Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 3 - - . :■ '■ ; í *ék ^1 Viðgerð hafin Sauðárkróki. 19. september. VIÐGERÐ á verzlunarhúsi Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð er hafin, en á meðan fara viðskiptin fram við afgreiðslubil. Meðfylgjandi myndir tók Guðni R. Björnsson i Varmahlið i dag. - Kári. Veiðiþjófar gripnir á Arnarvatnsheiði VEIÐIÞJÓFAR voru gripn- ir glóðvolgir að störfum á Arnarvatnsheiði fyrir skömmu. Voru þeir staðnir að verki í Úlfsvatni og höfðu veit um 150 væna silunga er að þeim var komið. Heimilisfólk í Kalmannstungu varð vart við mannaferðir fram á heiðina um miðja nótt og þótti grunsamlegt. Daginn eftir var veiðiverði gert viðvart og flaug hann strax eftirlitsflug. Kom hann þá auga á þjófana á báti á Úlfsvatni. Næsta skrefið var að standa þá að verki og fór veiði- vörður þegar í stað fram á heiðina á jeppa. í fyrstu neituðu mennirnir að hafa verið að veið- um, en þegar netatrossur, 150 silungar og ískassar fundust í fórum þeirra, tjónkaði ekki að neita lengur. Afli og veiðarfæri voru gerð upptæk og urðu félag- arnir að greiða sektir. Kosningar til ASÍ-þings hef jast í dag KJÖR fulltrúa á sambandsþing Alþýðusambands íslands byrjar i dag og stendur til 19. október, en samhandsþingið verður haldið 24.-28. nóvember. Hverju verka- lýðsfélagi, sem telur 25 félags- menn eða fleiri og aðild á að ASÍ, beint cða scm aðili landssam- bands, er skylt að láta fara fram kosningu fulltrúa á Alþýðusam- bandsþing úr hópi félaga sinna. Reiknað er með að um 400 fulltrúar eigi rétt á þingsetu. Tala fulltrúa hvers félags mið- ast við tölu fullgildra félagsmanna 1. janúar sl. og skal kjósa einn fulltrúa fyrir allt að hundrað félagsmenn og einn fulltrúa fyrir hvert hundrað, eða brot úr hundr- aði, ef það nemur hálfu hundraði eða meiru. Fyrir félög með 501 félagsmann eða fleiri skal að auki kjósa einn fulltrúa fyrir hverja 200 félagsmenn eða brot, ef það nemur hundraði eða meiru. Nafn pilts- ins sem íézt PILTURINN, sem lét lífið i um- ferðarslysi i Mývatnssveit á mánu- dagsmorguninn hét Stefán Stef- ánsson Ytri-Neslöndum. Hann var sonur Kristínar Sigurgeirsdóttur og Stefáns Axelssonar. Stefán heitinn var 17 ára. Hann var starfsmaður Sniðils hf. og var á leið til vinnu á vélhjóli er hann ók aftan á kyrr- stæðan vörubíl og lézt. „Man ekki eftir slíku að- gerðarleysi stjórnvalda64 - segir Ólafur Gunnarsson á Neskaupstað að- spurður um ástand fiskvinnslu og útgerðar „ÁSTANDIÐ hefur oft verið slæmt í sjávarútveginum og þá einkum i fiskvinnslunni, en ég man ekki eftir eins slæmri stöðu og á þessu ári. Ég man heldur ekki eftir sliku aðgerðarleysi stjórnvalda eins og núna, a.m.k. ekki meðan starfandi ríkisstjórn- ir hefur verið við völd.“ Þannig mæltist Ólafi Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra sildarvinnslunnar á Neskaupstað, m.a. er Morgun- blaðið ræddi við hann i gær um stöðu fiskvinnslu og útgerðar. Ólafur var spurður hvernig staða hans fyrirtækis væri, en eins og fram hefur komið er útgerðin nú rekin með 13.7 milljarða tapi á ári og frystingin með 9 milljarða halla samkvæmt áætlun Þjóð- hagsstofnunar. Ólafur sagði, að hann væri orðinn þreyttur á að tjá sig um þessi mál, það virtist ekki hafa nein áhrif. „Reksturinn und- anfarin þrjú ár hefur verið mjög erfiður og afkoman gjörsamlega óviðunandi. Á þessu ári hefur hún enn versnað og það eiga allir að vita, sem um þessi mál fjalla. Ég held líka, að þeir geri það yfirleitt, þó svo að ýmsir haldi að hægt sé að reka fyrirtækin með tapi ár eftir ár. Þetta átti fyrst og fremst við vinnsluna, en nú er útgerðin ekkert betur stödd og hjá fyrirtækjum, sem eru bæði með útgerð og vinnslu eins og við, tvinnast þetta saman," sagði Ólafur. í Morgunblaðinu á fimmtudag sagði Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, frá því, að útgerðar- fyrirtæki skulduðu nú gífurlega háar upphæðir fyrir olíu. Ólafur var spurður hvernig það dæmi liti út hjá hans fyrirtæki. „Við skuld- um alveg óhemju í olíu og nú er gengið mjög hart eftir þessum olíuskuldum víða um land. Svo gæti farið, að einhver fyrirtæki stöðvuðust af þessum sökum. Möguleikar fyrirtækja á að greiða laun eru alltaf að minnka og skuldbindingar í sambandi við