Morgunblaðið - 20.09.1980, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.09.1980, Qupperneq 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 Hannes H. Gissurarson: Á grundvelli ein- staklingsfrelsis...“ Stofnun S.U.S. Samband ungra sjálfstæð- ismanna var stofnað 27. júní 1930 á Þingvöllum. Félög ungra sjálfstæð- ismanna höfðu verið stofnuð af kappi fyrir stofnfundinn, Heimdall- ur í Reykjavík þegar 16. febrúar 1927, Stefnir í Hafnarfirði 1. des- ember 1929, Vörður á Akureyri 10. febrúar 1929, Fylkir á ísafirði, Óðinr. á Flateyri, Skjöldur í Stykk- ishólmi og félög ungra sjálfstæð- ismanna í Bolungarvík og Borgar- nesi, á Eskifirði, Sauðárkróki og hlaut það síðar nafnið „Víkingur", Siglufirði og í Vestmannaeyjum og Vestur-Húnavatnssýslu. Munaði ekki sízt um það, að Gunnar Thor- oddsen hafði ferðazt um Vestur- og Norðurland með Jóni Þorlákssyni (sem kvæntur var móðursystur hans) þá um vorið og sumarið og hvatt til stofnunar félaga. Torfi Hjartarson lögfræðingur, sonur Hjartar Snorrasonar alþingismanns, hafði boðað til fundarins, en hann hafði verið með Guðna Jónssyni og Pétri Hafstein í undirbúningsnefnd Heimdallar undir stofnun sam- bandsins. Torfi var einn þeirra ungu manna, sem fannst íhaldsflokkur- inn marka sér of þröngan vettvang og fagnaði því sameiningu hans og Frjálslynda flokksins 25. maí 1929. Torfi setti fundinn, sem var haldinn undir berum himni, stjórnaði hon- um og var kjörinn formaður með 26 atkvæðum, ' Gunnar Thoroddsen fékk 4 atkvæði og Thor Thors (bróðir Ólafs og þá mjög efnilegur stjórnmálamaður) 1 atkvæði. Hvorki Gunnar né Thor munu hafa sótzt eftir formannsstarfinu, en fengið atkvæði einhverra aðdáenda. í stjórn Sambandsins voru kjörnir Sigríður Auðuns, Kristján Stein- grímsson, Árni Mathiesen og Guðni Jónsson. Það var ekki í verkahring Sam- bandsins þá fremur en nú að halda fundi, heldur einstakra félaga. Sam- bandið átti að vera vettvangur ungra sjálfstæðismanna, auðvelda þeim að eflast hverjum af öðrum og vinna að „þjóðlegri, víðsýnni og frjálslyndri framfarastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis, at- vinnufrelsis og séreignar, með hags- muni allra stétta fyrir augum,“ eins og sagði í fyrstu lögum þess, sem voru sett á Þingvöllum. Sambandið tók við útgáfu blaðsins Heimdallar af Heimdalli í Reykjavík og gaf það út 1931 undir ritstjórn Guðna Jóns- sonar norrænufræðings (síðar próf- essors) og Torfa Hjartarsonar, en síðan var það selt Sigurði Krist- jánssyni. Óflugasta aðildarfélagið var og hefur alltaf verið Heimdallur í Reykjavík, en félögin á Akureyri og í Hafnarfirði og Vestmannaeyj- Þættir úr 50 ára sögu SUS Þing var ekki haldið 1935 eins og vera átti samkvæmt þágildandi skipulagsreglum, heldur 1936 í Reykjavík. Kristján Guðlaugsson (síðar ritstjóri Vísis og stjórnarfor- maður Loftleiða hf.) var kjörinn formaður Sambandsins með 16 at- kvæðum, en tveir greiddu ekki atkvæði. Aðrir í stjórn voru kjörnir með öllum greiddum atkvæðum Bjarni Benediktsson, Björn Snæ- björnsson, Jóhann Möller og Jóhann Hafstein. Þing var ekki haldið aftur fyrr en 1940, og var Gunnar Thor- oddsen kjörinn formaður með lófa- taki, en í stjórn voru kjörnir — einnig með lófataki — Jóhann Hafstein, Sigurður Bjarnason, Leif- ur Auðunsson og Magnús Jónsson frá Mel. Sambandið hafði ekki starfað mjög vel næstu árin á undan, en þetta breyttist, og var margt gert til að blása lífi í aðildarfélögin og auka fræðslu um stjórnmál. Hvers vegna hurfu bókmenntamenn frá Sjálfstæðis- flokknum? Formenn S.U.S. 1930—1975 1. röð frá v.: Gunnar Thoroddsen, Kristján Guðlaugsson, Geir Hallgrímsson, Torfi Hjartarson, Jóhann Hafstein, Magnús Jónsson. 2. röð frá v.: Friðrik Sophusson, Ellert B. Schram, Birgir ísl. Gunnarsson, Árni Grétar Finnsson, Þór Vilhjálmsson, Ásgeir Pétursson. um (sem hlaut síðar nafnið „Eyverj- ar“) hafa líka stundum starfað vel. Þing S.U.S 1932 og 1933 Annað þing Sambandsins var haldið í Reykjavík 1932. Félag sjálfstæðismanna í Bolungarvík hafði hætt að starfa í Sambandinu, því að í því voru einkum eldri menn, en stofnuð höfðu verið 4 ný félög, á Eyrarbakka 29. nóvember 1930, Seyðisfirði, Akranesi 31. marz 1931 og í Keflavík, þannig að aðildarfélög eru 16. 