Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 31 Pálssteinshraun. er ólivín- hasalthraun. 10 km2 að flat- armáli. 3. Aðfaranótt annars apríl 1725 hófst sprungugos á tveimur eða þremur stöðum, suðvestur, suður og austur af Ileklu. og varaði langt fram á vorið. Lega eldstöðva er ekki kunn með vissu og vísast. að þær séu að mestu huldar yngri hraunum. Gjóskufall var mjög lítið. f jarðskjálftum samfara gos- byrjun hrundi bærinn Ilaukadalur. 4. Hinn 27. febrúar 1878 hófst sprungugos nærri Kraka- tindi, sem er um 10 km austur af Heklutindi. Gaus þar. samfara allsnörpum jarðskjálftum i gosbyrjun, á 2 samstefnu en hliðruðum sprungum. annarri 1.5, hinni 3 km á lengd, og úr gíg á milli þeirra. Hraunrennsli hætti að mestu eftir mánuð, en ekki lauk gosinu að fullu fyrr en eftir um tvo mánuði. Hraunið þekur 15.5 km2. Gjóskufall var litið í þessu gosi. 5. Aftur hófst gos á svipuðum slóðum aðfaranótt 25. april 1913, er sprunga, liklega um 2 km löng, opnaðist samfara jarðskjálftum, norðan i Mundafelli (xii) og vestur frá því, um 6 km austur að Heklutindi. Um 10 klst. síðar opnaðist önnur sprunga, um 12 km norðaustar. Lá hún þvert yfir gróið sléttlendi, er nefndist Lambafit, og upp i hliðar austan og sunnan hennar og var rösklega 4 km löng. Stiflaðist áin Hellis- kvisl af hraunflóðinu. Gjóskufall var lítið i þessu gosi. Við Mundafell lauk gosinu 4. maí. en á Lambafit hálfum mánuði síðar. Flat- armál Mundafellshrauns er 3.8 km2, en flatarmál lamba- fitjarhrauns 6.3 km2. Athyglisvert er, að jarð- skjálftar samfara byrjun gosa á Heklusvæðinu virðast allajafna hafa verið nokkru sterkari en jarðskjálftar samfara byrjun eiginlegra Heklugosa. 191*7 Fjórtánda gos Heklu hófst kl. 6.41 hinn 29. marz 1947 og því lauk 21. april 1948. í pliníanskri upphafshrinu gossins náði gosmökkurinn 30 km hæð. Aðalgjóskufallið var- aði rúman klukkutima. Sú gjóska, er féll fyrsta hálftim- ann, var grábrún og um efna- samsetningu á mörkum dasits og liparits. Kísilsýruinnihald hennar var 63—61%. Næsta hálftímann var gjóskan dasít, dökkbrún að lit og kisilsýru- innihald hennar 57—56%. Um- skiptin voru tiltölulega snögg. Fyrsta hálftimann nam upp- streymi gjóskunnar um 75.000 m3/sek og næsta hálftimann um 22.000 m3/sek, en heildar- rúmmál gjósku myndaðrar i fyrsta þætti gossins var um 180 millj. m3 Gjóskan barst til suðurs, yfir Rangvellingaafrétt, Fljótshlið og Eyjafjöll. Fingerðasta gjósk- an barst alla leið austur til Finnlands, með 56 km meðal- hraða á klukkustund. Gjóska sú, er féll fyrsta gosmorguninn, þakti 3.130 km2 lands og heildarflatarmál gjóskugeirans innan 0.006 cm jafnþykktarlinu var áætlað um 70.000 km2. Fyrstu daga gossins voru margir gigar virkir á um 5 km langri sprungu eftir Ileklu- hrygg endilöngum, en siðar voru tveir aðalgigar virkir á háhrygg fjallsins, annar, Topp- gígur. í hátindi. hinn, Axlargig- ur, á suðvesturöxl. Suðvestur af honum voru nukkrir minni gig- ar virkir af og til, auk þess hraungigs, i suðvesturenda sprungunnar, sem hraun rann úr án afláts. Gjóskufalli lauk að heita mátti í byrjun september 1947. Heildarrúmmál þeirrar gjósku, er féll eftir fyrsta gos- daginn, var lauslega áætlað um 30 millj. m3 Tjónið af gjóskufalli i þessu gosi varð tiltölulega