Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 11 Kenna Finnum leikbrúðugerð í LOK þessa mánaðar halda þau Jón E. Guðmundsson og Erna Guðmarsdóttir til Finnlands, þar sem þau munu halda óvenju- legt námskeið fyrir finnska áhugaleikara, en meiningin er að kenna þeim meðferð leik- brúða og gerð þeirra. Þau fara þangað í boði samstarfsnefndar finnskra áhugaleikara, sem ár- lega fá styrk frá NAR, Nordisk Amatör Teater Rat, til nám- skeiðahalds og fræðslu, og finnski menningarmálasjóður- inn hefur einnig veitt styrk til ferðarinnar. Jón E. Guðmundsson er senni- lega mörgum kunnur hér á landi, en hann byrjaði með brúðuleikhús 1954 í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götuna og nú veitir hann íslenzka brúðuleikhúsinu forstöðu og hefur hann farið mjög víða með brúður sínar. Erna Guðmarsdóttir er í leikhópnum Leikbrúðuland, sem starfað hefur í 11 ár og verður hún aðstoðarmaður Jóns í ferðinni. Hvaðanæva úr Finnlandi Námskeiðið, sem er ætlað fyrir tilvonandi leiðbeinendur, verður þannig, að fyrst leggja þau Jón og Erna fram teikningar af leikbrúð- unum og sýna hvernig þær eru byggðar upp. Síðan munu nem- endur velja sér ákveðna leikbrúðu- gerð og verkefni, sem þeir vinna svo að í sex daga. Að því loknu munu þeir sýna árangurinn. Þau Jón og Erna verða með níu leikbrúðugerðir í ferðinni og þar á meðal eina, sem Jón hefur sjálfur fundið upp, og hefur hún vakið talsverða athygli. Hún er þannig gerð, að utan um höfuð brúðunnar er sett vaskaskinn og fæst þá meiri hreyfanleiki í andlitið en ella. Fyrir fjórum til fimm árum héldu þau námskeið fyrir þátttak- endur frá öllum Norðurlöndunum í Reykholti og hlaut það mjög góðar undirtektir. Þau Jón og Erna sögðu, að áhugi fyrir brúðuleikhúsum færi nú mjög vaxandi, bæði hér heima og erlendis, og er Erna nú nýlega komin frá Washington þar sem haldið var alþjóðlegt leikbrúðu- mót með um 2.500 þátttakendum hvaðanæva úr heiminum. Jón sagði einnig, að það færi stöðugt í vöxt, að fullorðið fólk kæmi á sýningar og nyti þeirra ekki síður en börnin, það væri því miður útbreiddur misskilningur að þetta væri aðeins fyrir börn, það færi bara eftir eðli þeirra verka sem sýnd væru, alveg eins og um önnur leikrit væri að ræða. Þegar heim verður komið, mun Erna taka þátt í sýningum Leik- brúðulands á „Sálinni hans Jóns míns“ og Jón mun opna 15. nóvember sýningu á Kjarvals- stöðum, þar sem hann mun sýna „Skugga-Svein", auk sérstakra sýninga fyrir börn. Þá mun hann einnig sýna tréskurðarmyndir þar. Jón E. Guðmundsson og Erna Guðmarsdóttir með tvær gerðir leikbrúða. I.jiwmynd Mbl.: Ól. K.M. Kapp er bezt með forsjá EinS og kunnugt er stóð til að sérstakir fulltrúar frá hverjum aðila ríkisstjórnarinnar færu utan með Steingrími til viðræðnanna í Luxemborg. Frá því var svo fallið á síðustu stundu, vegna þess að ágreiningur kom upp af því að Alþýðubandalagið ætlaði sér að senda Baldur Oskarsson eða Ólaf Ragnar Grímsson og gátu hinir aðilar stjórnarinnar ekki sætt sig við það. Hins vegar var svo mikill hugur í væntanlegum fulltrúa Gunnars Thoroddsens, Jóni Ormi Halldórss- yni, að hann var farinn utan áður en þetta var ákveðið og situr hann þar nú með hendur í kjöltu og bíður eftir að komast heim. Fróðlegur lestur í Dagblaðinu 15. september fjallar ÓG um dagskrá útvarps og sjónvarps í þættinum Um helgina. Þar segir hann meðal annars: „Nú eru hafnir þættir um veðurfræði i útvarpinu, klukkan i0.25 á sunnudagsmorgnum. í gær talaði Markús Á. Einarsson um veðurspár og var það fróðlegur lestur. Útvarpið mætti gjarnan blanda meira af töluðu orði inn á