Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 40
\t liLÝSIMiASIMINN KR: 22480 }H«T0unt)X«itiit> tfflptttlllgtfejtfe /v fj/ , ' Siminn a afgreiðslunni er 83033 2H«r0unbI«it)i^ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 Akureyri: Ekið á 12 ára telpu með barn í kerru l»AÐ slys varö á Akureyri kl. rúmlcKa sex í eftirmiödaKÍnn i »ær, aö 12 ára telpa uk lítiö barn i kcrru urðu fyrir bifreið á ljósastýrðri KanKbraut á ÞinK- vallastræti. Hornin voru Iweði flutt á sjúkrahúsiö á Akureyri. Skv. upplýsinKum löKreglunnar á Akureyri seint í gærkvöldi hafði telpan fengið að fara heim af sjúkrahúsinu í gærkvöldi, en litla harnið var þar enn og var ekki vitað um meiðsli þess, er blaðið fór í prentun. Landgræðslu- stjóri: Gróðurskemmd- ir miklu meiri en 1970 og mun meiri en 1947 „I>AÐ er ljóst. að gróð- urskemmdir samfara þessu gosi eru miklu, miklu meiri en 1970 og einnití mikið meiri en 1947,“ sagði Sveinn Runólfsson land- ííræðslustjóri, er Mbl. hafði samband við hann í ga rkvoldi. „Við flugum yfir gos- svæðið í dag, og könnuðum aðstæður og sem dæmi má nefna að Valafellið er kol- svart, en það var gróið upp á efstu eggjar. Þá er 40.000 ha. beitarland, sem ræktað hefur verið upp og hug- mynd var um að hefja nýtingu á í haust að hálfu kolsvart og fyrirséð að það er að meiri hluta ónýtt." Sveinn sagði, að land- svæðið yrði nánar kannað í dag. UNDIR LOGANDI IIEKLUELDUM — Fé af Landmanna- og Holtamannaafrétti rekið til byggða í gær yfir nýfallið ösku- og vikurlagið í Sölvahrauni. Logandi eldfjallið í baksýn. Sjá frásögn á bls. 20 og 29. ,4ósm-Mbl RAX- Luxemburgarar vilja eiga meirihluta í nýju f lugf élagi Óánægja þar í landi vegna uppsagna 18 starfsmanna FJÖLMIÐLAR í Luxemburg fjalla um uppsagnir 18 starfs- manna Flugleiöa þar f landi og hafa Mbl. borizt úrklippur úr fréttagreinum á þýzku og frönsku um mál þetta og stööu félagsins. Þar er m.a. skýrt frá því, að rikisstjórn Luxemburgar hafi ætl- aö að veita íslenzka flugfélaginu 90 milljón franka fjárstuöning. um 1575 milljónir islenzkra króna. til aö halda uppi Atlants- hafsfluginu til 1. október á næsta ári og hún Keti því ekki skilið þá ákvöröun að seKja upp 18 starfs- mönnum hjá félaginu i Luxem- burg. Sem fyrr segir á fjárstuðningur- inn að vera til að efla Atlantshafs- flugið, en það hefur gengið illa. Rætt hefur verið um stofnun nýs flugfélags, sem Luxair, Cargolux og Luxavia ættu aðild að, auk Flug- leiða, og hefði slík samsteypa átt að tryggja áframhaldandi Atlants- hafsflug, en vonir þess efnis, að Samningar BSRB og ríkisins: Tilboðið um vísi- tölugólf samþykkt Á SÁTTAFUNDI undirnefndar BSRB ok samninganefndar ríkis- ins í Kær var samþykkt samhljóða tilboð rikisstjórnarinnar um svo- kallaö vísitoluKÓlf. þ.e. aö laun 345 þúsund <>g la’gri fái sömu krónu- tölu í verðbætur. en á ha-rri iaun veröi veröbætur hlutfallslegar. Sáttafundur stóð í gierdag með hléum vegna félagsfunda, sem haldnir voru víöa í aöildarfélöKum BSRB til að undirhúa fund aðai- samninganefndar. sem hefst kl. 1.30 í dag. Fundi var haldið áfram í gær- kvöldi og var þá