Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 21 Stjórn S.U.S. 1940—1943 á Þingvöllum. Frá v.: Magnús Jónsson, Sigurður Bjarnason, Gunnar Thoroddsen, Jóhann Hafstein og Leifur Auðunsson. er þó það, að sameignarmennirnir með Kristin E. Andrésson í fylk- ingarbrjósti hafi hitt norrænumenn í hjartastað, þegar þeir tóku þjóð- ernisstefnu (sem er að sjálfsögðu þvert á sameignarstefnu Marx). Sigurður Nordal hafði alið norrænumenn upp í þjóðernis- hyggju, í sjálfstæðisbaráttunni hafði sterkur þjóðarandi verið skapaður, og sameignarmenn reyndu að gera þennan þjóðaranda að bandamanni sínum. Þing S.U.S. 1943—1967 Jóhann Hafstein tók við for- mannsstarfinu af Gunnari á sjöunda þingi Sambandsins 1943 og var kjörinn með dynjandi lófataki. Var þá einnig fjölgað í stjórninni. Hann var formaður Sambandsins 1943—1949 og hafði einnig verið framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins frá 1942. Áttunda þing Sambandsins var haldið 1945, og var á því mjög rætt um, hvernig vinna skyldi fylgi ungs fólks, sem heillað- ist sumt af kenningu sameignar- manna. Níunda þing Sambandsins var haldið á Akureyri 1947 og hið tíunda í Reykjavík 1949, þar sem Magnús Jónsson var kjörinn í einu hljóði formaður Sambandsins. Ári síðar hóf Sambandið að gefa út þjóðmálatímaritið Stefni, og voru Magnús og Sigurður Bjarnason frá Vigur ritstjórar þess. Hefur Stefnir komið út síðan. Oft hafði verið um það rætt að gefa út þjóðmálatímarit og það reynt: Sambandið hafði gefið út blaðið Ileimdall 1933—1934, Magnús Jónsson prófessor gefið út Stefni 1929—1934 og Gunnar Thor- oddsen gefið, með nokkrum öðrum, út tímaritið Þjóðina 1938—1942. Magnús Jónsson var endurkjörinn formaður sambandsins á ellefta þingi þess á Akureyri 1951 og tólfta þingi þess í Reykjavík 1953. En á þrettánda þinginu í Hafnarfirði 1955 var Ásgeir Pétursson (núver- Jóhann G. Möller var formað- ur S.U.S. 1934—1936. Hann hafði ódrepandi áhuga á stjórnmálahugmyndum, sneri bókinni Þróun pólitiskra hug- mynda á íslenzku 1944 og skrifaði fjölda greina, einkum um sósíalisma eða samhyggju. Hann lézt 1954, en hafði lengi verið heilsuveill og m.a. ekki lokið lagaprófi af þeirri ástæðu. andi bæjarfógeti í Kópavogi og sonur Péturs Magnússonar ráð- herra, sem verið hafði varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins 1937—1948) kjörinn formaður með lófaklappi. Hann var formaður sambandsins eitt kjörtímabil. Á fjórtánda þing- inu í Reykjavík 1957 var Geir Hallgrímsson kjörinn formaður. Þá var brugðið út af venjunni um kjör formanns, því að enginn hafði áður boðið sig fram gegn formannsefni fráfarandi stjórnar. En þá bauð Sverrir Hermannsson sig fram gegn Geir Hallgrímssyni, og hlaut Sverr- ir 50 atkvæði, Geir 72 atkvæði, en 5 skiluðu auðum seðlum. Geir var eins og Ásgeir formaður eitt kjörtímabil. Á fimmtánda þingi sambandsins í Reykjavík 1959 var Þór Vilhjálms- son (núverandi hæstaréttardómari og eiginmaður Ragnhildar Helga- dóttur, fyrrverandi