Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 Félagsfundur Iðju ræddi skatta- og lífeyrismál: Fundarmenn gagn- rýndu fyarðlega af- stöðu ASHorystunnar ALLHARÐAR umræður urðu á félagsfundi í Iðju, félaKÍ verk- smiðjufólks i Reykjavik síðastlið- inn þriðjudaK. en á fundinum var m.a. samþykkt heimild um vinnu- stöðvun, ef stjórn félagsins þætti ástæða til slíkra aðgerða vegna samninKamálanna. Einn fund- armanna Kerði að umtalsefni á Iðju-fundinum tillöKU, sem horin hafði verið fram i 43ja manna nefnd ASÍ af nokkrum forystu- mönnum i verkalýðshreyfinK- unni hinn 9. september ok fjall- aði um skatta- ok lifeyrismál. GaKnrýndi maðurinn þá meðferð, sem tillauan hlaut i nefndinni, en henni var vísað til 14 manna nefndar ASÍ, en ekki samþykkt. Sá, sem vakti máls á umræddri tillögu var Steingrímur Stein- grímsson og lýsti hann því yfir að íslenzkir radioama- törar taka þátt í nor- rænni alheimskeppni ÍSLENZKIR radióamatörar stefna að fjölmennri þátttöku í norrænni alheimskeppni á næst- unni. Keppni þessi, Scandinavi- an Activity Contest (SAC), er ein af þeim stærstu sem Evrópu- búar standa fyrir. Hún gengur út á það. að Norðurlandabúar hafa sambönd við stöðvar utan Norðurlanda og öfugt. Skipzt er á ákveðnum upplýsingum, sem verða að komast réttar til skila, eigi sambandið að teljast gilt. Á grundvelli gildra sambanda eru hverri stöð svo reiknuð stig eftir fjölda sambanda og fjölda kall- svæða, sem haft er samband við. Keppt er i nokkrum flokkum einstaklinga og hópa, og einnig keppa Norðurlönd sin á milli um farandbikar. Finnar hafa verið ósigrandi síðustu árin i keppninni um hann. Islenzkir radíóamatörar stefna nú að fjölmennri þátttöku vegna þess að nú er ísland í fyrsta sinn talið til Norðurlandanna í þess- ari keppni. Því væri æskilegt að fá sem flestar stöðvar á blað í bikarkeppninni. Til að vera með er ekki nauðsynlegt að hafa ýkja flókin eða dýr tæki. Ætli menn hins vegar að skipa röð þeirra fremstu dugir aðeins það besta. Það á sérstaklega við um loftnet- in, því hærri og stærri, sem þau eru, því betri eru þau að öllu jöfnu. Nýverið voru sett upp betri loftnet en áður hafa þekkst hjá félaginu og ætlar nú einvalalið, með margra ára þjálfun að baki, að gera tilraun til að skáka þeim fremstu á Norðurlöndum. Keppnin fer fram um tvær helgar, — helgina 20.—21. sept- ember 1980 á morsi og helgina 27.-28. september 1980 á tali. (Fréttatilkynning) Gert við loftnet að Dugguvogi 1, félagsheimili íslenzkra radióamatöra. Haustmót TR hefst 28. september n.k. HAUSTMÓT Taflfélags Reykjavíkur 1980 hefst sunnudaginn 28. sept. kl. 14. í aðalkeppninni tefla sam- eiginlega meistara-, I., II. og kvennaflokkur. Þátttakend- um verður skipt í flokka með hliðsjón af ELO-skákstigum, sem nýlega hafa verið reikn- uð. Tefldar verða 11 umferð- ir í ölium flokkum. í efri flokkunum verða 12 kepp- endur, sem tefla aliir við alla, en í neðsta flokki verð- ur teflt eftir Monrad-kerfi. Umferðir verða á sunnu- dögum kl. 14 og á miðvikudög- um og föstudögum kl. 19.30. Biðskáka-dagar verða ákveðnir síðar. Lokaskráning í aðalkeppnina verður laugar- dag, 27. sept. kl. 14—18. Keppni í flokki 14 ára og yngri hefst laugardag, 4. okt. kl. 14. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-kerfi, umhugsunartími 40 mínútur á skák. Keppnin tekur þrjá laugardaga, þrjár umferðir í senn. Bókaverðlaun verða fyrir a.m.k. fimm efstu sætin. sér þætti skrítið, að tillögunni skuli hafa verið vísað frá, því að hún hafi snert tvo veigamikla þætti í kröfugerð Alþýðusam- bandsins, ívilnanir til lágtekju- fólks í skattamálum og það mis- rétti, sem viðgengist og aukið hefði verið í lífeyrismálum milli almennra lífeyrisþega og lífeyris- þega opinberu lífeyrissjóðanna. Aðeins tveir menn báru í bæti- fláka fyrir meirihluta 43ja manna nefndarinnar, sem vísaði tillög- unni frá, alþýðubandalagsmenn- irnir Guðmundur Þ. Jónsson og Björn Bjarnason. Tóku allmargir til máls og gagnrýndu meðferð málsins, en þeir félagar Björn og Guðmundur töldu, að eigi hafi verið tímabært að taka upp við- ræður við stjórnvöld um þessi mál, skatta- og lífeyrismál, á grundvelli þess að samningavið- ræður hefðu verið á mjög við- kvæmu stigi. Á fundinum las Bjarni Jakobs- son, formaður Iðju og einn með- flutningsmanna að tillögunni í 43ja manna nefnd ASÍ, upp tillög- una og gerðu fundarmenn að henni góðan róm, en lýstu furðu sinni á, að slík tillaga ætti ekki upp á pallborðið hjá forystu verkalýðshreyfingarinnar. Seðlabanki