Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 13 Píanó- tón- leikar NORRÆNA húsiö hefur um árabil verið mikilvirkt í hljómleikahaldi og oft boðið upp á feiki góða listamenn. Þessi starfsemi hússins hef- ur notið mikilla vinsælda og oftast hafa tónleikar verið vel sóttir. Vetrarstarfið hófst að þessu sinni með tónleikum finnska píanó- leikarans Pekka Vapaavu- ori, sem samkvæmt efnis- skrá er ekki aðeins píanó- leikari heldur hefur einnig próf og pappíra upp á það að vera orgelleikari, kórstjóri og prestur. Vapaavuori er fæddur 1945 og kom fyrst fram sem píanóleikari 1973. Efn- isskráin var að fyrri hluta Krómantíska fantasían eftir Bach og Waldstein-sónatan eftir Beethoven. Til að leika þessi verk þurfa flytjendur ekki aðeins að vera góðir spilarar heldur og kunna skil á svo mörgu varðandi stíl og gerð verkanna. Ef þar við bættist hæfileikinn til að laða fram þessa þætti eítir JÖN ÁSGEIRSSON og gæða þá tilfinningu, þ.e. túlka innihald verksins en ekki aðeins sýna sjálfan sig, mætti vel sætta sig við að heyra þessi verk einu sinni enn. Það verður að segjast eins og er, að hvorugt þess- ara verka kunni Vapaavuori svo vel að hann hefði nokk- urn sóma af flutningi þeirra. Jafnvel óhreint pían- óið með ískrandi pedal er ekki afsökun fyrir ýmsum túlkunartiltektum, eins og t.d. upphafið á þriðja þætti Waldstein-sónötunnar, sem í orðum hefur verið reynt að lýsa sem „tærri og glamp- andi klassik", en varð í flutningi Vapaavuori eins og rómantísk „Noktúrna" eftir John Field. Snillingur- inn Dinu Lipatti sagði, er hann var spurður hvers vegna hann léki aldrei verk eftir Beethoven, að hann væri ekki búinn að ná þeim þroska, sem þarf til að túlka skáldskap hans. Wald- stein-sónötuna eiga flytj- endur að geyma sér til þess tíma er þeir hafa náð að upplifa einhvern hluta þeirrar reynslu, sem Beet- hoven byggði sinn skáldskap á. A seinni hluta tónleik- anna flutti svo Vapaavuori verk eftir Rautavaara og Karjalainen, ekki tiltakan- lega rismikil verk, en þægi- leg áheyrnar, einkum seinna verkið, Lappeskeja eftir Karjalainen, sem er alveg nýtt af nálinni. Tónleikunum lauk svo með L’isle joyeuse, eftir Debussy, sem skall á eins og gróðurfellandi haglél, en slotar skyndilega og nær hámarki í þögn vonbrigð- anna. Jón Ásgeirsson. Eiður Guðnason, formaður fjárveitinganefndar: Þyrlukaup Landhelgisgæzlunn- ar voru til umræðu í Morgunblað- inu í fyrradag og ekki að ástæðu- lausu. Frá því var greint í frásögn blaðsins, að hvorki væru þessi þyrlukaup heimiluð í fjárlögum yfirstandandi árs, né heldur á lánsfjáráætlun ársins 1980. Hvort tveggja er þetta rétt. Engu að síður er ný þyrla Landhelgisgæzl- unnar væntanleg til landsins eftir fáeina daga. Hún kostar um 800 milljónir króna. Hvernig má slíkt vera? Hvernig gerist það, að ákveðin er 800 milljón króna fjárfesting án þess að fyrir liggi heimild í fjárlögum eða lánsfjár- áætlun? Kaupin hvergi samþykkt Eins og að ofan greinir hafa þessi þyrlukaup, að því er ég veit bezt, aldrei verið formlega sam- þykkt í ríkisstjórn. Hér er ekki verið að leggja dóm á, hvort rétt sé að kaupa þyrlu nú, og þá þessarar gerðar, heldur það eitt, hvort farið hafi verið að lögum í sambandi við þessa ákvörðun. Mér sýnist, að svo hafi ekki verið. Hinn 21. febrúar síðastliðinn mætti Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar ásamt Baldri Möller ráðuneytisstjóra Eiður Guðnason verið að blekkja þingið, — fjár- veitingavaldið. Og slíkt getur Al- þingi Islendinga ekki látið bjóða sér. I viðtalinu við ráðherra segir og orðrétt:„Síðar gerðist það svo, að þyrlan varð tilbúin nú í septem- ber (leturbr. mín) og var þá ákveðið að leysa hana út“. Engu er líkara en það hafi gerzt öllum að óvörum, að allt í einu stendur fullsmíðuð þyrla vestur í Banda- ríkjunum tilhúin til afhendingar. Var þó forstjóri Landhelgisgæzl- unnar búinn að lýsa yfir við fjölmiðla, að þyrlan kæmi í sumar. Engu er líkara en þarna hafi allt í einu gerzt galdraverk hin mestu