alþingismanns) kjörinn formaður. Tveir menn aðrir gáfu kost á sér í formannsstarfið, Guðmundur H. Garðarsson og Magnús Óskarsson. Þór hlaut 65 atkvæði, Guðmundur 38 og Magnús 37. Á sextánda þingi sambandsins á Akureyri 1961 var Þór endurkjörinn formaður þess, en á seytjánda þinginu í Reykjavík (sem frestað var vegna alþingiskosninganna 1963) var Árni Grétar Finnsson einróma kjörinn formaður þess að tillögu kjörnefndar og á átjánda þinginu á Akureyri 1965 endurkjör- inn. Á nítjánda þingi sambandsins í Reykjavík 1967 var Birgir ísleifur Gunnarsson einróma kjörinn for- maður þess að tillögu kjörnefndar. Flokkaskipting í S.U.S 1969—1979 Birgir ísleifur var formaður sam- bandsins eitt kjörtímabil, en eftir hans formannsdaga hefur alltaf verið kosið um formannsefni, þegar skipt hefur verið um. Ástæðan til þess er sennilega sú, að á síðari hluta Viðreisnartímabilsins tók þess að gæta, að ungir sjálfstæðis- menn skiptust í hópa. í öðrum hópnum voru þeir, sem fylgdu for- ingjum flokksins að málum og nutu stuðnings þeirra, í hinum hópnum voru þeir, sem töluðu mjög um „flokksræði" og jafnvei „flokkseig- endafélög". Fyrrnefndi hópurinn hrósaði sér af því að vera ábyrgur, hinn síðarnefndi sér af því að vera djarfur. Með nokkrum ýkjum má kalla fyrrnefnda hópinn „rétttrún- aðarsinna", en seinni hópinn „end- urskoðunarsinna". Enginn ágrein- ingur var þó um sjálfa stefnuna, hún átti enn sem fyrr að vera „á grundvelli einstakiingsfrelsis". Mestu máli skiptu auðvitað þeir einstaklingar, sem í kjöri voru, en ekki hóparnir í kringum þá. En frambjóðendur síðarnefnda hópsins, sem var í miklu lausari tengslum við foringja flokksins, náðu allir kjöri. Ellert B. Schram felldi Jón E. Ragnarsson lögfræðing á tuttugasta þingi sambandsins á Blönduósi 1967, hlaut 82 atkvæði, en Jón 55. Ellert var síðan sjálfkjörinn á sambands- þinginu á Akureyri 1971. Friðrik Sophusson felldi Björn Bjarnason, lögfræðing, son Bjarna Benedikts- sonar á tuttugasta og öðru þinginu á Egilsstöðum 1973, hlaut 128 at- kvæði, en Björn 112. Friðrik var síðan sjálfkjörinn á sambandsþing- inu í Grindavík 1975. Jón Magnús- son lögfræðingur felldi Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson framkvæmdastjóra á tuttugasta og fimmta þinginu í Vestmannaeyjum 1977, hlaut 141 atkvæði, en Vilhjálmur 97. Jón var síðan sjálfkjörinn á sambandsþing- inu á Húsavík 1979. Þingtíðindi hafa verið gefin út frá þingum sambandsins 1932, 1947, 1951 og frá 1961, en ekki 1930, 1933 (en frásögn er frá því í blaðinu Heimdalli), 1934, 1936, 1940, 1913, 1945, 1949, 1953, 1955, 1957 og 1959. S.U.S. hefur ekki gefið út sérstakt afmælisrit fyrr en nú, en '„ímælisins er minnzt í Stefni 1350 og 1970. Nokkur aðildarfélög S.U.S. hafa gefið út afmælis-it, Heimdallur 1937, 1942, 1947, 1957, 1967, 1977, Vörður 1954 og Stefnir 1964. Þrjú aukaþing S.U.S. Sambandið hefur nokkrum sinn- um haldið aukaþing, þegar mikið hefur þótt liggja við. Sögulegasta og fyrsta aukaþingið var haldið í