Morgunblaðið - 20.09.1980, Side 2

Morgunblaðið - 20.09.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 Lélegt benzín hér veld- ur meiri benzíneyðslu LÉLEGT benzín, sem hefur verið hér á markaðnum að undanförnu, hefur valdið mörg- um híleÍKandanum huKarangri. Bilarnir hafa verið lélegri í gangi og eytt töluvert meira henzíni fyrir vikið. Finn Jensen, verkstæðisfor- maður hjá fólksbílaverkstæði Veltis, sagði í samtali við Mbl., að þeir hefðu orðið mikið varir við afleiðingar þessa lélega benz- íns. Fjöldi Volvo-eigenda hefði leitað til þeirra með bíla, þar sem mikið bank væri í kveikju og bílarnir gengju ekki eðlilega. — „Þessu samfara er svo meiri benzíneyðsla, þar sem vélin vinnur ekki eins vel úr benzíninu eins og ella, en þetta lélega benzín skemmir vélar bílanna ekkert," sagði Finn. Venjulegast er hér á markaði benzín með oktantölu 93, en það benzín, sem nú er fáanlegt er með oktantölu 90. Mjög margir bílar framleiddir í Vestur- Evrópu eru gerðir fyrir benzín með oktantölu 97 og hafa gengið nokkuð eðlilega á benzíni með oktantölu 93. Þetta sama á við um flesta bandarísku og jap- önsku bílana. Aðeins Kópaskers- bátum verða veitt veiðileyfi í Öxarfirði Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til samdrátt í rækjuveiðum í Öxarfirði úr 400 tonnum í 300 tonn á komandi vertíð. Þá munu aðeins Kópaskersbátar fyrst um sinn fá leyfi til veiða og hefur þetta valdið óánægju á Húsavík, en þaðan hafa nokkrir bátar stundað rækjuveiðar. Að sögn Jóns B. Jónassonar deild- arstjóra í sjávarútvegsráðuneyt- inu hefur rækjuveiði miðað við togtíma minnkað verulega í Öx- arfirði auk þess sem rækjustofn- inn þar varð fyrir áföllum sl. vor vegna kulda í sjónum. Hefur Hafrannsóknastofnunin því lagt til verulegan niðurskurð, úr 700 tonnum árið 1978 í 400 tonn í fyrra og nú í 300 tonn. Sagði Jón að kvótinn væri svo lítill nú, að rétt hefði þótt að heimila einungis Kópaskersbátum veiðar fyrst um sinn eða á meðan séð yrði hvernig veiðarnar gengju. Búist er við því að veiðarnar geti hafist um næstu mánaðamót. Prentaraverkfall á mánudaginn í stað fimmtudags FÉLÖG bókagerðarmanna, Hið ís- hann vonast til að unnt yrði að Viðræður um kaupliðinn hef jast væntanlega í dag VIÐRÆÐUR um röðun starfsheita í launaflokka héldu áfram i gær milli einstakra félaga innan Al- þýðusambands tslands og Vinnu- veitendasamhands íslands. sem eru ekki innan landssambanda, en sam- komulag hefur tekizt milli allra samhandanna og VSl og þar með fyrir obba launþega i landinu. Er nú búizt við, að viðræður hef jist um kaupliði kjarasamninga á sátta- fundi, sem boðaður er i dag. Bjugg- ust samningamenn við að fundir yrðu haldnir um helgina. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær setti Vinnuveitenda- sambandið það skilyrði fyrir áfram- haldandi samningaviðræðum, að það fengi skýrslu frá ríkisstjórninni um það, hvað hún hygðist fyrir um félagsmál verkalýðshreyfingarinnar. Hafði Guðlaugur Þorvaldsson sátta- semjari milligöngu um að komið var á fundi þriggja ráðherra og og 5-manna sendinefndar VSÍ. Fundinn sátu af hálfu ríkisstjórnarinnar Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra, Svavar Gestsson, félagsmála- ráðherra og Tómas Árnason, við- skiptaráðherra, en af hálfu VSI, Páll Sigurjónsson, formaður, Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri, Krist- ján Ragnarsson, Hjalti Einarsson og Jón Ingvarsson. Svo virðist, sem ráðherrarnir hafi gefið fulltrúum VSI þau svör, að þeir telji sig geta haldið áfram samningaviðræðum. Þau félög, sem voru í viðræðum um launaflokkaröðun í gær voru múrarar, málarar, pípulagninga- menn, veggfóðrarar, ASB, bakarar, hárgreiðslusveinar, kjötiðnaðar- menn og netagerðarmenn. Verður viðræðum við þessa hópa haldið áfram eftir helgi. Þá eru bókagerð- armenn boðaðir á sáttafund árdegis í dag klukkan 09. Klukkan 10,30 kemur viðræðunefnd VSÍ saman til fundar og klukkan 11 14 manna nefnd ASI. Er síðan gert ráð fyrir að viðræður hefjist milli ASÍ og VSÍ. lenzka prentarafélag. Grafiska sveinafélagið og Bókbindarafélag tslands boðuðu i gær verkfall i dagblaðaprentsmiðjum mánudag- inn 29. september i stað verkfalls- ins fimmtudaginn 25. september, sem fórst fyrir vegna formgalla í boðun þess. Verður því verkfallið föstudag. laugardag og mánudag i dagblaðaprentsmiðjum, en sunnu- dag, mánudag og þriðjudag i öðr- um prentsmiðjum. Ólafur Emilsson, formaður Hins íslenzka prentarafélags, kvaðst vona að þessar boðuðu aðgerðir nægðu til þess að félögin fengju raunhæfar viðræður í gang og ekki þurfi því að koma til frekari verk- fallsboðunar