Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 Samningaviðræður ASI og VSI: Biðstaða hjá Al- þýðusambandinu SAMNINGANEFND Alþýðusam- handsins hirtur nú átokta nirtur- stoAu fundar samninKanofndar BSRB. sem haldinn verður í da«. Eins ok komió hefur fram í fréttum eru margir forystumenn ASÍ þeirr- ar skoóunar aó samkomulaKsdriiK þau. sem löjfð hafa verið fram af hálfu ríkisins til BSRB muni tor- velda lausn samninsa á almennum vinnumarkaöi. Telja ASÍ-menn að með þeim fái opinherir starfsmenn moiri kjarahatur en standa þeim sjálfum til hoða i yfirstandandi samninKaviðru'ðum. Samninganefnd ASÍ fór þess á leit við ríkissáttasemjara að fundi ASÍ og VSÍ, sem halda átti í gær yrði frestað til að betra tóm gæfist til að endurmeta stöðuna og sjá hverjar yrðu lyktir samningavið- ræðna BSRB og ríkisins. Næsti samningafundur ASI og VSI verður haldinn á morgun kl. 3, en samn- inganefnd ASÍ hefur verið boðuð til fundar kl. 2 á morgun. Banaslys á Sauðárkróki: Varð undir vörubíl — lézt samstundis Þúsundir manna lögðu land undir fót eftir að Hekla tók við sér um helgina og fóru á eldstöðvarnar til þess að fylgjast með eldsumbrotunum í hinu fræga eldfjalli. því alltaf heillar Hekla þótt eldgosum hennar fylgi margs konar vandi og eyðilegging fyrir kvikfénað og gróður. Ljósmynd Mbl. Kristinn Olafsson. SauOárkróki. 18. áxúst 1980. SL. LAUGARDAG varð banaslys á svokölluðum flusvallarvejíi við Sauð- Rúnar Ingi Björnsson árkrók. Var þar unnið við lagningu slitlags á vegum verktaka ok gerðist þessi sorKlegi atburður með þeim hætti. að vörubifreið, sem ekið var aftur á bak eftir veginum, ók yfir ungan pilt, sem vann við vegagerðina. Unjíi pilturinn mun hafa látizt samstundis. Pilturinn hét Rúnar Ingi Björnsson, fæddur 21. febrúar 1965, sonur hjónanna Björns Bjarnasonar bifreiðastjóra og Lilju Ingimarsdóttur, Grundarstíg 18, Sauðárkróki. Rúnar Ingi var mikill efnismaður, svo orð fór af. Hann var ágætur íþróttamaður og yfirleitt í fremstu röð sinna jafn- aldra í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Kári. Deilur í Danmörku, vegna leiguskips E.I. Danska sjómannasambandið telur að áhöfnin eigi að vera dönsk í DANSKA hlaðinu „Börsen" er sl. fostudag fjallað um deilur danska sjómannasambandsins og Samein- aða skipafélagsins DFDS vegna leigu danska skipafélagsins Atlas A.S. á skipinu „Dana Atlas'' til Eimskipaféiags fslands, en DFDS hefur séð um ráðningar á skip Atlas A.S. „Dana Atlas" er leigt til tvcggja ára á svonefndri „þurr- leigu**. þ.e. án áhafnar. en sjómannasambandið danska telur. að með því sé verið að brjóta lög á Hættuleg flúormengun vegna gosösku: Kýr verður að taka á gjöf, kyrrstætt vatn varhugavert og þvo þarf grös, ber og kál FLÚORMAGN hefur reynst all- verulega yfir hættumörkum í grassýnum sem tekin hafa verið í nýfallinni gosösku frá Heklu, samkvæmt mælingum sem gerð- ar hafa verið af samstarfsnefnd um flúorrannsóknir i hinu nýja Heklugosi. í gær sendi nefndin frá sér svohljóðandi fréttatil- kynningu um rannsóknirnar. og hvað helst að varast vegna goss- ins: Bretaprins sit- ur hádegisverð- arboð á Bessa- stöðum í dag KARL Bretaprins kemur til landsins i dag. en hann hefur komið reglulega til landsins undanfarin ár til laxveiða. Ilann situr hádegisverðarhoð að Bessastöðum í dag í boði forseta íslands. Vigdísar Finnhogadóttur. en heldur síðan til Vopnafjarðar þar sem hann mun stunda lax- veiðar það sem eftir er mán- aðarins. Ilann heidur heim til Bretlands á ný 1. sept. n.k. Ásamt Karli sitja einkarit- ari hans og einn lífvörður boð forsetans, en af íslands hálfu forsætisráðherra og frú, utan- ríkisráðherra og frú, einnig ráðuneytisstjórar í forsætis- og utanríkisráðuneytinu, for- setaritari og eiginkonur þeirra. Flúormagn í nýfallinni gosösku hefur mælst frá 700—3000 milli- grömm í hverju kílógrammi, sem er svipað og í öskunni í Skjólkvía- gosinu 1970. Flúormagn í grassýnishornum, sem mæld hafa verið, hefur reynst allverulega yfir hættumörkum. Ástæða er til að taka fram, að enn hafa aðeins fá sýni verið rannsök- uð. