Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 ÍAOKOÚN KArFINU (Ooffc Hve margar sneiðar, frú mín Kóð? Yfirkokkurinn bað mig að spyrja um líðan þína? Guð lætur ekk- ert koma fyrir Guðfinna Jónsdóttir, Hafn- argötu 40, Fáskrúðsfirði, skrifar: „Pönkadrottningin sem var í Morgunblaðinu á þriðjudaginn 16. september 1980 hefur örugglega ekki rétt fyrir sér með að jarð- skjálfti fari um jörðina, því að Guði þykir svo vænt um börnin sín, að hann lætur ekkert koma fyrir á jörðinni. Hann er búinn að treysta mér fyrir því, að hann ætli að koma á friði í heiminum. Það tekur sinn tíma, því að hann þarf að hvíla sig annað slagið, enda spáð heimsfriði 1985. Þess vegna er ástæðulaust fyrir fólk að taka pönkadrottninguna alvarlega." • Vildu borga með lofi um Stalín Húsmóðir skrifar: „Eg hef í áratugi reynt að fylgjast með kjörum rússneskrar alþýðu. Svo fjölmenn sem hún er, þá var bara einn eftirlitsmaður á hverja tvo til þrjá verkamenn, þegar Árni Bergmann var í Rúss- landi. Ég hef þess vegna aldrei lesið áróðurinn sem menn skrif- uðu þegar þeir komu saddir úr lúxusferðalögum frá Rússlandi sem almenningur kostaði, og vildu endilega borga með lofi um Stalín. • Gróf íhlutun? Núna þykir mér aftur á móti gott að heyra fréttirnar frá Tass. Þar segir, að pólskir verkamenn séu andsósíalskir og Pólland megi ekki þiggja hjálp frá Vesturlönd- um og hin frjálsu verkalýðsfélög megi ekki styrkja verkamennina í Póllandi, því að það sé gróf íhlutun í innanríkismál landsins. BRIDGE Ef til vill kann iesendum að þykja spilið í dag of auðvelt til að líta megi á það sem þraut. En í rauninni er máiið ekki alveg svo einfalt. Gjafari vestur, austur-vestur á hættu. Vestur Austur S. D S. K73 H. ÁDG963 H. 52 T. Á T. D954 L. ÁKD102 L. G754 Andstæðingarnir hafa alltaf sagt pass en vestur verður sagn- hafi í sex laufum. Sem slíkar skipta sagnirnar ekki máli en fram hefur komið, að þú, með spil vesturs, átt mörg spil bæði í hjarta og laufi. Útspil tígultvistur. Og nú reynir þú. Spilið virðist gott ef suður á hjartakónginn. Þá má ná niður hjartakóngnum og láta síðan spaða blinds í hjörtun. Vissulega þokkalegur möguleiki. Einnig má hugsa sér að spila lágum spaða frá blindum og fá slaginn á drottning- una ef suður á ásinn og er meira og minna sofandi. En það er auðvitað lítil von til að þetta takist. Eftir sagnirnar veit suður að við eigum mörg spil í hjarta og laufi. Þegar spilið kom fyrir beitti vestur skemmtilegri brellu. Hann reiknaði með, að norður hefði ekki spilað út frá kóngnum. Og ef hann ætti hjartakónginn var um að gera að fá hann til að spila aftur tígli. Vestur bað því um tígul- drottninguna frá blindum, suður lét kónginn og nú lítum við á allt SpÍ1Íð’ Norður S. G954 H. K8 T. G732 Vestur L 983 Austur S. D S. K73 H. ÁDG963 H. 52 T. Á T. D954 L. ÁKD102 L. G754 Suður S. Á10862 H. 1074 T. K1086 L. 6 í næsta slag spilaði vestur tromptíu á gosann, svínaði hjarta og eins og um var beðið spilaði norður aftur tígli. Spilið orðið upplagt eins og lesendur ættu að sjá sjálfir. COSPER Þú kvaðst ekki mundu koma heim fyrr en kl. 6 i kvöld. — Er ekki lengur hægt að treysta orðum þinum? félk í fréttum F T Pönkadrottningin ♦ ÞESSI unga stúlka, Nina Hagen, er kunn í pönkaheimin- um, sem „Pönkadrottning". Hún er reyndar frá Austur- Þýzkalandi. Yfirvöldin þar leyfðu henni að yfirgefa komm- únistasæluna. Þá settist hún að í V-Þýzkalandi. Hún var nýlega í Ósló og hélt þá blaðamanna- fund. Þá vakti athygli