Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 47 ■■■ Franskur verkfallsmaður sprautar vatni á brezka skemmtiferðamenn i höfninni í Cherbuurg. Skömmu áður höfðu reiðir ferðamenn hent grjóti að bátum fiskimanna sem hafa lokað höfninni. Verkfallið olli öngþveiti i frönskum höfnum við Ermarsund um heigina. Fiskimenn mótmæla atvinnuleysi af völdum aukins eldsneytiskostnaðar og lækkunar fiskverðs. Bandarísk aðstaða í Sómalíu WashinKton. 18. áKÚst. AP. BANDARÍKJASTJÓRN virt- ist að þvi komin i dag að semja við Sómalíustjórn um afnot af flotastöðinni i Ber- bera til að auka áhrif sín í nágrenni Persaflóa. En þessu fylgir sú hætta að Bandaríkin dragist inn í deilu Sómalíu og Eþíópíu, sem Rúss- ar styðja. Með þetta í huga hafa bandarískir embættis- menn tekið fram bandarískum hergögnum, sem hugsanlegt er að Sómalía semji um kaup á, muni ekki verða beint gegn Eþíópíu. Átök og* öngþveiti í frönskum höfnum París 18. áj?ÚKt AP. ÞÚSUNDUM breskra ferða- manna. sem eru strandgiópar i Frakklandi vegna hafnbanns fiskimanna. var í dag gefin mjólk og svefnbekkir til að hafast á yfir nóttina. Ilafnarbannið breiðist nú ört út til annarra franskra hafna. Aðgerðir fiskimannanna hafa nú náð til þriggja hafna á Korsíku og eiga um 5000 ferðamenn í erfiðleikum með að komast heim til sín. Fiskimenn segjast munu loka 12 höfnum á Atlantshafs- strönd Frakklands á morgun, þriðjudag. Margir breskir ferðamenn hafa haldið til Belgíu í von um að komast þaðan heim til sín og hefur ferjuferðum milli landanna af þeim sökum fjölgað um allan helming. í Cherbourg, þar sem Jarðskjálfti í Suður-Ameríku Quitu. 18. áxúst. AP. KRÖFTUGUR jarðskjálfti skók hafnarborgina Guayaquik við Kyrrahaf í dag, sex biðu bana og mikið eignatjón varð. „Iláar byggingar hristust í jarðskjáiftanum og honum fylgdu drunur úr iðrum jarðar,“ sagði fréttamaður blaðsins „EI Telegrafo“ í simtali. „Þetta var eins og að jörðin væri að opnazt. Ef þetta hefði staðið fimm sek- úndum lengur væri ég ekki hér til að segja ykkur frá þessu,“ sagði hann. Jarðskjálftinn fannst í Quito, höfuðborg Equador, sem er um 175 mílur norðaustur af Guaya- quik. Byggingar hristust, en tjón varð lítið og engin slys á fólki. Bartolome Rodriguez Bravo, fréttamaður, „E1 Telegrafo" sagði, að göturnar væru fullar af ryki og fólk hefði hlaupið óttaslegið um göturnar fyrst eftir jarðskjálft- ann. Menn, sem voru í vinnu, fóru heim til sín til að líta eftir fjölskyldum sínum. Útvarpsfréttir frá Machala, fylkishöfuðborg í E1 Oronear ná- lægt landamærum Perú, herma, að jarðskjálftinn hafi vakið ótta fólks, en ekki hefði frétzt um eignatjón eða slys á fólki. Svipað- ar fréttir bárust frá öðrum fylkis- höfuðborgum. 6000 enskir og írskir ferðamenn eru strandaglópar, var mikil ör- tröð við alla símaklefa og almenn- ingssalerni og borgaryfirvöld sáu fólkinu fyrir mjólk og te því að endurgjaldslausu. Einnig var svefnbeddum dreift meðal ferða- mannanna og íbúar borgarinnar hvattir til að skjóta skjólshúsi yfir þá. Breska ferjan Valiant Viking reyndi í gær, sunnudag, að rjúfa hafnbannið og við þá tilraun slösuðust sex farþegar, sem urðu fyrir kúlulegum og járnboltum, sem fiskimennirnir létu rigna yfir ferjuna. I breskum blöðum er þessum atburðum lýst sem nýjum þætti í aldagömlum deilum Eng- lendinga og Frakka og þeim skip- stjórum, sem tekist hefur að brjótast í gegn með skip sín, líkt við sjóhetjur fyrri tíma. Deilurnar snúast annars vegar um það að fyrirhugað er að fækka í áhöfnum togara, úr 22 í 18 menn, og hins vegar krefjast bátasjó- menn meiri ríkisstyrkja vegna aukins eldsneytiskostnaðar. Yfirvöld segja, að sjávarútveg- urinn njóti nú þegar meiri styrkja en önnur aðildarlönd EBE geti sætt sig við. í fréttum frá London í dag sagði, að flugfélagið British Airways hefði að fengnu sam- þykki stjórnvaída ákveðið að fólk, sem væri strandglópar í Englandi eða Frakklandi vegna hafnbanns- ins, þyrfti aðeins að greiða 25 pund fyrir flug á milli Parísar og Lundúna. Franska flugfélagið Air France hefur komist að líku sam- komulagi við stjórnvöld þar í landi. Venjulegt fargjald á milli landanna er 55 ensk pund. Veður Akureyri 11 alskýjaó Amtterdam 21 