Morgunblaðið - 13.09.1980, Page 23

Morgunblaðið - 13.09.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 23 Sigurgeir ljósmyndari okkar i Eyjum hitti þessar ungu stúlkur suður á Eyju þar sem þær voru að tína sumarblóm í haustbliðunni og einhver hlýtur gróskan að vera i Eyjum úr því að veður er svo gott víða um land, en samkvæmt veðurskýrslum síðustu 60 ár eru Vestmannaeyjar hlýjasti staður á landinu i hitamælingum þótt ekki verði sagt að þær séu í hópi lygnustu staða landsins. Norrænir stanga- veiðimenn þinga ÞING Norðurlandasambands stangaveiðimanna var haldið i Norræna húsinu i Reykjavik ný- verið, en N.S.U. eru samtök félaga stangaveiðimanna á Norð- urlöndum. Formaður N.S.U., Há- kon Jóhannsson, gaf skýrslu um starfið á yfirstandandi kjörtíma- bili. Þar kom fram að starfsemin hefur farið mjög vaxandi og að aukið hefur verið samstarf við alþjóðlegar stofnanir með svipuð áhugamál og N.S.U., svo og við Norðurlandaráð. Prófessor Norling frá Svíþjóð flutti erindi um þróun og viðgang stangaveiði og alþjóðleg sam- skipti. Friðrik Sigfússon, formað- ur Landsambands Stangaveiði- manna flutti erindi um leigu erlendra veiðimanna í ám hér- lendis. Kom fram i ræðu hans að alls munu veiðileyfi í 17 ám vera boðin til sölu, að hluta til eða öllu leyti á mörkuðum erlendis. Má þar nefna Grímsá, Norðurá, Laxá í Kjós, Leirársveit, Aðaldal og fleiri. Að loknum umræðum var sam- þykkt ályktun þar sem þing Norð- urlandssambans stangaveiðim- anna staðhæfir að stangaveiði, einangruð við vissa hópa í norr- ænum laxveiðiám, sé stöðugt vandamál fyrir almenning á Norð- urlöndum. Samþykkt var að danska stangaveiðisambandið færi með stjórnarstörf næsta kjörtímabil 1981-83. Samkeppni á vegum SYR BLAÐINU hefur horist eftirfar- andi athugasemd frá Sam- keppnisnefnd AÍ. Vegna greinar Ernu Ragnars- dóttur um samkeppni um gang- stéttarbiðskýli SVR, birt í Morg- unblaðinu 6. sept.: Þar sem greinarhöfundur telur Arki- tektafélag íslands vera að stuðla að einokun á sviði umhverfis- hönnunar, skal eftirfarandi tek- ið fram: Það er vissulega stefna Arki- tektafélags íslands að stuðla að því að þeir sem hanni hús og umhverfi skuli hafa til þess fullgilda menntun. Öllum arkitektum eru kunnir þeir afreksmenn á borð við Le Corbusier og fleiri, sem juku hróður starfsgreinarinnar með framlagi sínu. Slíkir menn eru þó frekar fáir og verða að teljast til undantekninga og gefur eng- anveginn tilefni til að gefa öllum jafnan þátttökurétt í samkeppn- um. Engu að síður telur Arkitekta- félag íslands að oft sé tilefni til að heimila fleirum þátttöku í samkeppnum. Samkeppni um strætisvagnabiðskýli í Reykja- vík er einmitt eitt slíkt tilfelli, en þar sem Bygginganefnd borg- arinnar telur að þeir sem hanna biðskýli skulu hafa rétt til að leggja uppdrætti af þeim fyrir nefndina, miðaði dómnefnd síð- ari hluta samkeppninnar við það skilyrði. Ef sjónarmið yfirvalda og dómnefndar breytast er ólíklegt að Arkitektafélag íslands muni standa í vegi fyrir breiðri þátt- töku. — O- ÞÁ hefur blaðinu borist eítir- farandi frá dómnefnd i sam- keppni um gangstéttarbiðskýli fyrir SVR: Skv. III. kafla Byggingar- reglugerðar, gr. 3.1.1., er skylt að skila til byggingarnefndar teikn- ingum af „... mannvirkjum, sem hafa áhrif á útlit umhverfis", Svar við grein Ernu Ragnars dóttur þar með talin gangstéttarbið- skýli í Reykjavík. Þessu gátu hvorki útbjóðandinn, SVR, dóm- nefnd né samkeppnisnefnd Arki- tektafélags Islands breytt. Þar sem það var eindregin ósk allra hlutaðeigandi aðila, þ.m.t. ARKITEKTA í dómnefnd, að gefa farþegum SVR og lands- mönnum öllum kost á að spreyta sig á verkefni þessu var ákveðið að efna til tveggja þrepa sam- keppni. Fyrra þrepið. var almenn hugmyndakeppni, opin öllum, og var skilafrestur til 15. apríl sl. Tilgangur hennar var að fá fram verulega góðar hugmyndir að gangstéttarbiðskýli, sem síðar væru lagðar til grundvallar við gerð útboðslýsingar fyrir þann hluta keppninnar, sem nú stend- ur yfir, en hann er hugsaður til að fá fram uppdrætti.sem full- nægja kröfum byggingarnefndar Reykjavíkur og þörfum útbjóð- andans. Báðir hlutar þessarar samkeppni hafa verið kynntir í fjölmiðlum. Svo sem Ijóst er af framan- sögðu og skv. 2. gr. samkeppnis- reglna AÍ, er unnt að heimila öðrum en félögum í Arkitektafé- lagi Islands þátttöku í sam- keppni á vegum félagsins, en sú heimild var einmitt notuð að þessu sinni. Einnig þykir rétt að taka fram að samstarf SVR og ARKITEKTA hefur ætíð verið til fyrirmyndar. Allt þetta vissi Erna Ragnars- dóttir mæta vel. +VÓfJi<W-S<roie- 'Æltéue. SOní(\JL)DA<*I/Un| iA- 66PTeNS«.EF ue-vf1'^ o<s b«-Í»ao C>& L-AtíéT Æ SÍI<_n| - +þÍI-í><Sr<&TO , U-L- .13- OO F&LAócWTL J D06Tie> Nlo A.T drtfcMí-U SiluNOM C>Cr Liomiö MT-E> 1 -tfATit> /+e-B>Te^T>iS líiapti o& po' AlT> Vefac>oR A pAacuM •&tAÆ> . Ar+f. E-T \iefeur >JeFí>og vont, v/ie> m/esta -^cvMMor>A6r FORNBÍLAKLÚBBUR ÍSLANDS Gestir á þinginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.