hvað hana sjálfa snerti hárgreiðslan. Það var nánst ekki um neina hárgreiðslu að ræða því það stóð út í allar áttir. Hún sagði blaðamönnunum að hún hefði daglegt samband við Guð. í Bibliunni stæði að jarðskjálfti myndi fara um jörðina. Hinir útvöldu, sem stæðu á ströndinni þegar ósköpin dynja yfir myndu lifa náttúruhamfarirnar. Myndi hún samkvæmt því sétjast að á Bahamaeyjum. Hún hafði verið spurð um það á hvern hátt fólkið í A-Evrópu myndi brjóta kerfið þar niður. Með Guðs- trúnni. Hvað er að gerast í Póllandi og víðar þar eystra? spurði Nína. En ekki taidi hún horfur á því að það mynd takast í A-Þýzkalandi. Þar vanUr trú- arstyrkinn. sr.O''4-1jo Portisch Htibner Vi Eftir átta jafntefli kom vinning- ur. Níunda einvigisskákin Hvítt: Hiibner Svart: Portisch Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Be3 — e6. í fyrstu og þriðju v skák einvígisins lék Portisch 6. — e5, en nú velur hann aðra leið. 7. Í4 - b5, 8. Df3 - Bb7, 9. Bd3 - Rbd7,10. g4 - Rc5,11. g5 - b4!, 12. gxf6 — bxc3, 13. fxg7 — Bxg7, 14. bxc3 — Dc7! Góður leikur. Húbner hafði aðeins búist við 14. — Da5, en það er síðri leikur. 15. Hbl — 0-0-0, 16. Ke2. Við þurfum ekki að sjá meira. Ljóst er, að Húbner hefur teflt þessa byrjun afleitlega og er nú þegar kominn með verra tafl. 16. — Hhe8. Húbner hefði getað klórað í bakkann eftir 16. — f5,17. Hxb7. 17. Hhgl - Bh8, 18. f5. í þessari stöðu eru aðeins til lélegir leikir. Portisch hótaði að leika 18. — f5, og eitthvað varð Húbner að taka til bragðs. 18. — e5,19. Rb3, eftir GUÐMUND SIGURJÓNSSON 19. — Rxe4! Þetta reiðarslag kemur ekki úr heiðum himni, en Húbner sá þetta þó ekki fyrir. 20. Bxe4 — Dc4+, 21. Kd2 — Bxe4. Húbner er kominn í verulega taphættu. 22. Df2 — Kd7, 23. Bb6 - Hb8, 24. Kcl - Ba8, 25. Rd2 — Da4. Larsen og fleiri álitu betra að leika 25. — Dxa2 og svartur hefur peð yfir. 26. Í6 læsir biskupinn inni. 26. — Bd5, 27. c4. Húbner leggur sig allan fram við að flækja taflið. 27. — Bxc4, 28. Hg4 - Da3+, 29. Hb2 - Be6, 30. Rc4! — Dh3? Portisch skynjar ekki hættuna. Rétt var 30. — Bxc4, 31. Rxe5+! í einu vetfangi snýr Húbner taflinu sér í vil. 31. — Dxe5, 32. Hd4+! Allt bendir til að Portisch hafi yfirsést þessi hrotta- lega skák. 32. — Bd5. Eini leikur- inn. Lítum á mátstefin: A. 32. — exd4, 33. Dxd4+ — Kc8, 34. Dc5+ — Kb7 (Kd7, 35. Dc7 mát), 35. Dc7+ 36. Da7 mát; B. 32. — Kc6, 33. Hd6+! - Kxd6 (Kb7, 34. Ba5+ og mátar). 34. Dc5+ - Kd7, 35. Dc7 mát; C. 32. - Kc8, 33. Hd8+! - Hxd8 (Kb7 t.d., 34. Ba5+ - Kc6, 35. Hb6+ og mátar) 34. Dc5+ — Kd7, 35. Dc7+ - Ke8, 36. De7 mát. 33. Ilxd5+ - Ke6, 34. Hc5 - Dh6+, 35. Kbl - Df4, 36. Hc6+ - Kf5, 37. De2 — h6. Kóngurinn svarti er kominn á vergang og Portisch reynir að búa honum griðland á h7. 38. Hb3 — Kg6, 39. Hf3 - Dd4, 40. Hb3 - Dd5? Betra var 40. — Ðf4. 41. Dg4+. Biðleikurinn. Hort og ég lögðum til, að Húbner ynni skákina á eftirfarandi hátt: 41. — Kh7, 42. Df5+ - Kg8, 43. Hg3+ - Kf8, 44. Dh7 - Ddl+, 45. Kb2 - Hxb6+, 46. Hxb6 - Dd4+, 47. Kcl - Df4+, 48. Kbl - Dfl+, 49. Kb2 - Bxf6, 50. Dg8+ - Ke7, 51. Hb7+ - Kd6 (Kd8, 52. Dxe8+! — Kxe8, 53. Hg8 mát) 52. Dxe8 — e4+, 53. c3 — De2+ (Df2+, 54. Kb3) 54. Ka3 og nú þótti doktornum nóg komið og bað okkur að hætta. Hann taldi sig færan um að vinna þessa stöðu án frekari rannsókna og samþykktum við það. En Portisch gafst upp án þess að tefla frekar, og þar með hafði Húbner tekið forystuna í einvíginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.