Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 45 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI • Á sliku sambandi er hin mesta þörf Fornmenn munu hafa haft allnáin sambönd við Æsi, guðleg- ar verur, sem heima áttu á öðrum hnöttum. En vegna ónógs skiln- ings á þessu sambandi, gat hér ekki orðið um næga framför að ræða. Með hinum nýja lífssam- bandsskilningi ætti hér að mega ráða bót á, ef vilji og samtök nógu margra væru fyrir hendi. Og víst er, að á slíku sambandi er einmitt hin mesta þörf." • Óeðlileg skattheimta „Einn úr borginni" skrifar: „ísland er ekki eina landið með óeðlilega skattheimtu á mörgum sviðum. Mér kemur í hug flugvall- argjaldið eða söluskatturinn. Einnig erfðafjárskatturinn. Allt er nú hægt að afsaka. Sósíalista- ríkin haafa einnig útskýringar á reiðum höndum á fantabrögðum sem fólk er beitt í þeirra löndum — aðferðum sem við þekkjum lítt til þrátt fyrir allt. Tökum skattheimtu eins og erfðafjárskatt, sem var upphaf- lega lagður á til þess að koma sjúklingum og gömlu fólki í öruggt húsnæði, a.m.k. þeim sem verst voru settir. Á sama tíma verða lífeyrissjóðirnir að halda áfram með hinar sérstöku B-deildir til þess að svipta sjúklinga lána- og lífeyrisrétti. • Ekki eina ranglætið Hér er væntanlega um sams konar eignarnám að ræða og hjá mörgum kaupendum íbúða í verkamannabústöðum, þar sem kaupandinn eignast aðeins hlut í íbúð sinni þótt hann hafi greitt íbúðina að fullu. Auðvitað eiga sjúklingar að njóta sama lífeyris- réttar og heilbrigðir. En þetta er ekki eina ranglætið, sem við búum við. Nefna mætti t.d. eignasvipt- ingu á fjölskyldum drykkjusjúkra, geðveikra eða vangefinna. Þar er auðvelt fyrir hina hörðu lögmenn að beita „kunnáttu" sinni. Að lokum: Ekki má gleyma hinu sérstæða fyrirkomulagi á lóðaút- hlutun sveitarfélaganna, sem miða að því að útiloka láglauna- fólk eða taka lóðir aftur af þeim sem fátækir eru." Þessir hringdu . . • Lindin — ekki Lindarbær Þóra Þorsteinsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég sá í Lesbók Morgunblaðsins frá 13. sept. mynd af gömlu rauðu húsi, sem ég hef taugar til og er í gamla Skugga-hverfinu við Lind- argötu. Hús þetta byggði afi minn, Sigurður Jónsson, og þar er faðir minn fæddur og uppalinn. í Les- bókinni er hús þetta nefnt Lindar- bær, en eftir því sem ég veit best hefur það aldrei borið það nafn, ég minnist þess a.m.k. ekki. Það var alltaf nefnt Lindin, og faðir minn sem eignaðist það eftir afa og átti það allar götur til ársins 1953, að mig minnir, var jafnan kenndur SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétríkjunum, sem haldið var í sumar, kom upp þessi staða í skák Moskalenkos og Colovjevs. Svartur viröist vera að sleppa fyrir horn en hvítur var á öðru máli: við þetta hús og kallaður Steini í Lindinni. • Hef ur ákveðið að fara að lögum Skattgreiðandi i Reykja- neskjördæmi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Þegar ég útfyllti skattaskýrsluna mína um sl. áramót valdi ég þá leið að taka hinn svo nefnda 10% frádrátt — fremur en að taka afslátt samkvmt vaxtagreiðslum. Þegar ég fékk skattaseðilinn minn í hendur sá ég að afslátturinn var aðeins 8% af framtöldum tekjum. Þetta þýðir m.ö.o., að einhverju hefur verið breytt þannig í fram- tali mínu, að afslátturinn lækkar sem því nemur. Og síðan segir í bréfinu frá skattstofunni: Skatt- stjórinn í Reykjaneskjördæmi hefur ákveðið að frádráttur yðar skv. þessu og þessu ákvæði verði kr. þetta. Getur skattstjórinn í Reykjaneskjördæmi ákveðið að fara eftir lögum eða hunsa þau? Getur skattstofan þarna suður frá breytt framtölum manna án þess svo mikið sem láta frá sér heyra eða gefa framteljanda kost á að verja sitt mál? Mér skildist á ríkisskattstjóra að slíkt væri óheimilt. Hvað er rétt í þessu efni? 12 w:. w ,,j 'mm fH Hi§ Áw%á §11, ^ mm.v wlÍM WJ%,. 11. mW&Wk 27. Hd8! - Dxh7. 28. Hxe8 - Kxe8, 29. Hxh7 og svartur gafst upp. HÖGNI HREKKVISI ¦ ii i ¦ j • r .. »,, - i -i ROYAL Bezti eftirmaturinn 1/2 lítri köld mjólk 1 RÖYAL búðingspakki. Hrœríð saman. Tilbúið eftir 5 mínútur. Súkkulaði karamellu vanillu járðarberja sítrónu. (fompton Parkinson D112MtoD315LY Frames D160M to D200L Frames D80 to D132M Frames D71 Frames RAFMOTORAR Eigum ávallt tyrirliggjandi 1400—2800 sn/mín. ratmótora. Insfasa 1/3—4 hö 3ja fasa V2—25 hö Útvegum allar fáanlegar geröir og stæröir. K3 VALD. POULSEN! ¦I SUDURLANDSBRAUT10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.