farið yfir ýmsa þætti, sem voru ófrágengnir s.s. ákvæði um tryggingamál og um væntanlega útgáfu bráðabirgðalaga vegna breytinga á lífeyrissjóðsrétt- indum, atvinnuleysisbótum og samningsréttarákvæðum. Ennfrem- ur átti að ræða hvaða starfshópar ættu að færast milli launaflokka og fá hækkanir samkvæmt tillögum um tilfærslur milli flokka, en það atriði var ekki frágengið í samn- ingsdrögunum. Starfsmannafélög bæjarfélaga eru almennt ekki farin að ræða samningamál við forsvarsmenn bæjarfélaga.en yfirleitt er samning- ur ríkis og starfsmanna þess notað- ur sem viðmiðun. Þess munu þó ófá dæmi að í ýmsum atriðum búa bæjarstarfsmenn við betri kjör en gerist hjá ríkisstarfsmönnum, til dæmis má taka ákvæði um starfs- aldursréttindi, orlof og persónuupp- bætur. Almennt er það álit manna að samningsdrögin verði samþykkt á fundi aðalsamninganefndar BSRB slíkt félag verði stofnað hafi brugð- ist s.l. fimmtudag, því íslend- ingarnir hefðu ekki haft skilning á ósk Luxemburgara um að eiga 51% í hinu nýja flugfélagi, eins og sagt er. Þá segir í þessum blaðafregnum að 55 starfsmenn vinni hjá Flug- leiðum í Luxemburg og af þeim átján, sem sagt hefur verið upp, séu 14 skrifstofumenn og flugum- sjónarmenn og 4 verkamenn. Launasamtökum starfsmannanna var tilkynnt um uppsagnirnar á fimmtudagskvöld, aðeins tveimur tímum áður en langt helgarfrí skyldi hefjast. Bandalag skrif- stofumanna hjá einkafyrirtækjum, FEP og OGB-L hörmuðú þessi vinnubrögð og formaður FEP, Rene Merten, sakaði stjórn Flugleiða um að hafa ekki farið að lögum um fjöldauppsagnir. Þá segir enn í blaðafregnum þessum, að atvinnumálaráðherr- ann, Jaques Santer, hafi lofað að gera sitt ítrasta til að starfsmenn- irnir 18 yrðu settir í launað frí, á meðan reynt væri að stofna nýtt flugfélag með aðild fyrrnefndra flugfélaga, sem héldi uppi ferðum yfir Atiantshaf og víðar, og með höfuðstöðvum í Luxemburg. En tilboð Flugleiða hafi a.m.k. ekki enn þótt aðgengilegt. Þá herma fregnir þessar, að dótturfyrirtæki Flugleiða, Air Ba- hamas, hafi á prjónunum að fljúga til Nassau einu sinni í viku frá Basel með millilendingu í París og aðra ferð frá Frankfurt og minnki það umsvif félagsins í Luxemburg. Eldsneytishækkun er sögð aðal- ástæða erfiðleika Flugleiða og fari 30% af útgjöldum fyrirtækisins nú í að greiða það, í stað 12% árið 1973. Önnur orsök sé hin gífurlega samkeppni milli flugfélaga og far- gjaldalækkunin á Atlantshafsleið- inni. Einni blaðafregnanna lýkur með þessum orðum: „Flugleiðir verða áreiðanlega meira í fréttum á næstunni." Mokveiði færabáta og togara SÍKlufirði 18. áKÚxt. AFLI handfærabáta hefur und- anfarið verið mjöu góður úti af Siglufirði. Sem dæmi má nefna að trilla með 2 mönnum kom með um 3 tonn af ufsa í gær og annar bátur með 2 mönnum fékk 1 tonn á aðeins tveimur tímum. Slíkt hefur ekki gerzt hér undanfarin ár. Þá kom Pólstjarnan ÍS hingað inn í dag með 7 tonn, sem fengust á 4 dögum, en 4 menn eru á bátn- um. Af togurunum eru þær fréttir, að þeir munu hafa verið í mokfiski undanfarið. — mj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.