1700 menn voru taldir í félögum ungra sjálfstæðismanna það árið. Á þessu þingi var Torfi Hjartarson endurkjörinn, þótt hann hefði færzt sjálfur undan og lagt til kjör Thor Thors, en Thor neitaði að bjóða sig fram og lagði til endurkjör Torfa. I lokaræðu sinni sagði forseti þingsins, Magnús Thorlacius, frá Framsóknarmanni einum, sem síðar varð hæstaréttardómari, er hefði sagt, að hann „skildi ekki í honum Torfa Hjartarsyni, atvinriulausum manninum", að vera sjálfstæðis- maður (en þá stjórnaði Framsókn- arflokkurinn einn, Jónas Jónsson frá Hriflu deildi og drottnaði, og þótti ekki framavænlegt að vera sjálfstæðismaður). Magnús hvatti þingfulltrúa til að fara að dæmi Torfa og fylgja hugsjóninni. í stjórn Sambandsins voru kjörnir: Guðni Jónsson, Pálmi Jónsson, Adolf Björnsson og Eysteinn Bjarnason. Þriðja þing Sambandsins var haldið í Reykjavík 1933. í hóp aðildarfélaga bættist á þinginu Skjöldur á Patreksfirði, sem var stofnað 28. október 1931. Torfi Hjartarson var kjörinn formaður, en aðrir voru kjörnir í stjórn Guðni Jónsson, Jóhann G. Möller, Kristján Guðlaugsson og Knútur Arngrímss- on. Guðni Jónsson hafði í raun gegnt starfi formanns frá 1932, er Torfi Hjartarson fór til ísafjarðar. Félagar í Sambandinu voru taldir um 2000 og aðildarfélögin 16. Sam- bandið varð að selja Sigurði Krist- jánssyni (kennara og síðar alþing- ismanni) blaðið Heimdall í árslok 1933. Þing S.U.S. 1934 og 1936 Fjórða þing Sambandsins var haldið í Reykjavík 1934. Þar fögn- uðu menn því, að fyrsti maðurinn úr röðum ungra sjálfstæðismanna hafði tekið sæti á Alþingi, en hann var Thor Thors, sumarið 1933. Á þessu þingi hóf Gunnar Thoroddsen máls á því, að nauðsynlegt væri að kenna mælskulist innan flokksins, Jóhann G. Möller var kjörinn for- maður með dynjandi lófataki, en í stjórn voru kjörnir Gunnar Thor- oddsen með 30 atkvæðum, Bjarni Benediktsson með 26 atkvæðum, Björn Snæbjörnsson með 11 at- kvæðum og Stefán Jónsson með 18 atkvæðum. (Bjarni tók ekki kjöri vegna annríkis.) Athygli vekur, að Gunnar hlaut fleiri atkvæði en Bjarni. Það þarf þó ekki að koma á óvart, því að Gunnar hafði starfað í Sambandinu frá upphafi, ferðazt um landið og kynnzt fjölda manna, en Bjarni hafði ekki gengið í flokkinn fyrr en skömmu eftir Gúttóslaginn (9. nóvember 1932). Ástæða er til að staldra við nöfn nokkurra manna, sem birtast í skýrslum og skjölum frá fyrsta áratug Sambandsins: Guðni Jónsson norrænufræðingur, Lárus H. Blön- dal bókavörður, Knútur Arngríms- son sagnfræðingur, Einar Olafur Sveinsson norrænufræðingur ... Allir voru þeir sjálfstæðismenn, en hættu að starfa í flokknum, Lárus og Guðni urðu byltingarsamhyggju- menn (kommúnistar), Einar Olafur meðreiðarsveinn — „fellow-traveller" — róttæklinga og Knútur þjóðern- is-samhyggjumaður (nazisti). Hvers vegna hurfu þessir menn frá Sjálf- stæðisflokknum? Hvers vegna missti flokkurinn fylgi með bók- menntamönnum? Svörin eru mörg við þessum spurningum. Eitt er, að bókmenntamenn hneigast til draumlyndis, þvi að þeir fást ekki við veruleikann, heldur skáldskap- inn, og samhyggjan er draumur um fyrirmyndarríkið. Líklegasta svarið Samhandsþing 1943 á Þingvöllum. Á myndinni eru m.a.: Magnús Jónsson (1. röð, 1. frá v.), Jóhann Hafstein (1. röð, 2. frá v.), Gunnar Thoroddsen (1. röð, 4. frá h.), Sigurður Bjarnason (1. röð, 3. frá h.), Jón Árnason (2. röð, 4. frá h.), Ingólfur Jónsson (3. röð, 1. frá h.), Vala Thoroddsen, eiginkona Gunnars, Ragnheiður Hafstein, eiginkona Jóhanns, og Sigríður Björnsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar (3. röð, 3.-5. frá v.) og Baldur Möller (3. röð, 1. frá v.).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.