Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 5 Birjrlr Isl. GunnarsNon. Vilhjálmur Þ. Vllhjálms Gudmundur H. Garðars- son. son. Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins: Birgir ísleifur end- urkjörinn formaður Kennaradeilan i Grindavík að leysast? Nýr kennari í siónmáli Kennaradeilan í Grinda- vík sem nokkuð hefur ver- ið sagt frá hér í blaðinu að undanförnu, verður vænt- anlega til lykta leidd á fundi foreldra og skóla- yfirvalda í Grindavík í dag, laugardag. Samkææmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur afl- að sér mun skólastjóri grunnskólans í Grindavík Skólayfirvöld og foreldrar funda í dag leggja fram á fundinum til- lögu og standa vonir til þess að aðilar geti sætt sig við hana. Tillagan mun vera þess efnis að kennarinn umdeildi víkji og nýr komi í staðinn og munu augu skólayfirvalda beinast að ákveðnum manni í því sambandi og mun hann vera fús til þess að taka að sér starfið að öllu óbreyttu. Morgunblaðið hefur fregn- að að skólayfirvöld vænti þess að þessi nýja staða í málinu verði til þess að deil- an leysist til frambúðar og munu því börnin sem ekki hafa sótt skóla að undan- förnu, væntanlega geta hafið skólagöngu að nýju. Á FUNDI miðstjórnar Sjálístæð- isflokksins í siðustu viku var kosið í framkvæmdastjórn fiokksins og i útbreiðslu- og fræðslunefndir hans. Birgir ísl. Gunnarsson borgar- fulltrúi var endurkjörinn formað- ur framkvæmdastjórnarinnar, en auk hans voru kjörin í hana þau Albert Guðmundsson, Bessí Jó- hannsdóttir, Guðmundur Hall- varðsson og Jakob Havsteen. Þeir Guðmundur og Jakob eru nýir í framkvæmdastjórninni, en hin þrjú hafa átt þar sæti áður. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri, var kjörinn form. fræðslunefndarinnar og eiga auk hans sæti í nefndinni Fríða Proppé, Hannes H. Gissur- arson, Hreinn Loftsson og dr. Jónas Bjarnason. Formaður útbreiðslunefndar var kjörinn, Guðmundur H. Garð- arsson, viðskiptafræðingur, og að- rir í nefndinni eru Jónína Micha- elsdóttir, Markús Örn Antonsson, Sigurgeir Sigurðsson og Guðlaug- l r Bergmann. 0 Iþróttabanda- lag Akraness stofnar sundlaugarsjóð Á FUNDI STJÓRNAR íþrótta- bandalags Akraness (Í.A.) þann 8. mai sl. var samþykkt að stofna sundlaugarsjóð með framlagi Í.A. kr. 500.000-. en með stofnun þessa sjóðs vill stjórn Í.A. undir- strika það hve nauðsynlegt er að bygging nýrrar sundlaugar hefj- ist. í ársskýrslu Í.A. fyrir árið 1978, kom fram að næsta bygging íþr- óttamannvirkis á Akranesi eigi að vera sundlaug fyrir bæjarbúa. Það er von þeirra sem að sjóðstofnun þessari standa, að sú umræða sem fram hefur farið fái byr undir báða vængi. í þeim tilgangi hefur verið stofnaður sérstakur vaxta- aukareikningur. Þess má geta að á Akranesi er sundlaug, Bjarnalaug, sem er 12x8 metrar á stærð. Hún var byggð og gefin bænum árið 1944 í minningu Bjarna Ólafssonar, skipstjóra, sem drukknaði í febrúar 1939. Vinningar í Hjartavernd DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Hjartaverndar. Iljarta- vernd vill koma á framfæri þökk- um til landsmanna fyrir veittan stuðning og eftirfarandi vinn- inga má vitja á skrifstofunni að Lágmúla 9, 3ju hæð, (simsvari 83947): 1. Ford Fairmont Ghia nr. 99793. 2. Lancer 1600 GL nr. 14577. 3. -25. Tuttugu og þrír eitt hundrað þúsund króna vinningar, vöruúttekt eftir vali á miða nr. 88169 - 45845 - 84433 52563 - 44537 - 13406 80983 - 39301 - 866 7336 - 22506 - 52949 10392 - 70221 - 56829 98251 - 55706 - 67321 74525 - 90985 - 43158 61900 - 99812 - (Birt án ábyrgðar) verður haldin sunnudaginn í nágrenni Grindavíkur KOMIÐ OG SJÁIÐ SPENNANDI KEPPNI STYRKIÐ GOTT MÁLEFNI Keppendur láti skrá sig í síma 92-3228 og 92-3605 Bförgunarsveltln STAKKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.