Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Ur myndasafni Ólafs K. Magnússonar elsku var Ben-Gurion enn aö upp- fraeöa þá íslensku um land sitt og þjóö. Ólafur vatt sér í hópinn og sagöi viö Ben-Gurion: „Á meöan þér hvílduö yöur, herra forsætisráðherra, senduö þér hersveitir yöar á mig." „Hvaða hersveitir?" spurði Ben-Gurion undr- andi. „Allar mínar hersveitir eru heima í ísrael." „Nei, ég á viö þessar hersveitir þarna," sagði Ólafur Thors og benti á ísraelsku blaðamennina, og þeir eru líka reiöubúnir aö berjast með yður." Ben-Gurion, sem augsýni- lega misskildi íslenzka forsætisráö- herrann hristi höfuðið og sagöi, „Mér er alveg sama." Ólafur Thors útskýrði fyrir honum hvað hann hefði átt viö og lét Ben-Gurion þá í Ijós efa um, að allir blaðamenn stjórnarandstöðunnar í ísrael myndu berjast með sér. Þá sagði Ólafur Thors: „Stjórnarandstað- an héöan er verri en í ísrael. Hún er verri en arabar." En Ben-Gurion fórnaði höndum, hló og sagði, „Herra forsætisráðherra, ég skal með glöðu geöi skipta viö yöur á aröbum og íslenzku stjórnarandstöðunni." Allir viðstaddir höfðu hina mestu skemmt- un af þessum orðahnippingum for- sætisráðherranna, ekki sízt þeir sjálf- ir. Þeir hlógu og skemmtu sér án tillits til þess sem í venjulegu tali er kallað „diplomatí". — HL. 99 VIÐ HÖFUM GOÐ SAMBÖND... a DAVID BEN-GURION, fyrsti forsætis- ráðherra ísraelsríkis, kom í opinbera heimsókn til íslands í september 1962. Ólafur Thors, þáverandi forsæt- isráðherra, var gestgjafi hans hér á landi og þar hittust tveir góðir. Þeir áttu með sér langan fund í stjórnar- ráðinu daginn eftir komu Ben-Gurions og að þeim fundi loknum sagði Ólafur: „Eins og menn vita lætur mér betur að tala en þegja, en í þetta skipti langaöi mig ekki til að segja orö. Ben-Gurion er stórfróður á öllum sviðum og með eindæmum geðfelldur maður. Ég hafði jafn gaman af að hlusta á hann og horfa á hann." Báöir voru þeir Ólafur og Ben- Gurion með skemmtilega lifandi hár og það var tilefni gamanmála milli þeirra. Sagt er að Ben-Gurion hafi eitt sinn sagt við Ólaf og bent á hár hans: „You have a very lively hair, mr. Thors." „Yes," svaraði Ólafur um hæl og bætti síðan við: „It's the most independent hair in lceland!" Eins og venja er við hingaðkomur erlendra stórmenna var farið með David Ben-Gurion og fylgdarlið hans í skoöunarferö til Þingvalla og fleiri staöá á Suöurlandi. Athygli vakti hve bílalest þeirra ók hratt, en það stafaði af öryggisástæðum. Ekið var á þeim hraða sem tryggði, að hugsanlegur tilræöismaður gæti ekki undir neinum kringumstæðum hæft forsætisráð- herrann. í fylgd með honum var jafnan vopnaður öryggisvörður og ýtrustu varkárni var gætt. Þó tókst svo illa til í ferðinni að bíll Ben-Gurions bilaði úti í miðri á í Ölfusdal og öryggisverðirnir sem voru í bílnum á undan áttuðu sig ekki á því fyrr en þeir voru komnir töluverðan spöl þar frá, en komu svo í loftköstum til baka. Þótti íslendingunum nýstárlegt að sjá allar þær varúðarráðstafanir sem gerðar voru vegna komu Ben-Guri- ons. Eitt af því sem vakti mesta aödáun og forvitni ísraelska forsætisráðherr- ans var gufuafliö í iörum landsins. í Ölfusdal var hola látin blása honum til heiðurs og hann varð agndofa þegar krafturinn í holunni var leystur úr læöingi og gufan látin streyma út í loftið. Ben-Gurion tók um eyrun vegna hávaðans og úr svip hans mátti lesa mikla aödáun. Þegar lokað haföi yerið fyrir gufuna sneri hann sér að Ólafi Thors og spuröi: „Hvaðan í ósköpunum kemur þetta?" Ólafur horfði sposkur á Ben-Gurion, benti með þumalfingri til jarðar og sagöi: „Viö höfum góð sambönd þar neðra!" Ben-Gurion kunni vel að meta þessa gamansemi og sagðist myndu vilja hafa þessa orku með sér heim. „Ef þér treystið yður til að taka þessa orku með yður heim, tek ég mér það bessaleyfi og lýsi því yfir, að yður er þaö heimilt," sagði Ólafur Thors og Ben-Gurion svaraði: „Ef ég gæti farið með þessa orku heim mundi ég ekki skila henni aftur!" Síðan bætti hann við um leið og hann benti á gufustrók- inn: „Nú hafið þér loksins sigrað mig, ég gefst upp." A Þingvöllum áttu sér einnig staö skemmtileg orðaskipti milli þeirra Ólafs og Ben-Gurions. Blaðamenn höföu þyrpst kringum forsætisráðherrana, þeir íslensku um- hverfis Ben-Gurion og þeir ísraelsku umhverfis Ólaf Thors. Þegar Ólafur hafði svaraö spurningum þeir.a ísra- Ben-Gurion hreifst mjög af gufukraftinum úr borholunni sem látin var blása honum til heiðurs. Hann hafði vio orð að rétt væri nú að taka eitthvaö meö sér heim af allri þessari orkul Á þessari mynd er Sveinn Einarsson að lýsa leyndardómum gufunnar fyrir ísraelska forsætisréðherranum. Vio gufugosiö í Ölfusdal. Auk Ólafs Thors og Ben-Gurions má þekkja meðal annarra verkfræðingana Gunnar Böðvarsson og Svein Einarsson. Ur móttöku fyrir ísraelsku forsætisráðherrahjónin í Háskóla islands. Sitjandi frá vinstri eru frú Paula Ben-Gurion, Oavid Ben-Gurion og Ármann Snævarr. Standandi eru, talið frá vinstri, Halldór Halldórsson, Kristinn Stefánsson, Ólafur Björnsson og Þorir Kr. Þórðarson. Ólafur Thors fylgir Ben-Gurion að bílalestinni. Hauksson, blaðamaöur Morgunblaösins. Að baki þeirra stendur Haukur Myndin var tekin í Valhöll á Þingvöllum þar aem áð var og snæddur hádegisverður. Ben-Gurion les Morgunblaðið af fhygli, lengst til vinstri or eiginkona hans, þá Olafur Thors og Ingibjörg Thors situr við hliö Ben-Gurions.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.