Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Starfsmenn Fríhafnarinnar: Tilkynnt um uppsögn fyrir hádegi, dreg- ið til baka síðdegis „ÞAÐ ER nú einkennilega að þcssu staðið finnst mér. Fyrst var samstarfsnefndin boðuð í utanríkisráðuneytið í gærmorg- un og henni tilkynnt að olium starfsmönnum Fríhafnarinnar Tíðindalítið í miðborginni Tiðindalítið var í mið- borg Reykjavíkur í fyrri- nótt, að sögn miðborgar- lögreglunnar. Fremur fátt fólk var á ferli og engin ólæti. Þó var brotin ein rúða, en annað bar ekki til tiðinda. Lögreglan kvaðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna svo fátt fólk var á ferli að þessu sinni. Þó mætti benda á að unglinga- dansleikur var haldinn í Ársölum, og einnig er meiri regla nú aftur að komast á, er skólar hafa hafið störf. Vinnuslys í Járnblendinu UM kiukkan 19 á fimmtudags- kvöldið varð það slys í Járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga, að maður brenndist illa i andliti og baki þar sem hann var við vinnu sína við ofn númer tvö í verksmiðjunni. Eldur gaus upp úr ofninum og náði að læsa sig i annan tveggja manna sem þar voru við vinnu sína. Hinn slasaði var þegar fluttur á sjúkrahús á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. Síðar var hann fluttur til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar, en meiðsli hans munu ekki vera eins alvarleg og talið var í fyrstu. yrði sagt upp frá og með 31. desember nk. Samstarfssnefndin kemur siðan til okkar hingað til Keflavíkur og við holdum fund um málið kl. 14, þar sem þeir skýra frá þessum upplýsingum, sem þeim voru gefnar í ráðuneyt- inu um morguninn. Tæpum tveim klukkutímum eft- ir að við hófum fundinn hérna hringir síminn. Það er yfirmaður í utanríkisráðuneytinu sem biður um samband við formann sam- starfsnefndarinnar. Segir hann honum, að allt sé dregið til baka með uppsagnirnar á þessu stigi, málið þurfi nánari athugunar við. Einkennileg vinnubrögð," sagði Björn Björnsson starfsmaður Frí- hafnarinnar í viðtali við Mbl. í gærmorgun, en hann hefur starf- að þar í 15 ár. Þá sagði Björn að sér fyndist þetta koma á einkennilegum tíma, þar sem málsókn vegna starfs- manna Fríhafnarinnar stæði yfir og einnig þar sem utanríkisráð- herra væri erlendis og ráðherra sá er gegndi störfum hans væri lítt upplýstur um málið. Þá sagði hann og, að starfsmönnum fyndist lágmarkskurteisi að ráðuneytið tilkynnti þeim bréflega að og ef uppsagnir stæðu fyrir dyrum. Ekki tókst að ná sambandi við fulltrúa í samstarfsnefnd né full- trúa utanríkisráðuneytisins áður en blaðið fór í prentun í gær. Werner forsætisráð- herra Luxemborgar í Morgunblaðinu í gær í frétt á baksíðu misritaðist nafn forsætis- ráðherra Luxemborgar, en hann heitir Pier Werner. Grjótaþorpið: Lóðaeigendur mæta ekki á f undi EIGENDUR lóða í Grjótaþorpi hafa neitað að mæta á fundi, sem skipulagsyfirvöld hafa boðað til á Kjarvalsstöðum nk. mánudags- kvðld þar sem fjalla á um skipu- lagshugmyndir í Grjótaþorpi. Til þessa fundar hefur einnig verið boðið íbúum í Grjótaþorpi. í bréfi til borgarstjóra lýsa lóðaeigendur sig reiðubúna til viðræðna við borgaryfirvöld um hagsmunamál þeirra og borgarinnar að því tilskyldu, að í þeim taki þátt einungis fulltrúar borgarinnar og lóðaeigendur. Deila Flugleiðaflugmanna: Starfsaldurslista- málið lagt til hliðar „DEILUAÐILAR eru sammála um það að leggja starfsaldurs- listamálið til hliðar í bili í flug- mannadeilunni þar sem sam- komulag muni ekki nást á þessu stigi málsins," sagði prófessor Gunnar G. Schram sáttasemjari í samtali við Mbl. í gær um deilu- mál flugmanna varðandi sameig- inlegan starfsaldurslista innan Flugleiða. Unnið að slökkvistarfi í bifreiðinni í fyrrinótt. ELDUR gaus upp i bil þar sem hann stóð á bifreiðastæði við verslunina Hamborg við Klapp- arstig í fyrrinótt. Eldsins varð vart um klukkan tvö, og komu tveir slökkviliðsbílar á vett- vang auk lögreglu. Mikinn reyk Eldur í bíl lagði frá bílnum, en vel gekk að slökkva eldinn. Hefði slökkviliðið hins vegar ekki komið svo skjótt á vettvang hefði getað farið illa, því skammt frá bílnum er timbur- skúr, áfastur við stærri bygg- ingar. Mikið tjón hefði því getað I.ji.sm: A.S. hlotist af hefði eldurinn náð að læsa sig í skúrinn. Bíllinn er mikið skemmdur, en þó ekki talinn ónýtur. óvíst er um eldsupptök, en þó er talið sennilegt að kviknað hafi í út frá rafkerfi bifreiðarinnar. Flugleiðir: Eftirlitsflugfreyjur völdu til ráðningar „VIÐ VILJUM ekki fyrirgera þeim rétti