Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 25 til að i olíu- i tima og dagverði í Rotterdam, dagana sem lestun fer fram. Hver þessi munur verður veit auðvitað enginn á þessari stundu. Aðalatriðið er það, að til lengdar má búast við því, að hið almenna viðskiptaverð séu kaupanda hagstæðara en dagverðið, og þar að auki mun minna sveifluk- ennt, eins og sést strax á því, að verðið í BNOC samningnum, er fast til margra mánaða, á meðan Rotter- dam-verðið sveiflast frá degi til dags. Olíuviðskiptanefnd hefur margtekið fram, að alls ekki sé hægt að búast við því, að hið almenna viðskiptaverð sé alltaf hagstæðara en dagverðið. Menn verða að gera það upp við sig, hvorn kostinn þeir vilja heldur til lengdar. Það er ekki hægt að hlaupa á milli verðviðmið- ana eftir því, hvor er hentugri á hverjum tíma. Mat nefndarinnar var, að hið almenna viðskiptaverð henti íslendingum betur, þegar til lengri tíma væri litið, og á þetta mat féllst viðskiptaráðuneytið, þeg- ar ákveðið var að ganga til samn- inga við BNOC á þessum grundvelli. Ég hef þá trú, að þessir samningar eigi eftir að verða Islendingum til góðs, þegar fram í sækir. Hér má bæta því við, að af hálfu BNOC hefur verið gefinn kostur á viðskipt- um með fleiri olíutegundir en gas- olíu eina, og þá jafnframt á grund- velli almenns viðskiptaverðs, en um þetta er enn ósamið." — Er oliuviðskiptanefnd ennþá starfandi? „Olíuviðskiptanefndin hefur ekki formlega verið lögð niður. Nefndin var skipuð með bréfi viðskiptaráð- herra 29. júní 1979 og hefur skilað ráðherra tveimur skýrslum um við- fangsefni sitt. í bréfi, dagsettu 14. febrúar 1980, sem sent var með síðari skýrslunni, segir m.a.: „Meg- inverkefnið, sem nú er framundan, er að kanna til hlítar viðskiptakosti, sem íslendingum kunna að standa til boða á árinu 1981 og síðar. Er hér um veigamikil verkefni að ræða, sem nefndin hefur þegar unnið allmikið að, en eru þó ekki nema skammt á veg komin. Telur nefndin eðlilegt, að ríkisstjórnin taki nú til yfirvegunar, hvort hún óskar þess, að nefndin haldi áfram störfum enn um sinn með sama hætti og hingað til, eða hvort hún vill koma annarri skipan á meðferð þessara mála. Með þessu óskaði nefndin eftir frekari fyrirmælum um það, hvort henni bæri að halda starfi sínu áfram eða ekki. Við þessu hefur enn ekki borizt svar og hefur nefndin því ekkert hafzt að frá því hún sendi þetta bréf og meðfylgjandi skýrslu." — Hverju spáir þú um fram- vindu mála á sviði olíuviðskipta? „Um þetta efni er bezt að hafa uppi sem minnstar spár. Eins og nú standa sakir er augljóslega mikið umframframboð á olíu, en reynslan sýnir okkur, að í þessum málum geta aðstæður brugðizt fyrr en nokkurn varir. Þróunin á næstunni fer óhjákvæmilega mikið eftir því, hver verður stefna OPEC á næstu mánuðum. Eins og verð á hráolíu og fullunninni olíu er núna er olíu- hreinsun er rekin með miklu tapi víðast hvar. Það ástand fær ekki staðizt til frambúðar, annað hvort hlýtur hráolíuverð að lækka eða verð á fullunnum vörum að hækka. Hvort af þessu verður ofan á fer fyrst og fremst eftir ákvörðunum OPEC á næstunni, til dæmis því hvort dregið verður úr hráolíufram- leiðslu, en einnig eftir almennum eftirspurnarþáttum, sem meðal annars byggjast á hagvaxtarþróun- inni, veðurfari og fleiru." Þú getur bjargað lífi: ÞEGAR hafa safnast 1,2 millj. kr. í söfnun Rauða kross íslands „Þú getur bjargað lífi“. Til Reykja- víkurdeildarinnar höfðu í gær borizt alls 700 þús. kr. Þá kom maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, með 200 þús. kr. á aðal- skrifstofuna og sjúklingur á Borgarspítalanum gaf 5 þús. kr., sem hann afhenti á verzlun kvennadeildar Rauða krossins á spitalan- um, en áður höfðu safnast 295 þús. kr. Frá fundinum með skólastjórunum í gær. Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnússon. 