Morgunblaðið - 20.09.1980, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.09.1980, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 Jóí Magnússon formaður SUS: U' ; og fyrir 1930 var mikið að ger; í í íslenskum stjórnmálum. Borgáralega sinnað fólk taldi nauðsynlegt að sameina kraftana og mynda einn stjórnmálaflokk til að berjast fyrir lífsskoðunum sín- um. 1929 er Sjálfstæðisflokkurinn stofnaður með samruna íhalds- flokksins og Frjálslynda flokksins. Ungir Sjálfstæðismenn vinna síð- an ötullega að því að stofna félög um land allt og ári síðar eru þeir þannig í stakk búnir að glæsilegur stofnfundur Sambands ungra Sjálfstæðismanna er haldinn. Á þeim fundi var Torfi Hjartarson kjörinn fyrsti formaður. Það er ekki hægt annað en dást af þeirri atorku og krafti sem þessir ungu menn sýndu. Á þess- um tíma var samgöngukerfið og samskiptamöguleikar með öðrum hætti en nú er, en samt sem áður tókst þeim á stuttum tíma að byggja upp öflug samtök knúðir áfram af fullvissu um að þeir væru að berjast fyrir hagsæld og frelsi lands og þjóðar. í þau 50 ár sem liðin eru frá stofnun Sambandsins hefur margt gerst. Margir hafa lagt gjörva hönd á plóginn og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ávallt verið þeirrar gæfu aðnjótandi, að sam- tök unga fólksins í Sjálfstæðis- flokknum hafa verið með meiri blóma og rekin af meiri krafti en starfsemi ungsamtaka nokkurs annars íslensks stjórnmálaflokks. 50 ára afmæli Sambands ungra Sjálfstæðismanna er annars eðlis en ýmis önnur afmæli. Hér hittast ungir Sjálfstæðismenn sem starfa innan raða S.U.S. og þeir sem byggt hafa samtökin upp á liðnum 50 árum. Okkar afmæli er haldið til minningar og heiðurs þeim sem barist hafa fyrir samtökin á þessum árum og til þess að við ungir Sjálfstæðismenn á öllum aldri stígum á stokk og strengjum þess heit að hefja fána þeirra hugsjóna, sem sameinar okkur hátt á loft, þannig að Samband ungra Sjálfstæðismanna og Sjálf- stæðisflokkurinn megi eflast á koroandi árum. Það er margs að minnast úr starfi S.U.S. Þing Sambandsins hafa jafnan verið fjölsótt, þar hefur verið mörkuð þjóðmála- stefna þess, gagnkvæm kynning hefur skapast á milii manna og mikil gleði og kátína hefur ætíð ríkt þar sem ungir Sjálfstæðis- menn hafa komið saman jafnvel þó að togstreita væri um menn eða málefni. Þannig kvað Halldór Blöndal alþingismaður á síðasta S.U.S. þingi. „Tæmast glösin tvenn ok þrenn tckst hið besta gaman þegar ungir íhaldsmenn eru að þinga samanu. Ollu gamni fylgir nokkur al- vara. Sumum hefur fundist að alvaran væri of ríkjandi hjá okkur, þannig að við gerðum okkur ekki grein fyrir því eins og einhver orðaði það, „að það að vera í pólitík væri eins og að vera knattspyrnumaður, að því leyti að menn yrðu að vera nógu klárir til að skilja leikinn og nógu vitlausir til að halda að hann skipti ein- hverju máli“. Ungir Sjálfstæðismenn hafa ætíð skilið leikinn og þeir vita að hann skiptir öllu máli. Að mínu mati hefur því gamni og aivöru verið blandað saman í S.U.S. svo sem hæfir stjórnmálasamtökum ungs fólks. Ungir Sjálfstæðismenn eiga á hverjum tíma að vera brautryð- jendur og baráttumenn fyrir nýj- um hugmyndum og hugsjónum óg það er skylda þeirra sem eldri eru í flokksstarfinu að hlusta á rödd nýju kynslóðarinnar meta hana og beizla þann hugsjónaeld sem býr með ungu fólki á hverjum tíma og nýta þann kraft og þann auð sem frá þeim ungu kemur til að lyfta eigin starfi á hærri brautir. Ungt fólk er heiðarlegt í stjórn- málastarfi sínu. — Það er fram- sækið, óþreyjufullt og vill sjá skjótan árangur baráttumála sinna. Það er hlutverk hinna eldri að beina þessum krafti á réttar brautir taka upp þau mál sem æskan berst fyrir og til heilla horfa og koma þeim í höfn. Ef baráttumál Sambands ungra Sjálfstæðismanna eru skoðuð þau 50 ár sem liðin eru, þá kemur í ljós skýr meginstefna hvað varðar öll langtímamarkmið og