mjög lítið. aðeins 2 jarðir fóru í eyði um lengri tíma. Flúoreitrun í sauð- fé olli smávægilegu tjóni. Hraunrennslið virðist hafa byrjað þegar á fyrsta hálftíma gossins og meðalrennslið fyrstu 20 klukkutimana var um 3.500 m3/sek. Þakti hraunið um 15 km2 þegar á fyrsta gosdegi. Á fimmta degi var hraunrennslið komið niður í um 10 m3/sek, en jókst að nýju upp úr 20. maí og komst upp i um 150 m3/sek snemma i júlí. en fór svo aftur minnkandi. í upphafi hraun- gossins flæddi hraun aðallega austur úr Heklugjá, en siðar i gosinu einkum við NV, V og SV úr hraungignum á suðvestur- enda sprungunnar, i um 860 m hæð. Heildarflatarmál 1947-hraunsins er um 40 km2 og rúmmál þess um 800 millj. m3 (0.8 km3) Allra fyrsta hraunið er dasit- hraun, en megnið af 1947-hrauninu er andsithraun, og undir goslok nálgaðist það basalt og samsetningu (kisil- sýruinnihald 55—54%), og myndaði þá helluhraunsfláka, en hafði áður myndað apal- hraun. Vorið og sumarið 1948 streymdi mikið af koldíoxýði upp i gjótum í Hekluhraunun- um vestur af Heklu, einkum við Loddavötn, og nam heildar- útstreymið um 24.000 tonnum. Varð þetta 15 kindum að bana. í gosinu hækkaði hátindur Heklu úr 1447 i 1503 metra. en lækkaði fljótt eftir gosið niður i 1491 metra. 1970 Fimmtánda gos Heklu hófst kl. 21.23 hinn 5. maí 1970 og varaði rétta tvo mánuði. Hin eiginlega Heklugjá opnaðist í þetta sinn ekki nema allra suðvestast og aðalgosið var úr sprungum við rætur Heklu- hryggs að suðsuðvestan og norðaustan. í fyrstu hrinu gossins náði gosmökkurinn 15.000 m hæð. Aðalgjóskufallið varaði rúma tvo klukkutima og var gjósku- uppstreymið þann tima að með- altali 10.000 m3/sek, en heild- arrúmmál gjóskunnar um 70 milljónir rúmmetra. Gjóskan barst til NNV og féll á byggð ofarlega í Hreppum og Biskupstungum, en norðan- lands aðallega á sveitirnar milli Hrútafjarðar og Vatnsdalsár. Gjóskan var mjög flúormenguð og hlutu bændur á gjóskusvæð- inu þungar búsifjar af. Um 1500 ær og 6000 lömb drápust af flúoreitrun. Gjóskugeirinn innan 0.1 jafn- þykktarlínu þekur 6950 km lands, en alls var einhver vottur gjóskufalls á um 40.000 ferkíló- metra svæði. Fyrstu 20 klukkutima goss- ins var hraunrennsli að meðal- tali um 800 m3/sek. Ilraun- rennsli suðsuðvestan og suð- vestan i Ilcklu lauk 10. mai, en i Hliðargigum, norðaustan i fjallinu, 20. mai, en samdægurs opnaðist ný gossprunga, 0.9 km löng, 1 km norðar, og rann hraun úr henni án afláts til 5. júlí. Á sprungunni hlóðst upp gígaröð, Oldugígar, og er hæsti gígurinn um 100 m hár. HMM:1842 TNR:33 JU:0,33 Heildarflatarmál 1970-hraun- anna er 18.5 km2 og heildar- rúmmál nærri 0.2 km3 Hraunið er andesithraun, sem inniheld- ur dálítið af ólivíni, og er um efnasamsetningu og innri gerð svipað því hrauni, er myndaðist undir goslok í gosinu 1947/48. Að ytri gerð er hraunið dæmi- gert apalhraun. 16 siftur HÁFJALL HEKLL LOGAIMI)i ELIIHAF ELDSÚLUR, SEM NÁ 800 METRA í L0FT UPP VI NC UÓST *rM. IfcUa « «« b«»4< rfcf «1 þveM yfir MljalW. >1*lir ««« ».» i hrtum H'Uufcrlum. x mnMotar wr mrfcrtt»rvYKniti. m * milli m *pnu«C*. irm ktuav úr — llminrmm rrtt<« {1*«« iu<tur í*‘rkv6M! rtu, t* t«k h rru Ifríoftr k*n> i I«.