Morgunblaðið - 13.09.1980, Page 3

Morgunblaðið - 13.09.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 3 Játaði ólög- lega vínsölu MAÐUR á Ilöfn i Hornafirði hefur verið ákærður fyrir að hafa stundað ólöKleKa áfenKÍs.sölu þar um slóðir ok hefur mál hans nú verið sent saksóknara. Að sögn Björgvins Þorsteins- sonar, fulltrúa sýslumanns á Höfn, bárust lögreglunni upplýs- ingar um ólögiega áfengissölu mannsins í síðustu viku og hefur hann viðurkennt brot sitt. Sem fyrr segir verður mál hans nú sent saksóknara til ákvörðunar. Brunabíll árgerð ’47 og liðið illa búið tækjum — segir slökkviliðs- stjóri á Raufarhöfn — VIÐ vitum það hér á Raufarhöfn að brunavarnirn- ar eru ckki í nógu góðu laKÍ ok fólk veit vel við hvað það býr. en það er eins ok Kengur víða, að sveitarfélögin ráða ekki við aiit i einu og okkur hefur gengið hægt að fá endurnýjaðan tækjabúnað slökkviliðsins, sagði Ilelgi ólafsson rafvirki á Itaufar- höfn, en hann er jafnframt slökkviliðsstjóri þar. En í Kær var lesin í útvarp tilkynning frá Brunamálastofnun ríkis- ins, þar sem m.a. var vakin athygli á þvi að hrunavarnir á Raufarhöfn teldust ófullnægj- andi og menn beðnir að gæta varúðar af þeim sökum. — Það er eins konar þegn- skylduvinna að starfa í slökkviliðinu hér, eða borgaral- eg skylda, en menn hafa ekki sérstakan áhuga á því að gera það í áraraðir þegar slökkvilið- ið er svo illa búið, þá vilja menn helst vera lausir við að standa í þessu og það er kannski alvarlegasta málið. Hitt er annað mál að hér er mjög fátítt að brenni og þá sjaldan það verður koma allir sem einn við sögu til að hjálpa, sagði Helgi einnig. Hann kvað lengi búnar að vera í pöntun nýjar slöngur og að nauðsyn- legt væri að fá nýjan slökkvi- bíl, en núverandi bíll er Ford árgerð 1947. Fulltrúar Brunamálastofn- unarinnar voru á ferð nyrðra á fimmtudag og settu þá á svið útkall og boðaður var eldur í barnaskólanum. Kvaðst Helgi hafa farið á staðinn í eigin bíl og sagt þar að hann hefði engin tæki til að ráða við þennan eld og því fengi slökkviliðið ekki að gert. Kvað Helgi þetta trúlega ástæðu tilkynningar stofnun- arinnar, en með þessu kvaðst Helgi hafa viljað vekja athygli á málefnum slökkviliðsins á Raufarhöfn. — Hins vegar vil ég þá spyrja Brunamálastofnunina að því hvernig menn eigi að haga sér þar sem brunavarnir eru í lagi, sagði Helgi. — Á þá fólk á þeim svæðum að hætta að hafa áhyggjur af bruna- vörnum og láta slökkviliðið eitt um að sjá um þær? Rætt um Stalin í sjónvarpssal UM ÞESSAR mundir sýnir sjón- varpið þætti um Stalín undir nafninu „Rauði keisarinn" og verður hinn síðasti af fimm þátt- um sýndur föstudaginn 26. sept- ember. Útvarpsráð tók þá ákvörð- un á fundi í gær, að í kjölfar þáttanna yrði þann dag umræðu- þáttur í Sjónvarpssal líkt og var að loknum þáttunum „Holocaust". í þúsundatali hefur lundapysjum verið sleppt í Eyjum að undanförnu. mest af börnum og unglingum sem safna þeim kvölds og morgna, en einnig af fullorðnu fólki sem hefur gaman af að rifja upp gamlar minningar og safnar í bilskottið á siðkvöldum. Pysjan flýgur á Ijósin í bænum þegar dimmt er orðið, en á meðfylgjandi mynd eru tva>r komnar í loftið í Klaufinni við Stórhöfða. Þorskafli 325 þús. tonn f rá áramótum ÞORSKAFLINN frá áramótum var um siðustu mánaðamót orð- inn um 325 þúsund tonn sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiski- félags íslands, en var í lok ágústmánaðar í fyrra 25 þúsund tonnum minni. Þorskafli báta er mun meiri á þessu ári en því síðasta. eða 181 þúsund tonn á móti 160 þúsundum. Mun minni munur er í þorskafla togara, en þeir veiddu 144 þúsund tonn af þorski fyrstu 8 mánuði þessa árs, en 140 þúsund tonn sama tima í fyrra. Botnfiskafli frá áramótum var um mánaðamótin orðinn tæp 487 þúsund tonn, en var tæp 460 þúsund tonn í ágústlok í fyrra. Heildarafli landsmanna var um mánaðamótin rétt innan við 900 þúsund tonn, en 1.066 þúsund tonn í fyrra og munar þar mestu um að loðnuafli er mun minni í ár, en einnig vegur kolmunni þar nokk- uð. I ágústmánuði var þorskaflinn samtals 25.590 tonn, en í sama mánuði í fyrra 27.896 tonn. Botn- - fiskaflinn í mánuðinum vár 46.187 tonn í fyrra, en í ár 38.157 tonn. Útvarpsráð mælir með Rúnari í starf dagskrárgerðarmanns Á FUNDI útvarpsráðs í