stefnumót- un. Ég vil leyfa mér að nefna nokkur atriði: Baráttan gegn einræðis- og öfgastefnum hefur ætíð skipt miklu máli í starfi S.U.S. Ungir Sjálfstæðismenn hafa á hverju þinginu eftir annað rætt og álykt- að um eflingu lýðræðis, íslenska stjórnskipun og kjördæmamál. Löngu áður en landgrunnslögin voru sett var það baráttumál ungra Sjálfstæðismanna að allt landgrunnið yrði friðað og ekki kæmi til mála að veita erlendum þjóðum ívilnanir í fiskveiðirétt- indi íslendinga. Það er því kær- komið að minnast þess að það var einmitt undir forystu Sjálfstæðis- flokksins að endanlegur sigur vannst í landhelgismálinu. Ungir Sjálfstæðismenn hafa jafnan varað við útþenslu opin- bers reksturs. Þannig segir t.d. í ályktun Sambandsþings 1947 — „Opinber rekstur sé við það miðaður að koma í veg fyrir óeðlilega verðþenslu og skapa hóflegt jafnvægi milli ára í at- vinnulífi þjóðarinnar með því að samhæfa framkvæmdir einstakl- inga og hins opinbera". I þennan sama farveg má segja að bárátta ungra Sjálfstæðismanna hafi beinst síðasta áratug með mörkun stefnunnar „Báknið burt“, og bein tengsl eru einnig á milli þessara skoðanna um opinber afskipti ríkisins og hugmynda um verndun lýðræðis við þau sjónarmið sem ungir Sjálfstæðismenn hafa sett fram undir heitinu Valddreifing og einstaklingurinn og persónu- vernd hans. Þegar litið er til þessara atriða og margra fleiri, sem fram koma í samþykktum ungra Sjálfstæð- ismanna frá upphafi, sést glöggt að sameiginlegar hugsjónir tengja okkur saman og ungir Sjálfstæð- ismenn hafa hvergi hvikað heldur berjast stöðugt fyrir sömu megin- markmiðum. I dag eigum við Islendingar við ýmis vandamál að etja. Óðaverð- bólgu. Óhefta erlenda skuldasöfn- un, landflótta hæfra einstaklinga, vaxandi togstreitu á milli stétta og þéttbýlis og dreifbýlis. Við Sjálfstæðismenn erum sannfærðir um að okkar stefna fái hún að njóta sín geti leyst þessi vandamál sem og önnur sem við er að fást í þjóðfélagi okkar í dag. En það þarf hugrekki — kjark og þor og Jón Magnússon. samstöðu allra Sjálfstæðismanna til þess að það geti orðið að veruleika. Ungir Sjálfstæðismenn hafa barist gegn auknum ríkisumsvif- um. Frá því að sú barátta hófst hafa ríkisumsvifin aukist því þarf að herða róðurinn. Við gerum kröfu til róttækra aðgerða í þessu efni og bendum á að, verðbólgu- draugurinn verður ekki kveðinn niður á Islandi nema ríkið gangi þar á undan með góðu fordæmi. Það sem ef til vill tengir okkur saman í flokki umfram annað er trúin á einstaklinginn. En hvað felst í þessari trú á einstaklinginn. Hvað erum við að segja. Einfald- lega það sem skiptir sköpum á milli okkar og samhyggjumanna að við viljum skapa fjölbreytt þjóðfélag til þess að mismunandi hæfileikar mismunandi einstakl- ingar geti notið sín sem best. Við trúum því ekki að allir séu skapað- ir eins. Við álítum að fólk sé mismunandi. Bæði vegna erfða og eins vegna mismunandi möguleika í æsku. En við krefjumst þess að allir þjóðfélagsþegnar fái mögu- leika til þess að þróa þá mismun- andi hæfileika sem þeir hafa fengið í vöggugjöf sjálfum sér og þjóðfélaginu til góðs. Þannig að þeir komist til hins mesta þroska. Við lítum á þjóðfélagið sem eina keðja og við vitum að keðjan er ekki sterkari en veikasti hlekkur- inn. Þó að Sjálfstæðismenn séu þeirrar skoðunar að sinna verka skuli hver njóta og gjalda. Þá hefur það ætíð verið aðall okkar flokks að við látum ekki okkar minnsta bróður gjalda stöðu sinnar. Við viljum styrkja keðjuna svo að þjóðfélagið geti orðið sterkt. Þess vegna viljum við treysta innra öryggi í þjóðfélaginu þannig að hver einasti borgari megi vera þess fullviss að ef eitthvað bjátar á, þá bíða hans fórnfúsar hjálpandi hendur sem tryggja það að hann geti þaualdið áfram að bua við öryggi og mannsæmandi lífskjör. Þessi stefna, hugrekkisins — áræðisins — góðviljans og mann- úðarinnar er sú þjóðfélagsstefna sem sameinar