Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 27 i Fertugur leikur Nicklaus aldrei betur Jack W. Nicklaus sigrar í P.G.A. keppninni P.G.A. Kolfkeppnin var haldin dagana 7.—10. ágúst ú Oak Hill golfvellinum í Rochester í New York fylki. Oak Hill völlurinn er þekktur vegna mikillar lengdar, og er talinn mjög erfiður yfirferðar meðal atvinnumanna. Oak HHI er fi.964 yardar og par 70. með aðeins tvær par 5 holur á hvorum níu holum. Árið 1968 var U.S. Open keppnin haldin á Oak Hill og vann þá óþekktur golfari að nafni Lee Trevino þá keppni. Forstöðumenn Oak Ilill vallarins höfðu reynt að breyta nokkrum par 4 holunum fyrir keppnina með því að færa teigana aftar. og rækta tveggja tommu hátt gras beint fyrir framan flatirnar á flestum seinni 9 holunum, i högglínunni inn á flatirnar, en fyrsta daginn virtist þetta ekki hafa nein áhrif á spilamennskuna hjá flestum. Craig Stadler. sem kallaður er rostungurinn af kollegum sinum, aðallega vegna likamsbyggingar og mikils yfirvaraskeggs, lék völlinn á 67 höggum og var höggi á undan Howard Twitty, Bobby Walzel, Curtis Straage, Gil Morgan og Bob Murphy. Gullbjörninn Nicklaus var ekki langt á eftir, en lék á pari, 70. P.G.A. keppnin er 4. liðurinn á svokaliaðri „alslemmu“, en svo eru kölluð mótin Master, U.S. Open. British Open og P.G.A. Oftast i þessum mótum er raunin sú, að tiltölulega óþekkt nöfn eins og að ofan standa, verða taugunum að bráð, enda er mikið i húfi. þar sem fyrstu verðlaun eru 60 þúsund dollarar, auk þess eru þessi mót ávallt taldin milljón dollara virði fyrir atvinnumennina vegna aukaverðlauna fyrir undirskriftir o.fl. Þá hverfa óþekktu nöfnin á öðrum eða þriðja degi úr hópi beztu spilaranna, og nöfn eins og Watson, Trevino, Player, Crenshaw, Pate og Bean taka forystuna. Eftir annan dag keppninnar voru aðeins 3 menn undir pari vallarins; Jack Nicklaus, Lon Hinkle og Ed Sneed. Nicklaus á 69, Hinkle á 69 en Sneed á 68. Sneed var á 80 deginum áður svo hann var í miðjum hóp. Gil Morgan var á 68 daginn áður svo hann leiddi keppnina á 138 með par spilamennsku annan daginn. Jack Nicklaus og Lon Hinkle voru sem sagt í öðru sæti, báðir á 139. Curtis Strange var í 4. sæti á pari, 140. Hér má glöggt sjá hvað Oak Hill völlurinn er erfiður, þar sem aðeins 4 menn eru á pari eða einu til tveimur höggum undir, en allir hinir, 73 talsins, eru yfir pari, svo ekki sé minnzt á þá sem náðu ekki framhaldsrétti, sem var 149 högg. Þeir sem ekki náðu fram- haidsrétti voru alls 71, og voru þekkt nöfn meðal þeirra eins og Lou Graham, Peter Oosterhuis, Billy Casper og Larry Nelson svo nokkur nöfn séu nefnd. Þriðja dag keppninnar vaknaði gullbjörninn úr dvalanum. Nick- laus lék völlinn á 66 höggum, 4. undir pari. Þegar Nicklaus hafði spilað 14 holur var hann sex undir pari, og sagði Lon Hinkle, sem lék með honum, að hann hefði sjálfur farið að horfa á, frekar en að halda áfram að spila. Eftir 14. holu gekk Nicklaus ekki eins vel, og fékk „bogey" á tveim en bjargaði pari með löng- um púttum á hinum tveim. Hinkle náði að leika á 69 og var í öðru sæti á .208, eða þrem höggum á eftir birninum, sem var á 205. Gil Morgan og Andy Bean voru í 3. sæti á 211. Sá er þessa grein ritar fylgdist með leik Nicklaus í sjónvarpi og þar meö sannfærðist hann um að það er til tvenns konar atvinnu- mannagjlf. Jack Nicklaus leikur eina tegund, og allir hinir leika aðra tegund. Fertugur Nicklaus er senn ícga að leika sitt al-bezta golf cinmitt núna. Frammistaða hans á U.S. Open