Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 5 Heimsmeistaramót unglinga: Jón L. er með tvo vinn- inga eftir tvær umferðir Á þessu korti má sjá hvar öskulalls frá Ileklu hefur orðið vart. það er frá Blöndudal í vestri og til Tjörness í austri. Rétt er þó að taka fram. að innan þessa svæðis hafa stór landsva>ði alve>t sloppið við oskufall. • • Oskufalls hefur gætt frá Tjörnesi í austri til Blöndudals í vestri JÓN L. Árnason sigraði báða andsta>ðinKa sína i tveimur fyrstu umferðunum á heimsmeistaramóti unKÍinKa undir tvituKU. sem fram fer í Dortmund í V-Þýzkalandi. Jón er næststigahæsti keppandi mótsins (>k eini alþjóðlejti meistar- inn. en stigahæsti keppandinn er nýhakaður stórmeistari Sovét- manna. Kasparov. Hel«i ólafsson. aðstoðarmaður Jóns. .sajfði í sam- tali við Mbl. í «ær. að eftir tvær umferðir væru sex keppendur með tvo vinninKa og útlit fyrir að sá sjöundi bættist í hópinn. þar sem Kasparov ætti unna biðskák. I fyrstu umferð mótsins á sunpu- dag tefldi Jón við Canchy frá Mónakó og sitfraði hann í 18 leikjum. Varð Jón fyrstur kepp- enda til að vinna skák í mótinu. Önnur umferð var tefld í gær og hafði þá Jón hvítt gegn Fafheytan frá Nígeríu og vann Jón skákina í 41 leik. Auk Jóns eru þeir Toro frá Chile, Darzy frá Brazilíu, McNab frá Skotlandi, Neguleschu frá Rúm- eníu og Guerra frá Venezúela með tvo vinninga eftir tvær umferðir og sem fyrr segir allt útlit fyrir að Kasparov bætist í þann hóp. Helgi sagði ekki fuliljóst við hvern Jón tefldi í þriðju umferð í dag, en kvaðst telja að það yrði Kurt Hansen frá Danmörku, sem var með 1,5 vinninga eftir tvær fyrstu umferðirnar. Teflt verður á hverjum degi til 25. ágúst, sem er frídagur og síðan aftur til 30. ágúst, en þá er frí og síðasta umferðin verður tefld 31. ágúst. ÖSKUFALLS Irá eldst()ðvunum í Heklu hefur orðið vart víða um Norðurland. eða allt frá Tjörnesi í austri og til Biöndudals í vestri að sögn Veðurstoíu íslands. Nyrst hefur öskufalls orðið vart á annesj- um Norðanlands. og allt norður í Grímsey. Á þessum slóðum er ösku- fallið hins vegar svo lítið að vart er mcrkjanlcgt. nema á húsþökum og hifreiðum; á iandi sést askan lítið eða ckki. svo lítil er hún. í Ilrísey og á nokkrum stöðum í Eyjafirði varð öskufallið þó svo mikið að rekja mátti spor í nýfaliinni ösk- unni. Víða á þessum slóðum hefur svo öskufallsins ekki gætt, til dæmis hefur þess ekki orðið vart í Mý- Mál sölumannanna: Nokkrir gáfu sig fram með víxla RANNSÓKNARLÖGREGLA rikisins auglýsti um helgina eftir víxlum. sem taiið var að væru í umferð í sambandi við mál „sólumannanna* svo- nefndu, sem mjög hafa verið í fréttum að undanförnu. Gáfu nokkrir menn sig fram. sem höfðu undir höndum slika vixla. Víxlar þessir voru þannig til komnir, að sölumennirnir margnefndu keyptu nýlega vél- ar síldarverksmiðjunnar í Djúpavík, en vélarnar hafa staðið óhreyfðar í áratugi. Kaupverðið var tæplega ein milljón. Sölumönnunum tókst að telja tveimur ungum mönnum trú um að þarna væri um mikil verðmæti að ræða, sem væru auðseljanleg. Samþykktu ungu mennirnir víxla vegna viðskipt- anna að upphæð 130 milljónir króna. Af þessari upphæð fundust víxlar að andvirði 65 milljóna en lögreglan vildi vita hvað varð af þeim 65 milljónum, sem á vantaði. Var því auglýst eftir víxlunum, en nokkrir þeirra munu hafa komizt í umferð. Öðrum sölumanninum var sleppt á föstudag úr gæzluvarð- haldi en varðhald hins var framlengt til 20. ágúst. Sýningu Sigfús- ar Halldórssonar lýkur 24. ágúst Sýningu Sigfúsar Halldórssonar að Kjarvalsstöðum lýkur n.k. sunnudag, 24 þ.m. Fjölmenni hef- ur sótt sýninguna en nú fer hver að verða síðastur að sjá hana. Hún er opin daglega frá kl. 14—22. vatnssveit, og fréttaritari Morgun- blaðsins á Húsavík kvað öskufalls ekki hafa gætt þar. Austar á land- inu, svo sem á Grímsstöðum á Fjöllum eða í Axarfirði hafði fólk ekki orðið vart við ösku, en að sögn séra Sigurvins Elíassonar á Skinna- stað í Axarfirði, hafði fólk þar í sveit heyrt gosdrunur um það leyti sem gosið hófst í fyrradag. Á Fosshóli við Goðafoss og á Höfðaströnd hafði í gær ekki orðið vart öskufalls, en örlítið öskufall varð hins vegar við Fnjóská í fyrrakvöld. I Hrísey sagði Sigurður Finnboga- son í gær, að sporrækt hefði orðið í öskunni í fyrradag, en þó hefði fólk ekki áhyggjur af því þar í eynni, og hefði holdanautum verið haldið til beitar eins og áður. Öskuna sagði Sigurður vera mjög fíngerðan, svart- an salla, og sama sögðu raunar aðrir er kváðust hafa orðið öskunnat varir. í Fljótum í Skagafirði fél lítilsháttar aska í fyrradag, oj, örlítið á Sauðárkroki einnig, eitthvað austar í Skagafirði. Mest virðist öskufallið hafa orðið í Eyja- firði, til dæmis í Ólafsfirði, í Siglu- firði og á Dalvík og Akureyri, o^ eitthvað frammi í Eyjafirði. Á Akur eyri féll töluverð aska um klukkar 17 á sunnudag, og mátti þá sjí öskulit á húsþökum og á bifreiðum og nokkuð dimmdi í lofti á meðar öskufallið stóð yfir. Útgerðar menn Viljum kaupa heila skipsfarma af góöum ísuöum fiski, þaö sem eftir er ársins. P/F BACALAO Þórshöfn, Færeyjum, sími 11360 og 12226 (Færeyjum). NOKKRIR GOÐIR ALAUSU! GOLF TKYGGÐU ÞEREINN NYJAN ÞÝSKAN! [hIheklahf |Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.