Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 Prydum landió-píontum tijam' Hákon Bjarnason: Hauststörfin Þótt Ár trésins sé brátt á enda má þaö ekki verða endasleppt. Haustverkin eru öll eftir, en oft vill þaö undir höfuö leggjast aö sinna þeim. Séu þau rækt af alúö, flýta þau vexti og þrifum þess, sem gróðursett var í vor, og aö auki létta þau störfin aö vori og sumri. Grein þessi er skrifuð til aö minna á þau. Haustverkin eru ekki bundin við nýja garöa, en þar er þeirra mest þörf. Gamlir garöar þurfa ekki síður athygli viö, en störfin eru aö mestu á annan hátt. Fyrst veröur því vikiö aö störfum í nýjum görðum, en síöan aö þeim, sem eldri eru. Þrennar hættur eöa fernar steöja aö öllu ungviði hér á landi. Fyrst og fremst verður að verja þaö fyrir biti húsdýra, sauöfjár og hrossa. Þar sem búfé leikur lausum hala, sem er því miöur alltof víöa her á landi, verður aö treysta á öflugar giröingar. Þess vegna veröur að hafa vakandi auga meö þeim og hliöargrindum. Næst er þaö frostlyfting í jarövegi, sem getur oröiö ungum plöntum að aldurtila eöa stórskemmt þær og dregiö úr vexti um mörg ár. En til er einfalt og allöruggt ráð viö þessari hættu. Þaö er aö leggja húsdýraáburð kringum hvern nýgræöing snemma á hausti, eina til tvær skóflur eftir atvikum. Hafi menn ekki húsdýraáburð viö hendina má nota torfusnepla og fella þá vel aö plöntunni, en áburöur hefur þaö fram yfir torfiö, að hann bætir jarðveginn til muna. Þá er næst að skýla ungum barrplöntum meö skjólgrindum eöa á annan hátt fyrir þurrustu og hvössustu vindáttunum. Er þetta ærin nauðsyn, því aö ung barrtré mega helst ekki missa barr á fyrstu árum ævinnar. Þegar þau eldast veröur barrið stinnara og vaxbornara, svo aö það þolir mikil veður, án þess að láta á sjá. Skýligrindur má gera á ýmsa vegu úr úrgangstimbri á ódýran hátt. Bestar reynast þær, sem hafa um 5 cm breiða rimla meö aöeins grennra opi á milli, t.d. 4,5 cm. Bak viö slíkar grindur er ávallt logn í allt aö 2 metra fjarlægð frá þeim. Skýligrindur er auövelt aö smíöa og efnis í þær má afla úr allskonar úrgangstimbri, svo sem kassafjölum og mörgu öðru, sem annars er hent á hauga. Grindurnar þurfa aö vera aðeins hærri en þær plöntur, sem þær eiga aö skýla. Þær eru festar í jörö meö hælum eöa styttum. Skýligrindur má nota ár eftir ár og jafnvel bregða þeim upp hvenær sem er á sumri þegar mikil rok geisa. Lauftré þurfa engar skýligrindur yfir háveturinn, en á vindasömu vori getur þaö komiö sér vel aö eiga skýligrindur fyrir þær meðan fyrstu laufin eru að springa út. Loks má minna á, aö öllu ungviði er nokkur hætta búin yfir veturinn af leikjum barna eöa ærslum unglinga. Því getur komið sér vel aö verja plöntur meö styttum eöa mjóum staurum svo aö ekki sé traökað á þeim í ógáti. Þá er hiö helsta upptaliö, sem gera þarf til aö verja og hlífa ungum trjám og runnum á fyrsta og ööru ári eftir gróöursetn- ingu frá hausti til vors. Á hausti er tími aö klippa og stýfa limgerði þegar lauf eru fallin, og þá má einnig klippa og laga vaxtarlag lauftrjáa. Ennfremur er haustið líka grisjunartími í gömlum göröum, en því atriöi veröa gerö skil síöar í annarri grein. Um klippingu limgeröa geta menn aflað sér upplýsinga í Skrúðgarðabókinni eöa öörum garöyrkjubókum, en hér er rétt aö benda á, aö eigi limgeröin aö veröa nægilega þétt, jafnt aö ofan sem neöan, má ekki láta þau hækka mjög ört. Þau mega flest hver ekki hækka nema um 15 til 30 cm á ári og breidd þeirra verður aö vera innan hæfilegra marka. Sjálfsagt er aö strengja bönd meðfram þeim og ofan viö þau, áöur en klippt er, til þess að klippingin veröi jöfn. Til þessa verks er nauðsyn aö hafa góö og beitt limskæri. Mörgum lauftrjám hættir til að veröa tví- eða margstofna eöa mynda gildar og viðamiklar hliöargreinar neöarlega á stofni, ef þau eru látin hiröulaus með öllu. Mjög er auðvelt aö koma í veg fyrir þetta ef fylgst er meö vexti trjánna frá upphafi og þaö er sáralítið verk. Nægir oftast að klippa alla aukastofna af á hausti, en grófar hliöargreinar má ýmist stytta eöa klippa af viö stofn. íslenskum reyniviö hættir til aö mynda aukastofna frá rót, einkum og sér í lagi þegar hann er gróðursettur í ófrjóa mold. En silfurreynir og gráreynir mynda oft viðamiklar hliðargreinar neöarlega á stofni. Sama máli gildir um birki, álm og hlyn, en alaskaöspin er yfirleitt beinvaxin og þarf minni aðgæslu en hinar tegundirnar. Hún myndar aðeins rótarskot þar sem jarðvegur er