Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 15 Svíar elta kafbát í landhelgi Stokkhólmi. 19. >«eptember. — AP. ÞYRLUR ok varðskip sænska sjóhersins leita að erlendum kafbáti í skerjagarðinum hjá Stokkhólmi samkvæmt áreið- anlegum heimildum í dag. Kafbátsins varð vart í sænskri landhelgi í gær um þrjár sjómílur frá ströndinni. Djúpsprengju var varpað úr þyrlu þegar neitað var að gefa upp hvaðan kafbáturinn væri. Síðan hvarf kafbáturinn og talið er að vélar hans hafi verið stöðvaðar. Sven Karlsson sjóliðsforingi sagði, að hann gerði þó ráð fyrir að kafbáturinn væri í grenndinni. Mörg hernaðar- mannvirki eru á næstu grös- um. Sænski sjóherinn kveðst ekki hafa hugmynd um frá hvaða landi kafbáturinn sé. Veður víða um heim Akureyri 3 skýjað Aþena 29 heióskírt Brússel 18 skýjaö Chicago 24 heióskírt Feneyjar 24 þokumóóa Frankfurt 21 heiöskírt Færeyjar 9 þoka Genf 22 skýjaó Helsinki 16 heióskírt Kaupmannahöfn 17 heióskírt Las Palmas 25 hálfskýjaó London 21 skýjað Los Angeles 30 heióskírt Malaga 26 skýjað Mallorca vantar Miami 30 heióskírt Moskva 20 heióskírt New York 23 heióskírt Oslo 18 skýjaó Paris 22 skýjaó Reykjavík 7 súld Rómaborg 26 skýjaó Stokkhólmur 17 skýjaó Vínarborg 14 þoka Innrás í kannski Heræfingar Vestur-þýzkir hermenn stugga við kúm sem hindruðu Howitz- erskriðdreka i að komast ieiðar sinnar i þorpinu Fulda. Hermennirnir og skriðdrekinn, en ekki kýrnar, tóku þátt i æfingum 170.000 hermanna frá Bandarikjunum, V-Þýzkalandi, Bretlandi. Danmörku og Kanada. Sovézkt tímarit lofar Pastemak Moskvu, 19. september. — AP. SOVÉZKA timaritið „Novi Mir“, sem fyrir tuttugu árum hafnaði nDr. Zhivago“ eftir Boris Past- ernak, hefur birt lofgrein um skáldið og rithöfundinn, meðal annars útdrætti úr ljóðum „Zhi- vagos“ sem hafa aldrei verið birt í Sovétrikjunum. Greinin, sem birtist í septem- berhefti blaðsins, eins helzta bók- menntatímarits Sovétríkjanna, er eftir Andrei Voznesensky, vinsælt skáld, sem stundum hefur sjálfur átt í útistöðum við hugsjónafræð- inga þeirra sem völdin hafa í sovézka bókmenntaheiminum. Voznesensky segir í greininni að Pasternak hafi ekki getað ort slæmt kvæði. í greininni er aldrei minnzt á „dr. Zhivago" með nafni og ekkert kvæðanna er heldur birt í heild. Rússar telja kvæðin merkasta hluta bókarinnar. Lofið í kvæðinu er þó mikilvæg- ur liður í endurreisn skáldsins, sem ei^t sinn sætti svæsnum árásum fyrir „andsovézkan róg“ og var neyddur til að hafna bókmenntaverðlaunum Nóbels 1958. „Óheflað fólk skilur ekki líf og starf skálda," sagði Voznesensky og réðst þar með óbeint á þá sem eitt sinn veittust að skáldinu. Þetta gerdist 20. september 1978 — Jóhannes Vorster tilkynnir afsögn sína í S-Afríku. 1977 — Víetnam fær aðild að SÞ. 1974 — Þúsundir taldir af í fellibyl í Honduras. 1970 — Sýrlenzkt skriðdrekalið sækir inn í Jórdaníu. 1967 — „Queen Elizabeth 11“ hleypt af stokkunum. 1963 — Ræða John F. Kennedys á Allsherjarþinginu með tillögu um leiðangur Bandaríkjamanna og Rússa til tunglsins. 1960 — 13 nýfrjáls Afríkuríki og Kýpur fá inngöngu í SÞ. 1945 — Indverjar hafna tiilögu Breta um sjálfstjórn. 1938 — Tæplega 700 farast í fellibyl í norðausturríkjum Bandaríkjanna. 1906 — „Mauretania" hleypt af stokkunum. 