gær mælti meirihlutinn með Rúnari Gunnarssyni í starf dagskrár- gerðarmanns hjá Sjónvarpinu. en sem kunnugt er var starfið aug- lýst laust til umsóknar fyrir skömmu. þar sem Egill Eðvarðs- son sagði stöðu sinni lausri. Við atkvæðagreiðslu í útvarpsráði fékk Rúnar 4 atkva>ði. Björn Emilsson 2 og Kristín Pálsdóttir 1. Aðrir umsækjendur um stöðuna voru Edda Andrésdóttir, Geir Rögnvaldsson, Geirlaugur Óli Magnússon, Guðmundur Þór Sig- urðsson, Ingveldur Sveinbjörns- dóttir, Sigurður Vilberg Dag- bjartsson og Viðar Víkingsson. Þess má geta að Starfsmannafélag sjónvarps mælti með Birni Emils- syni í starfið, en Hinrik Bjarna- son, forstöðumaður Lista- og skemmtideildar, mælti með Rún- ari. Það er útvarpsstjóri, sem hefur síðasta orðið í sambandi við ráðninguna. Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins: Flokkurinn á allt sitt undir gagnkvæmu trausti og samstarfi „VIÐ þetta tækifæri er mér efst i huga að þakka það traust sem miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur sýnt mér með því að ráða mÍK í þetta starf, sem éK tel rnikiö ábyrKðarstarf,“ seKÍr Kjartan Gunnarsson nýráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. í samtali við MorKun- blaðið. „Víst er, að það er að mörgu leyti erfitt að taka við þessu starfi af fráfarandi fram- kvæmdastjóra, Sigurði Hafstein, sem hefur getið sér sérstakt og einstakt orð í sínum störfum og hefur á allan hátt reynst flokkn- um hinn nýtasti maður. Ég vona að ég muni í mínum störfum vinna mér jafn mikinn trúnað og stuðning flokksins og fráfarandi Kjartan Gunnarsson. framkvæmdastjóra tókst, en það er að mínu mati forsenda þess að maður nái árangri í starfi, að hann njóti góðs samstarfs og trausts samflokksmanna sinna. Án þess er allt hans starf unnið fyrir gíg,“ sagði Kjartan. „Mér er það ljóst, að Sjálf- stæðisflokkurinn á um þessar mundir allt - sitt undir gagn- kvæmu trausti flokksmanna og heiðarlegu samstarfi þeirra. Flokkurinn hefur ávallt verið lang stærsti stjórnmálaflokkur landsins og þar með tryggt ákveðinn stöðugleika í stjórn- málalífinu. Þetta er mikilvægt atriði sem þjóðarnauðsyn ber til að ekki breytist. Ég vona að mér takist að gegna mínu starfi með þetta að leiðarljósi," sagði Kjartan. „Þau verkefni sem ég kem til með að vinna að eru margbreyti- leg. Framkvæmdastjóri er starfslegur yfirmaður allra starfsmanna flokksins, stjórnar og skipuleggur starf á skrifstofu hans, heldur uppi sambandi við samtök flokksins um allt land og annast framkvæmdastjórn þeirra mála sem miðstjórn ákveður að framkvæmd skuli á vegum flokksins. í þessu sam- bandi er ástæða til að fagna sérstaklega samþykkt mið- stjórnar, að stofna sérstaka fræðslu- og útbreiðsludeild á skrifstofu flokksins og ráða sér- stakan starfsmann sem alfarið mun sinna þeim verkefnum," sagði Kjartan Gunnarsson að lokum. Inga Jóna Þórðardóttir: • • Oflugt starf Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan verið mikilvægara „ÞETTA starf sem ég hef verið ráðin til að gegna er til komið í beinu fram- haldi af þeirri deilda- skiptingu sem gerð var með stofnun fræðslu- og útgáfunefndar flokksins á síðasta ári,“ sagði Inga Jóna Þórðardóttir, ný- ráðinn framkvæmda- stjóri fræðslu- og útgáfu- mála Sjálfstæðisflokks- ins, í samtali við Morgun- blaðið. „í þessu starfi felst að Inga Jóna Þórðardóttir vinna að því að stefnumótun flokksins skili sér betur í gegnum starf þingflokksins en verið hefur. Einnig er það mikilvægur þáttur í starfinu að sjá um útbreiðslumál flokksins, upplýsingaöflun og að kynna baráttumál hans á hverjum tíma og koma þeim á framfæri. Þá mun ég vinna með málefnanefndum flokks- ins og þingflokki að stefnu- mótuninni og tengja saman störf þeirra," sagði Inga Jóna. „Þegar litið er til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað að undanförnu, að þjóð- félagið færist æ lengra í burtu frá þeim hugmyndum sem sjálfstæðismenn berjast fyrir, er ljóst að öflugt starf Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan verið mikilvægara. Ég mun því í mínu starfi leggja mitt af mörkum til þess að Sjálfstæðisflokkur- inn geti orðið það afl í landinu, sem frjálshuga ís- lendingar vænta og framtið landsins krefst," sagði Inga Jóna Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.