Reykjavík 1969. Hart var deilt á því þingi, því að þá gætti mikillar óánægju í röðum ungra sjálfstæð- ismanna. Bjarni Benediktsson þótti of ráðríkur og stefna flokksins of lík stefnu Alþýðuflokksins, málamiðl- anir voru taldar of margar, og mörgum fannst rétt að rjúfa þing og efna til kosninga vegna þessa mikla vanda, sem við var að glíma og stafaði af aflabresti og verðfalli sjávarafurða. Krafizt var tilbreyt- ingar, nýrra manna og nýrrar stefnu, en Viðreisnarstjórnin hafði verið í næstum því tíu ár. Bjarni brást reiður við og kvað stjórn sína ætla að þreyta glímuna við vandann, en hlaupast ekki frá hon- um. Tókst henni það á næstu árum, og telja sumir fylgismenn hennar Birgir Kjaran Til varnar frelsinu Samband ungra Sjálfstæð- ismanna gaf út greinasafnið „Til varnar frelsinu“ eftir Birgi Kjaran hagfræðing í tilefni fimmtiu ára afmælis síns, en Birgir hafði á sínum tíma mikil áhrif á unga sjálf- stæðismenn. Einnig gefur Sambandið út ritið „Ilugmynd- ir ungra manna" í tilefni afmælisins, en í það skrifa nokkrir ungir menn um stjórnmál. það eitt mesta afreksverk hennar. Annað aukaþing var haldið á Þing- völlum 1974, þegar mynduð hafði verið ný ríkisstjórn, og aftur á Þingvöllum 1978 eftir ósigra Sjálf- stæðisflokksins í byggða- og alþing- iskosifingunum það ár. Baráttumálin fyrstu árin Fyrstu árin, eftir að ungir sjálf- stæðismenn bundust samtökum, börðust þeir einkum fyrir betra skipulagi flokksins, aukinni fræðslu um stjórnmál og því, sem þeir töldu aðlögun sjálfstæðisstefnunnar að nýjum veruleika. Að vísu var sam- bandið ekki mjög sterkt, Heimdall- ur i Reykjavík var burðarásinn, þar var það starfað, sem starfað var. Sitthvað var aðhafzt í fræðslumál- um að frumkvæði ungra manna. Heimdallur gaf út sjö stjórnmálarit á árunum 1933—1941 og bókina Stjórnmál í umsjón Gunnars Thor- oddsens og Jóhanns Hafsteins 1941. Sjálfstæðisflokkurinn hélt árlega stjórnmálaskóla 1938—1940. Stjorn- málaskólinn starfaði einnig á árun- um 1950—1952 og hefur starfað aftur frá 1973. Ungir sjálfstæðis- menn gáfu út blaðið Heimdall 1930-1934 og 1940 og Þjóðina 1938—1941, eins og áður sagði. Ungir menn voru ráðnir erindrekar flokksins og ferðuðust um landið. En hver var aðlögunin að nýjum veruleika? Heimdallur í Reykjavík samþykkti stefnuskrá 1931, sem þótti róttæk, því að krafizt var almannatrygginga og arðshlutar launþega í henni. Jóhann G. Möller hefur sagt, að þetta og annað, sem ungir sjálfstæðismenn börðust fyrir, hafi verið svipað baráttumál- um Franklíns D. Roosvelts í Banda- ríkjunum. Að vísu er Roosvelt einkum kunnur fyrir að hafa stór- aukið opinbérar framkvæmdir, sem ekki er á minnzt í stefnuskránni, en þó er sannleikskjarni í þessu. í kreppunni hneigðust menn til auk- inna ríkisafskipta, og gilti einu, við hvaða stefnu þeir kenndu sig, því að þeir töldu kreppuna til marks um það, að ríkið (þ,e. valdsmennirnir) yrðu að stjórna markaðnum (þ.e. skipta sér af viðskiptum einstakl- inganna). Fyrir ungum