keppninni fyrr í sumar líður greinarhöfundi aldrei úr minm og höggin inn á flatirnar og löngu púttin þennan 3ja dag voru í klassa númer eitt. Á 12. holu, sem er par 4 lenti annað högg hjá Nicklaus í „bunker" vinstra megin við flötina. Sjón- varpsþulurinn dirfðist að segja að þessi staða og þetta högg væri sennilega eini veiki punkturinn á spili Nicklaus. Sandgryfjan var um það bil 10 metra frá flötinni, en holan var alveg hinu megin á flötinni, um það bil 30 metra frá gryfju. Nicklaus athugaði flötina mjög vel áður en hann gekk niður í bunker- inn, og höggið kom upp úr gryfju fremur hratt, en með slíku snilld- arlegu „back-spin“ (afslagi) að kúlan stöðvaðist 5 sentimetra frá holu. Auðvelt par, og ekki heyrði ég þulinn minnast meira á veika hlekki hjá Nicklaus það sem eftir var af deginum. Jack Nicklaus, með 3ja högga forystu, lék síðasta daginn í mót- inu á íhaldskerfi, hann lék sem sagt upp á parið, en lét Lon Hinkle, Ándy Bean og Gil Morgan um það, að reyna að ná sér. Eftir fyrri 9 holurnar voru þessar kempur hættar að leika á móti Nicklaus, en kepptu stíft um annað sæti, sem er 40,000 dollara virði. Þegar komið var að 10. holu var Nicklaus kominn með 5 högga forskot, og skal ég gefa hverjum sem er eignarrétt á konunni minni ef hann getur náð 5 höggum af Jack Nicklaus á 9 holum. Nicklaus lék völlinn á 69 höggum, með tvær „birdies" og eina „bogey" á 17. holu. Samtals var hann því á 274. Og enn einu sinni þraut Jack Nicklaus blað í sögu golfsins. Þetta er í fimmta skipti sem hann vinnur P.G.A. keppnina. Aðeins einn annar maður hefur gert hið sama. Walter Hagen árið 1927. Hann er þriðji maðurinn sem hefur unnið U.S. Open keppnina og P.G.A. keppnina sama árið. Gene Sarazen gerði það árið 1922 og Ben Hogan árið 1948. Andy Bean varð annar í keppn- inni á 281, en Lon Hinkle og Gil Morgan urðu jafnir í 3ja sæti á 283. höggum. Aðeins einn maður af þessum 144 mönnum, sem hófu keppnina, náði að leika undir pari — Jack Nicklaus. Jack Nicklaus mistókst aðeins einu sinni í þessu golfmóti. Það er siður atvinnumanna að kasta golf- kúlunni inn í áhorfendafjöldann þegar leik er lokið á síðustu flötinni. Nicklaus beygði sig niður í 18. holuna á Oak Hill og kastaði kúlunni í áttina að áhorfendum, en tókst ekki betur en svo að kúlan lenti niður á 18. braut um það bil 50 metra frá næsta áhorfanda. Aðspurður sagði Nicklaus. „Ég hef sennilega húkkað hana.“ Golfunnendur um allan heim verða nú að bíða spenntir til næsta árs og sjá til hvort Jack W. Nicklaus getur ekki unnið það einstæða afrek, að vinna „Al- slemmuna eftirsóttu", eða að vinna Masters, U.S. Open keppn- ina, British Open og P.G.A. keppn- ina, allar á sama ári, því það er sennilega enginn golfleikari sem getur afrekað það, en Jack W. Nicklaus á alltaf möguleika. Nicklaus hefur unnið samtals 19 sinnum á þessum ofannefndum stórmótum, samtals 68 golfmót síðan árið 1962 og meðaltal af 18 holu skori hans er ennþá 70,2. Aðeins einn maður hefur unnið fleiri golfmót heldur en Jack Nicklaus, en það er Sam gamli Snead (84), en Nicklaus er enn ungur og hnekkir sennilega þessu meti líka. Jack Nicklaus setti einnig nýtt P.G.A. met, sem var að vinna mótið með 7 högga mismun, en gamla metið var 4. högg og hver átti gamla metið? — Jack Nick- laus sjálfur. Baldvin Berndsen. 1 • Gullbjörninn Jack Nicklaus með ein aí fjöldamörgum verðlaunum sem hann hefur unnið til. Nicklaus er tekjuhæsti golfleikari allra tíma. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.