Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 + Faðír okkar, HALLDOR SVEINSSON, frá Sævarenda, Hjarðarhaga 32, andaöist á Borgarspítalanum þann 19. þ. mán. Hjördís Halldórsdóttir, Valdís Halldórsdóttir. + BJARNI OLGEIR JÓHANNESSON, bryti lést aö morgni 10. þ.m. aö helmili sínu Lynghaga 15, Reykjavík. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Ingibjörg Jónsdóttir, Ulrich Falkner og fjölskylda t Konan mín UNNUR ÁRMANN, Furugeröi 19, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju 22. september kl. 15. Steinþór Marteinsson. + Maðurinn minn JÓN BJARNASON Jökulgrunni 1, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. september kl. 1.30. Maria Hjartar. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma MARÍA RAGNHILOUR OLAFSDOTTIR fré Hvanneyn sem andaðist 12. september, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudag 23. september kl. 15. Guðmundur Jónsson, Jón Ólafur Guðmundsson, Siguröur Reynir Guðmundsson, Asgeir Guðmundsson. Sólveig Gyða Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnaborn. Sigurbprg Jónsdóttir, Katrín Arnadóttir, Sigríour Jónsdóttir, Gunnar Ölafsson, + Móðir okkar og tengdamóöir, HREFNA OLAFSDOTTIR, veröur jarösungin frá Bústaöakirkju mánudaginn 22. þ.m. kl. 15. Blóm eru vinsamlegast afbeöin. Haukur Erlendsson, Guðlaug Erlendsdóttir, Guomunda Erlendsdóttir, Erna Erlendsdóttir, Ólafur P. Erlendsson, Hrefna Erlendsdóttir Hollan, Margrét Erlendsdóttir, Ágústa M. Ahrens, Þórður Sigurðsson, Gunnar Valur Þorgeirason, Magnaa Dagmar Gunnlaugsdóttir, James Hollan, Magnús Guomundsson. + KRISTJÁN ANDRÉSSON, Vörðustig 7, Hafnarfirði, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi þriöjudaginn '23. september k. 13.30. Salbjörg Magnúsdóttir, Logi Kristjánsson, María Kristjánsdóttir, Andrés Kristjénsson, Bergljót Knstjánsdóttir, Katrín Kristjánsdóttir. Olöf Þorvaldsdóttir, Jón Aöalsteinsson, Sjöfn Hauksdóttir, Olga Þórhallsdóttir, + MóOir okkar, tengdamóöir og amma INGUNN VALGERDUR HJARTARDOTTIR Borgarholtsbraut 49, Kópavogi veröur jarösungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 22. september kl. 10.30. Jarösett verður í Fossvogskirkjugaröi. Hilmar Haröarson, Olöf Þorvaldsdóttír, Steini Þorvaldsson, Lilja Guörún Þorvaldsdóttir, og barnaborn hinnar lótnu Guörún Gunnarsdóttir. Logi Kristjánsson, Sigríður Ólafsdóttir, Aðalstemn Bergdal Björn Gíslason stýrimaður - Minning Það var að kveldi 27. maí sl. að okkur hjónunum bárust til Kaup- mannahafnar þau sorglegu tíðindi að vinur okkar Björn Gíslason fyrrv. stýrimaður hefði látist af slysförum þá um morguninn, er hann var að sinna skyldustörfum á athafnasvæði þess fyrirtækis er hann hafði unnið hjá um áratugi — Steypustöðinni h.f., Reykjavík. Helfregnin kom okkur á óvart og sár söknuður yfir hinu sviplega fráfalli þessa mæta manns fyllti hugi okkar. I apríl sl. höfðum við kvatt hann í fjölskyldufagnaði þar sem hann var hrókur alls fagnaðar og óspart létum við þá von í ljós, að eigi yrði langt til endurfunda, því að í návist Björns leið öllum vel. Endurfundirnir bíða nú síns tíma, „Enginn maður hefur vald yfir dauðadeginum", segir Prédik- arinn. Með fáeinum línum langar okkur að minnast Björns Gísla- sonar, og þakka honum 15 ára samfylgd, sem aldrei gleymist, og votta um leið hans nánustu inni- legustu samúð okkar. Björn var fæddur 9. maí 1912 að Horni í Helgafellssveit og var því 68 ára gamall er hann andaðist. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Kárason og Kristín Hafliða- dóttir, kunn fyrir atorku og mynd- arskap. Björn naut því miður ekki lengi föður síns, því þegar hann var á 3. ári drukknaði faðirinn í flæðar- málinu að konu sinni og börnum ásjáandi. Börnin voru þá sex talsins og móðir Björns gekk með það sjöunda, rétt ófætt. Um áhrif þeirrar stundar sem hér er frá sagt, þarf ekki að fjölyrða en árin sem á eftir komu, sönnuðu að Kristín Hafliðadóttir var í engu meðalmanneskja og njóta niðjar hennar þess enn í dag. Hún axlaði byrðar sínar af aðdáunarverðu þreki og hugrekki, en Björn varð hún þó að láta frá sér í fóstur til hjónanna Magnúsar Jónssonar, og Jóhönnu Elíasdótt- ur, að Kolgröfum, var það vinafólk þeirra Gísla og Kristínar. Kristín vissi vel hvað hún var að gera. Hún var ekki í neinum vafa að gott uppeldi og foreldraum- hyggja biðu hins unga sveins í Kolgröfum, enda varð sú raunin á. Björn Gíslason minntist ætíð fósturforeldra sinna með innilegu þakklæti og virðingu. Einkadóttir hans ber nafn fósturforeldranna og segir það nokkra sögu. Björn var ekki gamall þegar hann vissi hvað hann ætlaði sér. Hafið heillaði hann og sjómaður vildi hann verða. Þegar Björn var á fermingar- aldri kom út ljóðabókin „Illgresi" Með útgáfu hennar varð höfund- urinn Orn Arnarson þjóðkunnur og þá ekki síst fyrir eitt kvæða sinna í bókinni „Sigling". Yrkis- efnið er hafið, eins og þeir vita, sem til þekkja. Kvæðið byrjar þannig: „Hafið bláa hafið hugann dregur, hvað er bak við ystu sjónarrönd". Enda þótt Björn hafi mjög ungur ákveðið hvert halda skyldi, má ætla að kynni af Breiðfirskum sægörpum og lestur bóka um sjóinn og sæfarendur og þá ekki síst umrætt kvæði Arnar hafi styrkt, þegar tekna ákvörðun um sjósókn og siglingar. Björn Gíslason hélt ungur til Reykjavíkur og þaðan á sjóinn. Hann hafði jafnan orð á því að vinnulagið þar hefði átt mjög vel við sig. Björn fór síðar í Sjó- mannaskóla íslands og tók próf þaðan árið 1941. Fyrstu árin eftir að hann út- skrifaðist úr Sjómannaskólanum, var hann til skiptis stýrimaður og skipstjóri eftir aðstæðum. Hann „sigldi" öll stríðsárin og var ótta- og æðrulaus þá eins og alltaf. — Þótt vígvélar tortímdu næstu skipum og hafið æstist og öldur risu, varðveitti Björn rósemi sína óskerta. Það var sem friður fylgdi honum bæði á sjó og landi. Hinn 27. september 1941 kvænt- ist Björn Þóreyju Ólafsdóttur ætt- aðri úr Biskupstungunum. Hjóna- band þeirra var farsælt og voru þau bæði samhent í einu og öllu. Það er staðreynd að íslenska sjómannskonan hefur iðulega þurft að vera í senn húsbóndinn og húsfreyjan, og ábyrgur stjórnandi á heimilinu og Þóreyju Ólafsdótt- ur tókst það með ágætum og bera börn þeirra hjóna — en þau eru fjögur — þess vott að þau eru vel upp alin og fædd af góðum og gáfuðum foreldrum sem vísuðu þeim réttan veg. Elst barna þeirra er Sigurður Hafsteinn verkstjóri kvæntur Jónínu Helgadóttur og eiga þau 3 börn. Næstelstur er Ólafur Sigþór byggingarmeistari, kvæntur Jónínu Helgu Jónsdóttur, eiga þau 4 börn. Þriðji í röðinni er Gísli, múrari — kvæntur Sigrúnu Hrólfsdóttur, eiga þau tvö börn. LOKAÐ eftir hádegi mánudaginn 22. september vegna jarðarfarar FRÚ UNNAR ÁRMANN. Ágúst Ármann hf. Drif hf. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 + Utför móður okkar. tengdamóöur og ömmu KRISTÍNAR SVEINBJORNSDÓTTUR, Haaleitisbraut 40 fer fram frá Fossvogskirkju þrlöjudaginn 23. september kl. 10.30. örlaugur Björnsson, Hreinn Björnsson, Sveinbjörn Björnsson, Þorsteinn Björnsson, Sturla Björnsson og barnabörn. Ásta Gunnarsdóttir, Sigríður Sigtryggsdóttir, Knstín Pélsdóttir, Guörún Halldórsdóttir, Yngst er Jóhanna Magnea sem ber nafn fósturforeldra sinna, hún er gift Einari Þór Vilhjálmssyni framkv.stjóra, og eiga þau þrjú börn. Innilegt samband var ætíð milli foreldranna og barna þeirra, — tengdabarna og barnabarna — og það var unun að vera með þessari fjölskyldu. Skipti það ekki máli hvort það var á stundum hátíða eða hversdagsleikans. Nú þegar vegir skiljast minn- umst við sérstaklega þess, hvað Björn hafði á því lag, er tengda- börnin tóku að birtist, að opna þeim faðm sinn og láta þau finna hlýju, ástúð og virðingu í viðmóti öllu. Við hjónin getum trútt um talað því elsta barn okkar varð tengdadóttir Björns og Þóreyjar konu hans, 15. maí 1965 og betri tengdaforeldrar eru vandfundnir. Við höfum því Birni mikið að þakka, þegar vegir skilja. Eins og sagt er frá í upphafi þessarar minningargreinar var Björn Breiðfirðingur og hann unni Breiðafirði meir en öðrum byggð- um þessa lands, svo ætla má að hugur hans hafi oft verið þar og sem Breiðfirðingur hefði hann áreiðanlega getað tekið undir með Herdísi Andrésdóttur, er hún kveður um Breiðafjörð: „Á meðan fæðist mögur, og manninn getur dreymt, hvert sker, hver ey, hvert ögur, skal aldrei verða gleymt. En ég af alhug beiði og öll þið skiljið mig að blessun Drottins breiði um Breiðafjörðinn sig". Þegar Björn Gíslason ákvað að hætta sjósókn hóf hann störf eins og fyrr segir hjá Steypustöðinni hf., Reykjavík. Hans er nú sárt saknað af samstarfsmönnum og húsbændum þessa fyrirtækis eftir áratuga samstarf. Okkur bíður í grun, að erfitt verði fyrir stjórnendur Steypu- stöðvarinnar að fá hans líka til starfa, svo einstök var árvekni hans, dugnaður og umhyggja fyrir velferð þeirra er hann vann fyrir. Þess er getið hér að framan að þessi fátæklegu kveðjuorð séu fyrst og fremst þakkarkveðja til Björns Gíslasonar, síðbúin að vísu en frá hjörtum okkar eigi að síður. Fjölskyldur okkar tengdust eins og fyrr segir fyrir 15 árum og aldrei hefur á þau fjölskyldu- tengsl skuggi fallið, ekki einn dag. Hér er mikið fullyrt, en allt er þó satt því þökkum við Birni vináttu og viðkynningu. Við sendum frú Þóreyju, niðjum hennar og tengdabörnum og öðrum ástvinum Björns, innilegustu samúðarkveðj- ur. Fyrr í þessum kveðjuorðum var minnst á kvæðið „Sigling". Aðeins þó tvö upphafs vísuorðin. Við ljúkum þessari kveðju með því að hafa yfir niðurlagsorðin: „Bruna þú nú bátur minn, svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himininn". Ungur að árum gerði Björn sjósókn að sínu lífsstarfi, hann kaus "Hinn brunandi bát" og sigldi á honum eins og fyrr er frá sagt um heimsins höf. Fley Björns lagði upp í hinstu för sína þann 27. maí sl. Hann var aldrei í efa um að við leiðarlok væri himinninn fyrir stafni. Góða ferð Björn Gíslason. Þórný og Jón K jartansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.