Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÖTAHF Til sölu Norðurmýri Höfum í einkasölu 2ja herb. rúmgóöa og snyrtilega íb. á annari hæð við Vífilsgötu. Sér hiti. Njálsgata 3ja herb. snyrtileg íb. á annari hæð í steinhúsi. Laus strax. Hagamelur Höfum í einkasölu 4ra herb. fallega íb. á fyrstu hæð við stofur, svefnherb. forstofuherb. eldhús og bað. Sér hæð Höfum í einkasölu 4ra herb. falega íb. á fyrstu hæð viö Flókagötu. Ný eldhúsinnrétting. Ný tæki á baöherb. Sér inn- gangur, sér hiti. Skipti á stærri eign æskileg. Vesturberg 4ra herb. óvenju vönduö og falleg íb. á 3ju hæö. Stórar svalir. Fallegt útsýni. Leirubakki 4—5 herb. ca. 110 ferm. glæsi- leg endaíb á 3ju hæð. Þvotta- herb. og búr inn af eldhúsi. Herb. í kjallara fylgir. íbúðar- eöa skrifst.hæð 5 herb. ca. 150 ferm. góð íb. á annarí hæð við Sundlaugarveg. Sér hiti Bílskúr. íb. getur verið laus fljótl. gæti hentaö sem skrifstofuhúsn. Næg bílastæöi. Raðhús Fallegt endaraðhús við Miklu- braut. Húsiö er kjallari og tvær hæðir. 70 ferm. að grunnfleti. 8 herb. Eldhús, bað, geymslur og þvottaherb. Málflutnings & L fasteignastofa , Igiar Buslaisson, nrf. Halnarstrætl 11 Símar 12600. 21750 Utan skrifstofutima: — 41028 ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Það var algjör óheppni hjá okkur háðum, hvernÍK fór. Þetta voru óhöpp, fyrst og siðast, slys sem ekki Kerðu boð á undan sér. Það er von okkar, að þrátt fyrir að ha-ði atvikin áttu sér stað i sömu vikunni. þá komi þau ekki óorði á svifflugið né annað IIuk. hvorki sem tómstundaKaman eða íþrótt, enda ræðum við vart annað hér á stofunni en hvena'r við kom- umst aftur í loftið. Við erum báðir staðráðnir i að fijúga aftur, ef við náum okkur það vel, að álitið verði óhætt að leyfa okkur að fljÚKa.“ Þannig mæltu þeir félagarnir Jón Mannússon og Ásgeir Sigurðs- son er nýverið urðu fyrir þeirri óvenjulegu reynslu að hrapa til jarðar í svifflugum. en þeir eru nú rúmfastir á Borgarspítalan- um þar sem þeir eru að ná sér af meiðslum þeim er þeir hlutu i fluKslysunum tveimur. Þeir Jón og Ásgeir. sem eru báðir um tvitugt, voru brattir og báru sig Svifflugmennirnir Ásgeir Sigurðsson (tv) og Jón Magnússon á stofu sinni á Borgarspitalanum. Ljósm. Mbl. RAX „Erum staðráðnir í að fljúga aftur44 vel. Fróðir menn segja að það sé ótrúlegt að þeir skuli vera i tölu lifenda. Þeir höfðu báðir mikla reynslu i svifflugi. Jón var að þvi kominn að næla sér í kennararéttindi i svifflugi og Ásgeir að nálgast svokallað silfurstig. Þeir áttu einnig báð- ir skammt i einkaflugmanns- próf í vélflugi. „Ég var í þann veginn að hespa af véflugnáminu, og hafði rætt um það við vini mína í sviffluginu að við ættum að fljúga upp á Sandskeið á kvöldin, þar sem öruggara væri að fljúga en að fara akandi uppeftir. Nokkrir hafa hlotið örkuml í bílslysum á leiðinni upp á Sandskeið, en enginn í flugi, að mér vitandi. Það verður einhver töf á að ég taki vélflugprófið, en ég vona að ég eigi það eftir," sagði Ásgeir, sem er Reykviking- ur. „Flugið er tiltölulega hættulít- ið, bæði svifflug og vélflug," sagði Jón, sem er Akureyringur. „Ég hafði þann háttinn á að útskýra hlutfallslegt öryggi flugsins fyrir vinum mínum og kunningjum