Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 HEKLUELDAR 1980 Sá í glampandi sól á Kili en vorum sjálf í niðamyrkri IIÁTT í eitt hundrað manns voru i Kerlingarfjölluni á sunnudau er eldfíosið byrjaði í Heklu og var flest fólkið á skíðum. Fljótlega varð gossins vart og heyrðust þá miklar drunur. Er leið á daginn dimmdi smátt og smátt og um tíma var almyrkvað þannig að fólk notaðist við vasaljós og ljós frá bilum sínum ef það brá sér út úr skálanum og sömuleiðis við að taka niður tjöid, sem voru all- mörg á svæðinu. Hópur Frakka var á leið upp Snækoll er gosið hyrjaði og á tímabili risu hár á höfði fólksins og er talið að það hafi stafað af mikilli rafhleðslu i loftinu. Talsverð aska féll i Kerl- ingarfjöllum, en engin slys urðu á fólkinu sem kom til Reykjavík- ur á sunnudagskvöld. Þorvarður Örnólfsson var í Kerlingarfjöllum á sunnudag og sagðist honum svo frá i samtali við Morgunblaðið í gær: — Við höfðum farið á skíði um morguninn og ætlunin var að fara af skíðunum um klukkan tvö og heim í skála. Menn voru farnir að tygja sig til heimferðar laust fyrir klukkan hálftvö. Er ég kom að bílnum, sem flytur fólkið niður í skála, heyrði ég sagt frá því, að byrjað væri eldgos í Heklu. Fólk hafði heyrt það í útvarpinu, en sumir vildu ekki trúa því og héldu að einhver gamanþáttur væri í útvarpinu. — Á þeirri stundu höfðum við ekki orðið vör við neitt. Síðan var farið að skálanum og komið þang- að um hálfþrjú. Þá fór fljótlega að Rætt við Þorvarð Örnólfsson, sem var í Kerlingarf jöll- um á sunnudag draga úr birtu og litur að breytast á himninum. Það rétt grillti í blátt á milli skýja, en hafði verið næstum heiðskírt áður. Birtan varð afar einkennileg og um tíma minnti þetta mest á tunglskin, þetta var alveg einstæð reynsla og tilfinning. Síðan heyrðum við miklar drunur og þá hafði dregið upp mikla bólstra í suður- og austurátt. Það stóð í talsverðan tíma og alltaf skyggði meira og meira. — Að því kom, að við fórum að finna undarlega tilfinningu í húð- inni, einhvers konar ertingu. Þá var að byrja mjög smágert ösku- fall, sennilega um klukkan þrjú. Hálftíma seinna var alveg orðið almyrkvað hjá okkur mátti heita. Þó sá maður niður á Kjöl og mjög undarlegt að sjá þar til fjalla í glampandi sólskini lengi vel, en við vorum sjálf í rökkrinu og síðan niðamyrkri. — Þegar svartast var lcomst maður ekkert án þess að þreifa fyrir sér. Bílljósin voru óspart notuð þegar fólk var að taka niður tjöld og sömuleiðis vasaljós. Það rigndi yfir okkur ösku, sem settist í hár og föt og hverja smugu, þannig að menn reyndu að vera sem mest inni í skálanum. Fljót- lega var farið að hyggja að brottför fólks. Við áttun von á 80 unglingum á leið til okkar, en talstöðvarskilyrði voru afar slæm eftir að þetta skall yfir, þannig að það gekk illa að ná sambandi við bílana. Fljótlega eftir að við náð- um sambandi var ákveðið að snúa þeim við. — Við erum með 40 manna bíl upp frá og við ákváðum að senda hann af stað með fólk, sem verið hafði hjá okkur um helgina. Á föstudag kom liðlega 60 manna hópur til okkar. Svo var fólk á eigin bílum, sem bjargaði sér sjálft. Þeir síðustu komu í bæinn um klukkan 2 um nóttina, en starfsfólkið varð eftir, 20—30 manns. Þegar ég fór úr Kerlingar- fjöllum var enginn munur orðinn á jökli og landi, allt svart. Vegir voru góðir, en hins vegar fór að rigna smágert regn meðan myrkr- ið var hvað mest og þá var erfitt að vera á ferð á bílum. Okkur sýndist þetta vera 5—6 millimetra öskufall um kvöldið. Þá var farið að draga úr því og farið að birta. — Þarna var staddur hópur 25 franskra ferðamanna, með ís- lenzkum fararstjóra og ætlaði sá hópur að vera nokkra daga um kyrrt í Kerlingarfjöllum. Þessi hópur var á leið upp á Snækoll þegar vart varð við gosið. Mér var sagt að þau hefðu heyrt undar- legan þyt eða suð fyrir eyrum og svo hefðu þau frétt eitthvað af þessu og séð hvernig