Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 HEKLUELDAR 1980 í SPJALLI við dr. SÍKurð úorarinsson jarðfræðing yfir eldstöðvunum í Heklu á fyrsta klukkutímanum eftir að eldsosið hófst þar sasði Sigurður að hér væri um verulegt Heklugos að ræða. Sprungan var þá orðin lið- iega 5 km long og lá þvert í gegn um Heklu eða nær alveg eins og í eldgosinu 1947. „Það er þó auðséð að þetta Ileklu- gos er rninna en gosið 1947,“ sagði dr. Sigurður, „en það er hins vegar stærra en gosið í Heklu 1970, líklega er það nálægt ,því að vera mitt á milli. í Ileklugosinu 1947 komu upp um 800 millj. rúmmetrar af hrauni og 210 millj. rúmm. af ösku, en í Heklugosinu 1970 komu upp um 200 millj. rúmmetrar af hrauni og 70 millj. rúmm. af ösku. I Heklugosinu 1947 náði gosmökkurinn 29 km hæð í upphafi gossins, í gos- inu 1970 náði gosmökkurinn mest 61 km hæð, en gosmökk- urinn steig í liðlega 17 km hæð sl. sunnudag cða um 50 þús. fet. Þegar Morgunblaðsmenn flugu yfir eldstöðvarnar ásamt jarðfræðingunum dr. Sigurði Þórarinssyni og Kristjáni Sæmundssyni um kl. 2 sl. sunnudag var gosmökkurinn að nálgast hámark og skömmu seinna tók hraun að renna með meiri þunga. Dr. Sigurður hafði á orði þegar við nálguð- umst Heklu að gosmökkurinn Þessa mynd tók Magnús Jóhannsson stundarkorni eftir að eldgosið í Heklu braust íram og sést þar sem gosmökkur- inn ryðst upp í himin- hvolfið og rekur á undan sér ský sem myndar kollhúfu á hnyklaðan strókinn. minnti á altarismyndina í Skálholti. „Ekki er saman að jafna,“ sagði dr. Sigurður, „en litirnir í gosmekkinum og hreyfingin minnir á Krists- mynd Gerðar í Skálholts- kirkju." Kristjáni Sæmundssyni jarðfræðingi reiknaðist til að hæðarmunur gossprungunnar væri 600—700 metrar eða úr 800 m hæð og upp í 1500 m hæð á tindi Heklu. Það sem vakti strax sér- staka athygli í upphafi gossins voru hin miklu öskuflóð sem þyrluðust upp úr gígsprung- um, en annað nafn yfir ösku- flóð er helský, vegna þess hve banvænar lofttegundir eru í strókunum. Öskuflóð er í rauninni eins og hraunkvika, geysilega gasrík samsetning með mikla eðlisþyngd. Brún- leitir bólstrarnir hnykluðust upp með ógnarkrafti og um Upphaf eldgossins: HEKLA klofin af 6 km langri sprungu Öskuflóð í lengstu sprungu Heklugosa Myndin sýnir suðurhiíð Heklu á fyrsta klukkutímanum eftir að eldgosið hófst, en þá rann lítið hraun úr sprunKunni. en þeim mun meira gaus upp af ösku og lofttegundum eins og t.d. ösku- flóðið sem sést velta niður hliðina vinstra megin i mynd- inni. Nokkrum klukkutímum eftir að þessi mynd var tekin rifnaði jörðin i liðlega 1 km lengra til suðurs og þar voru feikn miklir eldar uppi i fyrra- kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.