Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Olíukaupin frá Bretlandi Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar gert ítrekaðar tilraunir til að fá upplýsingar um verð á gasolíunni, sem við nú erum að fá í fyrsta sinn frá Bretlandi í samræmi við samninga, sem við höfum gert um olíukaup frá Bretum. Sú leynd, sem hvílir yfir olíuverðinu frá Bretlandi er óskiljanleg og til þess eins fallin að ýta undir getgátur og grunsemdir. Kannski er það tilgangur ríkisstjórnarinnar, sem bannar að frá þessu olíuverði sé skýrt. Morgunblaðið hefur ekki getað fengið nákvæmar upplýs- ingar um verðið á gasolíunni frá Bretlandi en ætla má, að það sé einhvers staðar nálægt 330 Bandaríkjadölum á hverja lest. Ef það er rétt til getið, er þetta verð 60—70 dölum lægra á lest en Rotterdamverðið, þegar það var hæst, en þá var það nálægt 400 dalir á lest. Hins vegar er þetta verð um 60 dölum hærra en Rotterdamverðið er nú, en eins og kunnugt er, hefur verðið á Rotterdammarkaðnum fallið stórlega að undanförnu. Þau tíðindi, að verðið á brezku olíunni er verulega hærra en Rotterdamverðið nú, er kommúnistum mikið fagnaðarefni. Eins og alþjóð er kunnugt, voru þeir píndir til þess á sl. ári að fallast á það að hluta af olíuviðskiptum íslendinga yrði beint frá Sovétríkjunum til annarra landa. Það gerðist ekki átakalaust. Kommúnistar ærðust. Svavar Gestsson, sem þá var viðskiptaráðherra, neitaði að fara til Moskvu í þeim erindum íslenzku þjóðarinnar að reyna að fá verðviðmiðun í olíuviðskiptum okkar við Sovétmenn breytt. Ingi R. Helgason, fulltrúi Alþýðubandalagsins í olíuviðskiptanefnd, gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að halda olíukaupum okkar hjá Sovétmönnum. Svo mikil var tregða Alþýðubandalagsmanna við að færa hluta þessara viðskipta frá Sovétríkjunum, að þeir, sem með því fylgdust og voru ef til vill orðnir sannfærðir um að tengslum kommúnista hér við Moskvu væri lokið, sannfærðust um það á ný, að svo væri ekki. Það var ekki einleikið hve gífurlega áherzlu Alþýðubandalagsmenn lögðu á það að halda olíukaupunum áfram hjá Rússum. Verðið á brezku olíunni er hærra nú en Rotterdamverðið. En kjarni málsins er sá, að brezka olíuverðið er stöðugt og við höfum tryggingu fyrir því, að það sveiflast ekki til með sama hætti og Rotterdamverðið gerir. Á sl. ári og fram eftir þessu ári var Rotterdamverðið gífurlega hátt. Nú er það mjög lágt. Ekki er ólíklegt, að það rjúki upp aftur, ef miðað er við þróun olíuviðskipta síðustu árin. Eigum við íslendingar endalaust að vera fórnarlömb þessa ævintýramarkaðar í Rotterdam? Ekki þarf að hafa mörg orð til þess að lýsa áhrifum þess á efnahagslíf okkar, ef við eigum að búa við það árum saman, að olíuverðið rjúki upp úr öllu valdi og setji efnahagslíf okkar á hvolf, að ekki sé talað um þá gífurlegu kjaraskerðingu, sem í því felst. Þegar hins vegar olían fellur í Rotterdam kemur það ekki fram í lægra olíuverði hér, vegna þess að Alþýðubanda- lagsmenn og félagar þeirra halda þannig á málum, að gengið fellur stöðugt og ef ekki er um gengisfellingu að ræða leggja þeir nýja skatta á olíuna. Það er því engin spurning um það, að okkur íslendingum er það til hagsbóta að kaupa olíu á verði, sem helzt í jafnvægi, jafnvel þótt það sé nokkru hærra nú en Rotterdamverðið. En við höfum ekki hagnast á lága Rotterdamverðinu nú, því að kaupin á rússnesku gasolíunni fóru fram, meðan verðið var hærra. Eina leið okkar til þess að hagnast á Rotterdamvið- miðun er sú, að stunda spákaupmennsku af því tagi að kaupa olíu einungis þegar verðið er mjög lágt. Til þess þurfum við að hafa gífurlega fjármuni og miklar birgðastöðvar og hvorugt höfum við. Þess vegna er sú leið ekki fyrir hendi að gerast spákaupmenn í olíuviðskiptum. Við eigum í olíuviðskiptum okkar að halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð var af olíuviðskiptanefndinni undir forystu dr. Jóhannesar Nordals. Við eigum að taka upp viðræður við Norðmenn um olíukaup eins og dr. Jóhannes ræðir um í viðtali við Morgunblaðið í dag. Við