1,2 millj. haía safnast Undirbúningur söfnunarher- ferðarinnar, sem hefst formlega 1. okt. nk., er nú í fullum gangi. í gær héldu forráðamenn Rauða kross íslands og framkvæmda- nefnd söfnunarinnar fund með skólastjórum og fulltrúum þeirra á höfuðborgarsvæðinu og ná- grenni. Á fundinum var rætt um hugsanlega kynningu hungur- vandamáls barna Afríku í skólum landsins og möguleika á aðstoð skólabarna hér í söfnunarherferð- inni. Tóku skólamenn vel í málið og fóru þar fram gagnleg skoðana- skipti um framkvæmd og kynn- ingu herferðarinnar. Ákveðið hefur verið að halda stóra ráðstefnu í Reykjavík um málefnið og leitað verður þá til sérfræðinga á ýmsum sviðum til að flytja stutt erindi. Þá mun aðili frá Rauða krossinum halda til A.-Afríku á næstunni og verður hann tengiliður, sem sér um að hjálparframlög frá íslandi komi að sem beztum notum og einnig að allt söfnunarféð komist örugglega til skila. Þá er í undirbúningi að hefja samvinnu við sem flest áhuga- mannafélög og þá sem vilja leggja sitt af mörkum til að söfnunin nái sem beztum undirtektum. Fjöl- margir aðilar, listamenn o.fl. hafa þegar boðið fram aðstoð sína en öll slík aðstoð og ábendingar eru vel þegnar. Rauði krossinn hefur gefið út sérstakan fjórblöðung, sem fyrir- hugað er að senda inn á öll heimili landsins og í fyrirtæki og stofnan- ir. í ritinu eru upplýsingar um ástandið í þeim löndum sem verst eru stödd. Þá er þar birt kort af hörmungasvæðinu og númer gíró- reiknings söfnunarinnar, sem er 1-20-200. Þeir sem áhuga hafa á kynningu málefnisins t.d. á félags- fundum eða æskja þess að fá fjórblöðunginn sendan geta leitað til framkvæmdastjóra söfnunar- innar, Jóns Ásgeirssonar, á aðal- skrifstofu Rauða kross íslands. Framkvæmdanefndin biður fólk, sem hyggst leggja af mörkum til söfnunarinnar, að nota gíró- reikninginn 1-20-200 eða snúa sér beint til Rauða kross félaga á viðkomandi stöðum eða aðal- skrifstofu. Þá skal þess getið — til að forðast mistök — að ekki verður gengið í hús, né staðið að söfnun á annan hátt en framan- greindan fyrr en eftir 1. okt. og verður það vandlega auglýst áður. Fjórblöðungurinn, sem Rauði krossinn heíur gefið út. Forsiðan liggur ofan á opnunni. Ameriskur prófessor hér á landi: Ný lyf við gláku Hérlendis er nú staddur próf- essor B. Kronenberg, kunnur maður í læknastétt og sérfræðing- ur og kennari i augnsjúkdómum við New York Eye and Ear Infirmary. próf. Kronenberg flutti í gærdag fyrirlestur á Borgarspítaianum. Þar voru mættir starfandi augnlæknar, ís- lenzkir, og nemendur í fræðun- um, sem hlýddu á próf. Kronen- berg segja frá baráttunni við gláku. Glákan Kronenberg er maður kominn af' léttasta skeiði, en iðar af lífcíjöri. Hann er hér í heimsókr, ásamt konu sinni. — Glakóma er grískt orð, sagði hann, sen> hreinlega þýðir grænt ljósop, en það eru sjáanleg einkenni gláku á háu stigi- Kronenberg kvað gláku afar vandasaman sjúkdóm í greiningu. Við köllum hana „the thief in the night", sagði hann. Giákan herjar á unga sem aldna, og sjúkdóms- einkenni koma óglöggt fram, nema þegar sjúkdómurinn er kominn á það hátt stig að erfitt er um lækningu. Glákan leynir á sér og sjúklingurinn veit ekki af henni fyrr en hún er orðinn alvarleg, enginn sársauki finnst t.a.m. fyrr en sjón hans tekur að daprast. Auk þess sem glákan bitnar mjög misjafnlega á mönnum. Baráttan við gláku í fyrirlestri sínum greindi próf. Kronenberg frá baráttu læknavís- indanna við glákuna gegnum árin. Hann sagði af nýlegum aðferðum, og árangursríkum, við greiningu á gláku. Gláka er margbrotinn sjúk- dómur og einkenni hennar marg- vísleg. Kronenberg taldi upp helztu einkennin, og síðan hvernig hin ýmsu lyf, sem gefin hafa verið við gláku, virka á þau einkenni, og hverjar aukaverkanir þeirra væru — ef einhverjar. Það eru einkum tvö ný lyf, sem bera beztan árangur við að halda gláku niðri. Það eru „Propine" og „Timulol Maleate" (sem á íslenzku er nefnt „blokkadren"). Próf. Kronenberg var ekki í vafa, hvort lyfið væri betra — það var Timulol Maleate, en hann kvað lyfjafyrirtæki ýmis þegar farin að framleiða Propine. Próf. Kronen- berg sagði samt 2ja ára ágæta reynslu komna á Timulol Maleate í Bandaríkjunum. Þegar próf. Kronenberg hafði lokið máli sínu, tóku læknar við að spyrja. Þeir voru hrifnir mjög af greinargóðu yfirliti Bandaríkja- mannsins, en blm. forðaði sé. þegar fyrirspurnirnar gerðust flóknar. - J.F.Á. Prófessor Kronenberg flytur erindi sitt í fyrirlestrasal Borgarsjúkra- hússins. Ljósm. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.