Morgunblaðið - 02.09.1980, Page 11

Morgunblaðið - 02.09.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 Gerningar og uppákomur Þetta er svo sem gott og blessað, vel má vera að Jóni Gunnari hafi tekist að magna svo upp hugsanir sínar og þær hafi borist langa vegu til viðtakanda. Væri fróðlegt að fá frá honum skýrslu um hvernig tilraunin tókst. Hitt er svo ljóst að flest nýlistarverk styðjast við hjálpartæki hinna hefðbundnu eldri listgreina. Liti, pappír, filmu, látbragð, tóna o.s.frv. Þarna skilur enn frekar á Lelkllst eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON milli uppákomulistar barna og hliðstæðrar listar nýlistarmanna. Því börnin, laus við þjóðfélagslega ábyrgð, geta leyft sér að nota við tjáningu sína hvað sem til fellur, fullgildur listamaður í heimi hinna fullorðnu verður hins vegar að nota fullgilt efni eða í það minnsta fara með efnivið sinn sem fullgildur handverksmaður sem ber ábyrgð gagnvart handverki sínu, því sköpunarverki sem hann beitir fyrir vagn hugmynda sinna. Ef nýlistarmaðurinn hefði hins vegar náð því marki að geta sent hugmyndir sínar hjálparlaust — væri frjáls gagnvart efninu — þá gæti hann sest á tígrismottuna nakinn, óháður því sjálfstæða lífi sem við köllum sköpunarverk. Lífi sem í sjálfu sér er óháð öllu öðru en skynjun viðtakanda þess sem nýtur listarinnar. Þessar skorður sem nýlistarmönnum sem og öðr- um listamönnum eru settar sjást glögglega ef við lítum á gerning sem var nýlega framinn í sjón- varpinu. Gerningur þessi fór þannig fram að listamaðurinn makaði litum á glerplötu, barði síðan hausnum í plötuna. Um tilgang mannsins með þessu at- ferli vitum við það eitt sem hvert okkar skynjar í sínu brjósti á augnabliki verknaðarins. Þ.e. gerningurinn er safn þeirra við- bragða sem hann kallar fram hjá áhorfandanum (plús gerandan- um). Viðbrögðin gætu til dæmis hafa verið á þann veg að einum finnist glerbrotið „sniðugt", öðr- um „fáránlegt", menntamálaráð- herra gæti hugsað „svona fara þeir með styrkina bansettir". Hvað um það kjarni þessa máls er sá að svokölluð — nýlist — eða — tilraunamyndlist — (hvort tveggja tengt orðinu concept sem þýðir eiginlega: hugmynd í víðu samhengi eða ný hugmynd) er oft á mörkum leiklistar og því ekki úr vegi fyrir gagnrýnanda á því sviði að rýna á þessa tegund mannlegs atferlis, vonandi frá nýrri hlið, a.m.k. annarri en hinni myndlist- arlegu sem þegar hefur verið gerð ágæt skil hér í blaðinu af Braga Ásgeirssyni og Valtý Péturssyni. Hvað má þá kalla leikrænt í — nýlistinni—. Jú þar fer oft fram ýmiss konar látbragð og athafnir sem tengjast þá gjarnan ein- hverskonar myndverkum. Nefna má þessar athafnir gerninga (performance) nokkurskonar litlir leikþættir, einnig er þarna um að ræða uppákomur (happening) sem eru tilviljanakenndari. Hér verður ekki farið útí sögulega þróun þessarar listgreinar sem að því er mér virðist á sér ansi langt þróunarferli með upphaf sitt í leikjum barna, slíkum sem gjarn- an verða til á stað og stund með nálægum hjálpartækjum. Er gott Jón Gunnar Árnason sendir hugsanir. til þess að vita að lokapúnkt heimslistarinnar sé að finna í upphafi sínu: leiknum. Hinu er svo ekki að leyna að tilgangur nýlist- armanna er annar en barnanna. Virðist mér þeir stefna margir að beinum meðvituðum flutningi hugmynda milli manna. Þannig að við náum því stigi sem háhyrn- ingar hafa þegar náð, að senda myndir milli heilabúa. Þarna stendur nýlistin undir nafni því hvað segja ekki dulsálarfræðingar okkur um hugsanaflutning og hver er ekki þróunin í fjarskipt- um. Vil ég bara minna í þessu sambandi á hugarorkustöð Jóns Gunnars Árnasonar á Korpúlfs- staðasýningunni, þar sem hann magnaði upphugsanir og sendi langa vegu og fjarskiptatjald und- ir húsvegg fjóss Thor Jensen þar sem Dani einn hafði stöðugt samband við vini sína á Norður- löndum. Lsitamaðurinn hefur ekki stjórn á viðbrögðum þeirra sem eru vitni að listframleiðslu hans. Hann getur ekki kallað fram þær hug- myndir hjá áhorfendum sem hann kýs. Hins vegar getur hann ráðið 11 yfir verki sínu, að