milli tónlistarinnar á sunnudagsmorgnum." Vegna óviðráðanlegra orsaka var þessi þáttur reyndar felldur niður úr dagskránni og vekur það því nokkra undrun manna að ÓG hafi þótt lesturinn fróðlegur. Guðmundssonar Afmæiisbarnið ávarpar gesti sína. Ljósmyiidir: Guðmundur Heiðrrksxon Heiðrekur Guðmundsson skáld með sonarsyni sin- um og alnafna, sem varð f jögurra ára sama dag. Gisii Jónsson og Halldór Blöndal ræða málin. Afmælisbarnið í góðum félagsskap. Mikið ort í afmæli Heiðreks Fyrir skömmu varð Heiðrekur Guðmundsson skáld á Akureyri sjötugur og hélt i því tilefni veizlu að heimiii sínu við Eyrarveg. Þar var margt manna og hin ágset- asta veizla, vei veitt og mikið ort. Einar Kristjánsson kvaddi sér fyrstur hljóðs og ávarpaði Heiðrek í bundnu máli að sjálfsðgðu og fór meðal annars með þessar braghendur Víða Hggja vegamót i veröldlnní. Þad var bædl gagn og gaman ad götur okkar lágu saman. I Eyrarvegi alltaf rtkti andi góOur. frá þeim staó að fornu og nýju flnnst mér stoðugt anda hlýju. Krlsttn Heiðreks, heilladts með heiðri og sóma hún er glöð og sterk I stríði stærsta helmilisins prýði. Rðsberg Snaedal var næstur á mselendaskránni og mælti baéði bundið mál og óbundið og lét þess getið að nú ætlaði hann að bregða út af vananum og láta vera að yrkja níð um félaga sína og vini, og klikkti svo út með þessari hringhendu: Eftlr þrótt við æfi raun okkar njóttu hylli. Þú hefur sótt í sand og hraun söngva gnótt og snilli. I tilefni þessara stórtíðinda skaut GíaJi Jónsson þessari hringhendu inn í: Flestir kjósa fyrri tíð. fölskvast Ijósin brúna. Eintóm hrós og ekkert nið yrkir Rósberg núna. Og svo annarri til afmælisbarnsins: Fagurs óðar út um lönd elgin slóðir gengur, réttir bróður hlýja hönd heill og góður drengur. Þessu svaraði afmælisbarnið að bragði: Orðaleppa læt ég flakka lóngum þegar hitnar blóð. Gisli Jónsson þér ég þakka þessn visu. hún rar góð. Þá þótti Halldóri Blöndal tími kominn til að þing- maðurinn tæki til máls og gerðist hann hátíðlegur: Hversdagsleikann gamalgráan gerir skáld að helgidóm. Heiðrekur i himin bláan horfðí og las mér fágæt Ijóð. En þarna skírskotar Halldór beint í skáldskap Heiðreks. Þessari vísu svaraði Heiðrekur einnig sam- stundis: Ixtksins tlýg ég frjáls og glaður. fagna nýrri tækniöld. Halldór Blöndal. heiðursmaður hóf mig upp til skýja i kvöld. Gísla þótti þetta nú að verða heldur háfleygt og til að koma gestum aftur niður á jörðina orti hann: Lið úr öllum áttum sent i Eyrarveginn safnast, en það er ekki heiglum hent. Heiðrek við að jafnast. Veizlan stóð svo fram eftir nóttu við glaum og gleði og áður en gestirnir fóru að tínast út kvaddi Heiðrekur þá með eftirfarandi vísum: Áður en gestir halda heim og halla sér að beði, vil ég flytja þakkir þeim, þeir roru mér til gleði. Eftir slikan tagnafund fáu mun ég kviða, varpað getur gleðistund geislum sínum víða. Gjafir ykkar, hylli og hrós, hlýjar bylgjur strauma fylgja mér að yita ós inn i ríki drauma. Eins og áður sagði var veizlan góð, vel var veitt og stóð hún lengi fram eftir. Einn var þar þó maður, sem alinn var á kaffi til að hafa ökufæran fyrir kunningjana og þegar klukkan var farin að nálgast 5 að morgni beið hann í bíl sínum eftir þeim. Vindur sér þá maður út úr húsinu, góðkunningi bílstjórans, en þó ekki einn af þeim sem beðið var eftir. Hann hefur engar vöflur á og vatt sér inn i bílinn um leið og hann sagði: „Mikið andskoti var ég heppinn að ná alveg fyrirhafnarlaust í leigubíl á þess- um tíma sólarhrings,” og lýkur þar með frásögn þessari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.