Morgunblaðið - 13.09.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.09.1980, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 HLAÐVARPINN Glatt á hjalla hjá Frömurum ÞAÐ VAR nlatt á hjalia hjá leikmonnum Fram þegar þeim hafði tekizt að verja bikarmeist- aratitil sinn á dóKunum. Þáver- andi fslandsmeistarar. ÍBV, hðfðu verið lanðir að velli í æsispennandi leik þar sem fram- lengingu þurfti til að knýja fram úrslit. Stjórn Knattspyrnudeild- ar Fram hauð leikmönnum liðs- ins. þjálfurum allra flokka. eÍKÍn- konum, vinum ok velunnurum í veKle^a sÍKurveizlu í ÁtthaKasal Hótel Söku. Bjarni Friðriksson, hirðljós- myndari Fram, smellti þá þessari skemmtileKu mynd af þeim Mar- teini Geirssyni fyrirliða Fram og íslenzka landsliðsins, Hugrúnu Pétursdóttur, Dagmar Maríus- dóttur og Hólmbert Friðjónssyni, þjálfara Fram 2 síðastliðin ár, en á því tímabili hafa Framarar unnið bikarkeppnina bæði árin og hafa þegar tryggt sér silfursætið í Islandsmótinu. Það eru eiginkon- urnar, sem halda á bikarnum góða á myndinni og sjálfsagt hafa þær barizt fyrir honum á sinn hátt ekki síður en kallarnir. í dag eru Framarar á leið yfir Atlantshafið til Kóngsins Kaupmannahafnar, þar sem þeir leika á miðvikudag gegn danska liðinu Hvidovre í Evrópukeppni bikarmeistara. Slegið hinsta sinni IIÚSAVÍK var um miðja þessa öld þjóðþekkt þorp, fyrir víða velli og fögur tún — milli húsa — þvi byggðin var þá all dreifð. Nú hafa tímarnir breyst og á meðfylgjandi mynd er Jónas H. Hagan (sem um áratugi ók flutn- ingabílum milli Husavíkur og Reykjavíkur) — að hirða Hjarðar- holtstúnið og bera upp hey af því, en það mun í síðasta sinn, sem það er gert, því túnið er fallið undir bæinn eins og sagt er og hafa þar verið reistar stórar byggingar og það sem eftir er á að nýta sem barnaleikvöll. Sorptæknar? Eftirfarandi hugleiðingar gat nýlega að líta í Akureyrarblaðinu Degi: Á þessari tölvu- og tækniöld hefur það orðið hálfgerð tíska að breyta starfsheitum manna til samræmis við aldarháttinn. Nú er ekki lengur talað um sæðingamenn eða -meistara heldur frjótækna og um daginn gat að lesa í dagblaði einu, starfsheitið trétæknir. Þess verður sjálfsagt ekki langt að bíða að afgreiðslufólk nefni sig verslunartækna, iðnaðarmenn iðntækna, blaðamenn blaðtækna, öskukarlar sorptækna o.s.frv. Eða hvað? Vandinn fundinn! Nú er loks upplýst, hvað það er sem veldur íslenskum stjórnmálamönnum svo miklum erfiðleikum í sambandi við verðbólguna. Nú er vandinn fundinn, eða svo er að minnsta kosti að sjá á þessum ummælum dr. Gunnars Thoroddsens forsætisráð- herra í fimmdálka frétt í Vísi í gær: „Að mínu mati eru peningamálin veikasti hlekkurinn í baráttunni gegn verðbólgu." Karphúsið Samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins hafa nú staðið vikum og mánuðum saman, án þess að mikið virðist hafa miðað í samkomulagsátt. Flestir fundir fara fram í húsakynnum ríkis- sáttasemjara að Borgartúni 22 í Reykjavík, undir stjórn Guðlaugs Þorvaldssonar. Sín á milli eru samningamenn farnir að kalla húsið „karphúsið", og munu það vera orð að sönnu, því óvíða er karpað og deilt meira þessa dagana. — Vonandi er bara að Guðlaugur fari að taka menn í karphúsið, svo eitthvað fari að ganga! íslendingar í Lundúnum + EINS ok fram hefur komið í fréttum halda ís- lendingar í Lundúnum uppi töluverðri félags- starfsemi. starfrækja m.a. barnaskóla svo að engin hætta ætti að vera á því að börnin týni niður ástkæra ylhýra málinu, þótt á er- lendri grund séu, um lengri eða skemmri tíma. Verður skólinn til húsa í íslenska sendiráðsbústað- num í vetur, en var áður starfræktur í húsakynnum Fluííleiða í borginni. Minna er að sjálfsögðu um mannamót á sumrin en veturna, en þjóðhátíðar- dagurinn var haldinn há- tíðlegur með tvennu móti, þ.e. móttöku í sendiráðsbú- staðnum þann seytjánda og útiskemmtun fyrir börn og fullorðna þann fimmtánda júní. A meðfylgjandi mynd sem tekin var á úti^kemmt- uninni, má sjá formann Islendingafélagsins, Jónínu Olafsdóttur í blómum skrýddum ræðustól og ung- an íslending hlýða á, einn af mörgum, því skemmtun- in var fjölsótt að vanda. l.jOHm.: Spb.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.