Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 Bðkmennllr COSPER — Slepptu mér. Slepptu mér, segi ég. kvikmyndasvið, leikarar báru rússneskt gerviskegg, og haldin voru rússnesk fatasamkvæmi. Fatasalar seldu búninga með rússnesku sniði, kínverskur mat- staður varð að rússneskri testofu og barinn í Ritzhóteli hlaut nafnið Volga.“ Á mynd í bókinni sjást leikararnir Gary Grant, Jean Arthur og Ronald Colman með amerískt smæl í félagsskap rússnesks hermálaráðunautar í heimsókn í sölum Columbiufé- lagsins. Þau sáu víst ekki fram í tímann fremur en aðrir leikarar. Aftur á móti er rithöfundurinn Erskine Caldwell íbygginn á svip haldandi bókinni Mission to Moscow eftir Joseph E. Davies, en hann samdi kvikmyndahand- rit eftir sögu sendiherrans. I Innrás í Sovétríkin eru mörg dæmi um slægð Stalíns og hörm- ungar Rússa á stríðsárunum, einnig um grimmd innrásar- herja Þjóðverja og síðan flótta þeirra og uppgjöf. Þetta er rit sem segir ekki síst tíðindi með myndum, enda myndefnið ríku- legt. Skrif Nicholas Bethells og ritstjóra Time — Life bóka eru ekki veigamikil heldur fyrst og fremst upprifjun staðreynda og leiðsögn eftir kunnum fyrir- myndum. Þýðing Jóns Guðna- sonar sýnist mér vel af hendi leyst. 'GÚU 'INti GRANIGÖSLARI ■ .. ■. Ást er. V/3 .. að borða minna sdo hann elski þig meira. TM Roq U S Pat Off — all nghts roservod c 1978 Los Angelos Timos Syndicate Húsnæði og stofnanir ríkisins Áframhaldandi skattlagning Kæri Velvakandi. Hér er um að ræða sjálfseign- arform með sérstökum reglum sem ferlisvistun öryrkja. Jafnvel þótt 5—10 öryrkjar vildu kaupa sér verndað húsnæði saman til þess að velja sér sjálfir húsnæðið eftir sínum smekk, þá er ekki víst, að það mundi takast að fá ríkis- styrk til slíks, jafnvel ekki þótt það rynni allt aftur í ríkiskassann við andlát þeirra. Það yrði „bundið eignarform" en sjúklingurinn mundi þá síður vera haldinn þessari undarlegu „geymslu-til- finningu", sem þjáir svo marga öryrkja eða gamalmenni sem er vistað í bæjar- eða ríkishúsnæði. Jafnvel þótt öryrkinn fái að- stoðina frá ættingjum og vinum, blóði Þýskir hermenn gefast upp fyrir rússneskum. Mynd- in er úr bókinni Innrás í Sovétríkin eftir Nicholas Bet- hell. Má ég koma með ábendingu til þín. — Ég myndi setja rokkinn Kang. Jafnataðir Heimsstyrjöldin 1939—1945: INNRÁS ÍSOVÉTRÍKIN eftir Nicholas Bethell og ritstjóra Time—Life hóka. Jón Guðnason islenskaði. Almenna bókafélagið 1980. Bennett Champ, öldungadeild- armaður, demókrati frá Miss- ouri, sagði skoðun sína á styrjöld Rússa og Þjóðverja: „Þetta mál snýst um það, hvor hundurinn rífur hinn á hol. Stalín er jafnataður blóði og Hitler. Ég tel, að við ættum að veita hvorugum þeirra að málum." Annar öldungadeildarmaður, Robert A. Taft, repúblikani frá Ohio, kvað fastar að orði: „Sigur kommúnismans í heiminum yrði Bandaríkjunum langtum hættu- legri en sigur fasismans." Kannski voru hér á ferð þrátt fyrir allt spámenn sem áttuðu sig á hvenig heimurinn myndi líta út í dag. En tekin var önnur stefna eins og allir vita. Banda- ríkjamenn komu til liðs við Rússa. Eins og segir í Innrás í Sovétríkin: „Rithöfundar í Hollywood sendu frá sér handrit um Rússland, saumakonur saumuðu rússneska fána fyrir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Með nákvæmri talningu slag- anna í þrem gröndum komst sagnhafi að þeirri niðurstöðu. að búa mætti til tvo slagi á lauf og vinna þar með spil dálksins örugglega. Suður gaf, austur og vestur sögðu alltaf pass. Norður S. Á654 H. G73 T. 76 L. K1092 Suður S. K73 H. ÁK8 T. ÁKD53 L. D8 Suður var sagnhafi í 3 gröndum. Útspil tígulgosi. Að slagatalningunni lokinni virtist spilið auðvelt. Hann tók fyrsta slaginn, spilaði laufdrottn- ingu og fékk slaginn. Aftur lauf og svínað en þá fékk austur á gosann og skipti í spaðadrottningu. Þá fór sagnhafa að líða illa. Aðeins ein innkoma var á blindan og því hægt að afskrifa laufin. En fleiri möguleikar voru eftir. Og þegar suður reyndi tígulinn, kom í ljós, að vestur hafði átt fimm stykki. Þá var bara spaðinn eftir, en allt kom fyrir ekki, austur hafði átt 4 og spil andstæðinganna verið þessu lík: Vestur S. 98 H. D42 T. G10984 L. 543 Austur S. DG102 H. 10965 T. 2 L. ÁG76 Þannig urðu 8 slagir hámarkið, einn niður. En suður var ekki ánægður og athugaði spilið betur. Og hann komst að niðurstöðu. Eftir fyrsta slaginn var mun betra að spila og svína laufáttunni. Austur yrði að taka með gosanum, annars yrði auðvelt fyrir suður að fá laufslag- ina tvo. Og næst, þegar færi gefst, spilar suður laufdrottningunni og lætur kónginn frá blindum. Þá verður sama hvað austur gerir. Hann getur ekki komið í veg fyrir, að sagnhafi fái þessa tvo slagi, sem hann þarf á líflitinn sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.