sjálfstæðis- mönnum höfðu í þessu efni einkum orð Thor Thors, Gunnar Thoroddsen og Jóhann G. MöIIer. Kalt stríð — „blandað“ hagkerfi Viðhorfið breyttist eftir síðari heimsstyrjöldina. Ekki þótti lengur nein róttækni að krefjast ríkisaf- skipta. Sjálfstæðismenn voru lang- flestir sammála um hið „blandaða" hagkerfi takmarkaðra ríkisafskipta af atvinnulífinu. En vinna þurfti almenning til fylgis við þessa steínu, því að höftin voru enn landlæg og viðskiptahættir á íslandi aðrir og verri en í nálægum lýðræð- islöndum. Einnig hafði skollið á „Kalt stríð“ milli lýðræðisríkjanna annars vegar og Ráðstjórnarríkj- anna hins vegar: Vesturlandabúar fóru að því heilræði Rómverja hinna fornu að verja friðinn með vopnum og stofnuðu Atlantshafsbandalagið. Færa varð rök fyrir varnarsam- vinnu íslendinga við aðrar lýðræðis- þjóðir og ekki síður að færa rök gegn hugsjón Kremlverja, sameign- arstefnunni. Ungir sjálfstæðismenn réðu yfir einni síðu í Morgunblað- inu, og þar birtu þeir 1945 útdrátt nýútkominnar bókar, sem þegar var orðin fræg og með sumum alræmd. Bókin var Leiðin til ánauðar (The Road to Serfdom) eftir austurríska hagfræðinginn Friedrich A. Hayek, en í henni leiddi hann rök að því, að sameignarstefna Stalíns og þjóðern- isstefna Hitlers væru tvær greinar af sama meiði, og mælti fyrir einstaklingshyggju, fyrir skipulagi viðskipta frjálsra einstaklinga, fyrir réttarríkinu. Ólafur Björnsson hag- fræðingur, sem þá var dósent í Háskóla Islands og starfaði með ungum sjálfstæðismönnum, íslenzk- aði útdráttinn. Þjóðviljinn brást ókvæða við þessari ádeilu á sam- hyggju (sósíalisma) og kallaði Hay- ek „heimsviðundur" og Ólaf „lands- viðundur" í forystugreinum sínum. Samband ungra sjálfstæðis- manna gaf útdráttinn úr bók Hay- eks út í bæklingi 1946. Nokkur fleiri stjórnmálarit komu út að frum- kvæði ungra sjálfstæðismanna næstu árin, og komu þar einkum við sögu Geir Hallgrímsson og Eyjólfur Konráð Jónsson: Guðinn sem brást eftir Arthur Koestler og fimm aðra fyrrverandi sameignarsinna kom út 1950, Nítján hundruð áttatiu og fjögur eftir George Orwell kom út 1951. E1 Campesino eftir fyrrver- andi leiðtoga spænskra sameignar- sinna kom út 1952. Haftastefna og kjarabótastefna eftir Ólaf Björns- son prófessor, kom út fyrir alþingis- kosningarnar 1953. Þessar bækur voru að vísu ekki gefnar út í nafni neinna sjálfstæðisfélaga, en þó af sjálfstæðismönnum. En fjöldi bækl- inga var gefinn út af Heimdalli og S.U.S. á dögum Kalda stríðsins, og vöktu mesta athygli Þeirra eigin orð 1953, þar sem tínd voru til orð íslenzkra sameignarsinna fyrr og síðar, Frjálslynd framfarastefna 1953 eftir Ólaf Björnsson prófessor, Sjálfstæðisstefnan sama ár eftir Jóhann Hafstein alþingismann, Vit- ið þér enn? 1956, þar sem tínd voru til orð íslenzkra sameignarsinna um SJÁ NÆSTU SÍÐU Hér hafa ungir sjálfstæðismenn raðað sér svo, að stafir Sambandsins verða til: S-U-S, á sambandsþingi-1943 á Þingvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.