óreiðuskuldir, dráttarvexti og slíkt aukast með hverjum deginum. Þessar skuldir, sem verða til vegna tapreksturs og verðbólgu hverfa ekkert, þær eru á sínum stað og hlaða utan á sig. Það er í sjálfu sér eðlilegt, að önnur fyrirtæki þurfi að fá greiðslu fyrir sína vöru og þess er krafist af bönkunum að þau skuldi ekki fram yfir það, sem eðlilegt getur talist. Að sama skapi er eðlilegt, að við getum ekki komist upp með að skulda fram yfir ákveðin mörk, en ef þess verður krafist að þessar olíuskuldir verði innheimtar á mjög skömmum tíma þá draga fyrirtækin ekki saman seglin, þau bara stöðvast," sagði Ólafur Gunnarsson að lokum. Lúðvik Jósepsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra: „Afleiðingar vitlausrar stefnu í peningamálum og vaxtapólitík að koma fram44 „ÞAÐ ER augljóst að hlaupa veröur undir bagga meö útgerð- inni og gagnvart vinnslunni verða að koma til frekari aðgerð- ir,“ sagði Lúðvik Jósepsson, fyrrvcrandi ráðherra, i samtali við Morgunblaðið í gær er hann var spurður álits á stöðu þessara atvinnugreina. „Það kemur mér ekki á óvart, að það kunni að vera erfiðleikar i ýmsum greinum útgerðarinnar og það talsvert miklir með sífelld- um oliuhækkunum og miklum takmörkunum á veiðum hjá mörg- um. Mér sýnist augljóst, að það þarf að lagfæra hag útgerðarinn- ar eins og nú standa sakir. Sérstaklega hefur þessi gifurlega oliuverðshækkun sem virðist þvi miður eiga að halda áfram, rask- að öllum hlutföllum og gert út- gerð vissra skipa lítt mögulega. Þvi er mér það ljóst, að gera verður sérstakar ráðstafanir og hlaupa undir bagga með útgerð- inni, en hvernig og hversu mikið er ég ekki tilbúinn að segja á þessari stundu. Eg tel líka, að það sé allt, sem bendi til þess, að vinnslan, sér- staklega frystihúsin, standi mjög höllum fæti og þar verði að koma til frekari aðgerða, þar sem raun- verulega hefur orðið verðfall á Ameríkumarkaði á sama tíma og tilkostnaður hér hefur hækkað mjög mikið. Því þykir mér einsýnt, að breytt stefna verði einnig að koma til gagnvart fiskvinnslunni ef ekki á að verða um meiri erfiðleika að ræða, en þegar eru fram komnir," sagði Lúðvík Jós- epsson. Hann var spurður hvort hann ætti við gengismál er hann ræddi um breytta stefnu. „Ég vil ekkert segja um það á þessari stundu. Ég hef aldrei verið talsmaður gengis- lækkunar, en það getur auðvitað alltaf komið til að grípa verði til þess ráðs. Það er búið að hlaða á útgerð og fiskvinnslu óhæfilegum vaxtaútgjöldum og menn fara kannski að læra það með tímanum, að ekki er hægt að auka vexti um helming á rúmlega einu ári án þess að eitthvað láti undan. Annað hvort kemur hallarekstur út úr því dæmi eða þá að menn þurfa að grípa í gengið. Mér er það alveg ljóst, að þarna þarf að verða um breytta stefnu að ræða, en nú eru að koma fram í mjög ríkum mæli þessar hættulegu afleiðingar kol- vitlausrar stefnu í peningamálum og vaxtapólitík," sagði Lúðvík Jós- epsson. Guðmundur Guðmundsson útgerðarmaður á ísafirði: „Astandið aldrei — ÞETTA er allt á hausnunt, var það fyrsta. sem Guðmund- ur Guðmundsson útgerðarmað- ur á tsafirði sagði þegar Morg- unblaðið spurði hann hvernig staða hans fyrirtækis væri um þessar mundir. — Þetta hefur aldrei verið verra og er þá sama hvort talað er um útgerð eða fiskvinnslu, sagði Guð- mundur. — Það er fyrst og fremst olían, sem fer illa með okkur, en aftur vextirnar hjá fiskvinnsl- unn'. Ef skipin fengju að fiska eins og þau geta, þá væri þetta trúlega í lagi, en þegar þau eru stöðugt í þorskveiðibanni dregur það aflaverðmætið niður og ég reikna með, að það skuldi allir verra44 meira og minna í olíu. Ég held, að annað sé óhjákvæmilegt, það er ekki hægt að standa í skilum og skuldirnar hlaðast upp. — Okkur gengur síðan illa að fá fiskinn borgaðan vegna þess að endarnir ná ekki saman hjá húsunum, vinnulaun og rekstur gleypa allt hjá þeim. Við eigum mikið útistandandi, mjög mikið, og höfum aldrei lent í þessu fyrr. Síðan við byrjuðum að hugleiða smíði nýs skips hefur allt snúist öfugt. Þó svo að skipin fiski vel, þá dugir það ekki til meðan allt er látið æða svona áfram og ég held, að þetta eigi alls ekki aðeins við hjá okkur, heldur sé þetta almennt um allt land, sagði Guðmundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.