Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 13 Gjaldeyristekjur Lúðvík Jósepsson sagði í þing- ræðu í apríl 1966: „ ... hér er verið að fara inn á þá braut i atvinnumálum þjóðarinnar, sem við teljum verulega hættuiega fyrir efnahagslegt sjálfstæði hennar.“ Síðar í sömu rseðu: „Ég hefi því leyft mér að halda því fram að það sé ekki hagstætt fyrir íslendinga að ráðstafa vinnuafii sinu á þennan hátt.“ Og ennfremur: „ ... en við hefðum bara fengið meiri gjaldeyri, ef við hefðum notað það vinnuafl til þess að reka betur okkar eigin atvinnuvegi ... “ Og loks: „Ég held þvi, að ef við Islendingar héldum okkur við þá stefnu, sem við mörkuðum okkur í fiskveiði- málum 1958 ... að það ætti engin hætta að vera á ferðinni í sam- bandi við þorskstofninn við ís- land, vegna þess að reynslan sýnir, að það er tiltölulega minna tekið úr sjónum af þessum fiski en áður var um margra ára skeið.„ Varðandi veiðiþol þorskstofnsins nægir að vísa til þeirrar reynslu sem nú er tiltæk, og fiskifræði- legrar niðurstöðu rannsókna á þeim vettvangi. Kenningin um „hættu fyrir efnahagslegt sjálf- stæði" stangast og gjörsamlega á við dóm reynslunnar. Er það atvinnuuppbygging í strjálbýli, sem fjármögnuð var með fram- leiðslugjaldi álversins, sem er hættuleg? Eða sú breyting sem varð á tekjuhögum Hafnarfjarð- arkaupstaðar og hafnar þess sveitarfélags? Máske sú staðreynd að álverið greiðir Búrfellsvirkjun niður á 25 árum? Áhrif þessa fyrirtækis á við- skiptastöðu þjóðarbúsins út á við og gjaldeyrisöflun hafa og verið mjög mikilvæg. Útflutningur áls 1979 nam 35.5 milljörðum króna og hefur verið um 14—15% af heildargjaldeyrisöflun þjóðarinn- ar á liðnum árum. Mengunarhættan Einar Olgeirsson sagði í þing- ræðu 1966: „Það er verið að undirbúa það að spúa eiturlofti yfir 100 þúsund manns, sem búa hér á milli Kollaf jarðar og Kefla- víkur. Það er alveg vitað mál, að þetta óloft nær jafnt hér tii Reykjavíkur eins og suður á bógin.“ Sem betur reyndist þessi „fram- tíðarsýn" ekki rétt. Engu að síður var hér um hlið á málum að ræða, sem gefa þurfti góðan gaum að. Öll spor sem stigin kunna að verða til nýtingar enn óbeislaðrar orku þurfa m.a. að taka mið af tvennu: 1) umhverfisvernd og 2) fyllstu heilsuvernd viðkomandi starfs- fólks. Við þurfum að læra að sameina það tvennt, að nýta þá möguleika í auðlindum láðs og lagar, sem okkur eru lagðir upp í hendur, og lifa í sátt við landið, umhverfi okkar. Starfandi er og hefur verið samstarfsnefnd ísals og ríkis- valdsins, sem stöðugt fylgist með hugsanlegum mengunaráhrifum frá álverksmiðjunni. Jafnframt hefur verið unnið að þróun hreinsitækja. Um miðjan febrúar 1977 var gert samkomulag milli Isal og iðnaðarráðuneytis um breytingu beggja kerskálanna í Straumsvík og uppsetningu þurr- hreinsitækja, sem áætlað er að framkvæma fyrir árslok 1981. Kostnaður er áætlaður um 10.000 m.kr. Með þessum hreinsibúnaði er stefnt að: • Að minnka útsleppi flúorsam- banda og rykagna niður í lægstu hugsanleg mörk með því að nota beztu þekkta tækni. • Að gera byltingu á hollustu í umhverfi starfsmanna í ker- skálunum. • Að endurvinna og endurnota öll flúorsambönd, sem ella slyppu út. • Að breyta, í áföngum, öllum núverandi hliðarþjónuðum ker- um í miðþjónuð ker og setja upp þurrhreinsitæki með öllum tilheyrandi búnaði. • Að bæta vélvæðingu kerskál- anna og setja upp umfangs- mikla tölvustýringu í ker- rekstrinum. • Að halda framleiðslukostnað- arhækkunum í iágmarki. • Að halda óæskilegum áhrifum á málmgæði í lágmarki. í ljósi reynslunnar Sem betur fer hafa gagnrýnis- raddir, sem fram komu gegn álsamningnum 1965—66, reynst mestpart rangar. Þeir kostir, sem talsmenn samningsins tíunduðu, hafa hinsvegar flestir hlotið stað- festingu reynslunnar, sem ólygn- ust er. I því sambandi þykir