Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 Leikendur í Mávinum sem sjónvarpið sýnir kl. 21.30. Fremst á myndinni f.v.: leikkunan (Simone Signoret), rithöfundurinn (James Mason), unga stúlkan (Vanessa Redgrave), ungi maðurinn (David Warner). Sjónvarp kl. 21.30: Mávurinn — eftir leikriti Tjekovs Á dagskrá sjónvarps kl. 21.30 er bresk bíómynd, Mávurinn, frá árinu 1968, byggð á einhverju þekktasta leikriti Antons Tjekovs. Leikstjóri er Sidney Lumet. Aðalhlutverk: James Mason, Simone Signoret, Vanessa Redgrave og David Warner. Þýðandi er Rannveig Tryggvadóttir. — I Mávinum segir frá ókvæntum rosknum manni á eftirlaunum, sagði Rann- veig. Hann er fyrrverandi opinber starfsmaður, en býr nú á búgarði uppi í sveit. Hjá honum er stödd systir hans, sem er leikkona (Sim- one Signoret), og er í leyfi frá störfum, ásamt elskhuga sínum, sem er rithöfundur (James Mason). Sonur henn- ar (David Warner), 25 ára gamall, sem langar mikið til að verða rithöfundur, býr hjá móðurbróður sínum og lifir í algerri einangrun þarna í sveitinni, skrifar og lætur sér leiðast. Inn í söguna koma ung stúlka úr nágrenninu (Vanessa Red- grave) sem ungi maðurinn er ástfanginn af, læknirinn í sveitinni, ráðsmaður bú- garðsins, eiginkona hans og dóttir. Unga manninum finnst lítið koma til bókmennta eins og elskhugi móður hans framleiðir, finnst þær vellu- kenndar og ófrumlegar. Sama finnst honum um leik- ritin sem móðir hans leikur í. Hann semur og setur á svið leikrit sem er eintal ungrar stúlku um fjarlæga framtíðarsýn. Móðir hans gerir grín að þessu verki og særir viðkvæmt stolt hans. Nágrannastúlkan, sem hann elskar lítur á rithöfundinn og verk hans í öðru ljósi en ungi maðurinn og sér hvort tveggja í hillingum. Snilldarlegar persónulýs- ingar og samtöl, sagði Rann- veig Tryggvadóttir að lok- um. Leikritið Mávurinn var leikið í Iðnó 1971 í þýðingu Péturs Thorsteinssonar. Hringekjan kl. 16.20: Nýr þrýstihópur í þjóðfélaginu — og orkusparandi réttur vikunnar Á dagskrá hljóðvarps kl. 16.20 er þátturinn Hringekjan — fyrir börn á öllum aidri — í umsjá Eddu Björgvinsdóttur og Helgu Thorberg. — í þessum þaetti verður fjallað um framkomu fullorð- inna við börn, sagði Helga, — og leitað álits barna í þessu efni. Kannað verður hvernig af- greiðslu börn fá í kjörbúðum, sjoppum og á götum úti. Þá kynnumst við nýjum þrýstihópi í þjóðfélaginu, HSÞ-hópnum, nán- ar til tekið Hrekkjusvínaþrýsti- hópnum, en sem kunnugt er vaða hrekkjusvín uppi um þessar mundir. Flutt verður frumsamið óskalag Hringekjunnar, og við fáum óræka sönnun þess að gamli rímnakveðskapurinn er ekki búinn að syngja sitt síðasta vers. Réttur vikunnar er orku- sparandi: Heitt kakó — gerir kleift að sofa við mun minni hita en venjulega, og nota má prímus við drykkjargerðina. Handan um hof kl. 20.30: Thor VHhjálmsson Ási i Bæ. Trukk Parísar Thor Vilhjálmsson fer á kostum hjá Ása í Bæ Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.30 er þátturinn Handan um höf í umsjá Ása í Bæ, sem rabbar að þessu sinni við Thor Vilhjálms- son rithöfund um París og flétt- ar inn í viðtalið franskri tónlist. — Thor dvaldist í París í nokkur ár, sagði Ási, má segja samfleytt frá '47—52. Hann bjó í iistamannahverfunum á Mont- martre og Montparnasse og kynntist ýmsum listamönnum sem nú eru heimsþekktir. Thor hefur frá mörgu að segja og fer á kostum eins og hans er vandi, þegar hann lýsir trukki Parísar á þessum tíma. Útvarp Reykjavík L4UG4RD4GUR 20. september MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þui- ur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. daghi. