Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 25 Jón Magnússon, formaður SUS: Rangf ærslur leiðréttar VEGNA ummæla í grein Ein- ars K. Guðfinnssonar í Mbl. þ. 19.9. sl. leyfi ég mér að benda á eftirfarandi: 1. Einar heldur því fram, að ekkert hafi heyrst frá S.U.S. upp á síðkastið varðandi afstöðu til ríkisstjórnarinn- ar. S.U.S. eru samt einu landssamtök Sjálfstæðis- flokksins, sem tekið hafa ákveðna afstöðu gegn ríkis- stjórninni. Staðhæfingar um annað eru því beinlínis rangar. 2.1 undirbúningi er Sam- bandsráðsfundur, þar sem m.a. verður fjallað um mál- efni atvinnuveganna og hug- myndir ungra Sjálfstæð- ismanna um það hvernig eigi að stöðva landflóttann. Ég veit að við Einar erum sammála í þeim efnum og okkur gefst á þeim fundi tækifæri til að berjast fyrir sjónarmiðum okkar, en staðhæfingar um aðgerðar- leysi í þessum efnum eru því rangar. 3. Því er haldið fram, að ályktun framkvæmda- stjórnar S.U.S. vegna ráðn- ingar framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins hafi byggst á getgátum einum. Þessi staðhæfing er röng. Formaður Sjálfstæðis- flokksins hafði þá þegar haft samband við ýmsa mið- stjórnarmenn og tilkynnt þeim, að hann mundi leggja til þá skipan, sem síðar var samþykkt á miðstjórnar- Þetta gerðist 22. september 1975 — Misheppnað banatilræði viö Pord forseta í San Francisco. 1974 — Fimm þúsund taldir af í fellibyl í Honduras. 1965 — Vopnahlé í ófriði Indverja og Pakistana. 1960 — Mali fær sjálfstæði. 1955 — Juan Peron steypt í Argentínu. 1949 — Rússar sprengja fyrstu kjarnorkusprengju sína. 1918 — Mótspyrna Tyrkja í Pal- estínu brotin á bak aftur. 1862 — Yfirlýsing Abraham Lin- coln forseta um frelsi þræla — Bismarck verður kanzlari í Prúss- landi. 1830 — Venezúela lýsir yfir sjálf- stæði frá Kólombíu. 1789 — Austurríkismenn og Rúss- ar sigra Tyrki við Rimnik, Val- akiu. 1711 - Frakkar taka Rio de Janeiro — Tuscarora-stríðið í Norður-Karólínu hefst með morð- um Indíána á 200 landnemum. 1609 — Hálf milljón afkomenda Mára rekin frá Spáni. 1586 — Orrustan við Zutphen, Niðurlöndum. 1550 — Floti Þýzkalandskeisara tekur flotastöð sjóræningjans Dragut í Mehedia í Túnis. 1499 — Tyrkir ræna Vicenza. Afmæli. Anna Cleves Englands- drottning (1515-1557) - Chest- erfield lávarður, enskur rithöf- undur (1694-1773) - Michael Farady, brezkur vísindamaður (1791-1867) - Louis Botha, suður-afrískur hermaður og stjórnmálaleiðtogi (1862-1919). Andlát. 1776 Nathan Hale, ætt- jarðarvinur, hengdur. Innlent. 1226 d. Sighvatur Böð- varsson (á Ieið til Jórsala) — 1093 d. Ólafur konungur kyrri — 1393 d. Einar prestur Hafliðason — 1867 f. Sigurjón Friðjónsson — 1939 „Esja" kemur til Reykjavíkur - 1952 d. Ágúst H. Bjarna- son.1957 Árbæjarsafn opnað — Orð dagsins. Tilræði er ýktasta mynd ritskoðunar — George Bern- ard Shaw, írskur leikritahöfundur (1856-1950). Jón Magnússon. fundi Sjálfstæðisflokksins og mælst til þess að hún yrði samþykkt. I. Yfirskrift greinar Einars og eitt aðalatriði hennar lýtur að því, að með sam- þykkt sinni hafi fram- kvæmdastjórn S.U.S. brotið lög S.U.S. Þessi staðhæfing er einnig röng. Þær takmarkanir, sem lög S.U.S. setja varðandi ályktanir framkvæmda- stjórnar eru tvenns konar. Annarsvegar þær, að verði ágreiningur í fram- kvæmdastjórn skuli máli vísað til stjórnar þ.e. einn framkvæmdastjórnarmað- ur hefur neitunarvald. Hins vegar að framkvæmda- stjórn sé óheimilt að álykta um stjórnmál. Fram- kvæmdastjórn var sam- mála um þá tillögu sem borin var fram og hugtakið stjórnmál verður ekki skýrt það rúmt, að ráðning fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins falli þar undir. Á þessi atriði þykir mér rétt að benda, þar sem rangt er farið með staðreyndir, önnur mætti nefna, en ég læt lesendum Morg- unblaðsins eftir að dæma um gildi þeirra röksemda sem fram komu í grein minni í Mbl. þ. 18. sept. og Einars þ. 19. sept. sl. Jón Magnússon,formaður s.u.s. ÞAU Bryndís ólafsdóttir, Kristin Gunnsteinsdóttir og Eirikur Gunn- steinsson hafa haldið hlutaveltu til ágóða fvrir Styrktarfél. lamaðrapg fatlaðra og söfnuðu þau tap. 5400 kr. ÞETTA eru þar Rannveig Kramer og Regina Indriðadóttir. Þær héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Kattavinafélagið, ásamt vinkonu sinni Ástu Grétu, sem var ekki með er myndin var tekin. — Þær söfnuðu rúmlega 700 kr. til félagsins. FYRIR FIMM OMMA SJO w tœpar w FÆRÐU FINAN BIL POLONEZ, VERÐ MEÐ RYÐVÖRN TILBÚINN Á GÖTUNA KR.5Jj86.465 Vecð mioao vio gengisskráningu 1E/5 BO FIAT-UMBODIDl Smiójuvegi 4 - Simi 77200 y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.