Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 27
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 27 MYNDLIST Jónas Guðvarðsson í Norræna húsinu Andres Tinbo við tvö verkanna á sýningunni i Listmunahúsinu. MYNDLIST Danskir listamenn í List- munahúsinu í DAG hefst í Listmunahús- inu fjösurra danskra iista- manna á myndvefnaði og höKKmyndum (skúlptúr). Þær Annette Holdesen, Kim Naver og Margrete Agg- er sýna þar listvefnað og Anders Tinsbo sýnir skúlptúr. Listafólkið er hingað komið í boði Listmunahússins. Sýn- ingin stendur í 10 daga og eru öll verkin til sölu. 1 DAG kl. 14 opnar Jónas Guð- varðsson sýningu á verkum sinum i kjallara Norræna hússins. Hann sýnir þar 58 lágmyndir, svokallað- ar af Valtý Péturssyni, og 14 skúlptúr-verk. Jónas er Sauðkræklingur, fæddur 1932. Hann fluttist ungur maður í Hafnarfjörð og býr þar nú. Jónas nam i Myndlistarskólanum í Reykjavík veturna 1963—1968, og í kunnum spænskum skólum 1968— 1970. Jónas Guðvarðsson hefur sýnt á haustsýningum F.Í.M. í fimm skipti undanfarin ár. Hann sýndi á sam- sýningu í Barcelona 1969 og 1970 og í Palma 1970, og ennfremur á sýningunni „Skagfirskir málarar" á Sauðárkróki 1971. Síðan hefur hann haldið einkasýningar í Bogasalnum '68, á Spáni "71, í Bogasalnum aftur sama ár og í Norræna húsinu 1978. Jónas vill ekki ræða um sínar myndir, segist lítið gefinn fyrir slíkt og vill láta verkin tala. Verkin á þessari sýningu hefur hann unnið tvö síðastliðin ár. Sýning Jónasar Guðvarðssonar í Norræna húsinu stendur til 5. október, og er opin virka daga frá kl. 16—22, um helgar frá kl. 14—22. Jónas Guðvarðsson við eitt verka sinna, „Háhyrnu“, á sýningunni í Norræna húsinu. Austurbœjarbíó endursýn- ir Sjö menn við sólarupprás UM ÞESSAR muffdir endursýnir Austurbæjarbió myndina Sjö menn við sólarupprás, sem fjallar um morðið á SS-foringjanum Reinhard Heydrich i Prag vorið 1942 og hryðjuverkin sem á eftir fylgdu. Myndin er bresk-tékknesk og er i lit. Handrit er eftir Ronald Har- wood, byggt á samnefndri sögu Alan Burgess, „Seven Men at Day- break“. Tóniist er eftir David Hentschel. Framleiðandi er Carter de Haven. Leikstjóri Lewis Gilbert. Grein um atburði þessa birtist í Morgunblaðinu 7. sept. sl. Þegar komið er fram á'árið 1941 og Þjóðverjar virðast nær óstöðv- andi hvarvetna, taka yfirvöld Tékka, sem aðsetur höfðu í London, þá ákvörðun að senda menn til Tékk- óslóvakíu til að vinna þar á hættu- legasta manni Þjóðverja, SS-foringj- anum Reinhard Heydrich, sem bar nafnbótina „ríkisverndari Bæheims og Mæris“. Verkefni Heidrichs er að tryggja sem best nýtingu vinnuafls- ins í landinu í þágu hemaðar Þjóðverja og hefur hann þegið al- ræðisvald hjá Hitler í þeim tilgangi. Tékkar senda fyrst 3 menn, sem svífa til jarðar í fallhlíf, og síðan eru fleiri sendir til viðbótar. Þeir leggja á ráðin um tilhögun tilræðisins og komast að þeirri niðurstöðu, að best sé að vinna á Heydrich, þegar hann aki til Prag frá aðsetri sínu utan borgarinnar. Ekill hans neyðist til að hægja ferðina, þegar komið sé að ákveðinni beygju á leiðinni. MYNDLIST Jóhanna Bogadóttir sýnir UM ÞESSAR mundir sýnir Jó- hanna Bogadóttir 24 myndir á göngum Landspitalans. Eru þetta málverk og grafikmyndir sem hún hefur unnið á sl. tveimur árum. Jóhanna hefur haldið margar einkasýningar hér á landi og erlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim. Sýningin var opnuð 12. sept- ember og stendur til 5. október. Þetta er fjórða sýningin