«- iriant!t« í Hukhi Tr ,-ni.u I4ar«. «. ** óul cifir ali uxymSmi um *R fj*lliA. kruunk*)** vrftur úr *I«|*U- '«u «* rr kominn a!1* ld» sr-Vtr «* \ atr.»l|t>fluto i *kr*r tM*ú!..inur * kifj»llin.. ni uu Mð i Ml uun •?rl* km apa cíúmkN k|urt'uu IrifciSrK* ttrfclcm *A .Urr* .t»rfcifc»nin Swvartt i Mt cpp «te* kyacauaftl tn f*lb n* ndttr i thtr. Hinrrncttr firdUI a*kan fur* mínkaml!. (tvl lcjfhtr mt kki niikil irú pnrnuci »s k«*»vn;iu «j**l rlrl.úlumar rkfci «fn» Un*t *A «tes r% grtu hnfSi m*tl ru* l-rii I h-' -uu. bfcAptim. trm á pamgs l*uu*4fci«irir:\-tn:;ur cr hrinn vustvr. Mwc Kmn »tU ttS haf* *Mh«4r;.luArar úarr * 1i*.;uitrk t>| riafcrit.i .Ur ti |tvl t* rwuuulu s->v:A » scm Ka(rnfcvn.m«<ui» hótu f ;n-rJ«* *rmlu HfcMUreM atvtaMKÍrilthr l*Uk«».:-. c; YtSmnk4tm út itrefc*fc«r UBtvnm«-«r. |*u xmt <kw«* nr i «sn át »m latMl. *t krir fyMv-4 W*t mrfc Wknftflr •« , «t. fc-.i hektd. mtm rMmruKo <r tmmémn. fclun fcrtu ■liinfcét Iwkifu-n l.l «* ramalM \*x\z úiWHrti nmMintljrirtmifSi. ■ kt-»« ri« hutcvuran-ii guuml • liekta. — Ort.nu.nnt f<» (mtinUR; Uír hrvr.l vH* inn 1**4. — !..r*itt* á flnafirá lil Mtfcfu. «* mCU Mút -i»m Umt hy«*»< «« ftjultir ui KtfchtS'-inu vtA»vc>.r »3 *f Ivtnhnri. — M*rg»r IjAvni' ndir im>i I hk.Sinu. Sjá fréttír o* myndir i Ws. 3, 14,17, 19 or 32 32 SÍDUR ELDAR í HEKLU Forsiða Morgunblaðsins sunnudaginn 30. marz 1947 Forsiða Morgunblaðsins miðvikudaginn 6. maí 1970 „Var eins og kollur- inn á fjallinu lyftist“ Upphaf tveggja síðustu Heklugosa lýst NÚ GÝS i Heklu í þriðja sinn á þessari öld og er þetta gos það 21. I röð gosa í eða við Heklu. Það er oft fróðlegt að bera Heklugosin saman, þó að i megin dráttum séu þau venjulega fremur keimlik. Um eldri Ileklugos er getið ann- ars staðar í blaðinu, en hér verður i stuttu máli Iýst upphafi gosanna 1947 og 1970 og verður þar stuðzt við frásagnir Morgun- blaðsins frá þeim tímum. í Morgunblaðinu 30. marz 1947 segir meðal annars svo í frásögn- um af Heklugosinu: „Gosið sjálft hófst með mikilli og hrikalegri sprengingu rjett fyrir klukkan 7 í gærmorgun. Var eins og kollurinn á fjallinu lyftist, en skömmu síðar gaus hinn mikli reykjarmökkur himinhátt og var 10—12 km á hæð um tíma, en fór heldur lækkandi er leið á daginn. Þeir, sem horfðu á byrjun gossins úr nærsveitum Heklu lýsa því hvernig stórgrýti þyrlaðist upp úr gígnum, en síðan huldist fjalíið reykjarmekki. — Jarðskjálftakippur kom skömmu áður en gosið hófst, eða svo að segja umleið, og samkvæmt jarðskjálftamælum hjer í bænum varð jarðskjálftakippurinn kl. 6.05. — Fannst jarðskjálftinn greinilega austursveitum og einn hjer í Reykjavík og Hafnarfirði. Dunur og dynkir heyrðust frá Heklu um allt land í gærmorgun, * Dr. Sturla Friðriksson: allt vestur á firði og norður til Grímseyjar, en það er svo með dynki frá eldjöllum, að þeir heyr- ast frekar langt í burtu, en skammt frá sjálfum eldfjöllunum. Stafar það af svonefndum hljóð- skuggum. Aðalgosið í mikilli sprungu Það er álit jarðfræðinga, að aðalgosið sje í mikilli sprungu, sem nái frá hátindi Heklu, norð- austur eftir fjallsegginni og niður eftir hlíðum fjallsins að norðan og austan. En eins og áður var sagt var Hekla þakin þoku og gosmekki í gær svo að ekki sá til háfjallsins sjálfs og verður því ekki sagt með neinni vissu hvar goshverirnir eru að svo stöddu máli, eða