Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 11 Karpov er iöinn við kolann Ilinu árlega alþjóða.skákmóti sem IBM tölvufyrirtækið Kenjfst fyrir lauk í Amsterdam í Ilollandi fyrir stuttu. í efsta flokki sÍKraði heimsmeistarinn i skák. Anatoly Karpov, hlaut tiu vinninKa af fjórtán mögu- le^urn. vinninKÍ á undan sterkasta skákmanni Ilollend- inKa. Jan Timman. í þriðja sati. vinninKÍ á eftir Timman. varð Gennadi Sosonko, sem fluttist til Hollands fyrir tæp- um áratuK frá Sovétríkjunum. Þeir Timman ok Sosoko töpuðu hvoruKur skák. en Karpov tap- aði í fyrri helmingi mótsins fyrir unKverska stórmeistaran- um Ribli. Svo sem á stórmótinu í Montreal í fyrra var fáum kepp- endum boðið að vera með, en tefld tvöföld umferð, þannig að hver keppandi hafði einu sinni hvítt og einu sinni svart gegn hverjum hinna. Þetta keppnis- fyrirkomulag tíðkaðist mjög fyrir u.þ.b. 50 árum og hefur nú verið tekið upp að nýju, m.a. fyrir það að skákmennirnir sjálfir telja úrslitin minna undir heppni komin ef tefld er tvöföld umferð og litir koma jafnt niður á alla. Danski víkingurinn Bent Lar- sen, sem er einn af aðal hvata- mönnum tvöfalda umferðar- kerfisins átti ekki sjö dagana sæla og varð neðstur. Honum hefur vegnað mjög vel upp á síðkastið, en því miður virðist mót með þessu kerfi ekki eiga við hann því hann varð einnig í neðsta sæti í Montreal forðum. Mótið var lengst af fremur jafnt, en í lokin hlaut Karpov þrjá og hálfan vinning úr fjórum síðustu skákunum og tryggði sér þar með sigurinn. Landi hans Dolmatov, heimsmeistari ungl- inga, 1978, stóð sig mjög fram- bærilega, vann t.d. Larsen í báðum skákunum. í seinni skák þeirra fékk hann draumastöðu sóknarskákmanns- ins upp: Svart: Bent Larsen Hvítt: Sergei Dolmatov 22. Rf5 - Be4. 23. Rd6 - Bg6. 24. Dd4! - Db8, 25.14 - IId8, 26. f5 — Bh5, 27. h3 (Hlutskipti Larsens er vissulega ömurlegt. Nú á hann enga vörn við hótun- inni 28. g4. Hann reyndi) Rb6, 28. Dxb6 - Dxb6. 29. Bxb6 - Hxd6. 30. Be3, og Larsen gafst upp, því hann getur sem fyrr með engu móti svarað 31. g4 hótuninni. Larsen átti þó einnig sína sólskinsdaga þótt þeir hafi verið fáir. Hér er hann í hlutverki böðulsins gegn Ribli: Svart: Zoltan Ribli 45. Rxf5 - f6. 46. Dc7! - exf5, 47. Hxh7 - Dd5+, 48. Kh3 og Ribli gafst upp. Dolmatov bjargaði sér fyrir horn í drottningarendatafli gegn Hort eftir að hafa verið með tapað tafl lengst af. Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON Svart: Dolmatov 58. ... h4! (57 ... f4? er of seinvirkt, 58. Db6 — f3, 59. a7 og hvítur vinnur) 58. Db6 — Dcl+, 59. Kh2 — Df4+, 60. g3 Jafn- tefli, því eftir 60. ... hgx3+, 61. fxg3 — Dh6+ sleppur hvítur ekki út úr þráskákinni. Hort vann peð í byrjuninni gegn Larsen og hélt honum síðan í heljargreipum. Eitthvað virðist þó vera að rætast úr fyrir Larsen er hann hafði króað inni hrók, en það reyndist helber tálsýn: Svart: Larsen 30. Be4! (Enn sterkara en 30. Rxa6) Rxb6, 31. axb6 — He7, 32. Bxd5+ - Ke8, 33. Da4+ - Rd7, 34. Be6 - Dxb6, 35. Bxd7+ — Kf8, 36. Db3 og svartur gafst upp. í öðrum stórmeistaraflokki urðu þeir Ree. Hollandi og Unz- icker, V-Þýzkalandi jafnir og efstir, en í þriðja sæti varö argentínski stórmeistarinn Panno. I flokki alþjóðlegra meistara varð hinn 18 ára gamli Evrópu- meistari unglinga, Chernin. frá Sovétríkjunum efstur. Hann hlaut hvorki meira né minna en 10'h vinning af 11 mögulegum. Næstur varð Frakkinn Haik með 8 v. og næstir komu Hollend- ingarnir Van der Sterren með 7 v., Enklaar með 614 v. og De Savott-Loman með 6 v. Bandaríski stærðfræðingurinn og alþjóðameistarinn Formanek fór með drottningu sína á heldur ógæfulegt flan gegn Chernin og refsingin lét ekki á sér standa: Svart: Chernin Ilvítt: Formanek 13. ... 0-0-0. 14. Dxf7 - Rdf6. 15. h3 (Hér og í næsta leik stoðaði 15. De6+ ekkert vegna Kb8 og síðan 16. ... Bc8) Hdf8, 16. Dg7 - Rh5. 17. Dxh8 - Hxh8, 18. hxg4 - Rf4, 19. Bfl - e6!, 20. k3 - Rxd5!, 21. exd5 - Bxd5, 22. Bk2 - Db7 og hvítur gafst upp. IBM 1980 1 i 3 H s (, 7 8 VINN- 1. Karpov m Wz Vk 1x1 1/x 01 11 11 10 2.TIMMAN u m V/x 1/z 1/z /z/z 1x1 1x1 9 3. S0S0NK0 kh •Llt </y/y V/x Iz'/z Zz'/z 1z1 1x1 8 1i; H0RT 'h.0 0/z íz/z wy/. V/z 1/z 1x1 1x1 T-'/z s.hoLmTov Oh 0% Ix/x VL O'/x 1/x 11 ? L Rl&LI 10 U/z V/z O'/z V/z y/yy/ 01 10 7 ?. VAN DBR Vi£L OO %0 1x0 /x0 O'/z 10 m 01 9 l Larsen OO 1x0 1x0 /zO 00 01 10 m y/x Skrífstofuvélar hf bjóda nú fjórar geróir af léttum og þægilegum skólaritvélum frá ABCog Kovac Þú getur sjálfsagt fundið notaðar vélar á lægra verði. En þegar þú ætlar að kaupa skólaritvél þarftu að hugsa um fleira en verðið. ABC og Kovac fullnægja öllum þeim kröfum sem gerðar eru til góðra skólaritvéla. Þær eru léttar og þægilegar í meðförum; traustar og endingargóðar; í góðri tösku; og ekki síst: byggðar eins og,,alvöru“ ritvélar. Þegar þú hefur kynnt þér ABC og Kovac vélarnar hjá okkur geturðu sannfærst um, að það er ekki að ástæðulausu að við teljum þær framúrskarandi. vWICár^ ) Y,. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. + = — s? 'tytuN&'’ Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.