eigum að draga smátt og smátt úr olíukaupum okkar frá Sovétmönnum og beina þeim í aðrar áttir. Þessi stefna er eitur í beinum Alþýðubandalagsmanna en vonandi fylgir Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, henni fram. Hann er þekktur fyrir ýmislegt annað en fylgispekt við kommúnista. Jóhannes Nordal, formaður olíuviðskiptanefndar: Núna er visst lag ná samningum un vörukaup til lengr „Spurningin er einfaldlega sú, hvaða verðviðmiðun sé líklegust til að vera hagkvæmust til lengdar miðað við þau markmið, sem innkaupastefnu í olíumálum er ætlað að ná. Allir nefndarmenn voru einhuga um að í þessu efni væri æskilegt að breyta til frá því, sem verið hefði, og bentu á að heppilegasti tíminn til að knýja á um breytingar á verðviðmiðunum væri þegar markaðurinn væri í eðlilegu jafnvægi, eins og hann hefur verið frá því snemma á þessu ári. Það kom hins vegar í ljós í fyrra að nánast er ógjörningur að ætla að fá fram breytingar í þessu efni, þegar markaðurinn er mjög hagstæður seljendum. Núna er því visst lag til að ná samningum um þessi mál til lengri tíma, og er full ástæða til að huga að því, þar sem engin vissa er fyrir því, að Rotterdam-verðið verði til langframa jafnhagstætt og það er í dag,“ segir Jóhannes Nordal, formaður olíuviðskiptanefndar, m.a. í eftirfarandi samtali við Mbl. um störf olíuviðskiptanefndar, þróunina í olíu- viðskiptum á þessu ári og samningana við BNOC. Dr. Jóhannes Nordal — Er það rétt að nú séu mál þannig, að óha({kvæmt sé að kaupa hráoliu til vinnsiu? „Það er vafalaust rétt miðað við núverandi aðstæður á olíumörkuð- um, að hagkvæmara sé að kaupa olíuvörur á Rotterdam-verði, heldur en að kaupa hráolíu til vinnslu, en um þetta hef ég þó ekki nýlega útreikninga. Olíuviðskiptanefnd fékk á sínum tíma brezka ráðgjafa nefndarinnar til að gera svona samanburð, og sýndi hann, að á árunum 1977 og 1978 hefði ekki orðið umtalsverður verðmunur á olíu keyptri á Rotterdam-verði og hráolíu hreinsaðri á vegum íslend- inga sjálfra. Hins vegar hefði mun- að miklum fjárhæðum í þessu efni á síðasta ári, og hefði þá verið af því mikill hagur að kaupa olíuvörur með þessum hætti." — Sá olíuviðskiptanefnd þá ekki þróun þessa árs fyrir? „Olíuviðskiptanefnd og öðrum, sem um þessi mál hafa fjailað, hefur alltaf verið Ijóst, að miklar sveiflur á verði gera svona samanburð erfið- an, og að engin trygging er fyrir því, að tiltekin innkaupaleið sé alltaf hagstæðust. Nefndin skilaði viðskiptaráðherra skýrslu í febrúar síðastliðnum, sem enn hefur ekki verið birt opinber- lega. Að vissu leyti setur það mig sem formann nefndarinnar í vanda að geta ekki vísað orðrétt til efnis skýrslunnar, þar sem mat nefndar- innar á þessum málum er ítarlega rakið og rökstutt. Það er hins vegar ekkert leyndarmál, að nefndin taldi rétt að breyta innflutningsstefnu Islendinga í oltumálum í veigamikl- um atriðum til þess að tryggja sem bezt öryggi landsmanna í þessu efni, sem hagstæðast verðlag og sem minnstar sveiflur á verðlagi inn- fluttra olíuvara. í samræmi við þetta mælti nefnd- in með því, að stefnt yrði að kaupum á hráolíu beint frá olíuútflutings- ríkjum, sem síðan yrði hreinsuð í samræmi við þarfir íslendinga. Einnig var mælt með því, að á meðan fluttar yrðu inn fullunnar oiíuvörur yrði stefnt að því, að verðlagning þeirra yrði í samræmi við almenn viðskiptaverð, hið svo- köllaða „mainstream-verð“ en ekki miðuð við dagverð í Rotterdam. Loks var mælt með því, að viðskipt- unum yrði dreift á fleiri aðila en verið hefði. Allar þessar tillögur miðuðu að því að dreifa þeirri áhættu, sem óhjákvæmilega er samfara því að þurfa að kaupa olíuvörur frá öðrum á óvissutímum. Engum hefur dottið í hug, að einhver einn þeirra viðskiptakosta, sem fyrir hendi eru, geti alltaf verð hagstæðari kaup- anda, enda fyndist enginn seljandi við þær aðstæður. Þetta atriði er margítrekað í skýrslu nefndarinnar frá í febrúar og einnig í fyrri skýrslu hennar frá því í september í fyrra. Spurningin er einfaldlega sú, hvaða verðviðmiðun sé iíkiegust