Þyrlan, sem „varð tilbúin“ Hver tók ákvörðun? í viðtali Morgunblaðsins í fyrra- dag við Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra kemur fram, að hugmyndin um þyrlukaupin sé frá 1974, en kaupin hafi verið ákveðin 1976. Nú væri fróðlegt að fá að vita: Hver tók þá ákvörðun? Síðan 1976 hafa fjórar ríkisstjórn- ir setið hér að völdum, og mér er ekki kunnugt um að nein þeirra hafi tekið formlega ákvörðun um þyrlukaupin. Akvörðun mun hinsvegar hafa verið tekin um að skrá Landhelg- isgæzluna í biðröð væntanlegra kaupenda hjá framleiðanda þyrl- unnar, þar sem afgreiðslutími var langur. Sá kostnaður, sem þessari skráningu fylgdi, var greiddur með varahlutabirgðum frá þyrlu Landhelgisgæzlunnar, sem hlekkt: ist á í Skálafelli á sínum tíma. í desember 1978 mun hafa verið tekin ákvörðun um ýmsan sérbún- að til þessarar nýju þyrlu, en þá jafnframt tekið fram, að ekki væri búið að gera bindandi kaupsamn- ing. Síðan gerist það, að tilkynnt er í fyrravetur að ný þyrla Land- helgisgæzlunnar sé væntanleg til landsins næsta sumar. dómsmálaráðuneytisins á fundi hjá fjárveitinganefnd. Þar bar þyrlukaup á góma og af hálfu nefndarinnar kom fram, að fjár- veitinganefnd hefði aldrei sam- þykkt fjárveitingu til þessara kaupa. A þessum fundi upplýsti forstjóri Landhelgisgæzlunnar, að flugvélar mundu í auknum mæli taka við landhelgisgæzlu á kom- andi árum, enda kostaði rekstur tveggja flugvéla álíka og rekstur eins skips. Enn kom forstjóri Landhelgis- gæzlunnar á fund fjárveitinga- nefndar (undirnefndar) hinn 23. júlí síðastliðinn. Þar kom það skýrt fram, að þyrluna á að greiða á þessu ári og að hvorki er heimild fyrir slíkri greiðslu á fjárlögum né í lánsfjáráætlun. Undirnefnd fjár- veitinganefndar óskaði þá eftir því að fá í hendur öll bréfaskipti, bæði dómsmálaráðuneytis og Landhelgisgæzlu, varðandi þessi kaup. Þau gögn hafa ekki borizt nefndinni. Þá kom og fram í fyrsta skipti, að forstjórinn taldi hugsanlegt að selja eldri Fokker- flugvél Gæzlunnar, er umtöluð þyrla kæmi í gagnið. Áður hafði það verið sjónarmið Landhelgis- gæzlunnar, að tvær Fokker- flugvélar þyrftu að vera til staðar, auk þyrlu. í fjárlagafrumvarpi yfirstandandi árs er gert ráð fyrir sölu annarrar Fokker-vélarinnar, ásamt sölu Árvakurs (sem orkar mjög tvímælis) og eiga þau við- skipti að skila 395 milljónum króna. Á þessum fundi kom einnig fram, að ekki væri unnt að hætta við þyrlukaupin, nema með mjög verulegum kostnaði. Furðuleg ummæli dómsmálaráðherra Mér er mæta vel ljóst, að sá sómakæri maður, sem nú gegnir embætti dómsmálaráðherra, hef- ur lítil afskipti haft af þessu máli. Það er arfur frá Ólafi og Stein- grími. Hins vegar get ég ekki annað en lýst furðu á þeim ummælum ráðherra, að þyrlu- kaupin hafi ekki verið færð inn á lánsfjáráætlun í vetur vegna þess, eins og segir orðrétt, var „af eðlilegum ástæðum reynt að hafa hana sem lægsta og þyrlukaupin ekki færð þar inn á“. Og nú er ekki nema von að spurt sé: „Hvern var verið að blekkja með því að færa þyrlukaupin ekki inn á lánsfjáráætlun? Svarið liggur auðvitað beint við. Með þessu var og þyrlan „varð tilbúin". Vera má, að þetta orðalag sé rangt eftir ráðherra haft, og helst viidi ég trúa því, en sem sagt, þyrlan „varð tilbúin". Á snið við lög og reglur I stjórnarskrá okkar segir svo í' 41. grein: „Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjáriögum eða fjáraukalögum." Þetta eru skýr ákvæði og ótvíræð. Sömuleiðis er það skýrt og ótví- rætt, að í gildandi fjárlögum er engin heimild til greiðslu vegna þyrlukaupa. í bók sinni Stjórn- skipun íslands (útg. 1960) segir Ólafur Jóhannesson á bls. 316: „Þess er fyrst að gæta, að fé má ekki greiða úr ríkissjóði, nema einhver liður finnist í fjárlögum, sem koma má greiðslunni undir". Erfitt mun að finna slíkan lið í fjárlögum ársins 1980. Frá mínum sjónarhóli er það alveg ljóst, að í þessu þyrlukaupa- máli hefur verið farið á snið við lög og reglur, að ekki sé sterkar til orða tekið, og er það