Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 23 bing S.U.S. 1955: Á myndinni eru m.a.: Ásgeir Pétursson (4. frá v. á bekknum), Ragnhiidur Helgadóttir (6. frá v. á bekknum), Magnús Jónsson (7. frá v. á bekknum), Þorvaldur Garðar Kristjánsson (1. röð, 3. frá h.), Geir Ilallgrímsson (1. röð, 4. frá h.), Matthías Á. Mathiesen (1. röð, 2. frá v.), Matthías Johannessen (2. röð, 3. frá h.). viðskiptafræðingur gegn Jóni í prófkjöri ungra manna 1973 og féll og Jón Steinar Gunnlaugsson í prófkjöri 1975 gegn Jóni og féll. Mikla athygli vakti, að ungur maður bauð sig fram til varafor- manns Sjálfstæðisflokksins á lands- fundinum 1979. Hann var Davíð Oddsson borgarfulltrúi, en aðrir í kjöri voru Matthías Bjarnason og Gunnar Thoroddsen, og náði Gunn- ar naumlega kjöri. Davíð sagði í viðtali í 1.—2. hefti Stefnis 1980: „Með þessu framboði mínu til vara- formanns, vildi ég taka af allan vafa um, á afgerandi og táknrænan hátt, að ég teldi nauðsyn breytinga á forystuliði flokksins.“ Það þótti flestum til marks um aukin áhrif ungs fólks í Sjálfstæð^g- flokknum, þegar þau Kjartan Gunn- arsson og Inga Jóna Þórðardóttir tóku við framkvæmdastjórn flokks- ins í septemberbyrjun 1980. Tengsl S.U.S. við önnur samtök Samband ungra sjálfstæð- ismanna var í Æskulýðssambandi íslands, en sagði sig ásamt mörgum öðrum félögum úr því 1973, þegar róttæklingar náðu tökum á því og samþykktu ályktanir um stjórnmál, sem voru þvert á stefnu sambands- ins. Aftur var gengið í Æskulýðs- Mikla athygli vakti framboð Davíðs Oddssonar til varaf- ormanns sjálfstæðisflokksins 1979, en með því risu ungir menn upp gegn hefðbundnum flokkadráttum hinna eldri. Þættir úr sögu SUS. Allri alvöru fylgir nokkurt gaman. Hér handleikur Árni Sigfússon, kennari og blaðamaður, gitarinn á kvöldskemmtun á aukaþingi S.U.S. á Þingvöllum 1978. sambandið 1978, þegar róttæklingar höfðu sleppt tökum á því. Samband- ið varð aðili að samtökum ungra íhaldsmanna á Norðurlöndum, Nordisk Ungkonservativ Ungdom eða NUU, 1978 og að samtökum ungra lýðræðissinna í Norðurálfu, Democratic Youth Community eða DEMYC, 1977. Aðild Sambandsins að þessum tveimur samtökum hefur verið gagnrýnd af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi telja margir, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé annarrar gerð- ar en íhaldsflokkarnir á Norður- löndum og eigi því varla að starfa með þeim einum á alþjóðavettvangi, honum svipi miklu fremur til Kristilega lýðræðisflokksins í Vestur-Þýzkalandi eða fhalds- flokksins í Bretlandi en norrænu íhaldsflokkanna. í öðru lagi óttast sumir, að sambandið verði að ferða- félagi, þannig að starfið miði allt að því að komast í „ókeypis" utan- landsferðir. Hinir, sem fylgjandi eru aðild, segja, að hún sé ungum sjálfstæðismönnum gagnleg, því að þeir fræðist um viðhorf og vinnu- brögð lýðræðissinna í öðrum lönd- um. Samband ungra sjálfstæðis- manna hefur einnig verið í nokkrum tengslum við félög, sem eru ekki félög sjálfstæðismanna einna, en margir ungir sjálfstæðismenn starfa þó í. Eitt þeirra er Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla íslands, sem stofnað var 1936, en fyrsti formaður þess var Jóhann Hafstein og núverandi for- maður er Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson. Annað er Varðberg, sem er félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu. Það var stofnað á fyrri hluta sjöunda áratugarins, og í því starfa saman fulltrúar ungra sjálfstæðismanna, alþýðu- flokksmanna og framsóknarmanna. Formenn Varðbergs úr röðum ungra sjálfstæðismanna hafa verið: Hörð- ur Einarsson, Guðmundur H. Garð- arsson, Hilmar Björgvinsson, Jón E. Ragnarsson, Markús Örn Antonsson og Már Gunnarsson. Hið þriðja er Félag frjálshyggjumanna, sem stofnað var 8. maí 1979 til að safna og miðla upplýsingum um frjáls- hyggju og sósíalisma (eða sam- hyggju), en formaður þess er Frið- rik Friðriksson. Einnig má nefna íslenzku andófsnefndina, sem stofn- uð var eftir handtöku vísinda- mannsins Andreis Sakharovs í janúar 1980, leiðtoga andófsmanna í Ráðstjórnarríkjunum. Formaður andófsnefndarinnar er Inga Jóna Þórðardóttir. Starfsreglur Sambands ungra s jálf stæðisman na Samkvæmt fyrstu 'águm sam- bandsins, sem Torfi Hjartarson samdi, voru félög u'’gra sjálfstæð- ismanna aðildarfélóg. í stjórn sam- bandsins voru 5 menn, allir kjörnir á sambandsþingi, en formaður var kjörinn sérstaklega. Ákvæði var um fulltrúaráð í þessum fyrstu lögum, en það starfaði ekki að neinu ráði. I fulltrúaráðinu áttu að vera stjórn- armenn og einn fulltrúi hvers aðild- arfélags. Sambandsþing átti að koma saman árlega (en síðar var því breytt í annað hvert ár). Samkvæmt núgildandi lögum sambandsins eru sambandið „bandalag kjördæmis; samtaka" ungra sjálfstæðismanna. í stjórn sambandsins eru 22 menn, kjörnir á sambandsþingi, formaður, sem kjörinn er sérstaklega, 9 frá Reykjavík, 4 af Reykjanesi, 2 úr Norðurlandskjördæmi eystra og af Suðurlandi, en 1 úr öðrum kjördæm- um. Innan stjórnarinnar starfar framkvæmdastjórn formanns, tveggja varaformanna, gjaldkera og ritara. Sambandsþing kemur saman annað hvert ár. Félög ungra sjálfstæðismanna eru nú þessi: Heimdallur í Reykja- vík, Þór á Akranesi, Félag ungra sjálfstæðismanna í Mýrasýslu, Fé- lag ungra sjálfstæðismanna í Snæ- fells- og Hnappadalssýslu, Félag ungra sjálfstæðismanna í Dala- sýslu, Neisti í Vestur-Barðastranda- sýslu, Félag ungra sjálfstæðis- manna í Austur-Barðastrandasýslu, Fylkir á ísafirði, Félag ungra sjálf- stæðismanna í Vestur-ísafjarðar- sýslu, Félag ungra sjálfstæðis- manna í Norður-ísafjarðarsýslu, Ingólfur í Strandasýslu, Jörundur í Austur-Húnavatnssýslu, Víkingur á Sauðárkróki, Njörður á Siglufirði, Vörður á Akureyri, Garðar á Ólafs- firði, Félag ungra sjálfstæðismanna í Austur-Skaftafellssýslu, Félag ungra sjálfstæðismanna í Vestur- Skaftafellsýslu, Fjölnir í Rangár- vallasýslu, Eyverjar í Vestmanna- eyjum, Trausti í Árnessýslu (en heifur ekki starfað lengi), Félag ungra sjálfstæðismanna í Kjós, Týr í Kópavogi, Stefnir í Hafnarfirði, Heimir í Keflavík og Baldur á Seltjarnarnesi. — Ætlunin var sam- kvæmt