Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins: Kemur lagi á skipulagið SKIPULAGSSTOFA höfuðborg- arsvæðisins er nýlega tekin til starfa að Hamraborg 7 í Kópa- vogi. Samstarf sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu hefur aukizt mjög undanfarin ár. í framhaldi þess hafa átta sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu, Kjalarneshrepp- ur, Mosfellshreppur, Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garða- bær, Bessastaðahreppur og Hafn- arfjörður komið á fót sameigin- legri skipulagsstofu, til þess að stuðla að bættu skipulagi á höfuð- borgarsvæðinu. Samþykkt þar að lútandi var gerð í ársþyrjun 1979, og nú er, sem segir í upphafi, Skipulagsstofa höfuðborgarsvæð- isins komin í gagnið. Með stjórn Skipulagsstofunnar fara forstöðumaður, Gestur Ólafsson, og fimm manna fram- kvæmdastjórn, sem heyrir undir yfirstjórn „Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu". A fundi blm. með starfs- mönnum Skipulagsstofunnar og framkvæmdastjórninni kom fram, að það svæði sem hin átta sveit- arfélög ná yfir, eru tæpir 740 ferkílómetrar. Þar búa 120 þúsund manns, sem eiga 54% af allri bifreiðaeign landsmanna. Og á þessu svæði er miðstöð stjórn- sýslu, menntunar, verzlunar, iðn- aðar, þjónustu og samgangna fyrir landið allt, auk þess sem þar eru höfuðstöðvar stærstu fyrirtækja og stofnana landsins. Þess vegna ríður á, sagði Gestur Ólafsson, að samstarf þessara sveitarfélaga geti verið sem eðli- legast, og starfsrekstur Skipu- lagsstofunnar er ríkur þáttur í því. Okkar aðalstarf hér á Skipu- lagsstofunni er að koma sam- ræmdri mynd á skipulagsmál sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu, og þeir eru margir mála- flokkarnir og veigamiklir, sem unnt er að leysa í samstarfi og þannig til hagræðis fyrir öll sveit- arfélögin. T.a.m. eru 54% einkabílaeignar landsmanna á höfuðborgarsvæð- inu, og okkur reiknast svo til að rekstrarkostnaður þeirra sé kannski 100 milljarðar króna á ári. Á þessu svæði sækir fólk yfirleitt vinnu nokkuð langa leið, og með samræmdu skipulagi ætti að vera mögulegt að stytta vega- lengdir milli vinnustaðar og heim- ilis og ef almenningsvagnakerfið yrði bætt og samræmt um leið gætu þannig sparazt milljarðar á ári hverju. Þeir fjórir starfsmenn, sem starfa á Skipulagsstofunni, sögðu fyrstu vikurnar hafa að mestu farið í það, að koma upp vinnu- aðstöðu og afla upplýsinga og nauðsynlegustu gagna. Skipu- lagsstofan skal gegna ráðgefandi Frá blm.fundi Skipulagsstofnunar og framkvæmdastjórnarinnar. Ljósm.: KriMtián hlutverki fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og vinnur stofan að því að koma upp bóka- safni um skipulagsmál, svo og litskyggnusafni, svo hún geti rækt það hlutverk sitt sem bezt. Við viljum eiga sem bezt sam- starf við fjölmiðla, sagði Gestur, því þessi mál snerta hvern einasta mann og því mikilvægt, að fólk fái nákvæmar og umfram allt réttar upplýsingar um það sem er á döfinni í þessum efnum og fái vitneskju um hugsanlega valkosti í skipulaginu. I þessu skyni höfum við líka hafið útgáfu fréttabréfs, sem við köllum „Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins" og ráðgert er að það komi út tvisvar til fjórum sinnum á ári, þegar tilefni þykir til. Almenningur getur haft samband við okkur og gerzt áskrifendur að fréttabréfinu og við hvetjum alla, sem starfa að skipulagi, fjalla um þau mál ellegar hafa á þeim áhuga, að koma til okkar athugasemdum og ábendingum. Fundarmenn kváðust síður en svo óttast, að svo náið samstarf sveitarfélaga í skipulagsmálum gæti haft þær afleiðingar að þau kæmust með tímanum undir einn hatt. — Ágætt samstarf sveitarfé- laga á ýmsum sviðum þýðir ekki að þau verði ekki lengur sjálfstæð- ar pólitískar einingar, sögðu þeir. Þetta er einungis spurningin um hagkvæmni. — Jú, auðvitað geta hagsmunir sveitarfélaganna rekizt á og það harkalega. En kannski þarfasta verkefni þessarar stofnunar, Skipulagsstofu höfuðborgarsvæð- isins, sé að finna lausn á slíkum ágreiningsefnum. Óskar Þór Karlsson, eríndreki SVFÍ: Reykskynjarar eru ódýr líftrygging Eins og alkunna er varð stór- bruni í Varmahlíð í Skagafirði nú nýlega. í fréttum kom fram að eldsins hafi orðið vart með því að hiti setti í gang hljóð í kallkerfi hússins. Kallkerfinu var ekki ætlað að vera aðvörunartæki gegn eldsvoða, þótt það yrði það að þessu sinni. Kerfi sem aðvarar um yfirvof- andi eldsvoða, var ekkert í hús- inu og sama gildir því miður um þúsundir híbýla landsmanna, þrátt fyrir að til séu ódýr og örugg aðvörunartæki. Eldsvoðar verða aldrei að fullu umflúnir. Spurningin er hvar og hvenær eldur verður næst laus og hversu miklu tjóni hann veldur. Slíkum spurning- um getur að sjálfsögðu