Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 /¦ ¦ Keflvikingar Hef opnaö hársnyrtistofu á Framnesvegi 18. Opíö alla daga nema mánudaga frá 9—5, og laugardaga frá 9—12. Sveinbjörg Haraldsdóttir. hárgreiöslumeistari, sími 3507. Snjólausar gangstéttir Gangstéttir, innkeyrslur og götur meö POLYBUTEN-plaströrlögnum Nýtiö frárennslívatniö frá hitaveitunni. 25. mm POLYBUTEN rör eru fyrirliggjandi. Pantanir óskast sóttar strax ymnai Sfyzefoöóon Lf Suöurlandsbraut 16. R. S: 35200 Coco Chanel tlms/ón: Bergl/óf Ingólfadóttir Chanel-dragtin heldur velli Fyrir mörgum áratugum kom franski tískufrömuðurinn Coco Chanel fram með dragt, sem síðan hefur verið við hana kennd, Chanel-dragt, og aflaði henni álits í tískuheiminum. Sú dragt hefur aldrei farið úr móð síðan, þrátt fyrir ýmsa strauma i þessum efnum. Dragtin er einföld í sniði, jakkinn stuttur, bryddaður með einlitu. hnapp- arnir gylltir eða silfurlitir. Fóðrið í jakkanum og blússan eru úr sama efni, alsilki, og auðvitað í sama lit. Pilsið er slétt en hefur tekið smábreyt- ingum með siddina, sem einatt er árlegum sveiflum háð. Það er nú nær áratugur síðan að Coco Chanel lést, en dragtirn- ar hennar eru undanhaldi. síður en svo á í byrjun næsta mánaðar verð- ur opnuð ný Chanel-verslun í Bond Street „The Chanel Bout- ique", þar sem eingöngu verða seldar vörur með Chanel vöru- merkinu, þar verða dragtirnar seldar á 765£ samkvæmt auglýs- ingu. En það eru fleiri, sem lagt hafa út í framleiðslu dragta, sem kalla má eftirlíkingar af hinum raunverulegu Chanel drögtum, og verða seldar fyrir mun lægra verð. Hjá Marks & Spencer í Oxford stræti verða til sölu dragtir á £25, og fataframleið- endurnir „Alexon" selja sínar dragtir í nokkrum verslunum og verðið er um £90. Ennfremur er hægt að kaupa prjónagarn og fyrirmynd eða uppskrift af Chanel dragt í Betlandi fyrir um £20, sjálfsagt vel þegið af mörg- um. Það er greinilega hægt að koma sér upp slíkri dragt fyrir mismunandi mikið fé, allt eftir efnahag, og svo mikið er víst, að þær konur sem eignast Chanel dragt, eða bara eftirlíkingu, geta verið vissar um að hún verður lengi nothæf og passandi við flest tækifæri. Það er engin ástæða til að ætla annað, en að flík, sem búin er að standa af sér breytingar tískunnar síðustu tvo til þrjá áratugi muni halda velli þá næstu einnig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.