starfsreglum, að kjördæmis- samtök ungra sjálfstæðismanna væru aðilar að Sambandi ungra sjálfstæðismanna, en þau hafa lítið sem ekkert starfað, og því hafa hin einstöku félög í raun verið aðilar. Óvíst er, hve margir félagar eru skráðir í Sambandi ungra sjálfstæð- ismanna, en sennilega eru þeir um 5 þúsund. Höfum við gengið til góðs________? Samband ungra sjálfstæð- ismanna hefur starfað í fimmtíu ár, og viðeigandi er að lokum að spyrja einnar spurningar: Höfum við geng- ið til góðs ...? Sumt bendir til þess, að svarið kunni að vera neitandi. Ungir sjálfstæðismenn geta náð góðum árangri í þeirri baráttu fyrir einstaklingsfrelsi, sem Sjálfstæðis- flokkurinn var stofnaður til að sinna, án þess að bindast samtökum, eins og dæmin sýna. Einnig getur verið, að úr slíku starfi mótist sérstök manngerð, ef svo má segja: atvinnustjórnmálamaðurinn, sem lifir ekki fyrir stjórnmálin, heldur af þeim. Jón Þorláksson, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson ólust ekki upp í neinum æskulýðssamtök- um. Þeir voru svipmiklir einstakl- ingar, sem sköruðu í einhverju fram úr, og völdust því til forystu. En atvinnustjórnmálamanninum úr æskulýðssamtökunum hættir til að gera fylgisöflunina að eina tak- markinu, hann hefur vanizt því frá unglingsárum að safna atkvæðum með alúðlegu viðmóti og þeirri ófrumlegu hugsun, sem fælir engan frá. Hann hefur alltaf starfað innan flokksins og ber vopnin því ekki eins fimlega á vettvangi stjórnmálanna, þar sem flokkarnir berjast, og þeir menn, sem fengnir eru inn i stjórn- málaflokk vegna einhverra verð- leika. En fleira bendir þó til, að svarið verði játandi — að við höfum þrátt fyrir allt gengið götuna til góðs. Ungt fólk er að öllu jöfnu óspilltara af þeim málamiðlunum, sem gera þarf í stjórnmálum, en hinir eldri, það vakir betur yfir hugsjónunum. Það er ekki allt tjóðrað við vanann eða hamslaust af vaidafýsn. Hlutverk ungs fólks í Sjálfstæðisflokknum hefur alltaf verið að gæta þess, að þeirri stefnu hans, sem mörkuð var í upphafi, væri fylgt. Æskan hefur verið sam- vizka Sjálfstæðisflokksins. Eldmóð- ur hennar er flokknum lífsnauðsyn- legur eins og reynsluvit hinna eldri manna. Því betur skipulagðir sem ungir menn eru, því áhrifameiri eru þeir, og áhrif ungs fólks eru æ: ileg í Sjálfstæðisflokknum, ekki sízt nú þegar hann glímir við mikinn vanda og torleystan. Æskan er ekki ein- ungis samvizka Sjálfstæðisflokks- ins, hún er einnig eina von hans. BAKHtB BURT Hugmyndir ungra sj&lfstædismanna um samdrátt í ríkisbúskapnum Afleiðingar rikisumsvifanna: Misrétti og slæmar fiárfestingar xmm J o gtsasjisg SSS: '*l~ •» »l*c »*«• • mma lHcnla •1M1 ifeautl feWHipknii .| H « >• Ungir sjálfstæðismenn setja fram hugmyndir um breytingar: Burt með til- færslur-hag- kvæma fjár- festingu Barátta ungra sjálfstæðismanna 1977 undir kjörorðinu „Báknið burt“ vakti mikía athygli. Þeir kröfðust þess, að dregið yrði úr ríkisbúskapnum til þess að auðvelda markaðsbúskap og tryggja þannig almenna velmegun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.