til að vera hagkvæmust til lengdar miðað við þau markmið, sem innkaupastefnu í olíumálum er ætl- að að ná. Allir nefndarmerin voru einhuga um að í þessu efni væri æskilegt að breyta til frá því, sem verið hefði, og bentu á, að heppi- legasti tíminn til að knýja á um breytingar á verðviðmiðunum væri, þegar markaðurinn væri í eðlilegu jafnvægi, eins og hann hefur verið frá því snemma á þessu ári. Það kom hins vegar í ljós í fyrra, að nánast er ógjörningur að ætla að fá fram breytingar í þessu efni, þegar markaðurinn er mjög hagstæður seljendum. Núna er því visst lag til að ná samningum um þessi mál til lengri tíma, og er full ástæða til að huga að því, þar sem engin vissa er fyrir því, að Rotterdam-verðið verði til langframa jafnhagstætt og það er í dag.“ — Er það að þínum dómi rétt mat, að „lofsvert“ sé, hvað lítið hafi verið gert að tillögum oliuvið- skiptancfndar? „Ég tel of mikið sagt, að lítið hafi verið gert að tillögum nefndarinnar. Mikilvægast er, að haldið var áfram að ganga frá þeim samningum, sem nefndin hóf við British National Oil Corporation, og gerði viðskiptaráðu- neytið það í aprílmánuði sl. Eins og kunnugt er undirritaði viðskipta- ráðherra þetta samkomulag sjálfur í Londin, og eru þessi viðskipti nú að hefjast. Hins vegar hefur minna framhald orðið enn sem komiö er á athugun- um á viðskiptum við Noreg og Saudi-Arabíu. Varðandi Saudi- Arabíu var talið eftir viðræður við Dani, sem reynslu hafa af samning- um við það ríki, að heppilegast væri að koma á stjórnmáiasambandi, áður en lengra yrði haldið. Hefur utanríkisráðuneytið unnið að því máli síðan í vor. Loks má nefna, að Norsk Hydro bauðst til að selja hingað lítið magn af bensini á síðari heimingi þessa árs á verði, sem vera skyldi aðeins lægra en Rotterdam-verð. Munur- inn er þó ekki talinn nógu mikill til að úr viðskiptum yrði. Ólíklegt er, að þetta boð standi lengur, eftir að Rotterdam-verðið hefur stórlækkað. í viðræðum nefndarinnar við norska ríkisolíufélagið Statoil hafði komið fram, að fyrirtækið yrði ekki aflögufært rneð olíu á þessu ári, en hins vegar stakk forstjóri þess upp á því við nefndina, að viðræður hæf- ust á öðrum ársfjórðungi þessa árs um möguleika á viðskiptum eftir 1980. Mér er ekki kunnugt um, hvað líður athugun á þessu máli, en ég tel eðlilegt, að viðræður við Norðmenn verði teknar upp aftur, en þeir eru tvímælalaust olíuauðugasta þjóðin í þessum heimshluta." — Er þá að þinu mati enn grundvöllur til oliukaupasamn- inga við Norðmenn og, eða Finna? „Eins og ég hef þegar sagt, er að mínu mati grundvöllur fyrir viðræð- um við Norðmenn um þessi mál. Möguleikarnir í Finnlandi eru hins vegar annars eðlis, fyrst og fremst vegna þess, að Finnar hafa ekki sjálfir yfir hráolíu að ráða, þótt þeir hafi mjög fullkomna hreinsunar- aðstöðu. Olíuviðskiptanefnd var í sambandi við finnska ríkisolíufélag- ið Neste Oy í fyrra og fékk frá því tilboð um olíuviðskipti á þessu ári, sem í meginatriðum var bundið við Rotterdam-verð. Ég tel fremur ólík- legt, að verulega hagstæðir olíu- viðskiptakostir séu fyrir hendi í Finnlandi, en hins vegar kom í ljós, að Finnar eru reiðubúnir að láta íslendinga að einhverju leyti njóta góðs af þeim samböndum, sem þeir hafa náð í olíuútflutningslöndunum við Persaflóa, ef íslendingar kæra sig um það.“ — Hvert er þitt álit á samn- ingnum við BNOC í ljósi þess að hann felur i sér hærra samnings- verð en núverandi Rotterdamverð ^? „Samningurinn við BNOC um kaup á gasolíu gerir ráð fyrir því, að verðið sé í samræmi við hin al- mennu viðskiptaverð („mainstream- verð“) á olíumarkaði í Evrópu. Þetta verð er um þessar mundir nokkru hærra en dagverð á Rotterdam- markaði, þótt það sé allmiklu lægra en Rotterdam-verðið var á þessum tíma í fyrra og um það leyti er samningurinn við BNOC var undir- ritaður í apríl. Eini raunhæfi sam- anburðurinn á þessu verði er hið fasta verð í BNÓC samningnum, en það er fast fyrir alla þá farma, sem koma á þessu ári og í byrjun næsta,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.