skýjað Aþena 32 heióskírt Berlln 25 heióskírt BrUseel 22 skýjaó Chicago 23 skýjaó Feneyjar 27 heiðskírt Frankfurt 24 þoka Færeyjar 13 súkf Genf 24 þokumóóa Helainki 20 heióskirt Jerúaalem 28 heióskírt Jóhannesarborg 19 heióskírt Kaupmannahöfn 21 skýjaó Las Palmas 27 léttskýjaó Lissabon 32 heióskirt London 22 heióskírt Los Angeles 28 skýjaó Madríd 34 heióskírt Malaga 26 skýjað Mallorca 28 léttskýjaó Mlami 31 skýjaó Moskva 15 skýjaó New York 29 heiðskírt Osló 19 skýjaó París 26 skýjaó Reykjavík 12 skýjað Rio de Janeiro 36 skýjaó Róm 26 heióskírt San Fransisco 18 skýjaó Stokkhóimur 20 skýjaó Tel Aviv 30 heióskirt Tókýó 28 rigning Vancouver 19 skýjaó Vínarborg 26 heióskírt ERLENT Við Lenínskipasmíðastöðvarnar í Gdansk „Við munum þrauka ...“ Gdansk, 18. áKÚst. AP. FYRIR UTAN lokuð hlið Leninskipasmíðastöðvanna í Gdansk standa hundruð ættingja verkfallsmanna svo og vinir. Mikil taugaspenna er meðal fólksins þar sem það híður i von um að frétta af verkfallsmönnum. Leninskipasmíðastöðvarnar eru stolt pólskra skipasmíða. Talið er, að pólsk stjórnvöld tapi um hálfum milljarði króna á dag meðan á verkfallinu stendur. Innan hliðanna eru um 14 þús- und verkamenn og þeir ráða þar öllu. Sjá má ættingja og vini, hjón og börn þeirra ræðast við i gegn um vírgirðingar skipasmíðastöðvarinnar. Fólkið talar í lágum hljóðum, hjón kyssast og íturvaxin kona kastar matarpakka yfir girðinguna. Fólkið fagnar komu sendinefnd- ar verkamanna frá olíuhreinsun- arstöð í Gdansk en þeir eru einnig í verkfalli. Hlið Lenin- skipasmíðastöðvarinnar hafa verið skreytt með blómum, myndum af Jóhannesi Páli páfa II og Czestochowa, dýrlingi landsins. Innan veggjanna er taugapenna, — ekki síður en utan þeirra. í kvöld, mánudag biðu verka- menn komu Tadeusz Pyka, að- stoðaforsætisráðherra til við- ræðna, en hann átti að koma flugleiðis til borgarinnar. A meðan fólkið í Gdansk bíður örlaga sinna og úrslita verkfalls- ins biður pólska þjóðin einnig — í hljóði. Verkamennirnir í Gdansk eru meðal betur laun- aðra verkamanna landsins. Þeir þykja hæfir í sínu starfi og eru mjög vel skipulagðir. Þeir eru reiðubúnir að bjóða stjórnvöld- um Iandsins byrginn. Tveimur manneskjum er leyft að fara inn fyrir girðingarnar og raddir hrópa: — „Við munum þrauka, við munum þrauka." Skyndilega grípur ljóshærð kona til hátalara og ávarpar fólkið. „Við vitum að stjórnvöld ætla að freista þess að valda klofningi í röðum verkamanna með því að bjóða sumum betri kjör en öðrum. Að þessu verður ekki gengið.“ Fólkið hyllir hana. Þarna er á ferðinni Anna nokkur Walentinaowiz. Viku áður hafði henni verið sagt upp störfum. Og verkföllin breiddust enn frekar út. Uppsögn hennar olli gremju — og ásamt vonbrigðum með bágan efnahag landsins, léleg laun, hátt verð matvæla svo og skort á mannréttindum. Og þetta kemur fram í kröfum verkamanna — þeir leggja áherzlu á að mannréttindum verði komið á í landinu, að prentfrelsi og málfrelsi verði virt. Samstaða verkamannanna í Leninverksmiðjunum hefur gert þeim kleift að bjóða stjórnvöld- um byrginn — nokkuð sem óvíða þekkist í hinum kommúníska heimi. „Verkfallið er ekki bara vegna leigu og hita, hækkaðs verðs á nauðsynjum," sagði 29 ára gam- all íbúi Gdansk. „Það er um allt. Maður verður að bíða í 10 ár eftir íbúð. í tvö ár verður að bíða eftir bíl. Pólland er rík þjóð. Við eigum gnægð kola og við eigum góða verkamenn. Póllandi er einfaldlega illa stjórnað. Stjórn- in lýgur að okkur. Fólk hér í Póllandi er umburðarlynt en það þolir ekki lygar til lengdar. Lygar í 35 ár er meira en fólk er reiðubúið að samþykkja." Verkfallsmenn hafa gert ráðstefnusal í skrifstofubygg- ingunni að aðalstöðvum sínum. Um 100 starfsmenn hlusta á Lech Walesa, 36 ára gamlan foringja þeirra, kröfur þeirra. Mikil fagnaðarlæti brjótast út, — en honum stekkur ekki bros á vör. Hann hlustar á kvartanir verkfallsmanna og tillögur þeirra um úrbætur. Skyndilega fórnar hann höndum. Það er svo margt sem betur má fara og úrslit verkfallsins eru óljós. Og síðast en ekki síst, — hver verða örlög hans og samstarfsmanna hans, sem hafa boðið stjórnvöld- um byrginn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.