Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 17
leið og askan hrundi niður til jarðar valt gasið út úr flókun- um og helltist niður hlíðar. „Aldrei áður hef ég séð þetta fyrirbæri," sagði dr. Sig- urður, „en það var talið að það hefði verið í Heklugosinu 1947.“ Dr. Sigurður taldi að aðal öskugosið myndi standa í hálfan dag og hraunrennsli fara vaxandi á sama tíma. Stóð sú spá og þegar við flugum aftur yfir eldstöðvun- um um kvöldið hafði dregið verulega úr öskufallinu og var þá minni hætta fyrir flugvélar á svæðinu. Vél okkar hafði lent í mikilli hættu fyrr um daginn þegar við lentum í óvæntu „skýfalli" af ösku og grjóti, sem hafði farið í vit- lausa átt miðað við vindstefnu, en slíkt getur hent þegar krafturinn í gígunum er afar mikill. Steinvala á við fing- urnögl skall framan á flugvél- inni en í nokkrar sekúndur féllu allt í kring um vélina steinar sem voru hnefastórir. Strax við upphaf eldgossins varð sprungan liðlega 5 km löng, en um kvöldið rifnaði jörðin lengra til suðurs þannig að sprungan varð liðlega 6 km löng. Aldrei áður hafa sprung- ur í Heklugosi rifnað svo langt til suðurs, en áður en rifan til suðurs opnaðist má segja að sprungan hafi verið nákvæm- lega eins og í gosinu 1947. Það var stórkostlegt að sjá Heklu þverrifna, en hætturnar eru margar samfara Heklu- gosi, fyrst og fremst vegna búpenings og beitarlands, en einnig vegna mannvirkja á virkjunarsvæðum. Hraunstraumurinn frá Heklu var aðallega á fjórum stöðum, en víða runnu lænur niður hlíðar úr sprungunni í efstu brúnum. Ekki var unnt að kanna svæðið norðan Heklu vegna öskufalls sem barst víða um Norðurland, eða um svæði þar sem vesturjaðarinn var við miðjan Skagafjörð og austur- jaðarinn náði að Mývatns- sveitinni. Víða í þorpum og bæjum á þessu svæði var aska vel merkjanleg á bílum t.d. Dr. Sigurður hafði á orði að hann hefði fylgst með upphafi 11 eldgosa frá 1947, eða öllum eldgosum sem hafa orðið á þeim tíma, þ.e. Hekla 1947, Askja 1961, Surtsey 1963, Hekla 1970, Krafla 20. des. 1975, Krafla 27. apríl 1977, Krafla 8. sept. 1977, Krafla 16. marz 1980, Gjástykki 10. júlí 1980, Hekla 17. ágúst 1980. Aðeins eru liðnar 5 vikur síðan eldgosið í Gjástykki stóð yfir og er hér um að ræða stytsta tíma sem liðið hefur á milli eldgosa á íslandi á tveimur stöðum. Árið 1725 varð gos suðaust- an í Heklu, en á sama tíma voru Mývatnseldar í gangi og árið 1783 varð eldgos úti af Reykjanesi þegar Nýey reis úr sæ, en á sama tíma var eldgos í Lakagígum. Jarðfræðingarnir vildu engu spá um framgang gossins, en töldu líklegt að það myndi standa a.m.k. i nokkra mán- uði, en það má minna á að gosið 1947 stóð í 13 mánuði og gosið 1970 í tvo mánuði og styrkleiki eldgossins sem nú stendur er talinn einhvers- staðar þarna á milli. — á.j. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 1 7 Þessa mynd tók Ian Hutchin i Skjólkvíum á sömu mínútu og eldgosið hófst í Heklu. en andartaki siðar varð hann að flýja sem fætur toguðu undan hrauni og ösku. Þessa mynd tók Kristinn ólafsson ljósmyndari Mbl. af hraunjaðrinum þar sem hann var farinn að hægja á sér við veginn upp að Heklu. Ljosmvnd Mbl. Árni Johnsrn. Línan B-C sýnir gossprunguna sem liggur þvert í gegnum Heklu en sprungan opnaðist í einum rykk í upphafi eldgossins. Línan frá B-A sýnir hins vegar þann hluta sprungunnar sem opnaðist lengra til suðurs um kvöldmatarleitið á sunnudagskvöld og er það lengsta gossprunga sem orðið hefur í Heklugosi. því þótt gosið hafi eilítið sunnar á svæðinu bæði árið 1554 og 1725 var það utan við hið eiginlega Ileklusvæði. Þar sem D er komu mestu öskuflóðin sem um getur í greininni, en örvaruddarnir sýna í hvaða áttir meginhraunstraumurinn hefur runnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.