Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 Rætt við f jóra fyrrverandi ____Torfi Hjartarson, fyrsti formaður SUS 1930—34: „Stofnun Sjálf- stæðisflokksins vakti miklar vonir og áhuga ungra manna“ Við náðum tali af Torfa Hjart- arsyni, sem var forgöngumaður að stofnun Sambands ungra Sjálf- stæðismanna og fyrsti formaður þess, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar varðandi stofnun fé- laga ungra Sjálfstæðismanna og Sambandsins. Hvert var upphaf að stofnun félaga ungra Sjálfstæðismanna? Heimdallur er elsta félagið. Það var stofnað á dögum íhaldsflokks- ins eða nánar tiltekið 16. febrúar 1927. Hvatamenn að stofnun fé- lagsins voru nokkrir ungir og áhugasamir menn um stjórnmál pg nokkrir eldri áhugamenn í íhaldsflokknum. Félagið var fyrstu árin fremur fámennt, en síðari hluta árs 1929 og í upphafi ársins 1930 eflist félagið mjög og bar margt til þess. Frjálslyndi flokkurinn og íhaldsflokkurinn, við Alþingis- kosningarnar 1927 höfðu víða boð- ið fram hvor á móti öðrum og beðið ósigur fyrir Framsóknar- flokknum, voru sameinaðir í mái 1929 og mynduðu Sjálfstæðis- flokkinn. Vakti stofnun Sjálfstæð- isflokksins miklar vonir og áhuga meðal ungra manna, sem aðhyllt- ust stefnu hans. Bættust Heim- dalli þá margir ágætir liðsmenn, sem verið höfðu í Frjálslynda flokknum eða utan flokka. Ríkisstjórn Framsóknarflokks- ins sem var við völd um þessar mundir var með þeim hætti að hún vakti harða andstöðu ungra frjálshyggjumanna. Hér við bætist að í janúar 1930 var kosið til bæjarstjórna. Heim- dellingar töldu þá sjálfsagt að þeir fengju að velja einn mann í öruggt sæti á lista flokksins í Reykjavík eða í baráttusætið. Völdu þeir til þess hinn ágæta formann sinn, Pétur Hafstein, lögfræðing. Flokkstjórnin vildi hins vegar að nokkuð eldri maður, sem verið hafði í bæjarstjórninni yrði full- trúi Heimdallar á listanum. Meg- inhluti Heimdellinga neitaði að fallast á það. Urðu út af þessu, stutt en mjög snörp átök milli Heimdellinga og flokksforystunn- ar. Lyktir málsins voru þær, að Pétur var settur í öruggt sæti á listanum og kosinn í bæjarstjórn. Þessi sigur ungu mannanna og átökin sem á undan fóru vöktu mikla athygli. Gekk þá margt ungt fólk í Heimdall og efldist félagið að starfi og áhrifum. Lyfti þetta einnig undir félagsstofnanir ungra manna utan Reykjavíkur. Hver voru tildrögin að stofnun Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna? Á árinu 1929 voru stofnuð nokk- ur félög ungra Sjálfstæðismanna og voru félögin í upphafi árs 1930 orðin sex að tölu. Var vaxandi áhugi í Heimdalli fyrir því, að stofnuð yrði fleiri slík félög. Skip- aði Heimdallur snemma vors 1930 þriggja manna nefnd til að leita stuðnings og atbeina miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins til stofnunar félaga út um landið. Voru ásamt mér í nefndinni þeir Pétur Haf- stein og Guðni Jónsson, síðar prófessor. Ég lagði til við Magnús Guð- mundsson, framkvæmdarstjóra flokksins, að Samband ungra Sjálfstæðismanna yrði stofnað á Þingvöllum á Alþingishátíðinni, og að þangað til yrði unnið að stofnun nýrra félaga. Féllst hann þegar á þessar tillögur og fól mér að hefjast handa um undirbúning að stofnun félaganna og myndun Sambandsins. I samráði við Magnús og félaga mína í Heimdalli skrifaði ég síðan ýmsum Sjálfstæðismönnum út um land, sem kunnir voru að dugnaði, og hvatti þá til að stofna félög ungra manna hver á sínum stað. Lét ég þess jafnframt getið að í ráði væri að stofna samband ungra Sjálfstæðismanna á Al- þingishátíðinni ef nægilega mörg félög yrðu stofnuð fyrir þann tíma. Árangurinn varð sá að stofnuð voru sjö ný félög fyrir hinn tilsetta tíma og undirbúning- ur hafinn að stofnun nokkurra til