Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 íslenska f lugævintýrið lokagrein Gullfaxi og Sólfaxi stinga »aman nefjum á Reykjavíkurflugvelli. Flugbjörgunarsveitin á asfingu 1948. einnig fært hingað heim viðhald Arnarflugsþotnanna og annast Flugleiðir það svo og viðhald véla Arnarflugs, sem eru í innanlands- fluginu. Segjast Flugleiðamenn selja þessa þjónustu sína á eðli- legu verði, það sé ódýrara fyrir Arnarflug að innlendur aðili ann- ist viðhaldið og hagkvæmt fyrir viðhaldsdeild Flugleiða að fá auk- in verkefni. Samstarf um markaðsmálin Samstarfinu við Arnarflug var síðan þannig skipað, að markaðs- deild Flugleiða skyldi sjá um allt flug að og frá íslandi, en Arnar- flugsmen buðu fram þekkingu sína og sambönd í erlendu leigu- flugi. Þarna var nú sameinuð stærri heild og hægt að bjóða upp á mismunandi flugvélagerðir eftir því hvaða verkefni voru í boði. Flugfélögin áttu jöfnum höndum að semja um verkefni fyrir sínar eigin flugvélar eða systurfélagið, (stóra eða litla bóður, dótturfyr- irtækið eða hvernig menn vilja orða það). Svo virðist sem hér sé Skandinavíu. Þessi sömu sumur annaðist Flugleiðir sólarlandaflug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og var þar um að ræða um og yfir 100 ferðir á sumri. í sumar hefur þetta snúist nokkuð við. Arnarflug annaðist með einni flugvél hér heima allt leiguflug fyrir íslensk- ar ferðaskrifstofur og fór auk þess vikulega ferð til Luxemborgar skv. áætlun FLugleiða. Flugleiðir sáu um áætlunarflug sitt til Þýska- lands, en kom ekki við sögu í leiguflugi ferðaskrifstofanna. Flugmenn telja að hér hafi dótturfyrirtækið tekið frá sér bita, segjast vel hafa getað sinnt þessum verkefnum þar sem ein þota félagsins, önnur gamla B-727 þotan, hafi staðið lítið notuð, en hana átti að selja í sumar. For- ráðamenn Flugleiða segja, að ekki hafi verið til mannskapur á þá vél eftir að nýja B-727 vélin kom til sögunnar og því sé tómt mál um það að tala, að Arnarflug hafi tekið verkefnin frá Flugleiðum. Gömlu vélina hafi átt að selja um leið og félagið tók við þeirri nýju og því hafi ekki verið gert ráð fyrir henni í flugrekstrinum. Verið er aö setja bensín á Avro-Anson vél Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli. Myndin er tekin snemma á sjötta áratugnum. um hentuga ráðstöfun að ræða og fyrirsjáanlegt að rúm væri fyrir tvö flugfélög með víðtæk verkefni heima og erlendis. En hér greinir menn nokkuð á um hlutina, ekki síst starfsfólk flugfélaganna. Tekur Arnarflug Flugleiðaverkefni? Bæði sumurin 1977 og 1978, þ.e. áður en Flugleiðir kaupa meiri- hluta í Arnarflugi, stundaði Arn- arflug m.a. leiguflug til Þýska- lands, írlands, og fór nokkrar ferðir til Kanada og norðurhluta Slæmt hafi að vísu verið að geta ekki nýtt hana úr því hún ekki seldist og dýrt að hafa fé bundið í ónotuðu atvinnutæki. Flugmenn segja hins vegar að þeir hefðu vel getað mannað gömlu vélina og segja hér aðeins um að ræða spurningu um nýtingu. Þetta var varðandi millilandaflugið. Hagnaðist Arnar- flug um of? Um innanlandsflugið er svipað uppi á teningnum. Flugmenn, sér- staklega FIA-menn, sem m.a. WMKFLUG Skyggir Arnarflug um of á Flugleiöir? fljúga F-27 vélunum, segja að Arnarflug sinni að nokkru leyti verkefnum fyrir Flugleiðir á inn- anlandsleiðum. Við ákveðnar að- stæður sé gripið til Twin Otter flugvéla Arnarflugs, sem taka 19 farþega, og þær leigðar til flugs á Þingeyri eða aðra ákvörðunarstaði Flugleiða. Segja sumir flugmenn að fækkun Flugleiða um einn Fokker hafi komið Arnarflugi nokkuð til góða. En hvað segja Arnarflugs- menn? Þeir minntu nýlega á tilveru sína hjá samgönguráð- herra og í blöðum og lögðu þar áherslu á að Arnarflug mætti ekki gleymast í því moldviðri íslenskra flugmála, sem nú gengur yfir, og töldu að Arnarflug ætti sinn ákveðna tilverurétt í íslensku flugi. Starfsmenn Arnarflugs segja, að eftir að þeir hættu leigufluginu til Þýskalands hafi markaðurinn þar sett niður og Flugleiðir hafi ekki náð í áætlunarflug sitt jafn- mörgum farþegum og Arnarflug hafði áður í leiguflugi sínu. Telja þeir að þarna hafi markaðsdeild Flugleiða ekki staðið í stykkinu. Arnarflug hafi að vísu fengið verkefni áfram, áðurnefnt sólar- landaflug, en þeir spyrja sjálfa sig hvort félagið hefði ekki bara verið betur komið eitt og sér á báti, en í þessari samvinnu við stóra bróður. En hér eru á ferðinni skiptar skoðanir. Engum blöðum er um það að fletta, að verkefni hafi færst til, en hvor hefur haft betur úr þessum viðskiptum skal ósagt látið hér. Báðir aðilar hljóta að Fokker vélarnar voru orðnar fimm, en við endurnýjun voru keyptar burðarmeiri vélar og er flotinn nú fjórar vélar, — ráðstöfun sem flugmönnum þykir ekki nógu skiljanleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.