vissulega umhugsunarefni fyrir fjárveit- inganefnd og Alþingi. Éiður Guðnason Vetrarstarf Fílharmóníu: Fá bandarískan söngstjóra til starf a VETRARSTARF söng- sveitarinnar Fílharmóníu mun hefjast með samæf- ingu í Melaskóla nk. mið- vikudagskvöld, að sögn Gunnars Böðvarssonar, varaformanns söngsveit- arinnar, en í henni eru nú um 120 manns. Gunnar sagði að samkomulag hefði verið gert milli Söngsveitar- innar Fílharmóníu og Sinfóníu- hljómsveitar íslands um val verk- efna í vetur, en þau eru: ísland þúsund ár, Þjóðhátíð- arkantata, eftir Björgvin Guð- mundsson sem verður útvarps- upptaka með Sinfóníuhljómsvoit íslands 12. og 13. des. ’80 undir stjórn Páls P. Pálssonar. óperan Fidelio. efiir Ludwig van Beetohoven, sem flutt verður á reglulegum tón'oikum í Há- skólabíói, með Sinfóníuhljómsveit íslands, þann 12. og 14. febr. ’81, undir stjórn Jean Pierre Jecquillat. Óperan Otello. eftir Giuseppe Verdi, sem flutt verður á reglu- legum tónleikum í Háskólabíói með Sinfóníuhljómsveit íslands, þann 19., 21. og 24. mars ’81, undir stjórn Gilbert Levine. í stuttri kynningu á verkunum segir m.a.: tsland þúsund ár, alþingishá- tíðarkantata Björgvins Guð- mundssonar, var samin í Winni- peg í Kanada árið 1929, við hátíðarljóð Davíðs skálds Stef- ánssonar. Þá hafði Björgvin áður samið öll önnur meiri háttar tónverk sín, og fáum árum fyrr hafði hann lokið burtfararprófi frá Royal College of Music í Lundúnum. Fidelio, er eina óperan sem Beethoven samdi, og var hún frumflutt í Vín árið 1805, og í endanlegri gerð sinni árið 1814. í Fidelío fjallar Beethoven um efni sem honum var mjög hugleik- ið, þ.e.a.s. frelsið. Hann dregur upp í tónlistinni hina miklu and- stæðu myrkurs og ljóss, annars- vegar í óréttlátri fangelsun af pólítískum toga, og hinsvegar í sigri réttlætis og frelsis. Menn hafa löngum deilt um gildi Fidelios sem sviðsverks, en aldrei greint á um gæði tónlistar- innar em þykir búa yfir mikilli fegurð. Margir álíta Fidelio af þessum ástæðum sérlega vel failna til flutnings í tónleikasal. Otello, er næst síðasta ópera Giuseppe Verdis (1813—1901), og var hún frumflutt í Milano 5. Hinn nýi söngstjóri, Debra G. Dorfman. febrúar 1887. Þótt Verdi hafi verið kominn á áttræðisaldur er óperan var samin, ber hún þess síður en svo merki að vera samin af öldungi. Textann samdi Arrigo Boito upp út leikriti Shakespeares. Otello er ólík fyrri óperum Verdis að því leyti, að hér er ekki um að ræða röð af aríum, dúettum og kórum, heldur er verkið ein órjúfanleg heild þar sem þessi atriði blandast saman á mjög trúverðugan hátt. Óperan gerir miklar kröfur til flytjenda og einkum þykir hlutverk Ótellos sjálfs erfitt, og munu fáir tenórar í heiminum ráða við það svo vel sé. Hlutverk kórsins er nokkuð mikið. Söngstjóri söngsveitarinnar Fíl- harmoníu verður í vetur Debra G. Dorfman frá New York. Debra Gold Dorfman er braut- skráð frá Manhattan School of Music og lauk B.M. gráðu í píanó- leik og var þar kennari hennar Leon Kushner. M.M. gráðu lauk hún frá sama skóla í tónvísindum, auk þess sem hún hefur lagt stund á kór- og hljómsveitarstjórn. Debra Gold Dorfman hefur unnið um árabil með Dorothy Uris, sem er þekktur leiðbeinandi söngvara. Hún hefur tekið þátt í að undirbúa óperusýningar við Manhattan School of Music þar á meðal Brúðkaup Figaros og óperum eftir Hindmith, Kurt Weill og Proko- fiev. Auk þessa hefur hún unnið mikið með hljóðfæraleikurum, söngvurum og kórum í New York við studioupptökur og tónleika- hald. Gunnar gat þess, að nýir félagar væru velkomnir. Drepa smá- síld í f jörð- um Noregs VERULEGT magn smásíldar hefur veiðst með brislingi í fjörðum Noregs undanfarid og hefur síldin farið í bræðslu með brisiingnum, sem verið hefur magur og óhæfur til annarrar vinnslu. Fiskifélagið í Nordland í Noregi lítur mál þetta alvar- legum augum, smásíldina þurfi einmitt sérstaklega að vernda svo hægt verði að byggja síldarstofninn upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.