viðbótar. Boðaði ég síðan til stofn- fundarins á Þingvöllum. Hvenær og hvernig var svo Samband ungra sjálfstæðis- manna stofnað? Sambandið var stofnað á Þing- i Torfi Hjartarson völlum, eða nánar tiltekið í Hvannagjá 27. júní 1930, sem var annar dagur Alþingishátíðarinn- ar, og hófst stofnþingið kl. 9 árdegis. Sátu fundarmenn á gras- bala undir gjábarminum vestri, í hinu fegursta veðri og sólskini. Þingið sóttu 45 kjörnir fulltrúar frá 13 félögum, sem voru þessi: Heimdallur í Reykjavík, Félag ungra sjálfstæðismanna Borgar- nesi, Skjöldur í Stykkishólmi, Óðinn á Flateyri, Félag ungra sjálfstæðismanna í Bolungarvík, Fylkir á ísafirði, Baldur í Vestur- Húnavatnssýslu, Víkingur á Sauð- árkróki. Félag ungra sjálfstæð- ismanna á Siglufirði. Vörður á Akureyri. Félag ungra sjálfstæð- ismanna á Eskifirði. Félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmanna- eyjum og Stefnir í Hafnarfirði. Að baki þessara fulltrúa voru 1100—1200 félagsmenn. Ég setti stofnþingið og nefndi Guðna Jónsson til ritara. Lýsti ég síðan með nokkrum orðum til- drögum og undirbúningi stofn- þingsins og benti á nauðsyn þess, að félögin mynduðu allsherjar samband með sér hvert öðru til styrktar og eflingar. Bar ég að lokum fram tillögu þess efnis að Samband ungra Sjálfstæð- ismanna yrði stofnað þá þegar af þeim 13 félögum, sem fulltrúa áttu á þinginu. Var tillagan samþykkt með atkvæðum allra þingheyj- anda. Síðan lagði ég fram frumvarp til laga fyrir sambandið. Var frumvarpið rætt og samþykkt sem lög Sambandsins með smávægi- legum breytingum. Að því loknu fór fram stjórn- arkjör. Var ég kjörinn formaður Sambandsins og með mér í stjórn: Guðni Jónsson, Reykjavík 1. vara- formaður, Kristján Steingrímsson Akureyri 2. varaformaður, Sig- ríður Auðuns Isafirði ritari og Árni Matthiesen Hafnarfirði gjaldkeri. Þá var og kosin fimm manna varastjórn. Skildu fundarmenn síðan glaðir og reifir eftir að hafa sungið nokkra ættjarðarsöngva og hróp- að húrra fyrir Islandi og Sjálf- stæðisflokknum. Hvað varst þú lengi formaður SUS? Ég var formaður þess frá 1930 þar til í apríl 1934, en ég var fjarverandi úr Reykjavík um það bil helming þess tíma. Féll það þá í hlut Guðna Jónssonar að gegna formannsstörfum og gerði hann það með ágætum. Hvernig var félags- andinn þann tíma sem þú varst formaður Sambandsins? Hann var sérstaklega góður. Meðal félagsmanna ríkti mikill og almennur áhugi. Fjöldi mála var tekinn til athugunar og umræðu. Að sjálfsögðu gat menn greint á um einstök atriði en þau ágrein- ingsefni voru yfirleitt ekki mikil- væg og tókst ávalt að jafna þau í fullu bróðerni og eindrægni. Það kom hinsvegar stundum fyrir að forystumenn ungra sjálf- stæðismanna greindi nokkuð á við stjórn og forystumenn Sjálfstæð- isflokksins svo til nokkurra átaka kom. Þau átök voru ávalt illinda- laus og ágreiningur fljótlega jafn- aður. Eg held að þetta hafi styrkt samtök hinna ungu manna og verið flokknum til góðs. * Arni Grétar Finnsson, formaður 1964—67: Mörg af stefnumálum SUS hafa komist í framkvæmd Ég byrjaði að starfa í Sambandi ungra sjálfstæðismanna þegar Magnús Jónsson frá Mel var formaður Sambandsins, en hann var ríkur af hugsjónum og í senn raunsær og frjálslyndur foringi, sem hafði mikil og góð áhrif á þá ungu menn sem hófu störf í SUS í hans formannstíð. Á þeim tíma sem ég er formaður Sambandsins er Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, en hann hafði tekið við af Ólafi Thors árið 1961. Á þessum árum var starfrækt Rannsóknar og upplýsingastofnun SUS (RUSUS). Megin viðfangsefni þeirrar stofnunar voru mennta- mál, og á vegum RUSUS var unnið mikið og gott starf. Forstöðumað- ur hennar á þessum árum var Þórir Einarsson, síðar prófessor. RUSUS