hvort þeir eru í aðalgígnum á sjálfum fjalls- toppinum." Um Heklugosið 1970 segir svo I Morgunblaðinu 6. mai 1970: „Heklugos hófst um kl. 21.30 í gærkvöldi. Opnuðust fjórir eldgíg- ar, þar sem glóandi hrauntungur þeyttust hátt í.loft upp, allt í 1500 m hæð í mestu sprengingunum. Gosmökkurinn mældist í ca. 15 km hæð, þegar hann var hæstur samkvæmt ratsjármælingum á Keflavíkurflugvelli. Vindur var á suðaustan og barst vikurmökkur- inn yfir uppsveitir Árnessýslu og í Búrfelli féllu til jarðar vikurhnull- ungar. Ekki varð tjón á mönnum, svo vitað væri, en vikurinn mun hafa valdið nokkru tjóni. Fyrstu fréttirnar um að gos væri byrjað í eða við Heklu bárust um kl. 21.30 í gærkvöldi. Sam- kvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni mældust vægir kippir á jarðskjálftamæla hennar kl. 20.48 og jókst styrkleikinn mjög fljót- lega. Stærsti kippurinn mældist kl. 21.40 og var um 4 stig sam- kvæmt Richtermælikvarða. Upp- tök, jarðskjálftanna voru um 110 km austur frá Reykjavík. Fréttaritari Morgunblaðsins á Hvolsvelli, Ottó Eyfjörð, hringdi til blaðsins um kl. 21.45 og sagði, að svo virtist sem eldur væri austan til í Heklu. Svartir reykj- arstrókar stigu hátt í loft upp og rauð eldtunga. Sagði Ottó að eldglæringarnar næðu langt upp í reykjarstrókinn, vindátt væri á suðaustan og legði vikur yfir uppsveitir Árnessýslu og að Búr- felli, þveröfugt við það sem var í Heklugosinu 1947. Ottó Eyfjörð hringdi aftur um kl. 22.30 og kvað þá greinilegt að gosið væri farið að aukast og gos virtist vera á tveimur stöðum í Heklu og rynni hraun úr syðri gígnum. Hins vegar væri erfitt að átta sig á stefnu hraunstraums- ins.“ „Flúormagn er allveru- lega yfir hættumörkum66 - „rétt gæti verið að fl „í þessum fyrstu sýnum hefur kom- ið í ljós, að fiúormagn er allveru- lega yfir hættumörkum. bæði 1 gróðri og ösku“ sagði dr. Sturla Friðriksson, en hann er einn af nefndarmönnum í nýskipaðri sam- starfsnefnd rannsóknastofnana um flúorrannsóknir í Ileklugosinu. Dr. Sturla var á gossvæðinu I gær og nótt tók þar sýni og liggja niður- stöður rannsókna á þeim nú fyrir. Þá sagði dr. Sturla, að búfé væri hætt á þeim svæðum þar sem aska ;a haustsmölun“ félli og að réttara gæti verið að flýta haustsmölun. Þó sagði hann mesta hættu á flúormengun í fyrstu hrin- unum og að það sem af væri af þessu gosi, væri það ekki eins mikið og Heklugosið 1947. „Þá má geta þess,“ sagði Sturla, „að þetta gos er á betri árstíma, ef svo má segja, heldur er bæði Heima- eyjargosið og gosið í Skjólkvíum 1970. Gróður er svo til fullsprottinn nú og lömb nærri fullvaxin, heyskap- ur er einnig langt kominn og margir hafa náð öllum heyjum sínum hrein- um. Afleiðingar gossins geta þó valdið tjóni á næstu árum og er hætt við að uppblástur eigi sér kíða stað á viðkvæmum stöðum á hálendinu.“ Þá sagði Sturla, að eflaust hug- leiddu margir áhrif flúors á ber, því aðalberjatínslutíminn væri framund- an. „Mér finnst ástæðulaust að leggja sér til munns flúormenguð ber, en ef fólk tínir ber á svæðum þar sem öskufall hefur átt sér stað, ráðlegg ég því að þvo þau vel með vatni áður en þeirra er neytt, sama er að segja um kálmeti og fjallagrös", sagði hann í lokin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.