Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 TÚNLIST Píanótónleikar í Norrœna húánu SÆNSKI píanóleikarinn Viggo Edén heldur tón- leika í Norræna húsinu laugardaginn 20. septem- ber kl. 17.00. Flytur hann þar verk eftir danska tónskáldið Carl Nielsen (1865—1931) Viggó Edén nam píanó- leik m.a. hjá Sigrid Mahr- ström, Hilding Donnellöf, Hilda Waldeland og Carl Nielsen. Gottfrid Boon, og kamm- ermúsík nam hann m.a. hjá Johan Akeson. Hann hefur einnig lagt stund á sem- balleik. Viggó Edén hefur um árabil kennt stærðfræði við Lundarháskóla og er staddur hérlendis vegna farar Lundarstúdentakórs- ins til íslands, sem farin er til minningar um dr. Ró- bert A. Ottósson. Viggo Edén hefur marg- oft komið fram sem ein- leikari, kammertónlistar- maður og undirleikari bæði á Skáni, í Stokkhólmi og í Gautaborg, og hefur mjög lagt sig eftir að leika verk eftir Carl Nielsen. LEIKLIST Þjóðleikhúsið. Snjór, laugardag ki. 20, sunnudag ki. 20. Leikfélag Reykjavikur. Að sjá til þín, maður, laugardag kl. 20.30, sunnudag kl. 20.30. Kín verskir tónlis tar- menn halda hljómleika KARLAKÓR Reykjavíkur og Kinversk-islenska menningar- félagið hafa boðið hingað til lands hópi hljóðfæraleikara ásamt þjóðlagasöngkonu úr „Hinni þjóðlegu kínversku hljómsveit", en hljómsveit þessi fæst einkum við túlkun erlendr- ar og kinverskrar tónlistar á hefðbundin, kinversk hljóðfæri. Tónlistarmennirnir munu dvelja hér á landi frá 20.—26. þessa mánaðar og halda þrenna tónleika. Hinir fyrstu verða á Selfossi á morgun, sunnudag, 21. sept., og hefjast kl. 20.30 í Selfossbíói. Þá verða tvennir tónleikar í Reykjavík: þriðjudag- inn 23. sept. verða tónleikar í Austurbæjarbíói, sem hefjast kl. 19 og fimmtudaginn 25. sept. verða tónleikar í Bústaðakirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Þetta er i fyrsta sinn sem íslenskum tónlistarunnendum gefst tækifæri til að hlusta á hljómlist leikna á kínversk þjóð- arhljóðfæri, sem sum eiga sér meira en 3500 ára sögu. Hljómsveit þessi hefur hlotið margvíslega viðurkenningu á erlendum tónlistarhátíðum 'og síðastliðið ár vann hún fyrstu verðlaun í tónlistarkeppni, sem haldin var í tilefni 30 ára afmælis Kínverska alþýðulýð- veldisins. mgar um helgina Kjarvalsstaðir: Septemhópur- inn sýnir 60 olíumálverk og 5 skúlptúrverk í austursal. Sýn- ingunni lýkur annað kvöld. Vilhjálmur Bergsson sýnir 63 olíumálverk og 10 teikningar i vestursal. Sýningunni lýkur annað kvöld. Norræna húsið: Jónas Guð- varðsson sýnir 58 „lágmyndir" og 14 skúlptúrverk í kjallara hússins. Sýningunni lýkur 5. október. Una Dóra Copley sýnir mál- verk, grafík o.fl. í anddyri. Sýningunni lýkur 28. sept. FIM-salurinn, Laugarnesvegi 112: Örn Ingi sýnir málverk, teikningar og skúlptúrverk. Sýningin er opin frá kl. 14—22 og lýkur annað kvöld. Galleri Suðurgata 7: Finnski myndlistarmaðurinn Ilkka Ju- hani Takalo-Eskola sýnir verk með blandaðri tækni. Sýningin er opin 16—18 virka daga, en 16—22 um helgar til mánaða- móta. Djúpið, Hafnarstræti: Sjöfn Haraldsdóttir sýnir tré- og leirmyndir. Sýningin er opin frá kl. 11-23.30 til 24. sept. Mokka-kaffi, Skólavörðustíg: Úlfur Ragnarsson sýnir vatns- lita- og pastelmyndir. Sýningin stendur til mánaðamóta. Landspítalinn: Jóhanna Boga- dóttir sýnir 24 myndir, málverk og grafíkmyndir, á göngum spítalans. Sýningin stendur