skilaði mjög ítarlegum og yfirgripsmiklum tillögum sem síð- ar komu til afgreiðslu á þinginu á Akureyri 1965. Margt af því sem þar kom fram hefur síðan komist í framkvæmd svo sem sérstakar skólarannsóknir, afnám lands- prófs o.fl. Megin markmið ungra sjálfstæðismanna í fræðslumálum var að opna mun fleirum leið til framhaldsmenntunar og sam- ræma betur nám í skólum lands- ins og þarfir atvinnuveganna. Önnur mál, sem þá var unnið að var að auðvelda ungu fólki að eignast eigið húsnæði og að stuðia að auknum lánum þeim til handa. Þar náðist umtalsverður árangur og á þessum tíma var mun auð- veldara fyrir ungt fólk að eignast þak yfir höfuðið en nú. Á þessum árum beitti SUS sér fyrir ráð- stefnuhaldi víðsvegar um landið um margvísleg málefni, bæði sem snertu landsmálin í heild og svo sérstök byggðarlög og atvinnuvegi þeirra svo sem endurnýjun tog- araflotans o.fl. Þá var eitt af baráttumálum SUS á þessum tíma, að hafist yrði handa við stóriðju og stórvirkjan- ir. Forystu í þessum málum á ríkisstjórnarárum Bjarna Bene- diktssonar höfðu þeir Ingólfur Jónsson með höndum, sem raf- orkuráðherra og síðan Jóhann Hafstein sem raforku-, og enn- fremur iðnaðarráðherra á þessum tíma. Á þessum árum var mótuð sú stefna að hafist skyldi handa við virkjun Þjórsár við Búrfell og síðar Sigöldu og Hrauneyjarfoss. Einnig var á þessum tíma hafist handa við byggingu Álversins í Straumsvík. Ég minnist þess að okkur ung- um sjálfstæðismönnum þótti und- irbúningur virkjunarframkvæmd- anna taka of langan tíma og mér er sérstaklega minnisstætt að eitt sinn á flokksráðsfundi vorum við Styrmir Gunnarsson, þáverandi formaður Heimdallar, með all- harða en lítt grundaða gagnrýni á forystuna í þessum málum. Bjarni varð þá fyrir svörum og gerði grein fyrir gangi mála og hvernig Árni Grétar Finnsson undirbúningi væri háttað og sagði að ungu mennirnir yrðu að gera sér grein fyrir því, að eins og meðgöngutíminn væri níu mánuð- ir, þá þyrftu þessi stórmál einnig sinn mikla undirbúning og með- göngutíma. Þegar Búrfell var tekið í notkun voru í framhaldi af því sett lög um virkjun Sigöldu og Hrauneyjafoss í Tungnaá á síðasta ári Viðreisn- arstjórnarinnar, undir forsæti Jó- hanns Hafsteins. Það er athyglis- og umhugsunarvert að enn hafa ekki nein sambærileg lög verið sett þó nær áratugur sé nú liðinn frá setningu þeirra. Góð samskipti við forystu flokksins Samskipti við forystumenn flokksins voru mjög góð. Persónu- lega hafði ég mest samskipti við Bjarna Benediktsson, en hann var á þessum tíma bæði formaður flokksins og forsætisráðherra, þar af leiðandi mjög önnum kafinn maður. Það hefði því mátt ætla að erfitt hefði verið fyrir okkur ungu mennina að fá viðtöl við hann um okkar mál, en það var öðru nær. í hvert einasta skipti sem ég leitaði til hans og óskaði eftir samtali við hann var svar hans ávallt „já“. Hann tiltók samstundis tímann sem hann ætlaði að ræða við mig eða þá sem samtal við hann óskuðu. Stundum voru samtölin stutt en oft gaf hann sér tíma til að rabba við okkur góða stund. Hann var í senn opinn fyrir hugmyndum okkar, en um leið benti hann okkur á, með góðvild en með sinni sterku rökhyggju, á þær veilur sem hann sá í málatil- búningi okkar. Það var ómetanlegt að hafa slíkan foringja og enda þótt við sem ungir og ákafir menn værum oft með aðra skoðun en forystan á hinum ýmsu málum, þá stóð aldrei á Bjarna að hlusta á það sem við höfðum fram að færa, enda þótt hann hristi höfuðið og andmælti þegar honum fannst hugmyndir okkar eiga lítið skylt við raun- veruleikann. Sú reynsla sem Bjarni miðlaði mér og öðrum ungum sjálfstæðismönnum var veganesti sem seint verður full- metið. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.