rétt að ljúka þessari upprifjan á loka- orðum Jóhanns Hafstein, er hann mælti fyrir álfrumvarpinu, og las þingmönnum greinargerð með samningsdrögunum í aprílmánuði Greiðsiubyrö' MiUjóoir óollara Samanburður á greiðslubyrðí vegna Búrlellsvlrkjunar og tekjum frá ISAL: ■ Tak|ur(ré ISAL 118,0 120,1 1976 1991 1994 Slaða Staða. ððgar siðasta at- Staða Arið '994. p.e 25 31 des 1976 ðorgun at lánum vegna Arum eftlr 1 athendlng- Burtellsvlrkjunar hetlr ard“9 ratmagns werið Qreído awjó 1991 Rafmagnsverð til tSAL hefur hækkað siðan þessi tafla var gerð, þann veg, að orkugjaldið frá áiverinu ber alla greiðslubyrði Búrfellsvirkjunar vegna stofnkostnaðar — á 25 árum. Greiðslur til Innlendra aðila vegna rekstrar ISAL á timabilinu 1.10.1969— 31.12.1978. færðar upp til gengls bandarikjadollars 31.12.1978 Framieiósiugjald Ratorka Vextir og aftoorg. af hafnarkostn. Launagreiöslur og launatengd gjold Farmgjotd tii E.l. Ýmsar greiðslur Samfals Mkr 48.976 0 1966. Menn geta síðan hugleitt þau í ljósi þeirrar reynslu sem þjóðin er nú ríkari af: „Fjárhagslegur ávinningur ís- lendinga af álbræðslu verður mjög verulegur og mun gera íslending- um kleift að ráðast í Búrfellsvirkj- un á fjárhagslega hagkvæmum grundvelli, og mun það geta komið fram bæði í lægra raforkuverði en ella og örari uppbyggingu raforku- kerfisins. Auk þess munu íslend- ingar hafa miklar beinar gjaldeyr- istekjur af rekstri álbræðslunnar, sem mun skapa svigrúm til enn aukinna þjóðartekna. Það er mikilvægt, að á móti þessum ávinningi þurfa Islend- ingar ekki að taka á sig fjárhags- legar skuldbindingar, heldur mun rafmagnssamningurinn við ál- bræðsluna og gjaldeyristekjur af henni létta stórlega það átak, sem fyrsta stórvirkjunin verður fyrir þjóðarbúið. Einnig hefur verið reynt með öðrum ákvæðum samn- inganna að búa svo um hnútana að tekjur og atvinna af álbræðslunni verði sem jafnastar og öruggastar. Það, sem íslendingar fyrst og fremst leggja álbræðslunni til, er vinnuafl, en á móti fá þeir meiri og öruggari gjaldeyristekjur á mann en dæmi eru til í öðrum atvinnugreinum landsmanna. Vinnuaflsþörfin hefur verið könn- uð sérstaklega, og er ekki útlit fyrir, að hún muni valda þeim atvinnugreinum sérstökum erfið- leikum, sem fyrir eru í landinu. Þegar þetta mál er skoðað í heild, er nauðsynlegt að sjá það i samhengi þróunar þjóðarbúskap- arins almennt. Af álbræðslunni mun verða mikili þjóðhagslegur ávinningur í auknum þjóðartekj- um og fjölbreyttari iðnaði. Engum mundi hins vegar detta í hug að halda því fram, að framlag ál- bræðslu til íslenzkra efnahags- mála sé svo stórt, að ekki sé eftir sem áður jafnmikil þörf á því að efla aðra atvinnuvegi landsmanna og þá ekki sízt útflutningsatvinnu- vegina. Þess vegna er það sér- staklega mikilvægt, að álbræðslan mun ekki draga fjármagn frá uppbyggingu annarra atvinnu- vega, heldur styrkja almennt gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og þar með vaxtarmöguleika allra annarra atvinnuvega. Öllum ætti að geta verið ljóst, að í eflingu raforkuframleiðslunn- ar í landinu og nýjum arðbærum framleiðslugreinum felst á engan hátt vantraust eða vantrú á þeim atvinnuvegum, sem hingað til hafa borið uppi þjóðarbúskap Is- lendinga og munu halda áfram að gera það um ókomna tíma. Aukin fjölbreytni í atvinnuháttum hefur reynzt þjóðarbúinu í heild og einstökum greinum þess til styrktar og örvunar. Svo mun og verða í þessu dæmi. Nýting þeirra stórkostlegu auðæfa, sem felast í fallvötnum Islands, til nýrrar iðn- væðingar mun skapa þjóðinni betri og traustari efnahags- grundvöll, sem öllum hlýtur að verða til góðs. Islendingar eru vaxandi þjóð, þar sem nýjar hend- ur geta leyst ný verkefni, án þess að því sé fórnað, sem fyrir er.“ sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.