til 5. október. Skipulagsstofa höfuðborgar- svæðisins, Hamraborg 7, Kóp.: Sigurður Örlygsson sýnir 8 olíu-, akríl- og klippimyndir. Listmunahúsið: Þrír danskir listamenn sýna myndvefnað og höggmyndir. Sýningin stendur í 10 daga. Una Dóra Copley i vinnustofu sinni. örn Ingi við eitt verka sinna í sýningarsal FlM. Vilhjálmur Bergsson við eitt verka sinna á sýningunni „Ljós og víddir“ í vestursal Kjarvalsstaða. Bíóin um Gamla bíó sýnir bandarísku gam- anmyndina Loðni saksóknarinn (kl. 5 og 7). Aðalhlutverk Dean Jones og Suzanne Pleshette; og Komdu með til Ibiza (Summer Night Fever), þýsk-franska gam- anmynd með Oliviu Pascal (kl 9). Háskólabió sýnir slagsmálamynd- ina Jarðýtan með Bud Spencer í aðalhlutverki. Mánudagsmyndin: Hamingjan fylgir heimskingjan- um, bandarísk gamanmynd með Margot Kidder og Gene Wilder í aðalhlutverkum. Hafnarbíó sýnir bandaríska saka- málamynd, Hraðsending, með Bo Svenson og Cybill Shepherd í aðalhlutverkum. Nýja bíó frumsýnir gamanmynd- ina Matargatið. Aðalhlutverk Dom DeLuise og Anne Bancroft. Regnboginn. Salur A: Sæúlfarnir, ensk-bandarísk stórmynd um djarflega för á ófriðartímum. í aðalhlutverkum Gregory Peck, Roger Moore og David Niven. Salur B: Undrin í Amityville, dulræn mynd byggð á sönnum viðburðum. í aðalhlutverkum James Brolin, Rod Steiger og Margot Kidder. Salur C: Sólar- landaferðin, sænsk gamanmynd. Salur D: Ógnvaldurinn, hrollvekja með Peter Cushing. helgina Borgarbióið sýnir nýja banda- ríska mynd um líf forhertra glæpamanna í Folsom-fangelsinu í Kaliforníu. Tónabió sýnir óskarsverðlauna- myndina Frú Robinson. Aðalhlut- verk Dustin Hoffman, Anne Bancroft og Katharine Ross. Austurbæjarbió endursýnir bresk-tékkneska mynd, Sjö menn við sólarupprás, sem fjallar um morðið á SS-foringjanum Rein- hard Heydrich. Aðalhlutverk Tim- othy Bottoms og Martin Shaw. Stjörnubió sýnir nýja bandaríska stórmynd, Þrælasalan, sem fjallar um nútíma þrælasölu. Aðalhlut- verk Michael Caine, Peter Ustinov, Rex Harrison, Willian Holden, Omar Sharif og Kabir Bedi. Laugarásbió sýnir myndina Jöt- unninn ógurlegi (kl. 5 og 7) og Hefnd förumannsins, kúrekamynd með Clint Eastwood í aðalhlut- verki (kl. 9 og 11). Hafnarfjarðarbió sýnir myndina Flóttinn frá Alcatraz, með Clint Eastwood (kl. 5 og 9), Maðurinn sem bráðnaði, hryllingsmynd (kl. 7) og Hrakförina, ævintýramynd (kl. 3). Bæjarbió sýnir bandaríska mynd, Þrumur og eldingar, með David Gardini og Kate Jackson í aðal- hlutverkum. Mánudagsmynd Iláskóiabíós Hamingja fglgir heimskingjanum MÁNUDAGSMYND Háskólabiós verð- ur að þessu sinni handarísk gaman- mynd, Hamingja fylgir heimskingjan- um (Quacker Fortune Ilas a Cousin in The Bronx). Leikstjóri Waris Hussein. Aðalhlutverk Margot Kidder (Super- man) og Gene Wilder. Myndin lýsir lífi lágstéttarfólks í Dublin. Segir þar frá ungum manni (Gene Wilder), sem svo illa er í ætt skotið, að hann vill ekki fyrir nokkurn mun vinna í verksmiðjum, heldur tekur sér fyrir hendur að safna hrossaskít á götum úti, m.a. eftir hestana sem draga mjólkurvagnana, og selur síðan fínum frúm í blómabeðin. Og það ótrúlega gerist, að gullfalleg menntaskólastúlka M.r|fot K,dder ^ W||fcr , (Margot Kidder) renmr hyru auga til .H.mlngJ. fylgir helm8klngj«num“. ættlerans unga. mánudagsmynd Háskólahiós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.