Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 Kennaradeilan í Grindavík leyst: Nýr kennari tekinn við Á FUNDI skólayfirvalda «g foreldra í Grindavík á laugar- daginn var ákveðið að nýr Fjöldi Rússa að kolmunnaveiðum austur af landinu í FLUGI Landhelgisgæziunnar í gær varð vart við mikinn fjölda rússneskra skipa á kolmunnaveið- um að því að talið er úti af Austurlandi. Töldu starfsmenn gæzlunnar 56 rússnesk skip um 30 mílur utan landhelginnar austur af Langanesi og voru þarna á ferð togarar, verksmiðjuskip, olíuskip og flutningaskip. Aðalalflotinn var á um 10 fermílna svæði. í gæzluflugi á föstudag voru talin 23 rússnesk skip á þessum slóðum. kennari yrði fenginn til að taka við nemendum þeim sem ekki hafa sótt skóla að undan- förnu, samkvæmt upplýsing- um sem Morgunblaðið fékk hjá Gunnlaugi Dan Ólafssyni skólastjóra grunnskólans í Grindavík. Gunnlaugur sagði að kennari sá, sem upphaflega átti að kenna bekknum, myndi snúa sér að stuðningskennslu, en slíkri kennslu hefur hann sinnt undanfarin ár. „Ég vona að þetta sé lausn sem allir aðilar geti fellt sig við,“ sagði Gunnlaugur, „og vona ég að málið sé nú úr sögunni. Það hafa allir lagst á eitt við að leysa þessa deilu, en þessi lausn fékkst með aðstoð fræðslustjórans í Reykjanes- umdæmi og bæjaryfirvalda í Grindavík." Sr. Hjálmar Jónsson á Bólstað gaf saman og með honum á myndinni er kona hans, Signý Bjarnadóttir og síðan þau Gunnar og Bergrún. Yfir 30 gestir í brúðkaup á Hveravöllum BRÚÐKAUP var haldið inni á hálendinu sl. laugardag er gef- in voru saman þau Bergrún Gunnarsdóttir og Gunnar Pálsson á Hveravöllum, sem þar starfa við veðurathuganir. Séra Hjálmar Jónsson sókn- arprestur á Bólstað i Húna- vatnssýslu gaf brúðhjónin sam- an. Viðstödd þessa óvenjulegu hjónavígslu voru um 30 skyld- menni og vinir brúðhjónanna og fór brúðkaupið og veislan hið besta fram, menn skemmtu sér við dans fram eftir nóttu og á þriggja tíma fresti urðu veðurat- hugunarmennirnir, brúðhjónin, að skjótast frá og taka veðrið. Fremur var dimmt yfir og rign- ing mestan hluta laugardagsins en stytti upp er leið á nóttina. Hrygningarstofn þorsks stærri en fiskifræðingar höfðu talið Sandgerði: Unnið kapp- samlega við nýja pósthúsið UNNIÐ er kappsamlega að byggingu nýs póst- og sima- húss í Sandgerði. Mun það bæta úr brýnni þörf því aðstaðan i gamla pósthúsinu hefur verið talin algerlega ófullnægjandi. Stefnt mun að því að taka nýja pósthúsið í notkun fyrir 3. janúar. Viðræðuslit , prentara og FIP VIÐRÆÐUR bókagerðarmanna og Félags íslenzka prentiðnaðar- ins um helgina urðu árangurslaus- ar og upp úr þeim slitnaði á sunnudag. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður, en verkfall bóka- gerðarmanna í dagblaða- prentsmiðjum hefst á föstudag, stendur á laugardag og mánudag, en frekari verkföll hafa ekki verið boðuð í dagblaðaprentsmiðjum. Þá hafa verkföll í öðrum prent- smiðjum verið boðuð á sunnudag, mánudag og þriðjudag. HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN gerði fyrir nokkru athugun á þvi, að beiðni sjávarútvegsráðuneytis- ins, hvort og hvenær hámarksaf- rakstur næðist úr þorskstofnin- um miðað við mismunandi