með því að benda þeim á að það hættulegasta við svifflugið væri bílferðin inn á Melgerðismela. Það er mat okkar beggja, að slysin sem við lentum í, hafi verið hrein óheppni, rétt eins og t.d. er menn detta í baðkeri heima hjá sér, en slys af því tagi getur haft í för með sér dauða,“ bætti Jón við. Ekki hafði orðið slys í svifflugi hér á landi í mörg ár er óhöpp Jóns og Ásgeirs urðu. Við báðum þá að lýsa fyrir okkur flugferð- unum afdrifaríku og hvernig þeim hefði verið innanbrjósts í hrapinu. Ásgeir varð fyrstur fyrir svörum: Komin í jörðina á sekúndubroti „Ég var að fljúga í hitaupp- streymi við Hengilinn er ég ákvað að hvíla mig á því og fara í „hang“ við Vífilsfellið. Hangið reynir ekki eins mikið á svifflug- manninn. Á leiðinni að Vífils- fellinu fann ég nokkrar „upp- streymisbólur" yfir Svínahrauni og dólaði í þeim allt upp í rúmlega eitt þúsund metra hæð. Þegar ég kem svo upp undir Vífilsfellið lendi ég í mikilli ókyrrð, líklega á mótum loft- strauma. Þá er ég í um 100 metra hæð og lízt svo á, að óráðlegt sé að reyna að ná inn á — segja svif- flugmenn- irnir tveir sem hröpuðu iflugum sínumí sömu vikunni Sandskeið, skynssamlegra væri að lenda á gamla þjóðveginum en að þurfa kannski að lenda í ósléttum móunum við Sand- skeiðið og brjóta flugunu þar. Oft hefur verið lent á þessum stað. Ég undirbý því lendingu á veginum eins og ekkert hafi í skorist og aðvara svifflugmann sem var skammt frá mér um að koma sér burt í stað þess að fara inn í þessa ókyrrð. Ég átti mér þvi ekki ills von er ég var að lækka flugið með því að svífa í hringi við veginn er flugan skyndilega leggst á hliðina og steypist til jarðar. Þegar þetta gerðist var ég í örlítilli hæð og var vélin á sekúndubroti komin í jörðina. Aldrei hræddur Það greip mig aldrei nein hræðsla er ég var að undirbúa lendinguna, eins og ég taldi réttast og eðlilegast miðað við aðstæður. Ég hugsaði aðeins um að lendingin tækist vel, því ekki vildi ég skemma fluguna og ég hefði hreint engan tíma til að meiða mig, því ég ætti alltof mörg verkefni óleyst. Sjálft hrapið gerðist á sekúndubroti og áttaði ég mig ekki fyrr en ég var klemmdur í hrakinu eftir slysið. Ég var ekki viss um hvort ég væri lífs eða liðinn fyrr en eftir góða stund, eftir að ég jafnaði mig af högginu. I raun og veru man ég ekki nákvæmlega at- burðarásina strax eftir slysið, fyrr en er björgunarmenn komu að flakinu. í reynsluflugi Þessu næst varð Jón fyrir svörum, en óhappið sem hann lenti í bar að með allt öðrum hætti: „Við vorum þrír félagar að norðan að prófa þessa svifflugu, sem var ný af nálinni og lítil reynsla á hana fengin hér. Við áttum nákvæmlega eins flugu sem var enn ósamsett vegna skemmda sem urðu í flutningi til landsins, og fannst okkur tilvalið tækifæri að kanna eiginleika þessarar gerðar fyrst við vorurr. staddir hér fyrir sunnan, til að ganga úr skugga um hvaða reynslu menn þyrftu að búa yfir til að fljúga þessari flugu. Ég lagði síðastur upp og var ákveðið að ég kannaði eiginleika flug- unnar í ofrisi, en það er hlutur sem allir flugmenn verða að ganga í gegnum. Eftir að hafa farið í nokkra hringi og æfingar ofreisti ég fluguna vægt og tók hana út úr ofrisinu eins