skerf af forða, sem sífellt fer þverrandi og þverrandi. Um vissan tíma má fjármagna slíkt háttalag með aukinni skuldasöfnun, þ.e. víxlaútgáfu á hendur niðjanna. Og það gera „velferðarríki" Vesturlanda al- veg svikalaust, eins og eftirfar- andi yfirlit frá áramótunum 1979/ 1980 yfir ríkisskuldir að- eins sýnir allsæmilega (miðað er við ríkisskuldir á mann, og sölugengi $= kr. 500, en líklegt er að það verði krónunni ekki hagstæðara, þegar greinarkorn þetta birtist): útrýma ýmsum bábiljum og heilaspuna, sem hinar stjórn- málalegu heimsplágur, liberal- isminn og sósialisminn í marg- víslegum útgáfum, hafa getið af Frakkland .........kr. 742.264 Danmörk .... kr. Austurríki ........kr. 1.227.590 Holland .......kr. Luxemburg .........kr. 1.484.528 Sviss .........kr. jtalia ............kr. 1.598.722 Sviþjóð .......kr. Irland .............kr. 1.627.271 Noregur .......kr. V-Þýzkaland .......kr. 1.684.368 Bandaríkin ... kr. Bretland ...........kr. 1.884.208 Belgía ........kr. 1.941.305 1.969.854 2.369.535 2.512.279 2.540.826 2.683.569 3.168.896 sér. Þ.á m. ber einna fyrst að telja hið hvimleiða jafnréttis- og bræðralagsfjas — og ekki myndi heldur verða til annars en yndis- auka, ef Vesturlandabúar þvæðu af sér mestu þykkni mannúð- Ef síðan litið er á greiðslu- jöfnuð vestrænna iðnríkja, van- þróunarríkja og olíuútflutnings- ríkja árið 1979 og OECD-áætlað- an greiðslujöfnuð þeirra árið 1980, skýrist útlitið enn betur: 1979 1980 Vestræn iðnríki ............+ $ 38.000.000.000+ $ 81.000.000.000 Vanþróunarríki .............+ $ 35.000.000.000+ $ 50.000.000.000 Olíuútflutningsriki ........+ $ 67.000.000.000+ $ 114.000.000.000 arslepjunnar að því marki, að þeir gætu dregið andann með nokkurn veginn eðlilegum hætti. Ef svo ánægjulegar þrifnað- arráðstafanir ættu framgang fyrir sér, væri stórt skref stigið til skilnings á ofurmætti þeirra frumkrafta, er nú sem jafnan fyrr ákvarða rás þróunar og/eða vanþróunar. Á hitt ber og að líta, að úr því sem komið er, geta nauðsynlegar ráðstafanir hvorki orðið auðveldar í framkvæmd né sársaukalausar við að búa. Rót- tækar lífsháttabreytingar eru óhjákvæmilegar vegna þeirrar stjórnleysisáráttu. sem þjakað Áfram heldur velferðardansinn. Dr. Gerhard Stoltenberg, forsæt- isráðherra Schleswig-Holstein, skýrir svo frá í viðtali við „Welt am Sonntag", 27. f.m., að sérhverja klukkustund ársins 1980 muni skuldir hins opinbera í Vestur- Þýzkalandi aukast um DM 5.000.000, og bætir við: „Þetta er óafsakanlegt helsi á framtíð ungu kynslóðarinnar.“ Lítil ástæða sýnist til að efast um það. Og hinn 22. f.m. skýrði Banda- ríkjastjórn svo frá, að greiðslu- hallinn á fjárlögum líðandi fjár- hagsárs muni nema allt að $ 61.000.000.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.