Morgunblaðið - 20.09.1980, Page 31

Morgunblaðið - 20.09.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 31 Minnisvarðinn um Jóhann SÍKurjónsson. Minnisvarði reistur um Jóhann Sigurjónsson BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi frá framkvæmdanefnd minnisvarða Jóhanns skálds Sig- urjónssonar: Á þjóðhátíðardegi, 17. júní sl., var eitt atriði hátíðardagskrár- innar á Húsavík afhjúpun minnis- varða í „Heiðarenda" innan við Laxamýri um skáldið Jóhann Sig- urjónsson, í tilefni aldarafmælis hans tveim dögum síðar, eða 19. júní. Fjöldi manns var við athöfn- ina þótt veður væri ekki hagstætt, úrkoma og kalt. Athöfnin var fögur og virðuleg. Frú Sigurlaug Árnadóttir í Hraunkoti í Lóni, systurdóttir skáldsins, afhjúpaði minnisvarð- ann. Páll H. Jónsson frá Laugum flutti snjalla minningarræðu um Jóhann. Vigfús Jónsson bóndi á Laxamýri las upp tvö falleg kvæði eftir móður sína, Elínu Vigfús- dóttur. Kirkjukór Húsavíkur, und- ir stjórn frú Sigriðar Schiöth, söng nokkur lög er kórinn hafði æft á sl. vetri og voru sumir textarnir ortir af Jóhanni. Minnisvarðinn er unninn og settur upp af Steinsmiðjunni í Reykjavík, en Einar Hákonarson myndlistarmaður ákvað gerð hans og vill með minnisvarðanum sýna, hvernig skáldið mótar efnið og beinir því til hæða. En það er skemmtileg tilviljun að fanga- mark Jóhanns má lesa úr lögun steinsins. Neðri hlutinn er óunn- inn blágrýtisdrangur, en efri hlut- inn er úr slípuðu grágrýti (basalt). Á blágrýtisdranginn er fest lág- mynd úr kopar og er hún afsteypa af vangamynd er Ríkharður Jónsson myndskeri hafði gert af skáldinu. Fyrir neðan myndina er grópuð plata úr steini með áletr- uðu nafni Jóhanns ásamt fæð- ingar- og dánardegi hans, og á eftir kemur þetta spakmæli hans: „Á hvítum hestum þeystum við upp á bláan himinbogann og lékum að gylltum knöttum." Að lokinni afhjúpun minnis- varðans var hóf í félagsheimilinu á Húsavík og þar samankomið margt gesta. Veislustjóri var Arnljótur Sigurjónsson. Kirkju- kór Húsavíkur söng nokkur lög. Stefán Ó. Jónsson frá Sandfells- haga flutti ræðu og afhenti, fyrir hönd Þingeyingafélagsins í Reykjavík, Safnahúsi Þingeyinga tvö líkön er gerð höfðu verið samkvæmt tillögum um útlit minnisvarðans. Safnahúsvörður, Finnur Kristjánsson, tók á móti gjöfinni og flutti þakkir. Frú Svava Storr bar fram þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera hér viðstödd og lýsti ánægju sinni yfir að allt hefði farið vel fram, enda hefði það verið mikið áhugamál manns síns, Lúðvígs heitins Storr, að þessi minnisvarði yrði reistur. Hrólfur Árnason las upp grein um Jóhann er birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1942 eftir Láru Árnadóttur, en greinin er byggð að nokkru á kynnum henn- ar af skáldinu. Sigurlaug Árnadóttir flutti yfir- gripsmikla ræðu þar sem hún minntist skáldsins og bar fram þakkir skyldmenna Jóhanns til allra þeirra, er unnið höfðu að framgangi þess að reisa honum minnisvarða á þessum tímamót- um. Saga minnisvarðans er í stórum dráttum á þá leið, að Ludvig Storr, ræðismaður í Reykjavík, lét árið 1950 reisa minnisvarða á leiði Jóhanns úti í Kaupmannahöfn á eigin kostnað og ætlaði einnig að reisa Jóhanni annan hér heima, og er það vitnaðist, bauð Þingeyinga- félagið í Reykjavík honum að annast