ófrjór. Sumum trjátegundum hættir til aö mynda tvítoppa, einkum þeim, sem hafa gagnstæö brum og blöð, svo sem hlyn. Mikil tvítoppamyndun leiöir til þess aö trén breiða mjög úr sér, skyggja á annan gróður og taka upp alltof mikið rými. Af því, sem hér hefur verið fram tekið, ætti aö vera Ijóst, aö garðræktendur veröa að fylgjast meö vexti trjáa og runna á hverju ári, ef þeir vilja ná góöum árangri af starfi sínu. Því miður hefur víöa skort á aö þetta hafi verið gert. Dæmi þess höfum viö daglega fyrir augum þegar litiö er á fjölda garöa um land allt. Víða standa tré alltof þétt, oft svo mjög aö þau skaða hvert annað, en aö því mun ég víkja síðar í haust, á þeim tíma sem hentugt er aö grisja. A HLAÐVARPINN brátt fyrir ágætis veður voru óvenju íáir mættir á æíingu hjá „Hádegisverðarliðinu“. L)«imynd Mbl. Kristján „Lunch United“ Hafa leikið knatt- spyrnu í hádeginu í 10 ár íþróttaáhugi íslendinga hefur ailtaf verið umtalsverður og þeg- ar á landnámsöld iðkuðu kapp- arnir knattleiki. Það hefur þó oftast verið þannig að meirihlut- inn lætur sér nægja að horfa á keppnismennina í stað þess að iðka einhverjar íþróttir sér til ánægju og yndisauka. En fyrir 10 árum tóku nokkrir kappar sig til og hófu að leika knattspyrnu i hádeginu þrivegis i viku, i stað þess að safna spiki við matar- borðið. Upphaflega voru þetta aðeins fjórir knáir karlar, en fljótlega fór hópurinn að hlaða utan á sig, nokkrir komu fyrir forvitni sakir og aðrir til að skoða þessa furðu- fugla, en það fór svo að flestir mættu við hvert tækifæri eftir það. Þessi harðsnúni hópur hlaut nafnið „Lunch United". Þeir fengu aðstöðu til fataskipta og þvotta á Melavellinum og sparka svo knett- inum þar á vellinum á vetrum og votviðrasömum dögum, en þegar sumrar bregða þeir sér á grasflöt- ina við Þjóðminjasafnið. Svo mik- ill er áhuginn að veður hamlar aldrei æfingum og beri æfinga- dagana upp á helgidaga er skotið inn nýjum dögum, og einu sinni fengu þeir vallarvörðinn til að opna fyrir sig á nýársdag og launuðu honum greiðann með koníaki. í hópnum eru bæði kunnir keppnismenn frá fyrri tímum og þeir sem ekki hafa náð jafn langt, en eru ekki síður áhugasamir. Meðal þeirra sem þarna eru má nefna Framarann Erlend Magn- ússon, Víkinginn Örn Guðmunds- son, KR-inginn Sverri Herberts- son, Þróttarann Halldór Arason og Skagamanninn Jóhannes Guð- jónsson, en auk þessara þekktu kappa eru þarna arkitektar, endurskoðendur, ritstjórar og svo framvegis. „Lunch United" hefur einnig lítillega reynt fyrir sér í keppni við firmalið og oftast borið sigur úr býtum, þó það sé kannski ekki endilega aðalatriðið. Hún malbikar í Vestmannaeyjum í Vestmannaeyjum er nú unnið að malbikun við flugvöllinn, en þar er verið að ganga frá 6 þúsund fermetra flughlaði og bílastæði og verða alls malbikaðir þar um 7 þúsund fermetrar og áætlað að framkvæmdirnar kosti um 70 milljónir. Það þykir kannski ekki svo fréttnæmt að verið sé að malbika á þessum stað eða hinum, en það þykir kannski fréttnæmt að í malbikunar- flokknum er ein stúlka og mun það fremur fátítt að stúlkur vinni slík verk enn sem komið er. Karlmenn hafa talið sig eina hæfa um slíkt hingað til, en stúlkan sú arna hefur nú afsannað þá kenningu og gefur hún piltunum hvergi eftir við vinnuna. Það er orðið talsvert algengt í Vestmannaeyjum að konur vinni verkamanna- vinnu og stafar það að verulegu leyti af því hve lítið hefur verið um fiskvinnuna í sumar og að sögn manna þar eru þær langt frá því að vera nokkrir eftirbátar karlmannanna. Hún gefur karlmönnunum ekkert eftir þessi og kann vel viö sig i malbikuninni. íleiðinni... íleiðinni... Aftur kemstu niður hvurnin? Egill Jónasson, hagyrðingur frá Húsavík, fór eitt sinn að heimsækja kunningja sinn, Baldur Baldvinsson að Ófeigsstöðum í Köldukinn. Er Egill kom að bænum var Baldur að fara upp í háan súrheysturn og lýsti þá Egill tilfinningum sínum svo: Þegar ég sé í endann á þér upp í turninn, i angist minni er þaö spurnin, aftur kemstu niður hvurnin? I annað sinn kom Egill í Ófeigsstaði og var þá þar fyrir gestkvæmt mjög og fannst honum hann fara heldur varhluta af viðræðum og viðurgjörningi. Honum sárnaði þetta og orti: Um vistarsveltu vesæls manns vitnar beltisstaður: Er í keltu oddvitans utanveltumaður. Baldur svaraði þegar, eins og frægt er orðið: Illa föngin endast þeim oft er svöngum býður, þar sem löngum hópast heim hungurgöngulýður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.