Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 Stjórn S.U.S. 1930 á Þingvöllum. í henni voru Torfi Hjartarson úr Reykjavík, Sigríður Auðuns frá ísafirði, Kristján Steingríms- son frá Akureyri, Árni Mathiesen frá Hafnarfirði og Guðni Jónsson úr Reykjavik. haldsskólanema boðuðu til mótmæl- anna. Komu þar við sögu Hreinn Loftsson, Óskar Einarsson, Gunnar Birgisson og Árni Sigfússon. Annar mótmælafundur var haldinn af sama tilefni í nafni Sambands ungra sjálfstæðismanna, Einingar- samtaka kommúnista og nokkurra annarra félaga nokkru síðar, og voru formaður S.U.S. og formaður Heimdallar ræðumenn þar. „Sótt fram“ eða staðnæmzt? Úr útgáfu stjórnmálarita dró, þegar leið að lokum sjötta áratugar- ins, en sambandið hóf þá ráðstefnu- hald og námskeið. Þetta var tímabil tækniræðis, menn héldu, að sætta mætti ólíkar stjórnmálaskoðanir, að „hugmyndafræðin væri dauð“. Land- búnaðarráðstefna var haldin 1957, sjávarútvegsráðstefna 1959 og iðn- aðarráðstefna 1960. Efnt var til fjölmargra stjórnmálanámskeiða, og fundir alþjóðasamtaka voru sótt- ir. Segja má, að á viðreisnarárunum hafi fremur borið á slíku starfi en nýrri stefnumörkun. Sambandið hafði hafið útgáfu tímaritsins Stefnis 1950 undir ritstjórn Magn- úsar Jónssonar, þáverandi for- manns sambandsins, og Sigurðar Bjarnasonar alþingismanns frá Vig- ur, og var það einkum blómlegt undir ritstjórn þeirra og Matthíasar Johannessens. Ráðstefnur voru haldnar um sveitarstjórnarmál 1962, um húsnæðismál 1963, um tæknivæðingu atvinnulífsins 1963, um vísindi og tækni 1964 og fjöl- margar aðrar, einkum um atvinnu- lífið, næstu árin. Gefnir voru út bæklingar um fundarsköp 1962 og ræðumennsku 1965 og nokkrir kosn- ingabæklingar. Haldnir voru „þjóð- málafundir" og háð „byggðaþing". Rannsókna- og upplýsingastofnun ungra sjálfstæðismanna var stofnuð 1964 og starfaði í nokkur ár, þangað til málefnanefndir Sjálfstæðis- flokksins tóku við hlutverki hennar. Starfað var af miklum dugnaði í sambandinu á sjöunda áratugnum og fram á hinn áttunda, en það starf var fremur inn á við en út á við og olli lítilli geðshræringu andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins. Sam- bandið gaf út Þætti úr fjörutíu ára stjórnmála8Ögu eftir dr. Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, skömmu eftir hið sviplega lát hans 10. júlí 1970. (Það rit var síðan birt í Landi og lýðveldi, III. bindi 1975.) Ráðizt að ríkisbákninu Sömu hræringa tók að gæta með frjálslyndum mönnum á íslandi og í öðrum vestrænum löndum á miðjum áttunda áratugnum. Árin 1976 og 1977 sátu ungir sjálfstæðismenn á rökstólum. Þeir ræddu um þann vanda, sem steðjaði eins að íslend- ingum og öðrum vestrænum þjóð- um: Ríkisafskipti höfðu aukizt úr hófi í nafni „félagslegra sjónar- miða“, valdsmenn seildust niður í vasa einstaklinganna eftir fé, sem þeir notuðu til að kaupa sér atkvæði fyrir á markaði stjórnmálanna, þungar byrðar voru lagðar á at- vinnulífið, svo að það gat ekki vaxið sem skyldi og skilað aukinni vel- megun, verðbólga jókst. 