hárin risu hvert á öðru vegna rafmagns- hleðslu í loftinu, en ekki hræðslu. Svo tóku þau sem snarast til fótanna og hlupu beinustu leið niður fjallið. Þau komu að skála, sem er nálægt skíðabrekkunum og fóru þar inn. Þegar okkur varð hugsað til þessa fólks sendum við bíl eftir hópnum og selfluttum þau í 3 ferðum. — Ég tel ekki að fólkið í Kerlingarfjöllum hafi verið í hættu í sjálfu sér, en þetta var óhuggulegt og manni varð um þetta. Við teljum ekki að mann- virki séu í hættu eins og stendur. Vindátt suð- vestlæg í neðri lögum, suð- austlæg ofar ÚTLIT er fyrir að vindátt á Heklusvæðinu verði suðvestlæg i neðri lögum. en í efri lögum verði hún suðlæg og suðaustlæg, að því er Knútur Knútsson veðurfræð- ingur sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins i gær. Öskufallshættu kvað Knútur líklega verða mesta í Þjórsárdal og í áttina til Gnúpverjahrepps, af svæðum i byggð, en askan myndi að öllum líkindum falla mest á afrétt eins og áður, héldi öskugos áfram. Knútur taldi ólíklegt að aska bærist til höfuðborgarsvæð- isins næstu daga. Almannavarnarnefnd ríkisins hefur varað fólk við því að vera á ferð í nýfallinni ösku, enda geti hún blásið upp og þá orðið illlíft í öskubyl sem myndast gæti. Fólkið starði í átt til Heklu ÉG VAR staddur á veginum Þetta mælti Sigurður Þor- austan við Rauðalæk þegar ég leifsson ljósmyndari, sem tók veitti athygli tveimur jeppabif- meðfylgjandi mynd skömmu eft- reiðum sem voru stöðvaðar. ir að Heklugosið hófst. — Ég Fólk stóð við jeppana. greini- flýtti mér að grípa myndavélina lega útlendingar og starði i átt og setja í hana filmu. Ætli til Heklu. Þá sá ég hvers kyns fyrsta myndin sé ekki tekin um var. klukkan 13,25 sagði Sigurður. Ljósm. Mbl. Kristján. Gerður Guðjónsdóttir, Sigurjón Jónsson og sá yngri af strákun- um heitir Sigurður Ellert og sá eldri Ævar. Drunurnar héldu fyrir þeim vöku „VIÐ VORUM þarna í tjaldi ásamt tveimur sonum okkar aðfaranótt sunnudagsins. Við urðum strax vör við einhverjar drunur, þegar við ætluðum að fara að sofa um klukkan hálf tólf. Okkur kom helst í hug að þetta væru drunur í bílum Hreppamegin við Þjórsá en Sigurjón var alltaf í vafa þar sem hljóðin virtust koma að austan, í áttina frá Heklu. Okkur datt auðvitað ekki í hug að Hekla væri að byrja að gjósa en þessar drunur urðu til þess að við sváfum ekkert alla nóttina,“ sagði Gerður Guðjónsdóttir frá Selfossi en hún og maður hennar Sigurjón Jónsson voru í tjaldi ásamt tveimur sonum sínum Sigurði Ellert og Ævari í landi eyðijarðarinnar Yrja. nokkuð fyrir innan Skarð á Landi aðfaranótt sunnudagsins. „Við tókum tjaldið saman rétt um klukkan hálf tólf um morg- uninn og fórum þá í berjamó þarna skammt frá eða inn á Skarðsheiði. Allt í einu heyrðum við drunur og tókum þá eftir að þota var að fljúga yfir. Við héldum að hljóðin væru frá þotunni en í sömu svifum biður Sigurjón strákana að koma með myndavélina í hvelli og bendir okkur á hvar Hekla sé að byrja að gjósa. Þá varð mér litið á klukkuna og hún var 13.25, þegar við tókum fyrstu myndina. Ég ætlaði ekki að trúa þessu en okkur varð brátt ljóst hvernig hafði staðið á drununum um nóttina. Viðitókum líka eftir því um morguninn að féð inn á Yrjum var mjög ókyrrt og á stöðugum þeytingi fram og aftur. Auðvitað dettur manni ekki í hug að setja þetta fyrir- fram í samband við gos en eftir á sér maður hversu dýrin eru næm,“ sagði Gerður. Sigurjón var með fyrstu mönnum, sem sá gosið 1947 en er ættaður frá Flagbjarnarholti í Landmannahreppi. „Mér finnst þetta mun meira gos heldur en 1947. Munur er þó sá að það er miklu meiri eldur í byrjun goss- ins en minni drunur og spreng- ingar. Að öðru ieyti hagaði gosið nú sér mjög líkt í byrjun og 1947 séð héðan neðan úr Landssveit- inni,“ sagði Sigurjón. Myndin sem Sigurjón tók skömmu eftir að gosið hófst eða klukkan 13.25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.