enginn svarað fyrirfram. Flestir elds- voðar sem verða í heimahúsum verða á tímabilinu frá miðnætti til kl. 6 að morgni. Á þessum tíma er fólk yfirleitt í fastasvefni og því mannslíf í mikilli hættu ef eldur kviknar. Margt má gera til þess að minnka hætturnar á því að eldur verði laus og einnig til þess að fólk fái aðvörun í tíma ef eldur kviknar og ýmislegt er sannar- lega gert en þó ekki nóg. í þessum efnum er til mikils að vinna. Dauðsföll af völdum eldsvoða hér á landi eru orðin fjölmörg í gegnum árin. Flestir deyja vegna eitrunar frá banvænum lofttegundum sem myndast við bruna. Reykskynjari gæti í flest- um tilfellum komið í veg fyrir slík slys. Reykskynjari er tæki sem verið hefur í þróun um áraraðir og er í dag orðinn mjög fullkominn. Jafnframt hefur verð þessara tækja nú lækkað, þannig að hverri fjölskyldu er vel kleift að eignast slíkt tæki. Þeir skynjarar sem seldir eru hér á landi til heimilisnota eru svokallaðir jónunarskynjarar og draga þeir nafn sitt af þeim hluta tækisins sem skynjar svo vel þær lofttegundir sem mynd- ast við bruna — þ.e. jónunar- hólfinu, sem er rafleiðandi svið. Um leið og bruni hefst, myndast baneitraðar lofttegundir, svo sem kolefnismonoxíð, vetnis- zyaníð og fleiri tærandi gasteg- undir. Tækið skynjar þessar lofttegundir strax og gefur frá sér merki með flauti (ca. 80—100 decibel hávaði). Reykskynjarinn verður var við bruna á algjöru byrjunarstigi. Hávaðinn sem hann gefur frá sér, vekur fólk upp af svefni og nægur tími gefst til þess að yfirgefa húsið ef ekki reynist unnt að slökkva eldinn með handslökkvitæki, en það tekst raunar oftast, sé slíkt tæki til staðar og nægilega fljótt við brugðist. Þær gerðir reykskynjara sem hér um ræðir eru allar knúnar rafhlöðum. Ending rafhlöðunnar er yfirleitt 12—18 mánuðir. í hverju tæki er ein rafhlaða og þegar þarf að skipta um, þ.e. þegar spennan er komin niður fyrir ákveðið lágmark, lætur skynjarinn eiganda sinn eða umsjónarmann vita um að nýrr- ar rafhlöðu sé þörf, með því að gefa frá sér stutt hljóð á u.þ.b. einnar mínútu fresti og því heldur hann áfram í viku til 10 daga ef ekki er skipt um. Mælt er með því að skynjarar séu prófaðir einu sinni í mánuði með því að blása reyk frá eldspýtu eða vindlingi inn um rist hans, þar til hann flautar. Aðrar gerðir eru búnar prófun- arhnappi sem þrýst er á og flautar þá skynjarinn til merkis um það að allar straumrásir og búnaður séu í fullkomnu lagi. Þar sem tæki þetta er ætlað til þess að vekja fólk, ef eldsvoði er yfirvofandi, er best að staðsetja skynjarann í lofti gangs fyrir utan svefnherbergi. Ef um fleiri en eina svefnherbergisálmu er að ræða, t.d. á tveimur hæðum, skal hafa skynjara í gangi hvorrar álmu. Einnig getur verið gott að koma skynjara þannig fyrir að hann skynji reyk á útgönguleið fólks úr svefnher- bergjum og út úr húsinu. Ekki má staðsetja skynjara í eldhúsi, bílskúr, við loftræstingu eða í burstaþaki. Vissar gerðir reykskynjara eru þannig að tengja má við þá hitaskynjara eða sérstaka flautu og fer þá hvorttveggja í gang í einu á tveimur stöðum í húsinu ef eldur verður laus. Þegar er vitað um nokkur dæmi þess að reykskynjari hafi bjargað mannslífum hér á landi, jafnvel heilum fjölskyldum. Líklegt er þó að dæmin séu mun fleiri en vitað er um, því fólk kallar oft ekki í slökkvilið, ef það ræður sjálft niðurlögum eldsins. Eins og áður er nefnt þá eru það hinar baneitruðu lofttegund- ir sem myndast, sem flestum dauðsföllum valda í eldsvoðum. Aðeins u.þ.b. 10% slíkra loft- tegunda er sýnilegur reykur, hin 90% er ósýnilegt eiturloft. Reykskynjarinn skynjar hins- vegar bæði sýnilegar og ósýni- legar lofttegundir og varar fólk við þeim og um leið eldinum sem á eftir kann að fylgja. í flestum tilfellum varar skynjarinn það snemma við hættunni að tími gefst ekki eingöngu til að bjarga mannslíf- um, heldur og húsi og húsbúnaði með því að ráða niðurlögum eldsins, einkum ef á heimilinu er gott handslökkvitæki. Fullyrða má að slík tilvik eiga eftir að verða æði mörg í fram- tíðinni og því fleiri sem notkun reykskynjara og handslökkvi- tækja verður algengari á heimil- um. Álitið er að nú sé reykskynjari á u.þ.b. öðru hverju heimili í landinu. Mikið vantar því enn á, þar sem tæki þetta eykur mjög öryggi fjölskyldunnar og á því fyllilega erindi inn á hvert heim- ili. Slysavarnafélag Islands hef- ur ásamt fleirum mjög hvatt til þess að fólk búi heimili sín þessum sjálfsögðu öryggistækj- um. Vona ég að grein þessi verði fólki hvatning til þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir í þess- um efnum sem fyrst, síðar gæti það orðið einhverjum of seint. Óskar bór Karlsson, erindreki SVFÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.