Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 39 * - Loreley aA grotna niður. hægt var að láta þá marggera sama hlutinn án þess að ofbjóða kúnnanum. Oftast þurfti maður að smíða úti í frosti, snjó og vindgjósti. Skipasmiðirnir voru í smekkbuxum og fóru heim á hjólum, sumir voru sérvitrir." „Hvenær komu fyrstu íslensku lysti-seglbátarnir til sögunnar?" „Karl Einarsson í Bátanaust og Hjálmar Árnason smíðuðu fyrsta siglarann 1932. Við kom- um með siglara ’41, 22 feta Capý, smíðuð eftir amerískri teikn- ingu. Endalok hennar urðu að hún sökk í höfninni. Svo voru til skektur sem sigldu vel. Við pabbi áttum eina þegar ég var fjórtán ára. Þetta var smíðað úr finum viði og lakkað. Ef maður fór ekki að sigla, fór maður að pússa. En nú er bara plast." „Var ekki slæm aðstaða?" „Þá var miklu betri aðstaða fyrir smábáta í vesturhöfninni. En nú fylla þeir höfnina upp.“ „En hvar fengust teikningar?" „Þá höfðu menn úr litlu að spila en ekki vantaði áhugann, bátablöðin voru stúdéruð og menn teiknuðu sína báta sjálf- ir.“ „Hvenær var Loreley smíð- uð?“ „Karl og Hjálmar smíðuðu hana 1944, fyrir tvo ríka karla. Hún fór upp í Bátanaust ca. '64 og hefur staðið þar síðan og er að grotna niður,“ sagði Jón og rétti út lófa og yppti öxlum. „Ætli hún sé ónýt?“ „Ja, hún er langt komin.“ „Hefur enginn viljað kaupa hana?“ „Hinsta ósk eigandans var að hún yrði ekki seld úr fjölskyld- unni og þar virðist enginn hafa áhuga.“ „Hvað viltu segja um plastið?" „Við förum bráðum að kynna okkur plast, en reynum að koma vitinu fyrir menn. Þeir tala um viðhald, en sá sem málar og pússar bátinn sinn kynnist hon- um. Fiskibátar geta verið snyrti- legir og við viljum að fiskveiðar séu sport, ekki bara dráp. Plast- bátar fiska minna en trébátar því þorskarnir sjá í gegnum plastið, þó vitlausir séu.“ Jón tók ofan af hillu kopar- plötu með ágröfnu ensku letri, á henni stóð: — Ef Guð hefði ætlað okkur að smiða trefjaplastbáta hefði hann skapað trefjaplast tré. — „Þetta fengum við frá enskum siglingamanni,“ sagði Jón og hló. Rætt við skipasmið Jón um borð I skútunni sinni. Greinarhöfundur hjólaði Kleppsveginn mót vindi einn mánudag eftir hádegi. Förinni var heitið inn í Elliðavog til að taka viðtal við Jón á Ellefu, kallaður það því hann bjó á Framnesvegi 11. Hann er skipa- smiður og ætlaði að segja mér frá lystibátum í gamla daga. Bílar brunuðu fram úr og vind- hviður feyktu mér til hliðar. Ég var uppgefinn í fótum og það brakaði í keðjunni. Skammt frá bátasmíðaverkstæði Jóns Ö. Jón- assonar, eins og hann heitir réttu nafni, stóð gömul seglskúta í vanhirðu; búið að brjóta rúð- urnar, málningin veðruð af og fúablettir í skrokknum. Hún var plankabyggð um 30 fet að lengd og stóð inn í skýli sem net var breitt yfir og vindurinn hvein í. Það var Loreley. Jón var ekki á verkstæðinu er ég kom, Agnar sonur hans var að moka frá teinum í brautinni því taka átti upp fiskibát á flóðinu. . Maður í samfesting var að vinna við sjómælingabát er stóð í slippnum. Stormsvalan, stór seglskúta, stóð þarna líka, segl var breitt yfir hana. Inni í húsi