okkur Sjálfstæð- ismenn. Og þó okkur greini á um menn og einstaka dægurmál þá er þetta þó sá grundvöllur. Sá hreini tónn í okkar starfi sem ungir sem eldri Sjálfstæðismenn munu aldrei hvika frá og ætíð berjast fyrir. Haltu ífram cins ok fyrri ísiands heillabraut. Hamingja i hverju méli hrein þér falli i skaut. Allt sem Ketur huK manns hækkað hikiaust fram þú ber. Er þá víst að æska landsins ótrauð fylgir þér. (Árni Helgason). Skipbrot efnahags- stefnunnar Skipbrot þeirrar efnahags- stefnu, sem fylgt hefur verið hér á landi undanfarinn áratug kemur hvað berlegast i ljós i hnignandi ráðstöfunartekjum hins almenna borgara. Eins og glöggt kemur fram i svörum fólksins við spurningu Vísis þá virðist það ekki eiga mikið fé umleikis, umfram það sem fer til brýnustu þarfa. Ekki einu sinni nóg til að geta lagt inn á verðtryggðan spari- fjárreikning. Þó eru þessir reikningar hugsaðir, sem vörn hins almenna sparifjáreiganda gegn verðbólgubálinu. Með samræmdri efnahags- stefnu vill SUS stefna að því að fólkið í landinu fái raunhæfar kjarabætur í stað verðlausra króna á þriggja mánaða fresti í kjölfar hækkunar í fíflaðri framfærsluvísitölu. Slnurður B. Bjftrmiwi — htou- •mlbur: ,,Nel, — maður þyrfti ab eiga eltthvað til þeaa'. Btelngrtmaaon — atarfamaður hjá StelnprýAI: „Þelta er ajálfaagt égætt fyrir þé aem hafa peninga — ekki alat gamla fðlkið ef það á eitthvað eftlr — en það glldlr ekki um mlg". Ragnhetður Alfreðadðttlr — húsmððlr: ,,Sg hef alveg ðrugglega ekki peninga til þess". Þorttelnn Jánaaon — garðyrkju- maður ,,Ef *g væri fjármálamaður þá myndi ég ugglaust gera það — en menn atanda ekki i þesau nema þelr aéu fjáðlr '. Mu Qamiwai — Magagka- amlðurt ,,*tii ataður kafi attl aat fyrtr Frjálsan rekstur út- varps og sjónvarps Það er rikjandi skoðun innan raða ungra sjálfstæðismanna að rekstur útvarps og sjónvarps eigi að vera frjáls öllum ein- staklingum og samtökum þeirra. Einkarekstur ríkisins á þessum mikilvægu tjáningar- tækjum er ekki í anda þeirra lýðræðishugmynda, sem í ís- lensku þjóðfélagi ríkja. Útgáfa blaða og tímarita er nú með miklum blóma á íslandi og þessi tæki gegna mikilvægu hlutverki, sem boðberar skoðana og hygmynda. íslensk blaðaút- gáfa er frjáls og engum dettur í hug að afnema það frelsi. En því skyldu aðrar reglur gilda um eina tegund fjölmiðlun- ar en aðra? Þeirri spurningu er erfitt að svara og hefur reyndar ekki verið svarað af andstæðing- um frjáls útvarpsreksturs. Þeirra rök hafa öll hnigið að einkahagsmunum Ríkisútvarps- ins og bábiljum um að frelsi til útvarpsreksturs þýði í raun auk- ið frelsi þeirra, sem fjármagnið hafa. Athyglisvert er að þessi rök hafa ekki verið notuð um frjálsa blaðaútgáfu, en er þó erfitt að gera greinarmun á eðli þessara tveggja tjáningarforma. Séu fullyrðingar um einokun fjármagnsins gild rök gegn frjálsum útvarpsrekstri hljóta þau einnig að gilda um frjálsa blaðaútgáfu. Þá ættu andstæð- ingar frjáls útvarpsrekstrar að vera menn til að fylgja röksemd- um sínum eftir og krefjast einokunar ríkisins á blaðaút- gáfu. Ef þeir gera það ekki verður ekki hægt annað en að líta á rök þeirra sem falsrök. „Viljum styrkja keðjuna44 „Þó svo að sjálfstæð- ismenn séu þeirrar skoð- unar að sinna verka skuli hver njóta og gjalda, þá hefur það ætíð verið aðall okkar flokks að við látum ekki okkar minnsta bróð- ur gjalda stöðu sinnar. Við viljum styrkja keðj- una svo að þjóðfélagið geti orðið sterkt. Þess vegna viljum við treysta innra öryggi í þjóðfélag- inu þannig að hver einasti borgari megi vera þess fullviss að ef eitthvað bjátar á, þá bíða hans fórnfúsar, hjálpandi hendur, sem tryggja það að hann geti haldið áfram að búa við öryggi og | mannsæmandi lífskjör." (Úr ratöu Jóns Magnússonar, formanns SUS, á 50 ára afmnlishátíó á Þingvöllum.) Eigum ad vera brautrydjendur nýrra hugmynda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.