fisk- veiðistefnu. Niðurstöður þessar- ar athugunar eru heldur hag- stæðari en þær tölur, sem fram koma í skýrslu stofnunarinnar um ástand nytjastofna við landið og aflahorfur árið 1980. Byggjast breytingarnar á lengdar- og þyngdarmælingum á þorski, sem gerðar voru árin 1978 og 1979, en úr þeim tölum var unnið á þessu ári. Fiskifrseðingar áætla nú, að hrygningarstofninn verði um 211 þúsund tonn í byrjun næsta árs, en höfðu áður reiknað með, að hann yrði 194 þúsund tonn. í þessu plaggi eru engar tillögur um hámarksafla, en sem kunnugt er lögðu fiskifræðingar til, að þorskafli færi ekki yfir 300 þúsund tonn í ár. Þegar frekari upplýs- ingar um veiðar og niðurstöður rannsókna í ár liggja fyrir mun stofnunin gera nýja úttekt á þorskstofninum. Mbl. ræddi við Sigfús Schopka fiskifræðing í gær og sagði hann, að athugað hefði verið hvaða áhrif það hefði á stofninn að halda áfram núver- andi sókn, en reiknað er með, að þorskafli fari í ár yfir 400 þúsund tonn. Nú er talið, að hrygningarstofn þorsks sé 211 þúsund tonn og að heildarstofninn við landið sé 621 þúsund tonn. Ef miðað er við, að þorskaflinn verði 350 þúsund lest- ir á ári verður hrygningarstofninn í jafnvægi við 850 þúsund tonn upp úr 1986. Heildarstofninn yrði þá 2,2 milljónir tonna og í jafn- vægi, en þá stofnstærð þorsks telja fiskifræðingar æskilega og þannig mætti ná hámarksaf- rakstri úr stofninum. Ef sóknin verður hins vegar áfram eins og í ár verður hrygningarstofninn að- eins 299 þúsund lestir árið 1986 og myndi fara minnkandi úr því. Heildarstofninn hefði þá minnkað úr 1.621 þúsund lestum í 1.522 þúsund lestir og frekari minnkun stofnsins héldi einnig áfram. Núverandi sókn leiðir til lítils háttar stofnaukningar fyrst í stað, en svo minnkar stofninn aftur þegar fram í sækir og kúfurinn hefur verið tekinn af árganginum frá 1976. Sigfús sagði, að á þennan hátt næðist aldrei hámarksaf- rakstur úr stofninum. Ef veidd eru 350 þúsund tonn á ári næst hins vegar hámarksafrakstur úr stofn- inum eftir 6 ár. „Mergurinn máls- ins er sá, að núverandi fiskiskipa- floti er of stór og eftir því sem stofninn vex þarf enn færri skip til að ná æskilegum hámarksafla sé hámarksafrakstur þorskstofns- ins .hafður í huga,“ sagði Sigfús Schopka. Telja frystiiðnaðinn rek- inn með 13 milljarða halla Hækkun fiskverðs og kaupgjalds um 1% kostar fiskvinnsluna 1200 millj, kr. á ári HÆKKUN fiskverðs og kaup- hagsstofnun, að frystiiðnaðurinn gjalds um 1% þýðir 1200 milljóna sé nú rekinn með rúmlega 9 króna útgjaldaukningu á ári milljarða króna halla á ári eða fyrir fiskvinnsluna , að því er Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, sagði i samtali við Morgunblaðið. Fundur hefur ver- ið boðaður i stjórn SH i dag þar sem m.a. verður fjallað um vanda fiskvinnslunnar. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í síðustu viku telur Þjóð- 6%. Eyjólfur Isfeld sagðist i gær litlu hafa við álit Þjóðhagsstofn- unar að bæta, en þó væri ágrein- ingur um kostnaðarliði og þá sérstaklega vextina. Munaði 2— 3% á ári eða um 4 milljörðum króna, sem forystumenn fisk- vinnslunnar teldu afkomuna verri en Þjóðhagsstofnun. Samkvæmt því er halli á rekstri þessarar Steingrímur Hermannsson um f járhagsvanda sjávarútvegsins: Nauðsynlegt að sjá útkomu kjarasamninga og fiskverðs — áður en ákvarðanir eru teknar um frekari aðgerðir ríkisvaldsins „ÉG er tilbúinn með tillögur í Hermannsson sjávarútvegsráð- þessum málum, en hins vegar er herra er Mbl. leitaði í gærkvöldi óskaplega mikil óvissa varðandi álits hans á fjárhagsstöðu sjávar- útvegsins. útkomuna i kjarasamningum og fiskverði og ég tel æskilegt og reyndar nauðsynlegt að sjá, hvað út úr þeim dæmum kemur, áður en ákvarðanir eru teknar i ríkis- stjórninni um einhverjar aðgerð- ir. Það er hins vegar ljóst, að þegar framlegð frystihúsanna er komin undir 20%, þá getur þetta ekki gengið,“ sagði Steingrímur Steingrímur sagðist vilja vekja athygli á því vegna gagnrýni á ríkisstjórnina, að menn virtust stundum fljótir að gleyma því, sem gert væri. Nefndi hann að búið væri að fella niður tolla af fjárfestingarvörum, lækka vexti af fiskveiðasjóðslánum, auka af- urðalán úr 75 í 85%, greiða 20 króna uppbót á þorskkílóið og auk þessa hefði gengið sigið fyllilega á við kostnaðarhækkanir í tíð nú- verandi ríkisstjórnar. Hitt væri svo annað mál að ítarlegar athug- anir leiddu í ljós, að um 8% vantaði upp á grundvöll fryst- ingarinnar og það verður að leið- rétta, sagði ráðherrann, en tók fram, að þetta væri niðurstaðan án tillits til hugsanlegra launa- hækkana og í henni væri heldur ekki ætlað fyrir fiskverðshækkun. Steingrímur sagði fiskverðs- ákvörðun nú í höndum yfirnefnd- ar. Mbl. spurði hann, hvort búast mætti við nýrri skipan mála nú, en hann svaraði neitandi. „Það er hins vegar orðið ákaflega nauð- synlegt að menn skoði nýtt kerfi á þessu og reyndar hafa farið fram viðræður um það við sjómenn og útgerðarmenn. Þessi mál eru þó of skammt komin til þess að ég vilji nokkuð vera að ræða þau nú,“ sagði sjávarútvegsráðherra. greinar um 13 milljarðar króna á ári miðað við núverandi rekstr- arskilyrði. Eyjólfur sagði, að afkomumyndin breyttist nær vikulega þannig að tölur yrðu fljótt úreltar. „Stærstu breytingarnar eiga sér stað við vísitöluhækkun launa, sem eins og kunnugt er verður á þriggja mánaða fresti, og þá sérstaklega ef saman fer vísi- töluhækkun og fiskverðshækkun eins og varð 1. júní,“ sagði Eyjólf- ur. „Nú er staðið frammi fyrir fiskverðshækkun 1. október, vísi- töluhækkun 1. desember og síðan fiskverðshækkun 1. janúar. Á þessu stutta tímabili má einnig vænta nýrra kjarasamninga með óþekktri hækkun. Það er því ljóst, að hjólið heldur áfram að snúast með vaxandi hraða á næstunni enda um mikinn uppsafnaðan vanda að ræða bæði hjá fisk- vinnslu og útgerð. Þetta kemur einna greinilegast fram í stór- versnandi lausafjárstöðu fyrir- tækjanna með vaxandi lausa- skuldum og bankalánum," sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson. Hann sagði, að fyrsti fundur Yfirnefndar Verðlagsráðs sjávar- útvegsins um nýtt fiskverð yrði haldinn í dag og sagðist telja afskaplega erfitt fyrir nefndina að ráða við þann vanda, sem þessi fiskverðsákvörðun væri. „Ég tel augljóst miðað við þær upplýs- ingar, sem fyrir liggja, að nú sé komið að ríkisstjórninni," sagði Eyjólfur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.