sem starfsmannaráð Landspítalans stendur fyrir. MYNDLIST Sýningu Vil- hjálms aó Ijúka UM HELGINA lýkur sýningu Vil- hjáims Bergssonar i vestursal Kjarvalsstaða. Á sýningunni sem Vilhjálmur nefnir „Ljós og víddir" eru 63 olíumálverk og 10 teikningar. Að- sókn hefur verið allgóð, að sögn Vilhjálms, og 17 myndir selst. Sýn- ingunni, sem opin er frá kl. 14.00— 22.00, lýkur annað kvöld. Síðasta sýn- ingarhelgi Septem ’80 ANNAÐ kvöld lýkur á Kjarvals- stöðum — i austursal — sýning- unni Septem '80. Þar sýna þau Þorvaldur Skúlason, Sigurjón Ólafsson, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Guðmunda Andrésdóttir, Jóhannes Jóhannesson og Valtýr Pétursson 60 olíumálverk og 5 skúlptúrverk. Að sögn þeirra Valtýs og Jóhannesar hefur aðsókn verið mjög góð. Sýningin verður opin frá kl. 14.00—22.00 bæði í dag og á morgun, en henni lýkur annað kvöld eins og fyrr segir. Úr leikritinu „Að sjá til þin, maður“ sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi á fimmtudagskvöld: Emil Gunnar Guðmundsson og Sigurður Karlsson i hlutverkum sinum. ,/lð sjá til þín, maður“ hjá LR Á fimmtudagskvöid frumsýndi Leikfélag Reykjavikur leikritið „Að sjá til þín, maður“ „Mensch Meier!) eftir þýska leikritaskáld- ið Franz Xaver Kroetz, en þetta er í fyrsta skipti sem leikrit eftir hann er sýnt á íslensku leiksviði. Kroetz þykir nú meðal fremstu höfunda í Þýskalandi og er mest leikinn allra vestur-evrópskra leikritahöfunda. Islenska þýðingu verksins gerðu Ásthildur Egilson og Vigdís Finnbogadóttir. Leik- mynd og búningar eru eftir Jón Þórisson. Lýsingu annast Daníel Williamsson. Leikstjóri er Hall- mar Sigurðsson og er þetta fyrsta leikstjórnarverkefni hans fyrir Leikfélag Reykjavíkur, en Ha- llmar er nýkominn heim frá námi við Dramatiska Institutet í Stokk- hólmi. Leikendur í „Að sjá til þín, maður" eru þrír: Sigurður Karls- son sem leikur Ottó, Margrét Helga Jóhannsdóttir sem leikur Mörtu og Emil Gunnar Guð- mundsson sem ieikur Lúðvík, son þeirra. Leikritið fjallar um hjónin Ottó og Mörtu og son þeirra á tánings- aldri. Ottó er verkamaður og sonurinn vill gerast múrari. For- eldrar hans eru hins vegar ekki á sama máli í því efni og vilja að hann stefni hærra. Eitt einkenni á verkum Kroetz er fámenni þeirra, þau lýsa gjarna tveimur eða þremur persónum. Segist höfundur fremur vilja glæða fáa einstaklinga lífi en bregða upp yfirborðslegri mynd af fjölda manns. „En þótt persónurn- ar í verkum mínum séu fáar, eru þær þó um leið fulltrúar fyrir miklu stærri fjölda," segir Kroetz. Framandi menning í framandi landi Hetur þú áhuga á aö búa eitt ár í framandi landi? • Viltu auka þekkingu þína á umheiminum? • Viltu kynnast lifnaöarháttum annarra þjóöa? • Víltu veröa víösýnn? • Viltu veröa skiptinemi? Ef svariö er já, haföu samband viö: á íslandi Hverifsgötu 39. — P.O. Box 753-121 Reykjavík. Sími 25450 — Opið daglega milli kl. 16 til 18.30. ffl Orðsending frá Hitaveitu Reykjavíkur Þeir húsbyggjendur og aörir sem ætla aö fá tengda hitaveitu í haust og í vetur þurfa aö skila beiöni um tengingu fyrir 1. okt. n.k. Minnt er á aö heimæðar veröa ekki lagðar í hús fyrr en þeim hefur veriö lokaö á fullnægjandi hátt, fyllt hefur verið aö þeim og lóö jöfnuö sem næst því í þá hæö sem henni er ætlaö aö vera. Heimæöar veröa ekki lagðar ef jörö er frosin, nema gegn greiðslu þess aukakostnaöar sem af því leiöir, en hann er verulegur. Hitaveita Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.