framkvæmdina. — Án þess að vita um fyrirætlun Ludvigs Storr, gekkst Hrólfur Árnason fyrir því að farið var að vinna að framgangi þessa máls í Þingeyjar- sýslu og hafin fjársöfnun til verksins. Síðan komst á samvinna milli þessara aðila og var unnið í félagi að framkvæmdinni. Margir hafa lagt fram fé, bæði félaga- samtök og einstaklingar. Frú Svava Storr lét taka koparaf- steypu af lágmynd þeirri er Rík- harður Jónsson gerði af Jóhanr'i og gaf hana á minnisvarðann. Á síðastliðnum vetri var kosin þriggja manna nefnd til -.0 annast framkvæmd verksins í nefndinni voru Arnljótur Sigurjónsson, kos- inn af bæjarstjórp Húsavíkur, og var hann formaður nefndarinnar, Björn Jónsson, bóndi á Laxamýri, af sýslunefnd, og Þormóður Ás- valdsson, Ökrum, kosinn af Sam- bandi þingeyskra ungmennafé- laga. Þingeyingafélagið í Reykja- vík, undir forustu Stefáns Ó. Jónssonar og nefndin, unnu síðan að því að koma málinu í höfn. Minning: Helga Þórlaug Guðjónsdóttir Fædd 24. ágúst 1918. Dáin 21. ágúst 1980. Laugardaginn 30. ágúst síðast- liðinn var jarðsungin frá Villinga- holtskirkju húsfrú Helga Þórlaug Guðjónsdóttir frá Kolsholti, að viðstöddu miklu fjölmenni og í einhverju besta veðri sumarsins, aðeins 3 vikum eftir að móðir hennar var jörðuð og frá sama heimilinu. Helga var dóttir sæmd- arhjónanna Skúlu Þórarinsdóttur og Guðjóns Gíslasonar, sem bjuggu allan sinn búskap í Kols- holti. Hún ólst upp við öll algeng sveitastörf bæði úti og inni og það var hennar skóli, en allt þar var unnið af dugnaði og snyrti- mennsku. Hún var eina dóttir þeirra sem upp komst og því mjög handgengin foreldrum sínum, en Helga átti tvo bræður, Gísla og Skúla, mestu dugnaðarmenn — þeir búa á Selfossi — hafa þessi systkini alltaf verið samrýmd. Helga virtist alltaf við góða heilsu, kom það því eins og reiðarslag yfir fjölskyldu hennar þegar hún í byrjun júní veiktist og varð að fara á sjúkrahús í Reykja- vík og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Hennar er því sárt saknað af ættingjum og vinum, en við skiljum ekki lögmál lífsins. Árið 1939 giftist Helga Sigurði Gíslasyni frá Haugi í Gaulverja- bæjarhreppi, miklum dugnaðar- manni, fyrst bjuggu þau að Haugi og smátíma í Reykjavík, en í kringum 1943 fara þau að búa í Kolsholti á móti foreldrum henn- ar, og hefst þá þeirra ævistarf við ræktun og byggingar, og má segja að þau hafi byggt allt upp frá grunni, bæði útihús og íbúðarhús af miklum dugnaði og stórhug. Þegar Helga og Sigurður byggðu sitt stóra hús fengum við litla húsið þeirra, sem sumarbú- stað. Það var áfast við gamla bæinn í Kolsholti. Vorum við þar í mörg sumur með börnin okkar og betri sambúð gátum við ekki hugsað okkur, viljum við þakka þessu góða fólki, Rannveigu sem er dáin fyrir löngu og var ekkert nema gæðin við okkur, Guðjóni sem dáinn er fyrir 2 árum og var svo skilningsríkur og síðast Skúlu sem dó í sumar og henni er sérstaklega þökkuð sú hlýja og umhyggja sem hún sýndi okkur öllum frá fyrstu tíð, blessuð sé minning þeirra. Helga og Sigurður áttu 5 börn, 3 drengi og 2 stúlkur, sem öll eru hin mannvænlegustu og bera heimili sínu fagurt svipmót sökum mannkosta. Þau eru: Sævar, bíl- stjóri á Selfossi, giftur Valgerði Frid, Guðjón, býr félagsbúi í Kolsholti á móti foreldrum sínum, giftur Eydísi