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúkiinga. Krist- ín Sveinbjörnsdóttir kynnir. (lO.OOFréttir. 10.10 Veður- frcgnir). 11.20 Að leika og lesa. Jónína II. Jónsdóttir stjórn- ar barnatíma. M.a. rifjar Jóhanna Friðriksdóttir upp minnisstætt atvik úr bernsku sinni og Kári Þor- mar, 12 ára gamall. leikur eigin verk á flautu og píanó. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. SÍÐDEGIO 14.00 í vikulokin. Umsjónarmenn: Guðmundur Árni Stefánsson, Guðjón Friðriksson, óskar Magn- ússon og Þórunn Gestsdóttir. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hringekjan Blandaður þáttur fyrir börn á öilum aldri. Stjórnendur: Edda Björg- vinsdóttir og Helga Thor- berg. 16.50 Síðdegistónleikar. Fílharmoníusveitin í Bad Reichenhall leikur Vals úr óperunni „Faust“ eftir Charles Gounod; Wilhelm Barth stj./ Leontyne Price og Placido Domingo syngja dúetta úr óperum eftir Puc- cini með Nýju fílharmoníu- sveitinni; Nello Santi stj./ Sinfóníuhljómsveitin i Malmö leikur þætti úr „IInotubrjótnum“, ballett- svítu eftir Pjotr Tsjaikovský; Janos Furst stj. 17.50 „Sjóræningjar í Strand- arvík“, gömul færeysk saga. Séra Garðar Svavarsson les þýðingu sína. (Áður útvarp- að i þættinum „Eg man það enn“, sem Skeggi Asbjarnar- son sá um 29. f.m.). mnmmm LAUGARDAGUR , 20. september 16.30 Íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Fred Flintstone í nýjum ævintýrum Sautjándi og síðasti þáttur. býðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Shelley Gamanþáttur. Þýðandi Guðni Kolbeins- Non. 21.00 Einu sinni var Trad kompaníið leikur gamlan jass. Kompaníið skipa: Ágúst Eliasson, trompet Helgi G. Kristjánsson, gitar; Frið- rik Theodórsson, bassi og söngur; Kristján Magnús- son, pianó; Július K. Valdi- marsson, klarinetta; Sveinn ÓIi Jónsson, tromm- ur; og Þór Benediktsson, básúna. Stjórn upptöku Tage Amm- endrup. 21 „30 Mávurinn Bresk biómynd frá árinu 1968, byggð á einhverju þekktasta leikriti Tjekovs. Leikfélag Reykjavikur sýndi leikritið árið 1971. Leikstjóri Sidney Lumct. Aðalhlutverk James Mas- on, Simone Signoret, Van- essa Redgrave og David Warncr. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 23.45 Dagskrárlok 18.20 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDID 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 „Babbitt“ saga eftir Sin- clair Lewis. Sigurður Einarsson þýddi. Gísli Rúnar Jónsson leikari les sögulok (42). 20.00 Harmonikuþáttur. Högni Jónsson kynnir. 20.30 Handan um höf. Ási í Bæ rabbar við Thor Vilhjálmsson rithöfund um París og fléttar inn í viðtalið franskri tónlist. 21.30 Illöðuball. Jónatan Garðarsson kynnir ameríska kúreka- og sveita- söngva. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Kvöldsagan: „Sætbeizka sjöunda árið“ eftir Hcinz G. Konsalik. Bergur Björnsson þýddi. Ilalla Guðmundsdótt- ir les (8). 23.00 Danslög. (23.45 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.