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að setja upp sérstakar sýna- tökustöðvar til að fylgjast reglu- lega með því hvernig flúormagn í gróðri breytist, eftir því sem lengra líður frá gosi. Ætla má að hætta sé á eitrunar- áhrifum hjá búfé á öskumenguð- um afréttum. Þar er einnig líklegt, að fé sé í hálfgerðu svelti og renni þá til byggða. Ástæða er til að benda á, að ef flúormengunin veldur doða í ám, má gera ráð fyrir að þær komist ekki til byggða og þurfi að leita þeirra sérstaklega og lækna af doðanum. Smalar ættu að hafa kalkmeðöl og dælur með sér í göngur. Einnig ættu menn að hafa meðferðis hey í gangnahesta á öskufallssvæðum. Mjólkurkýr á bæjum þar sem orðið hefur verulegt öskufall ætti að hafa á gjöf, þar til flúormagn í grasi hefur lækkað. Neysla afurða af búfé á ösku- fallssvæðum er hættulaus. Kál- meti, ber og fjallagrös þarf að þvo vel, áður en þeirra er neytt. Rennandi vatn er hættulaust til neyslu fyrir fólk og búfé, en kyrrstætt vatn í grunnum pollum og vatn af þökum á öskufallssvæð- um getur verið varhugavert. Fylgst verður reglubundið með flúormagni í gróðri og breytingum á því á næstu dögum. donskum sjómonnum. Ráðningar- stjóri DFDS bendir á í hlaðinu, að 1960 hafði fallið dómur í svipuðu máli og hafi login þá verið túlkuð á þann veg, að við „þurrleigu" fengi hið erlenda fyrirtæki, þ.e. Eim- skipafélagið hér — full umráð yfir ráðningum á skipið. Að sögn forsvarsmanna danska sjómannasambandsins mun skipið áfram sigla undir dönskum þjóðfána og því eigi að hlíta dönskum reglum við ráðningu áhafnar. Fyrirhugað var, að „Dana Atlas", sem hljóta mun nafnið Álafoss á meðan á leigunni stendur, yrði afhent Eim- skipafélaginu i Friðrikshöfn í kvöld. Að sögn forráðamanna Eimskipa- félagsins hefur félagið lagt á það ríka áherslu að leigja skip án áhafnar (þurrleigu). Meðan slík skip eru í leigu, ber Eimskipafélaginu að sjá um allt viðhald og tryggja þau. Auk þess mannar Eimskip viðkom- andi skip, að undanskildum skip- stjórum, og greiðir allan kostnað vegna þess. Þær reglur gilda um skip, sem skráð eru í Danmörku, að sögn Eimskipafélagsmanna, að skip- stjóri og fyrsti stýrimaður verða að vera danskir ríkisborgarar og hafa dönsk siglingaréttindi. Undanþága fékkst fyrir stýrimanninn á „Dana 15 Atlas", en ekki skipstjórann. manna áhöfn verður á skipinu. Þá hefur Eimskipafélagið einnig gengið frá sams konar leigusamn- ingi við annað danskt skipafélag, Mercandia, á skipinu „Mercandia Importer 11“ og verður það afhent í byrjun septemþer. Er það systurskip „Dana Atlas" og verða skipin í föstum áætlunarsiglingum milli Reykjavíkur, Bretlands og megin- lands Evrópu með vikulegum við- komum í Antwerpen, Felixstowe, Rotterdam og Hamborg. Ók á ljósastaur Það slys varð i Kópavoginum i gær, að bifreið var ekið á ljósa- staur á Smiðjuvegi. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur á slysa- deild Borgarspítalans, en ekki var vitað um líðan hans í gærkvöldi. Heimaey seldi í Fieetwood HEIMAEY VE seldi i gær 57.5 tonn af isfiski í Fleetwood. Alls fengust 34.6 milljónir fyrir aflann, meðalverð 602 krónur. Norrænn fundur heilbrigð- is- og félagsmálaráðherra settur í Reykjavík í gær málaflokka á Norðurlöndum. Fundir sem þessir eru nú árlegir viðburðir, árið 1979 var slíkur fundur haldinn i Finnlandi. NORRÆNN fundur heilbrigðis- og félagsmálaráðherra var settur í gærmorgun að Hótel Loftleið- um. Alls sitja fundinn 60—70 manns þar á meðal ráðherrar og æðstu embættismenn þessara Skattskrá Austurlands: Hækkun eignarskatta 120.92% — heildarhækkunin 64.62% HEILDARUPPHÆÐ opinberra gjalda í Austurlandskjördæmi er 7 milljarðar 696 millj. 949 þús. kr. i ár og hefur hún hækkað um 64.62% á milli ára. Mest er hækkun á eignarsköttum eða 120.92%. Tekjuskattur Austfirðinga er 3 milljarðar 641 millj. 938 þús., eða hækkun milli ára um 64.43%, eignarskattur 86 millj. 585 þús., hækkun um 120.92% og útsvör 3 millj. 159 millj. 635 þús. hækkun um 74.44%. Persónuafsláttur til greiðslu útsvara er 227 millj. 723 þús. kr., til greiðslu sjúkratrygg- ingagjalda 58 millj. 603 þús. og barnabætur eru 867 millj. 288 þús., þannig að hækkun milli ára á nettóupphæð opinberra gjalda er 55.28%. Að sögn skattstjóra Austur- lands, Bjarna Björgvinssonar, er vitað af smávægilegum villum í skattskránni, en að hans sögn breyta þær ekki heildarniður- stöðutölum svo neinu nemur. Aðalumræðuefni ráðherrafund- arins er „Heilsugæsla á Norður- löndum“ og flutti Páll Sigurðsson framsöguerindi um málefnið í gærmorgun, þá voru umræður og síðari hluta gærdagsins fóru fund- armenn í kynnisferð um Reykja- víkurborg, en í gærkvöldi sátu þeir sameiginlegan kvöldverð að Hótel Sögu. Fundum verður fram haldið í dag, en á morgun er fyrirhuguð ferð til Egilsstaða þar sem fund- armenn skoða heilsugæzlustöðina og sjúkrahúsið á staðnum, en tilefni fararinnar er, að 1975 var fjárveiting veitt úr sjóðum Norð- urlandaráðs til að kosta könnun heilbrigðisþjónustunnar við heilsugæslustöð þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.