1977 gaf sambandið út blaðið Báknið burt, sem vakti mikla athygli og olli hörðum deilum, bæði innan Sjálf- stæðisflokksins og utan. Þar var það lagt til, að seld yrðu nokkur ríkis- fyrirtæki, þjónusta opinberra stofn- ana væri seld á sannvirði, þannig að kostnaðaraðhald væri veitt í rekstri þeirra, og niðurgreiðslum landbún- aðarvara hætt. Meginhugmyndin var sú að draga úr ríkisbúskapnum til þess að búa markaðsbúskapnum betri skilyrði. Að blaðinu vann „samdráttarnefnd" þeirra Þorsteins Pálssonar ritstjóra, dr. Þráins Egg- ertssonar hagfræðings og Baldurs Guðlaugssonar lögfræðings og rit- nefnd þeirra Vilhjálms Egilssonar viðskiptafræðings, Skafta Harðar- sonar verzlunarmanns, Sveins Guð- jónssonar blaðamanns og Einars K. Guðfinnssonar félagsfræðinema, en Friðrik Sophusson hafði sem for- maður sambandsins forystu um þetta mál. Stjórn S.U.S. 1961 —1963 á fundi. Frá v.: Þórir Einarsson, Hörður Einarsson, Magnús Þórðarson, Árni Grétar Finnsson, Þór Vilhjálmsson, Jóhann Ragnarsson, Sigfús Johnsen, Birgir ísleifur Gunnarsson. Aukaþing S.U.S. 1968 — Birgir ísl. Gunnarsson, formaður sambandsins, í ræðustól. Á þessu þingi urðu greinar með mönnum, og samþykkt var stefnuskrá undir kjörorðinu „Sækjum fram“, sem laða átti ungt fólk að Sjálfstæðisflokknum. Hannes H. Gissurarson: hinn austræna einræðisherra, sem samverkamenn komu upp um, og Vinaminni sama ár, þar sem tínd voru til orð framsóknarmanna og alþýðuflokksmanna hverra um aðra, en flokkar þeirra höfðu þá bundizt samtökum í „Hræðslubandalaginu". Það var hvalreki á fjörur ungra sjálfstæðismanna, þegar þeim bár- ust skjöl nokkurra ungra sameign- arsinna, sem stunduðu nám í sam- eignarríkjunum í austri. Höfðu sameignarsinnarnir með sér félag, SÍA eða Sósíalistafélag íslendinga Austantjalds, og skiptust hrein- skilnislega á skoðunum í þessum skjölum. Voru í þessum hópi til dæmis Hjörleifur Guttormsson, ið- naðarráðherra í ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsens, Hjalti Kristgeirs- son og Árni Bergmann. Þessi skjöl birtust í Morgunblaðinu 1963, og Heimdallur gaf þau út í bók sama árið, Rauðu bókinni — leyniskýrsl- um SÍA. Höfundar skjalanna höfð- uðu mál gegn Heimdalli fyrir að birta skjölin án heimildar og kröfð- ust höfundarlauna, og voru þeim dæmd launin. Frelsið varið — ófrelsinu mótmælt Ungir sjálfstæðismenn hafa ekki einungis sýnt hug sinn til sameign- arstefnunnar í orði, heldur einnig í verki. Þeir skipulögðu með ýmsum Varðarfélögum það lið, sem tók að sér að hjálpa lögreglunni að verja Alþingishúsið fyrir árásum róttækl- inga 30. marz 1949. Komu þar við sögu Jóhann Hafstein, Gunnar Helgason, Ásgeir Pétursson og fleiri. Þeir mótmæltu innrásinni í Ungverjaland við sendiráð Kreml- verja í Reykjavík 7. nóvember 1956, og voru í þeim hópi Matthías Johannessen, Gunnar G. Schram, Magnús Óskarsson og fleiri. Þeir mótmæltu innrásinni í Tékkósló- vakíu 1968 á útifundi, sem S.U.S. boðaði til samdægurs. Þeir minnt- ust ásamt ungum framsóknar- mönnum og alþýðuflokksmönnum tíu ára afmælis innrásarinnar í Tékkóslóvakíu á útifundi 20. ágúst 1978, en Hreinn Loftsson, forvígis- maður samtakanna „Lýðræðissinn- uð æska“, sem hafði starfað í nokkrum framhaldsskólum, sá um fundinn. Ræðumenn ungra sjálf- stæðismanna þar voru Jón Magn- ússon og Jóhanna Thorsteinsson. Þeir mótmæltu innrásinni í Afgan- istan við sendiráð Kremlverja í Reykjavík 10. janúar 1980, en Vaka og samtök lýðræðissinnaðra fram- „Á grundvelli ein- staklingsfrelsis...