fyrirtækisins að ráða hverjir starfi hjá því, það er nánast farið eftir starfsaldri, en eftirlitsflugfreyjur og fleiri völdu þá starfsmenn sem við viljum endurráða," sagði Erlíng Aspelund framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Flugleiða i sam- tali við Mbl. i gær um þann lista 68 flugfreyja sem Flugleiðir hafa tilkynnt Flugfreyjufélaginu að tii standi að endurráða af þeim 130 flugfreyjum sem sagt var upp. „5 starfsmenn Flugleiða sem vel þekkja til hjá starfslíði mátu stöðuna þannig að hver um sig valdi úr hópnum með þvi að gefa eins konar stig og síðan fengum við þessa Hsta ómerkta og völdum til endurráðningar eftir þessu mati eftirlitsmanna félagsíns, en við vitum ekki hvað kom frá hverjum," sagði Erling. „Við boðuðum fulltrúa flug- freyja á okkar fund fyrir helgina, til þess að gefa þeim tækifæri til þess að fylgjast með þessu og spá í stoðuna og síðan munum við aftur ræða málin kl. 2 á mánudag. Við viljum miða endurráðningu flugfreyja við þennan 68 manna hóp, en hins vegar mun þurfa að ráða fleiri flugfreyjur ef breyting verður á Norður-Atlantshafsflug- inu og það verður ákveðið nk. föstudag. Við höfum sagt flug- freyjunum að við viljum hafa samráð við þær um endurráðn- ingar ef til þess flugs kemur og Viljum gott samstarf við Flugfreyjufélagið, segir Erling Aspelund framkvæmda- stjóri einnig í sambandi við endurráðn- ingar fyrir sumaráætlun næsta sumar og jafnframt höfum við sagt þeim að við séum til viðræðu um þann hátt að ráða í hlutastörf á móti flugfreyjum sem ef til vill vilja vinna með þeim hætti, þótt slíkt kosti okkur nokkurt umfang, m.a. varðandi búninga og fleira, en flugfreyjurnar 68 viljum við hafa okkar grundvallarstarfslið. Inni í þeim hópi eru flugfreyjur sem eru í barneignarfríi og í launalausu fríi og koma þær til starfa á ný á eðlilegan hátt. í sambandi við þessar endurráðn- ingar viljum við ekki binda okkur við hreinan starfsaldurslista, enda er það ekki samningaatriði og hefur ekki verið gert gagnvart öðrum deildum að undanförnu. Auðvitað verða margir óánægðir eins og gefur að skilja en við sáum okkur ekki annað fært miðað við svo stóran hóp sem segja varð upp. Við erum alls ekki að segja að það fólk sem ekki er endurráðið sé óhæft til starfsins, fjarri því, við reynum aðeins að velja það sem við teljum hæfast." Gunnar Guðbjartsson um kjarnf.skattinn: Fer tæpast inn i verðgrundvöllinn Flugfreyjur ræða málin: „Bjuggu til starfsaldurs- listann i samráði við okkur" „VIÐ hofum verið boðaðar á annan fund hjá Flugleiðum n.k. mánudag vegna endurráðninga hjá Flugleiðum en það er full eining hjá okkur um það að endurráðning fari fram eftir starfsaldurslista," sagði Gréta Önundardóttir stjórnarmaður i Flugfreyjufélagi íslands i sam- tali við Mbl. i gær. „Það kom flatt upp á okkur að ekki skyldi miða endurráðningar við starfsaldurslista vegna þess að Flugleiðamenn bjuggu sjálfir þennan lista um sl. áramót í samvinnu við okkur og okkar listi er eini sameiginlegi starfs- aldurslistinn hjá Flugleiðum eft- ir sameininguna, sem samkomu- lag er um innan okkar félags." BRÁÐABIRGÐAVERÐ það, sem nú hefur verið ákveðið á kinda- kjöti mun væntanlega gilda fram i miðjan október, en samstaða hefur ekki náðst i Sexmann- anefndinni um nýjan verð- grundvöll landbúnaðarvara. Áð- ur hafði verið ákveðið verð til bráðabirgða á nautakjöti, kart- öflum og mjólk. Ástæður þess, að samkomulag hefði ekki náðst um nýjan verðgrundvöll, sem átti að taka gildi i byrjun þessa mánað- ar, eru margar að sögn Gunnars Guðbjartssonar, formanns Stétt- arfélags bænda og framkvæmd- arstjóra Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Um ýmis þessara mála er verið að ræða við stjórn- völd þessa dagana. Aðspurður hvort kjarnfóður- skatturinn, sem ákveðinn var 24. júní, kæmi inn í verðgrundvöllinn í næsta mánuði, sagði Gunnar, að það væri umdeilt, en ef hann yrði tekinn með myndi hann ekki virka aftur fyrir gildistöku nýja grund- vallarins. „Eg á þó ekki von á að hann verði tekinn inn í grundvöll- inn, en vil þó ekkert fullyrða um það," sagði Gunnar. Hann sagði, að rætt hefði verið um að taka orlof bænda og veikindaorlof út úr verðgrundvell- inum og greiða það beint. „Þetta og fjöldamörg fleiri atriði eru í athugun og til umræðu við stjórn- völd. Það hafa orðið miklar breyt- ingar í landbúnaði að undanförnu og því eru mörg mál, sem þarf að skoða vel í þessu sambandi," sagði Gunnar Guðbjartsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.