og venjulegt er. Hún hneigef til vill aðeins meira en þær flugur sem ég var vanur og leitaði á annan vænginn, en ekkert er athugavert við það í raun og veru. Ég ákvað svo að ofreisa hana ákveðnar, þ.e. draga örar úr hraðanum. Þetta gerði ég í um það bil 500 metra hæð yfir jörðu sem er yfirdrifin hæð til að ná vél út úr ofrisi og spuni. Snerist eins og rjómaþeytari Þegar flugan ofreis, hneig hún mjög skyndilega og fór rakífeitt inn í spun. Hún snerist eins og rjómaþeytari, liggur mér við að segja. Ég reyndi að ná flugunni út úr spuninu með öllum venju- legum aðferðum og öðrum af- brigðum sem maður hefur heyrt og lesið um, en ekkert gerðist. Ég reyndi að stöðva snúninginn með því að beita hliðarstýri, en fékk enga svörun. Einnig fitlaði ég við pinnann, þ.e. hæðar- og hallastýrin, en án árangurs, flugan hélt áfram að spinna hringi. Steyptist lóðrétt til jarðar Ég steyptist því lóðrétt til jarðar og útifyrir snerist allt í hringi. Mér varð ljóst hvað var í vændum, en sagði við sjálfan mig, ég hlýt að lifa þetta af, því dauðaslys í svifflugi eru svo afar sjaldgæf. Hraunið æddi á móti og innan nokkurra sekúndna mundi ég skella í jörðinni. En þá tók ég eftir að beint fyrir neðan var grænn blettur í urðinni og svifflugan stefndi á hann. Ég eygði von en gerðist hræddur. Þegar mér varð ljóst að ég næði ekki flugunni út úr spuninu, og örfáir metrar voru í jörðina, sleppti ég stjórntækjunum, greip > öryggisólarnar og herti þær eins og ég gat, lygndi augunum aftur og beið eftir högginu. Ég reyrði mig niður til að eiga frekari von um að lifa af höggið. Síðast man ég ekki atburðarás- ina nema mjög óljóst." Þakklátur læknum ok starfsfólki Borgarspítala Þeir Jón og Ásgeir kváðust þakklátir að vera í lifenda tölu, og vildu nota tækifærið til að koma á framfæri þakklæti til lækna sinna og annars starfs- fólks á Borgarspítalanum, þar hefði þeim verið sýnd einstök ummönnun og allt verið gert til að gera þeim dagana sem bæri- legasta. Þeir sögðu að ýmsir svifflug- menn hefðu komið í heimsókn til þeirra, og að áberandi hefði verið hversu svifflugmenn af yngri kynslóðinni hefðu verið óstyrkir við komuna á sjúkra- húsið. Þeim hefði síðan komið á óvart hversu hressir þeir félag- arnir væru og kvatt í öllu meira jafnvægi. Uppi á vegg hjá sér á stofunni höfðu þeir félagar myndir af svifflugum og þeir ræddu um svifflugið eins og ekkert hefði í skorist. Þeim þótti að ýmsir fjölmiðlar hefðu gert helst til mikið úr óförum þeirra, nánast verið í einhverjum æsingaleik, en féllust á það sjónarmið blaðamanns, að það væri öryggis flugsins vegna, að fréttnæmt þætti er óhöpp yrðu við flug, miðað við aðra ferðamáta, sem krefðust tuga mannslífa á ári hverju. Þess ber að lokum að geta, að þjálfun flugmanna er ströng, og eftirlit með þeim náið af hálfu Loftferðaeftirlitsins. Jón og Ás- geir hafa gengist undir ströng próf varðandi flugið, og annar þeirra var við það að hljóta réttindi til að kenna svifflug. Þá er af hálfu Loftferðaeftirlitsins einnig haft strangt eftirlit með svifflugum og gengið úr skugga um það með reglulegu millibiíi, að þær uppfylli öll skilyrði um lofthæfi. — ágás

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.