Islands: Þörf er á verulega hertu aðhaldi um útlán Seðlabankinn sendi í gær út eftirfarandi fréttatilkynningu: „Mikil útlánaaukning innláns- stofnana og versnandi staða þeirra gagnvart Seðlabankanum hefur mjög sett svip sinn á þróun peningamála, það sem af er þessu ári. Eftir að viðskiptabankarnir gerðu með sér samkomulag í júnímánuði sl. um takmörkun útlána, hægði nokkuð á útlána- aukningu í júlímánuði og staða innlánsstofnana gagnvart Seðla- bankanum batnaði. Þessi þróun snerist hins vegar snögglega við í ágúst, en þá versnaði lausafjár- staða innlánsstofnana gagnvart Seðlabankanum um 10 milijarða króna, og var hún þá orðin rúmum 28 milljörðum óhagstæðari en í ársbyrjun. Er ljóst, að meginorsök þessarar þróunar er mikil útlána- aukning innlánsstofnana fyrstu átta mánuði ársins, sem farið hefur verulega fram úr ráðstöfun- arfé þeirra. Af þessu tilefni hefur bankastjórn Seðlabankans að und- anförnu átt fund með fulltrúum innlánsstofnana til þess að kanna orsakir þessarar þróunar og leita leiða til úrbóta. Af þeim tölum, sem fyrir liggja um þróun peningamála til ágúst- loka og þeim upplýsingum, sem hafa komið frá innlánsstofnunum, er ljóst að aukningu útlána um- fram ráðstöfunarfé má að veru- legu leyti rekja til rekstrarerfið- leika atvinnuvega og sérstakra kostnaðarhækkana, einkum á olíuvörum. Skýringar er þó ekki síður að leita í mikilli og almennri útlánaaukningu til flestra greina atvinnurekstrar, svo og til ein- staklinga. Er því ljóst, að þörf er á verulega hertu almennu aðhaldi um útlán, næstu mánuði, ef ráða á fram úr þessum vanda. í þessu skyni hafa af hálfu Seðlabankans og innlánsstofnana verið ákveðnar ýmsar ráðstafanir, sem gerð verð- ur grein fyrir hér á eftir, en tilgangur þeirra er tvíþættur: annars vegar að bæta lausafjár- stöðu innlánsstofnana gagnvart Seðlabankanum á síðustu fjórum mánuðum ársins, þannig að hún verði komin á viðunandi horf um næstu áramót, en hins vegar að halda útlánaaukningu á árinu innan við líklegt verðbólgustig, þannig að hún verði ekki til þess að auka á eftirspurnarþrýsting. Af Seðlabankans hálfu munu verða gerðar ráðstafanir til þess að auka aðhald í viðskiptum inn- lánsstofnana við Seðlabankann og hvetja til bættrar stöðu þeirra við hann. í þessu skyni verða vextir af óumsömdum skuldum innláns- stofnana á, viðskiptareikningi við Seðlabankann hækkaðir úr 4,75% á mánuði í 5,5% á mánuði, og kemur þessi hækkun til fram- kvæmda í áföngum fram til ára- Lifnar yf ir loðnuveiðum NOKKUR skip tilkynntu um afla i fyrrakvöld og aðfararnótt föstu- dags. þeirra á meðal Sæbjörg VE, sem nú hefur fengið þrjá farma á vertiðinni. Heildaraflinn á loðnuvertíðinni er nú um 25 þúsund tonn. Eftirtal- in skip tilkynntu Loðnunefnd um afla: Fimmtudagur: Hilmir II 570, Albert 600, örn 590. Föstudagur: Gígja 700, Skarðs- vík 620, Sæbjörg 480, Rauðsey 480, Fífill 500, Harpa 570, Hlega Guð- mundsdóttir 580. móta. Verður í framkvæmd þess aðhalds, sem í þessu felst, einnig tekið tillit til sérstakra áhrifa utanaðkomandi vanda, einkum af- komuvanda sjávarútvegsins og olíuverðshækkana. Jafnframt því að reyna þannig að draga úr óumsömdum skuldum innláns- stofnana við Seðlabankann með hækkun vaxta, verður hvatt til innstæðuaukningar með hækkun dagvaxta af innlánum innláns- stofnana í Seðlabankanum úr 33% í 40%. í framhaldi fyrrgreindra við- ræðna hafa viðskiptabankarnir af sinni hálfu gert með sér sam- komulag, sem felur í sér strangara aðhald í útlánum, einkum að því er varðar lán til fjárfestingar, kaup viðskiptavíxla og aðra skammtímafyrirgreiðslu, lán til einstaklinga, aukaviðbótarlán út á afurðir og lán til olíufélaga. Er þess vænzt, að samræmdar að- gerðir í þessum efnum dragi mjög úr útlánaaukningu, það sem eftir er ársins. í viðræðum Seðlabank- ans við fulltrúa sparisjóða hefur þess verið farið á leit, að þeir geri hliðstæðar ráðstafanir varðandi útlánastarfsemi sína, það sem eftir er ársins. Fylgzt verður nákvæmlega með árangri þessara ráðstafana í því skyni að meta, hvort nauðsynlegt sé að gera frekari ráðstafanir til þess að tryggja að fyrrgreindum markmiðum um lausafjárstöðu og útlán verði náð. Ennfremur verður kannað, af Seðlabankans hálfu, hvort tilefni sé til róttækari breytinga á því fyrirkomulagi, sem í gildi hefur verið í viðskipt- um Seðlabankans og innlánsstofn- ana, í því skyni að koma í veg fyrir óeðlilega skuldasöfnun við Seðla- bankann."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.