og jafnframt kvaðst aflétta þessum aðgerðum. Bóka- gerðarmenn leggja höfuðáherzlu á atvinnuöryggis- og tæknimál. Viðsemjendur bókagerðarmanna, Félag íslenzka prentiðnaðarins, sátu á fundi í gærkvöldi og ræddu stöðu samningamálanna, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær sam- þykkti félagsfundur í fyrradag að grípa til gagnaðgerða, ef framhald yrði á boðuðum verkföllum bóka- gerðarmanna. Samkvæmt upplýs- ingum Haraldar Sveinssonar, for- manns FÍP, voru engar gagnráð- stafanir ákveðnar, þrátt fyrir boðun verkfallsins á mánudag. Klukkan 09 árdegis í dag er boðaður sáttafund- ur í kjaradeilu þessari hjá sátta- semjara ríkisins. Brúarfoss lenti í hörðum árekstri við Nova Scotia Pílagrímaflug Flug- leiða að hefjast PÍLAGRÍMAFLUG Flugleiða milli borga í Nígeríu og Jeddah í Saudi-Arabiu hefst nk. miðviku- dag og fara fyrstu áhafnirnar utan á mánudaginn. Samkvæmt upplýsingum Sveins Handtekinn fyrir að mis- bjóða velsæmi ungra stúJkna ÞRÍTUGUR maður var hand- tekinn í Langholtshverfi í Reykjavik I fyrrakvöld fyrir að misbjóða velsæmi ungra stúlkna. Maðurinn sat í bíl sínum og þegar ungar stúlkur gengu framhjá tók hann niður um sig buxurnar í von um að stúlkurn- ar færu að kíkja. Manninum varð að ósk sinni því nokkrar stúlkur á aldrinum 13—14 ára kíktu á bílrúðurnar til að sjá nánar hvað væri á seyði. Lög- regiunni var umsvifalaust gert viðvart og handtók hún mann- Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða verða tvær DC-8 þotur í flutningunum og við flugið munu starfa 80—90 manns. Flogið verð- ur í tveimur lotum. í fyrri lotunni verður flogið frá Nígeríu til Jed- dah dagana 24. september til 9. október og er áætlað að fljúga með um 6 þúsund píiagríma. Mögulegt er að Öeiri ferðir bætist við allt til 13. október. Seinni lotan mun standa frá 23. október fram í nóvembermánuð og verður þá flogið frá Jeddah til borga í Nígeríu. BRÚARFOSS, skip Eimskipafé- lags tslands, lenti i hörðum árekstri við 6000 tonna skip, John M, sem skráð er i Panama, fyrir utan Nova Scotia á fimmtu- dagsmorgun. Hörður Sigur- gestsson, forstjóri E.Í., sagði i samtali við Mbl. í gærkvöldi, að engin slys hefðu orðið á mönnum við áreksturinn. Skemmdir urðu á Brúarfossi að framan, en skipið hélt áfram til Gloucester og átti að koma þangað siðdegis i gær. Hörður kvaðst ekki geta sagt til um, hvernig áreksturinn hefði orðið. Það yrðu sjópróf að leiða í ljós. „En þetta var töluverður árekstur," sagði Hörður. „Brúar- foss opnaðist eitthvað að framan og það kom einhver leki að skipinu, en sjór fór ekki í flutn- ingalestir." Brúarfoss, sem er 4065 lestir, var með frystan fisk. Brú- arfoss snéri við til Halifax fyrst eftir áreksturinn, en síðan, þegar skemmdir höfðu verið fullkannað- ar, var haldið áfram til Gloucest- er. Hörður sagði, að þar yrði skipið skoðað og lagað, ef þurfa þætti, fyrir áframhaldandi ferð til Cambridge. John M sigldi til Yarmouth í Kanada og sagðist Hörður ekki vita um skemmdir á því, nema hvað það hefði líklega skemmzt meira en Brúarfoss. Skipstjóri á Brúarfossi er Ragnar Ágústsson. Þjófurinn ófundinn MAÐURINN, sem sveik 2,6 millj- ónir króna út úr veðdeild Lands- banka íslands fyrir nokkru er enn ófundinn. Erla Jónsdóttir, deildar- stjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, tjáði Mbl. í gær að lögreglan hefði enn ekki komizt á sporið, þrátt fyrir að mikil vinna hefði verið lögð í rannsókn máls- íns. HJÓN á sjötugsaldri slösuðust er bifreið þeirra lenti í árekstri við vörubifreið á mótum Bæjarbrautar og Bæjarháls klukkan rúmlega 16 i gærdag. Bæði hlutu höfuðáverka auk fleiri meiðsia. Þau voru bæði flutt á siysadeildina. Bifreið þeirra er stórskemmd, en hún var af gerðinni Fiat. Mikið var um árekstra i höfuðborginni í gær. LjÓ8m Mb, Júlíus. Viðskipta- ráðherra vill ráða olíu- sérfræðing TÓMAS Árnason viðskiptaráð- herra hefur sótt um það að á fjárlögum fyrir næsta ár verði heimild til að ráða sérfræðing i oliumálum til viðskiptaráðu- neytisins. Tómas sagði í samtali við Mbl. í gær að nauðsynlegt væri fyrir ráðuneytið að fylgjast mjög náið með þróun olíumála á hverjum tíma og meta beztu möguleikana í olíukaupum, þar sem miklir fjármunir væru í húfi. Það væri bezt gert með því að hafa sér- stakan starfsmann í því verkefni, sem gæti þá gripið inn í önnur mál ef þurfa þætti. Ráðherrann kvað það skoðun sína að við íslendingar værum nú vel settir í olíumálum með samninga bæði við Sovétmenn og brezka ríkis- olíufélagið BNOC, auk þess sem olíufélögin keyptu sjálf einn og einn farm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.