“ Hugmyndir til lausnar kreppum Fróðlegt er að bera saman stefnu- mörkun ungra sjálfstæðismanna á áttunda áratugnum og hinum fjórða. Þeir hafa eins og þá hug- myndir, sem er ekki mjög vel tekið af eldri mönnunum, og þessar hug- myndir eru eins og þá sprottnar af nýjum veruleika, sem eldri menn- irnir sáu ekki — sprottnar af kreppu, sem varð líklega ekki leyst með viðteknum og venjulegum hug- myndum. Kreppan 1930—1940 var að flestra mati kreppa einkafram- taksins, „óhefts kapítalisma", og reynt var að leysa hann með aukn- um ríkisafskiptum. Þetta var tíma- bil Keyness og Roosevelts, Hitlers og Stalíns. Hafnað var viðteknum skoðunum, horfið frá markaðskerfi til „blandaðs" hagkerfis. En krepp- an 1970—1980 er að flestra mati kreppa ríkisafskiptanna, „óhefts og sívaxandi velferðarríkis", og reynt er að leysa hana með því að taka verkefni af ríkinu og fela þau einstaklingum á markaði. Þetta er tímabil Hayeks og Friedmans, Hel- muts Schmidts og Margrétar Thatchers. Enn er viðteknum skoð- unum hafnað, enda „blandan" orðin of sterk, og horfið frá „blönduðu" hagkerfi til markaðskerfis. Jónas H. Haralz benti á þetta í afmælisriti Varðar 1976. Hann sagði, að „efna- hagskreppa undanfarinna tveggja ára, fyrsta meiriháttar efnahags- kreppa, sem orðið hefur síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk, sé að gera menntamennina að íhaldsmönnum". Smárit og f jölrit S.U.S. Tíu bæklingar um stjórnmál hafa verið gefnir út í ritröðinni Smárit S.U.S., sem hófst 1975, til dæmis eftir Alexander Solsénitsyn, Fried- rich A. Hayek, Ólaf Björnsson og Jónas H. Haralz. Síðasta smáritið er hin kunna ræða Jónasar H. Haralz 1979, Endurreisn í anda frjáls- hyggju, en þar var að dómi ungra sjálfstæðismanna vísað á leið út úr þeim ógöngum, sem íslenzka þjóðin hefur ratað í á þessum áratug. Einnig hafa verið gefin út fjölrit frá þeim ráðstefnum, sem sambandið hefur haldið síðustu árin um utan- ríkismál: Utanríkisþjónusta og utanrikisviðskipti 1976, Málefni Evrópu 1977, Varnarstöðin i Kefla- vik 1978, Umbrotatimar i alþjóða- málum 1979. Hefur Baldur Guð- laugsson séð um þessa útgáfu. Geta má einnig þess, að Hannes H. Gissurarson, Kristján Hjaltason og Skafti Harðarson gáfu út blaðið Samvinnu Vesturlanda með grein- um eftir Jónas Haralz, Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og fleiri 1977, sendu það til allra framhalds- skólanemenda á landinu, skoruðu á „herstöðvaandstæðinga" til kapp- ræðna um varnarmál og héldu á annan tug funda veturinn 1977— 1978 í framhaldsskólunum. Á þess- um fundum töluðu m.a. Baldur Guðlaugsson, Davíð Oddsson, Frið- rik Sophusson og Steingrímur Ari Arason. Afmælisrit S.U.S. er nýkomið út undir heitinu „Hugmyndir ungra manna" í umsjón Björns Hermanns- sonar og Jóns Orms Halldórssonar. í það skrifa m.a. Árni Sigfússon, Hreinn Loftsson, Friðrik Friðriks- son, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, Auðunn Svavar Sigurðsson og Skafti Harðarson. Ungir sjálfstæðis- menn á landsfundi Á sjöunda áratugnum tóku ungir sjálfstæðismenn að vinna að því, að maður úr þeirra hópi væri kjörinn í miðstjórn flokksins auk formanns sambandsins, sem er sjálfkjörinn. Bundust þeir samtökum á lands- fundum til þess og náðu góðum árangri. Fyrsti ungi maðurinn, sem var kjörinn í miðstjórn, var Matthí- as Á. Mathiesen 1965. Friðrik Soph- usson var kjörinn í hana 1969 og Jón Magnússon 1973, en tveir ungir sjálfstæðismenn náðu kjöri í mið- stjórn á landsfundi 1977, Kjartan Gunnarsson lögfræðingur og Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræð- ingur, og hafa síðan verið í mið- stjórn. Þess má geta, að Styrmir Gunnarsson var í kjöri á landsfund- inum gegn Matthíasi 1%5 og féll, Ólafur B. Thors í prófkjöri ungra manna gegn Friðrik 1%9 og féll, en náði kjöri í miðstjórn á landsfund- inum 1971, Magnús Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.