1870 — Sameining Ítalíu verður að veruleika þegar Frakkar hörfa frá Róm. 1857 — Bretar ná aftur Delhi eftir umsátur síðan í júní. 1854 — Orrustan við Alma (Bretar og Frakkar sigra Rússa á Krím). 1792 — Orrustan við Valmy. 1697 — Ryswick-sáttmáli undirrit- aður og ófriði Frakka, Englendinga, Hollendinga og Spánverja lýkur. 1565 — Spánverjar myrða hóp franskra Húgenotta í ( Port Royal, Florida. 1530 — Marteinn Lúther ráðleggur þýzkum mótmælendafurstum aö búa sig undir stríð. 1520 — Súleiman I verður Tyrkja- soldán við lá Selim I. 1519 — Sæfarinn Magellan fer frá Spáni til að finna vesturle'ðina til Indlands. 480 f. Kr. — Grikkir sigra Persa í sjóorrustunni við Salamis á Eyja- hafi. Afmæli. Sophia Loren, ítölsk kvik- myndaleikkona (1934—) — Upton Sinclair, bandarískur rithöfundur (1878-1968). Andlát. 1803 Robert Emmet, írskur ættjarðarvinur, líflátinn — 1863 Jakob Grimm, fræðimaður — 1908 Pablo de Sarasate, fiðluleikari — 1957 Jean Sibelius, tónskáld. Innlent. 1448 Páfabréf um árás barbara á byggðir Grænlendinga þrjátíu árum áður. — 1240 d. Magnús Guðmundarson allsherjar- goði (bpsefni) — 1823 d. Geir bp Vídalín — 1861 Nefnd skipuð í fjárhagsmálinu — 1900 34 farast og mikið tjón á skipum og húsum í ofsaveðri — 1905 11 drukkna nálægt Akranesi — 1931 Gengisfelling — 1936 Minningarathöfn um þá sem fórust með „Pourqoui Pas?“ — 1939 Sigur Islendinga í 2. flokki á skák- móti í Buenos Aires — 1940 „Esja“ fer í Petsamoför — 1972 Freigáta kemur með fimm skipbrotsmenn til Hornafjarðar — 1974 Bráðabirgða- lög — "979 Víetnamar koma — 1888 f. Ríkhs-rður Jónsson. Orð dagsins. Þegar þjóð berst fyrir frelsi fær hún sjaldnast nokkuð annað með sigrinum en nýja herra — Halifax lávarður, enskur stjórn- málaleiðtogi (1633-1695). PóUand í aðsigi? lioston. 19. Koptombor. AP. ÓVENJULEG hernaðarumsvií í Austur-Þýzkalandi og Sovétríkjunum undanfarna daga geta bent til þess, að annað hvort sé innrás í Pólland í aðsigi eða að Rússar t ætli að sýna mátt sinn til að hræða Pólverja til hlýðni samkvæmt vestrænum leyniþjónustuheimildum að sögn „Boston Globe“ í dag. Blaðið segir að m.a. sé unnið að undirbúningi að því að nokkur hinna 20 herfylkja á herstjórnar- svæðunum í vesturhluta Sovét- rikjanna taki sér stöðu, svo og nokkur hinna 20 sovézku herfylkja í Austur-Þýzkalandi. Auk þess hefur orðið vart herkvaðningar varahermanna á byrjunarstigi. Samkvæmt heimild blaðsins fer ekki milli mála að þetta beinist gegn Póllandi, en liðið geta nokkr- ir dagar eða ein vika áður en í ljós komi hve umfangsmiklar aðgerðir eru á ferðinni. Lengri tími getur liðið áður en í ljós kemur hvað vakir fyrir Rússum. Tvær grímur hafa runnið á sérfræðinga, sem hafa talið að Rússar muni bíða í nokkra mánuði til að sjá hvort nýju valdhafarnir ráða við ástandið. Ástæðurnar fyrir vaxandi ugg Rússa eru m.a. áformin um stofnun sambands frjálsra verkalýðsfélaga, fyrirhug- uð ferð verkalýðsleiðtogans Lech Walesa á fund páfa í Róm og hreyfing, sem er sögð uppi um að hreinsa pólska kommúnistaflokk- inn af spillingu og sovézkum áhrifum. Játað er að Rússar yrðu fyrir áfalli í Póllandi og víðar ef þeir létu til skarar skríða strax, en bent er á að þeir gætu kannski Oswald ekki grafinn upp Fort Worth. Texas, 19. september. JAMES Wright dómari i Fort Worth, Texas, neitaði í dag að