stóð skúta þeirra Jóns og Agn- ars, Fortuna. Hún er 32 fet, langkjöla, plankabyggð, smíðuð ’76; traustvekjandi og fallegt fley. Verið var að pússa hana og lakka, gera klárt fyrir sumarið. Hún minnti á vandað handbragð muna sem standast timans tönn. Á verkstæðinu var nær full- gerð julla með sveigðu skvettu- borði úr maghony. Á miðju gólfi stóð klossuð bandsög sem ógur- legur hávaði er frá þegar er í gangi og þarf tíma til að ná sér á fulla ferð. Með henni eru eik- arplankar ristir. Þarna voru ýmis rafmagnsverkfæri, tveir hefilbekkir og handverkfæri á hillum. Á gólfinu lag af spæni og ryk í gluggum. Agnar og vinnumaðurinn fóru í kaffi og ég settist hjá þeim á kaffistofunni og japlaði á rún- stykki og jólaköku, sem ég hafði keypt í bakaríi, og skolaði niður með kóki. Eitt sinn hafði ég verið að vinna hjá Jóni og er ég sat á þögulli kaffistofunni við mal í litlum rafmagnsofni, dustaðist ryk af gömlum minn- ingum. Loks kom Jón. Hann var þrekvaxinn og vaggaði í göngu- laginu. Á höfðinu hafði hann alpa- húfu sem hann myndaði skyggni á. Hann settist við skrifborð og losaði lok á neftóbaksdós. „í dag er skipasmíðin bara og mjókka og nú eru þetta sjókæfur." „En breytast tímarnir ekki í iðngrein?" spurði ég. „Þessi nýja tækni, kölluð fjöldaframleiðsla, er að útrýma skipasmíðinni. Mangi í Báta- stöðinni og pabbi smíðuðu bát sem sökk, en þeir smíðuðu ekki fleiri eins.“ „Var þetta ekki erfitt þegar ekki voru rafmagnsverkfæri?" Jón með áletruðu koparplötuna. nafnið. í gamla daga voru skipa- smiðirnir ekta og smíðuðu af- skaplega fína báta,“ sagði Jón. „Karlarnir fóru erlendis til að vinna á lystibátaverkstæðum og þegar þeir komu til baka voru þetta ósviknir jaktsmiðir. Karl Einarsson fór til Dan- merkur fyrir stríð, kenndi hin- um er hann kom heim. Þegar nýr fiskibátur kom frá Danmörk fóru þessir menn niður á höfn til að skoða. Þá var ekki verið að kenna Gunnar á Hlíðarenda í Iðnskólanum. Ennþá eru bátarn- ir á réttum kili, því þetta voru alvöru skipasmiðir. Fiskibátarn- ir voru þá djúpir og breiðir, svo komu reglur, bátarnir grynnka „Við höfðum bandsög, hitt var allt gert með handverkfærum. Meira að segja skrokkurinn var höggvinn að utan, og var það jafn vel gert og heflað væri. Þá voru menn oft beðnir að skrifa nafnið sitt á stykkið sem þeir voru að smíða." „Hvenær byrjaðir þú?“ „Ég byrjaði 14—15 ára í þessu. Þá höfðu lærlingar lítið kaup og Tllkynning M IÖnlána- sjóði um breytt lánskjör Með samþykki fíkisstjómar hefur uerið ákveðin breyting á lánskjörum nýnra lána Iðnlánasjóðs og tekur hún gildi 1. september 1980. Lánskjör Iðnlánasjóðs uerða þannig: Vélalán Lánstími 5-7 ár, uextir2,5%, lántökugjald 1%. Lánin eru uerðtryggð miðað uið lánskjaravísitölu. Byggi ngarlán Lánstími 12—15 ár, uextir4%, lántökugjald 1%. Lánin eru uerðtryggð miðað uið lánskjarauísitölu. Lánskjör eldri lána uerða óbreytt. Reykjauík, 8. ágúst 1980. Iónlánasjóður ------------------£----- Iðnaóarbankinn Lækjargötu 12 101 Reykjavík Sími 20580 Ásgeir Þórhallsson: Sitflingar III

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.