Eiríksdóttur, Bára, býr á Selfossi, gift Stefáni Jóns- syni byggingarmeistara, Magnús, smiður, býr á Selfossi, giftur Aðalheiði Birgisdóttur, Sigrún, heitbundin Jóni Þ. Andréssyni og hefur hún oftast verið heima við og unnið foreldrum sínum og stutt móður sína til góðra verka, annast með henni gamla fólkið, sem fékk að lifa og deyja í skjóli þeirra, og verður það þeim seint fullþakkað. Helga gerði ekki víðreist um dagana, hún helgaði sig heimili og börnum. Þau hjón voru samhent og þeirra hjónaband til fyrir- myndar þó ólík væru í skapi, Sigurður stórhuga, ör og ósérhlíf- inn en Helga hógvær í skapi og vann öll sín verk í kyrrþey, en af dugnaði. Hún var einstök geðprýð- iskona, myndarleg í öllum sínum verkum, frábær húsmóðir og vinur í raun. Helgu höfum við mikið að þakka frá fyrstu tíð, börnin okkar voru í sveit hjá henni, sonur okkar í 7 sumur og var hún þeim eins og móðir, og síðast eru henni færðar þakkir frá litlum dóttursyni okkar sem var þar í sveit, hún var honum eins og besta amma. Sigurður hefur mikið misst við fráfall sinnar góðu konu. Nú er hann orðin slitinn maður, búinn að vinna mikið og getur nú farið að snúa sér að leðurvinnunni, sem hefur verið hans tómstundagaman undanfarin ár, hann á góð börn og tengdabörn sem allt vilja fyrir hann gera og nú hefur hann á heimilinu hjá sér Sigrúnu sína, Jón hennar og litla sólargeislann, Guðjón Skúla sem er mjög hænd- ur að afa sínum. Við vottum Sigurði og öllu hans fólki innilega samúð okkar og megi guðsblessun fylgja því um ókomin ár. Inga og Gisli Gislason. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Eiginkona mín og móöir, SIGRÍÐUR GUDMUNDSDÓTTIR, Hringbraut 34, Hafnarfiröi, andaöist í Borgarspítalanum að morgni 19. þ.m. Ingvi Jóhannosson, Jóna Ingvadóttir. t Útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, MAGNUSAR JÓNSSONAR, Stórholti 14, sem andaöist 13. sept. verður gerö frá Háteigskirkju miðvikudag- inn 24. september'kl. 13.30. Jaröaö veröur í Gufuneskirkjugaröi. Eva Svaniaugadóttir, Svanlaugur Magnússon, Ragnheiöur Magnúsdóttir, og barnabörn. Friögeir Hallgrímsson, t Innilegar þakkir fyrir alla hjálp, auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og jaröarför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og VILHJALMS HALLGRÍMSSONAR, Bárustíg 5, Sauöárkrókí, Heiöbjört Óskarsdóttir, Hulda Vilhjálmsdóttir, Þórarínn B. Jónsson, Viöar Vilhjálmsson, Sigríöur Kristjánsdóttir, og barnabörnin. t Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, BRYNDÍSAR HELGADOTTUR, Ljósheimum 6. Sérstakar þakkir til sr. Siguröar Hauks Guöjónssonar, Ólafar K. Haröardóttur, óperusöngkonu, Jóns Stefánssonar organista, sem ásamt söngfélögum geröu kveöjustundina í Fossvogskirkju 11. sept. svo hjartnæma og ógleymanlega. Guö blessi ykkur öll, Halldór Ágúst Gunnarsson, Svavar örn Höskuldsson, Auöur Gunnur Halldórsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Hugrún Halldórsdóttir, Halla Halldórsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Sssvar Halldórsson, Gunnar Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kristrún Asa Kristjánsdóttir, llalldór Guömundsson, Auöunn Siguröur Hinriksson, Andrés Garöarsson, Óskar Valgeirsson, Halldór Georg Kristjánsson,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.