samþykkja beiðni brezka rit- höfundarins Michael Eddowes um að gröf Lee Harvey Oswalds yrði opnuð til að ganga mætti úr skugga um hvort hann iægi i gröfinni eða tvifari hans. Hann sagði, að enga nauðsyn bæri til að grafa líkið upp og engin knýjandi ástæða væri til þess. Hann bætti því við, að hviksögur, kenningar, vanga- veltur og forvitni almennings væru ekki nógu gild ástæða. Lögfræðingar rithöfundar- ins kváðust mundu gaumgæfa úrskurðinn áður en þeir ákvæðu hvort þeir myndu áf- rýja honum. Eddowes telur, að Oswald hvíli ekki í gröfinni heldur rússneskur njósnari, sem hafi verið gerður út til að myrða John F. Kennedy for- seta. ekki snúið þróuninni við ef þeir biðu í nokkra mánuði. Rússar drógu saman 500.000 manna herlið þegar þeir sömdu við leiðtoga Tékka fyrir innrásina 1968. Þvi segir „Globe" að sovézkir herforingjar vilji sennilega hafa tiltækt nógu öflugt herlið til að bæla niður mótspyrnu með skjót- um hætti. Munurinn sé sá að Pólverjar, bæði her og þjóð, muni veita mótspyrnu. Bandarískir sérfræðingar segja, að Rússar þurfi minnst tværvikur til að tefla fram nógu öflugu herliði að sögn blaðsins. Heilagt stríð Fez, 19. september. — AP. FRELSISSAMTÖK Palestínu- manna (PLO) og Sýrlendingar bundust i dag samtökum á ráð- stefnu islamskra rikja i Marokkó og hvöttu til „heilags striðs“ gegn Bandarikjunum og Israel. I tillögum PLO og Sýrlendinga er m.a. lagt til olíubanns gegn Banda- ríkjunum. Einnig að mannafli og náttúruauðlindir verði virkjaðar gegn ísrael og Bandaríkjunum. Jafn- framt að opnaðar verði skrifstofur PLO í öllum löndum múhameðstrú- armanna. Allir, er til máls tóku á allsherj- arfundi ráðstefnunnar í dag, lýstu stuðningi við heiiagt stríð gegn Israel. Meirihluti ræðumanna að- hylltist skýringu Hassans Marokkó- konungs á heilögu stríði, en hann sagði, að í því fælust pólitískar og efnahagslegar þvinganir og „sálræn- ar ofsóknir". Óþarft að óttast Madrid. 19. september. — AP. HEILBRIGÐIS-yfirvöld á Spáni sögðu i dag, að ástæðuiaust væri fyrir fólk á Benidorm-svæðinu að óttast hermannaveikina svonefndu, þótt staðfest hefði verið. að einn maður hefði dáið úr veikinni og fimm verið lagðir inn i sjúkrahús eftir sýkingu í Benidorm. Sagði í tilkynningu yfirvalda, að veikin, sem er afbrigði lungnabólgu, hefði breiðst um víða veröld eftir að hennar varð fyrst vart í borginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. Ennfremur sagði, að ekki hefðu fundist nein merki þess, að starfs- fólk í Rio Park-hótelinu væri smit- berar, en á því hóteli bjuggu sex- menningarnir sem veiktust. Vísinda- menn vinna nú að því að finna skýringar á sýkingu sexmenning- anna. Einangraðir Nýju Delhí, 19. september — AP. ÞÚSUNDUM manna sem hafa strandað i flóðunum á Suðaustur- Indlandi, var i dag bjargað um borð í þyrlur og báta. en a.m.k. 40.000 eru ennþá einangraðir. Fundist hafa lik 19 manna og óttast er að a.m.k. 100 hafi drukkn- að í flóðunum. en talsmenn stjórn- valda spgja. að voniaust sé að gizka á um það. Úrhelli hefur verið í Suðaustur- Indlandi og brast stífla í ánni Bansadhara, en við það myndaðist flóðbylgja sem olli miklu tjóni í bæjum, sem rúmlega 50 þúsund manns byggja. Sums staðar mynd- aðist allt að fimm metra dýpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.