einhverju marki. Sé litið á fyrrnefndan gjörning sem sjálfstætt verk þá er hér um að ræða: (A) Liti sem makað er á ferhyrnt gler í ákveðið margar sekúndur. (B) Gler sem brotið er á leikrænan hátt með því að listamaðurinn stangar það. Hvers krefst þetta verk af lista- manninum. í fyrsta lagi þarf hann að geta makað litum á glerplötu, í öðru lagi þarf hann að hafa nógu sterkar taugar (og hauskúpu) til að brjóta hið sama gler með hausnúm. Hefðu nú sumir talið að eitthvað meira þyrfti til að koma, ef gerningurinn ætti að standa undir nafninu: listaverk. Jú, þriðja atriðið kemur hér inní: að láta sér detta i hug að framkvæma verkið og láta verða af því. En það er einn aðal kostur nýlistarinnar að þar eru framkvæmdir hlutir sem aðrir láta sér nægja að dreyma um. Er spurning hvort nýlistin gegni ekki sama hlutverki og Á.T.V.R. er fram líða stundir. Fotosafari44 í Þórsmörk LJÓSMYNDASTOFA Mats stendur að „íotosafari“ inn í Þórsmörk nk. sunnudag. 7. september. „Fotosafari" mætti kannski þýða ljósmyndaferðalag; menn ferðast í því augnamiði að taka ljósmyndir. Starfsfólk Ljós- myndastofu Mats mun aðstoða áhugamenn í þessari Þórs- merkurferð, og leggja fyrir þá Ijósmyndaþrautir. Síðan er fyrirhuguð ljósmyndasam- keppni þátttakenda. Skráning þátttakenda fer nú fram í Ljósmyndavöruverzlun Mats að Laugavegi 178, og lýkur henni kl. 19 á föstudag. Lagt verður af stað frá verzlun Mats kl. 8 að morgni sunnu- dagsins og ráðgert er að koma í bæinn aftur um kvöldmatar- leytið. Engin aldursmörk eru sett þátttakendum. GF-1754H er „féiagi" meö LW, MW, og FM bylgjum og hljóöstyrk sem er 1400 m wött. Meö sjálfvirkrl upptöku, sjálfvirku stoppi á en kassettu og innbyggöum hljóönema. Bæöi fyrir 220v og rafhlööur B. 280 mm. H. 205 mm. D. 84 mm. Þyngd 2,1 kg. Veró kr. «2.200 Voldugasti þessara „félaga" og þeirra full- komnasti Steríótækl fyrir tvær kassettur. Auóveld upptaka af einu bandi á annaö 4 bylgjur. 4 hátalarar Hljóöstyrkur 2x11 wött. 2 innbyggöir hljóönemar. Og auö- vitaö sjálfvirkur laga- ! veljari sem finnur allt aö 8 lögum hér og þar á kassettunni Bæöi fyrir 220v og rafhlööur. B 530 mm. H. 320 mm. D. 150 mm Þyngd 9 kg. Verö 491.000.- er „félagi" meö mörgum möguleik- um, 3 bylgjum LW. MW. og FM bylgjum, og hljóöstyrk 2500 m wött. Meö „Pásu" — og leitarstökkum og APPS sjálfvirkum lagaveljara (leitar aö rétta laginu). Bæöi fyrir 220v og rafhlööur. B 318 mm. H. 210 mm. D. 91 mm. Þyngd 2,9 kg. Verö kr. 131.000.- .— GF-8585H/HB STEREO « APÍ4J Meiriháttar „félagi” í steríó. 4 bylgjur: LW, 1 MW, FM, KM og hljóö- § styrk 2x4 wött 4 hátal- fl arar Normal og Cr02 fl stilling. Mælir. teljari, § hljóönemi — þaö er allt | hér ♦ bassa og diskant I stylli. Sjálfvirkur leitari I á kassettu, sem getur ™ fundiö allt aö 7 lögum hér og þar á bandinu. — Geri aörir betur. Ð. 502 mm. H. 270 mm. D. 115 mm. Þyngd 6,1 kg. Bæöi fyrir 220v og raf- hlööur. Verö kr. 313.100.- GF-6060H* APSS STEREO Nýjasti „félaginn" er meö 4 bylgjum, FM- bylgju og segulband í ster- íó. 4 hátalarar Cr02 stillingu, tónstillingu og fl. og fl Bæöi fyrir 220v og rafhlööur. B. 450 H. 258. D. 125 mm. Þyngd 5 kg. Verö kr. 215.000.- GF-3800H « APSS Lltli, stóri „félaginn" meö Öllu: LW. MW og FM bylgjum og hljóö- styrk 2800 m wött. Meira og minna sjálfvirkt meö mælum og teljara, APPS laga- veljara. stórum hátal- ara og tengingar- möguleikum Bæöi fyrir 220v og rafhlööur. B. 335 mm. H. 225 mm. D. 115 mm. Þyngd 3,4 kg. Verö kr. 166.500.- GF-9494H/HB ^‘ STEREO «, »PLD > ,3ÍP .Felagi' i aigerum meiri hattar flokki Þetta tæki eijneö öllum þeim möguleikum sem hin tækin hafa og fleirum aö auki. og hljómurinn er komdu og hlustaóu Bæöi fyrir 220v og rafhlööur. B. 556 mm. H. 310 HH mm. D. 136 mm. Þyngd 7,9 kg. Verö kr. 425.700. HLJÓMTÆKJADEILD Útsölustaðir: Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ Eplió Akranesi — Eplió Isafirói — Alfhóll Siglufiröi — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirói — Eyjabær Vestmannaeyjum LAUGAVEG 66 SIMI 25999

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.